Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasöiu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Frjáls sala á kvóta Menn eru komnir í tímahrak við mótun fiskveiði- stefnu. Stefnan þarf að vera ljós fyrir áramót. Undirbún- ingsnefnd, skipuð hagsmunaaðilum, starfar að málinu. Fundartíminn fer gjarnan í ræðuhöld. Þing sumra hags- munaaðilanna eru framundan. Þau munu hafa áhrif. Alþingi verður að fjalla um máhð og setja ný lög. Þing- menn fara gjarnan í jólaleyfi um miðjan desember. Þrátt fyrir þófið í nefndinni hafa komið fram hugmyndir um gerbreytta stefnu. Þröstur ÓLafsson, fulltrúi Verkamannasambandsins í nefndinni, hefur sett fram þá hugmynd, að kvótum í bolfiskveiðum skuh skipt til helminga milh veiða og vinnslu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tekur undir það. Sjómenn og útvegsmenn leggjast gegn þessari breytingu af hörku. Sjómenn segja, að hún boði stétta- stríð. Ætlun Þrastar mun vera að draga úr útflutningi fersks fisks í gámum. Menn benda á, að fiskvinnslan á 75-80 prósent af flot- anum á bolfiskveiðum, og segja, að hugmynd Þrastar sé því út í hött. Miklu skiptir, að þjóðin verður að njóta þess arðs, sem unnt er, af fiskveiðum. Ekki á að stöðva ferskfiskútflutning með kúnstum. Kvótinn á ekki að vera tæki til að njörva markaðinn. Hann á að stuðla að sem mestum arði fyrir þjóðina aha, ekki að vera tæki til að tryggja eitthvert ákveðið , jafnvægi“ í byggð landsins á kostnað arðsins. Þá eru uppi hugmyndir um kvóta í rækjuveiðum. Vinnslustöðvar gera þar kröfur um að fá helming kvót- ans. Bent er á, að þær vinnslustöðvar eiga htið af rækjubátunum. Fuhtrúar rækjuvinnslu segja, að þeir hafi verið hlunnfarnir af stjórnvöldum. Rækjuvinnsla miðaðist lengst af nær eingöngu við Vesturland, Vest- firði og Húnaflóa. En nú skiptir úthafsrækjan miklu. Skip með rækjukvóta geta landað afla víðs vegar um land. Stjórnvöld hafa úthlutað flölda vinnslulejfa th staða utan hins hefðbundna geira. En vandi fiskveiða verður ekki leystur með því að auka höft. Fijáls markaður mun gefast bezt og veita þjóðinni mestar tekjur. Athygh hefur beinzt að fyrirlestri Rögnvalds Hannes- sonar, prófessors í fiskifræði, sem var nýlega haldinn á vegum Háskóla íslands. Hann ræddi um, að th greina kæmi að leggja skatt á aflakvóta. Shkur skattur væri lagður á sums staðar, þar sem aflakvóti væri notaður. Hann telur, að leyfa ætti kaup og sölu á kvóta, bæði th skamms og langs tíma. Að öðrum kosti næði kvótinn vart thgangi sínum. Th greina kæmi, að ríkið seldi þeim, sem eru í útgerð, aflakvóta annaðhvort fyrir eitt eða tvö ár í senn eða th lengri tíma. Minna má á thlögur um auðlindaskatt, sem Kristján heitinn Friðriksson í Últíma beitti sér hvað harðast fyrir. Visslega eru rök fyrir, að þjóðin öh eigi fiskinn í sjónum. Ríkið gæti fyrir hönd þjóðarinnar selt eða skattlagt kvóta. Kristján Friðriks- son var í þessu kannski aðeins á undan sinni samtíð. Meginatriði th að fá mestan arð fyrir þjóðina er, að kvóti gangi frjálst kaupum og sölum. Hann