Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Page 11
1 Það er komin ný og glæsileg Candy lína í þvottavélum og kæliskápum. Kaupendur voru strax með á nótunum svo að við lentum í afgreiðsluvandræðum. Nú koma gámarnir nánast á færibandi. Við köllum þetta línu unga fólksins. Okkar sérhæfða afgreiðslufólk hefur ánægju af að sýna þér nýjungarnar. Kringlunni - sími 689150 - Borgartúni 20 - sími 26788. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. Útlönd Það voru ekki aðeins þeir sem hafa verðbréfaviðskipti að atvinnu sem töp- uðu fjármunum sinum í verðbréfahruninu. Simamynd Reuter Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Verðbréf í kauphöllinni í Osló hafa hækkað í verði eftir metfall á þriðju- daginn. Þeir sem þekkja til verð- bréfaviðskipta segja þá hafa tapað mest sem eiga fá verðbréf og stunda viðskiptin óreglulega. Stórir kaup- hallarbraskarar töpuðu óverulegu fé. Verðhrunið á þriðjudaginn varð alvarlegt áfall fyrir marga verðbréfa- eigendur sem þekkja ekki innviði fjármálaheimsins. Síðustu misserin var nær stöðugur vöxtur á umsetn- Samtók umbodsmanna leigumæðra bónnuð að ræða þar sem verslun og við- skipti skiptu orðið öllu máli. Dómsmálaráöherra landsins sam- þykkti fyrir sitt leyti þessa túlkun á lögunum og því er ljóst að samtökin munu ekki starfa áfram. Einn forsvarsmanna þeirra taldi að þessi ákvörðun myndi auka svartamarkaðsbrask með börn og að nú fyrst kæmu peningar virkilega inn í myndina. Samtökin hefðu aldr- ei ætlað sér neinn gróða af starfi sínu en hins vegar hefði oft komiö fyrir að leigumömmurnar krefðust hærri borgunar eftir á eða neituðu að af- henda barnið þegar það væri fætt. Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Heilbrigðismálaráðherra Frakk- lands, Michele Barzach, bannaði nýlega starfsemi samtaka sem séð hafa um að útvega ófrjóum konum leigumömmur, það er að segja konur sem eru tUbúnar að taka við sæði eiginmanns óbyrjunnar og ganga með barnið en afhenda það svo hjón- unum að fæðingu lokinni. Á undanfórnum þremur árum hafa hundrað börn komið í heiminn á þennan hátt hér í Frakklandi fyrir tilstilU samtakanna. Taldi ráðherr- ann að um ólöglega starfsemi væri ingu verðbréfa. Það varð æ algeng- ara að venjulegt fólk íjárfesti í kauphöllinni og það fólk var fariö að trúa því að verðgildi bréfa þess ykist jafnt og þétt. Er fréttist af verðfallinu í byrjun vikunnar greip um sig óðagot og fólk seldi bréfin með tapi eins íljótt og það gat. Þótt verðbréfamarkaðurinn hafi fljótlega náö jafnvægi er taliö aö langur tími líði þar til flest fólk treysti á verðbréfamarkaðinn og kauphallarviðskipti eftir hrollvekj- andi reynslu vikunnar. Við höfum átt í vandræðum! Almenningur í Noregi tapaði á verðhruninu Langtímafangi Nær samfellt frá 1958 Peter Joseph Fan Xueyan hefur setið í fangelsi í Kína nær samfellt frá árinu 1958, eða hartnær þrjá áratugi. Fan Xueyan er rómversk ka- þólskur biskup, sjötíu og níu ára að aldri. Hann var fyrst handtekinn árið 1958 og þá dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Þeirri fangelsisvist lauk þó ekki fyrr en áriö 1979 þann- ig að hún varð tuttugu og eitt ár. Eftir afplánun dóms síns var biskupinn settur í stofufangelsi. að því er talið er vegna þess að yfir- völd óttuðust vinsældir hans og áhrif. Hann var síðan formlega handtekinn að nýju árið 1983, lík- lega fyrir að hafa vígt presta án samþykkis yfirvalda. Fan Xueyan