verði jafnan á fijálsu verði. Hver sem er ætti þá að geta keypt sér kvóta. Verðið á fijálsum markaði mundi brátt leiða th þess, að arðsömustu útgerðirnar og fiskvinnslufyrirtæk- in fengju fiskinn. Hin dyttu út, færu á höfuðið. Þá yrði að tryggja, að iha reknum rekstri yrði ekki haldið gang- andi með gjafafé eða of háum lánum. Shkt yrði hag- kvæmasta fiskveiðistefnan. Haukur Helgason Arlega verða hörkudeilur um skiptingu takmarkaðs sjávarafla. - Frá fundi með fulltrúum smábátaeigenda. Kvóti hvers? stjaman í Hafnarfirði. Þessir aðilar hafa keypt fisk eða fiskhluta til vinnslu í mörg ár. Öugar kannski að segjast ætla að fara að vinna fisk og stofna fyrirtæki strax í dag? Eða þarf að hafa áunnið sér hefð, kannski allt frá skreiðarárunum góðu? Ég trúi því aldrei, að tals- menn vinnslukvóta séu að hugsa um, að aðeins ákveðinn hópur fisk- verkenda fái umráðarétt yfir fiskkvótum. Verður þessi fjórðung- ur útvegsmanna, sem enn er „óháður“, að fá veiðileyfi hjá fisk- vinnslustöðvum? Og hvorn helm- ing kvótans „eiga“ vinnslustöðv- amar? Fyrri helminginn eða seinni? Hefði þessi 6000 tonna þorskkvóti, sem „brann inni“ í Vestmannaeyjum í fyrra og virðist hafa gleymst í þjóðhagslegum hag- kvæmnisútreikningum varðandi ferskan fisk í Vestmannaeyjum, verið vinnslukvóti eða útgerðar- kvóti? Ég er hræddur um, að svarið við því sé afskaplega einfalt, en hinum spumingunum gæti orðið erfiðara að svara. Hvers vegna deila menn nú? Eins og áður var sagt, er mjög arðvænlegt að gera út frá íslandi um þessar mundir. Það er þó ekki langt síðan fiskveiðar voru reknar með miklum halla, skip vom boðin upp og enginn treysti sér í útgerð nema sveitarfélög, með ríkishjálp, í atvinnubótaskyni. Útgerð (og sjó- menn) fá nú tiltölulega miklu hærra verð fyrir aflann en áður, ekki síst vegna þess, að nú era tonnin takmörkuð og meira hugsað um að gera sem mest úr kvóta sín- um. Samkeppnisstaða fiskvinnsl- unnar um hráefnið hefur versnað að mun og óþarft að gera lítið úr því. Það er deilt á það, að kvótar séu seldir milli manna og milli byggð- arlaga, ýmist með skipum eða án. Líklega hefur fólk á íslandi svo lengi biiið við ríkisforsjá og höft, að það viðurkennir ekki markaðs- lögmál. Auðvitað ó að skattleggja kvótasölur, t.d. eins og erfðafé, sem kvótinn í mörgum tilfellum er, en það er alveg ljóst, að fiskiskip verða áfram seld milli landshluta og þeim mun fylgja möguleikinn til að veiða fisk eins og alltaf hefur verið. Krafa frystihúsanna um kvóta- forræði miðar að því að draga úr arðsemi útgerðar og hefta athafna- frelsi. Heildar- („nettó“)afrakstur- inn af sjávarútveginum er ég hræddur um að muni minnka. Það er einn versti gallinn á hugmynd- inni. Hvort framkvæmdastjóri frystihúss eða formaður útgerðar- félags, sem stundum er sami maður, ræður því að nafninu til, hvað gert er við afla, skiptir minna máli, svo fremi að engin annarleg sjónarmið ráði. Eitt er þó allra nauösynlegast. Það verður að ná samkomulagi fyr- ir áramótin. Egill má ekki ríða til þings með silfrið. Dr. Björn