var þá, ásamt Huo Binzhang vígslubiskup, dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. í yfirlýsingu frá yfirvöldum segir að þeir hafi verið sakaðir um að „vera í vitorði með erlendum öflum um að stofna ör- yggi og fullveldi föðurlandsins í hættu". Amnesty International hvetur einstaklinga til þess að skrifa yfir- völdum í Kína og fara þess á leit að Fan Xueyan verði látinn laus nú þegar. Skrifið til: His Excellency the Prime Minister; Guowuyuan Zongli; Guowujman; Beijing; Peop- le’s Republic of China. Engar breytingar hjá V-Þjóðverjum Gizur Helgason, DV, Liibedc Tahð er að öngþveiti það, er hefur verið í kauphöllum Evrópu undan- farið, stafi meðal annars af því að þau lönd í hinum vestræna heimi, er standa hvað best fjárhagslega séð, hafa ekki getað náð einingu um sam- eiginlega stefnu í fjármálapólítí- kinni. I þeim efnum er Vestur-Þýska- land tahð leika eitt aðalhlutverkið. Aðhaldsemi Öryggiðer ofar öllu öðru eru eink- unnarorðin hjá v-þýsku banka- og fjármálamiðstöðinni í Frankfurt. Stefna V-Þjóðveija í fjármálum er aðhaldssöm og bitnar það á öðrum löndum viðskiptaheimsins. Samtím- is moka V-Þjóðverjar peningum inn í landið þar eð þeir eru einn mesti útflutningsmarkaður heims. Heim- urinn krefst nú breytinga á þessu háttalagi og vhl nú fá að selja V- Þjóðverjum eitthvað á móti. Já og nei Dieter Arlt, bankastjóri þjóðbank- ans í V-Þýskalandi, var spurður að því í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi hvort V-Þýskaland gæti ekki, í krafti fjármálastyrkleika síns, aukið fram- leiðsluna og þar með styrkt fjármála- kerfi alheimsmarkaðarins. Hann svaraði því bæði játandi og neitandi. Sagði hann að v-þýski þjóðarbankinn hefði sett ákveöna markalínu til þess að fá stöðugleika í veröþróuninni en að á síðustu mánuðum hefði verið farið rækilega fram yfir þessa markalínu og því reyni þjóðbankinn nú að færa fjármagnið til baka og það hefur síðan orsakað hækkun vaxta. Verðbólguótti Þegar hann var síðan spurður að því af hveiju V-Þjóðverjar væru svo hræddir við að leggja of mikla pen- inga inn á markaðinn þá benti hann á að tvisvar sinnum áður hefði ríkt verðbólga í V-Þýskalandi og þess vegna taldi hann að ákveðinn ótti ríkti hjá þjóðinni í heild við að dengja peningum inn á markaðinn. Bankastjórinn taldi aftur á móti nauðsynlegt að Bandaríkin breyttu um stefnu í íjármálum og sagði að þau yrðu að nota eigin meðul við að rétta við tapiö á viðskiptajöfnuði sín- um. Aðspurður hvort V-Þýskaland væri fúst tU að hjálpa Bandaríkja- mönnum á þessu sviði svaraði Dieter Arlt að vissulega væru V-Þjóðveijar reiöubúnir tfi þess að vissu marki en Bandaríkjamenn framleiddu einfald- lega ekki vörur sem borgaði sig fyrir V-Þjóðveija aö flytja inn. Neita ábyrgð Arlt var að lokum spurður að því hvort þær ásakanir væru réttmætar að V-Þjóðveijar bæru mikla ábyrgð á því sem heföi gerst undanfarna daga á kauphallarmarkaðnum. Taldi hann svo alls ekki vera. V-þýska stjórnin og fjölmiðlar al- mennt í V-Þýskalandi taka í sama streng. Ekkert bendir því til þess að fjármálapóhtíkin hjá V-Þjóðveijum eigi eftir að taka stakkaskiptum. Þeir þekkja gjörla allar röksemdafærslur annarra landa en þær hafa engin áhrif á þá. Að þvinga Þjóðverja hefur sjaldan gengið. V-Þjóðverjar flytja út mun meira en þeir flytja inn og á bifreiðaiðnaður þeirra ekki minnstan þátt i þeim efnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.