Dagbjartsson Það er orðið jafnsjálfsagt og fyrstu snjóar, að á hverju hausti hefjast hörkudeilm- um skiptingu takmarkaðs sjávarafla. Það er rétt hjá sjávarúvegsráðherra, að mest áberandi nú eru deilur um það, hveijum heri ráðstöfunarréttur yfir kvótanum, en ég er ekki jafn- viss um, að allir séu sammála um, að einhvers konar kvótaskiptingu þurfi að nota í fiskveiðum okkar. Mér er nær að halda, að sumum væri það kærast, aö ekki yrði hægt að ákveða neina fiskveiðistefnu fyrir áramót vegna innbyröis deilna í sjávarútvegsgeiranum. Það tæki við hér 12 ára gamalt skrap- dagakerfi, sem nú ætti að beita á 12 áram „stærri" flota við ger- breyttar allar aðstæður. Egill Skallagrímsson vildi fá að dreifa silfri sínu yfir mannfiöldann á Al- þingi og sá í anda ilhndin, sem þá hæfust. Þvílíkt gæti ástandið orðið á íslandsmiðum, ef menn koma sér ekki saman um fiskveiðistefnu fyr- ir áramót. Hvers vegna kvótaskipt- ingu? Ekki er vafi á því, að æ fleiri gera sér grein fyrir því, að einhvers kon- ar kvótaskipting í fiskveiðum er nauðsynleg við þær aðstæður, sem viö búum við; að of stór og afkasta- mikill fiskveiðifloti sækir í tak- markaða og viökvæma fiskstofna. Langflestar fiskveiðiþjóðir, sem máh skipta, hafa komist að þessari sömu niðurstöðu, að einhvers kon- ar kvótaskipting er óhjákvæmileg. Og það sem meira er, flestir hafa talið þaö hentugast og réttlátast að skipta afla niður á skip, - að þeir, sem stundað hafa fiskveiðar sem atvinnugrein, útvegsmenn og sjó- menn, hafi meiri rétt en aðrir til að halda því áfram og kunni auk þess betur til verka en aðrir þjóð- félagsþegar. Hins vegar er sú aðferð, sem við völdum upphaflega, frammistöðukvóti, byggður á ár- angri undanfarinna ára, ekki eins algengur, enda aflakóngaaðdáun hkega meiri hér en víöast hvar. Aflamarksaðferðin dugði heldur ekki ein sér, og sóknarmarksskipt- ing hefur veriö æ meira notuð. En engin mannanna verk eru galla- laus, og það eru líka hálfgerð vandræði að vera með fleiri en eina meginaöferð í gangi. Hvað sem því líður, þá skal því hiklaust haldið fram hér, að kvóta- skipting sé skásta aðferðin til að deila út takmörkuðum fiskafia og KjaUariim Dr. Björn Dagbjartsson matvælaverkfræðingur að við höfum verið furðuheppnir með framkvæmdina. Hverjum ber kvótinn? Þrátt fyrir þá niðurstööu okkar í upphafi, að aflanum skyldi skipt á skip, hafa menn séð það upp á síð- kastið, að hægt er að hagnast verulega á útgerð, ef vel er á hald- iö. Þá er ekki að sökum að spyija. Fram á sjónarsviðið koma menn úr hinum ólíklegustu áttum og segja: Nú get ég, nú get ég. Bænd- ur, sem orðið hafa að minnka við sig búskap, þurfa að fá fiskveiði- kvóta. Skipasmíðastöðvar, sem ekki standast samkeppnina frá útl- öndum, vilja fá að lokka útgerðar- menn til viöskipta með auknum kvóta. Sumarfrís- og helgarsjó- menn krefiast helst óskertra fisk- veiðiréttinda, bara ef bátar þeirra eru nógu hthr. Verkalýðsleiðtogar vifia fá að ráða þvi, hverjir veiða fiskinn. Síðast en ekki síst krefiast forystumenn hraðfrysthðnaðarins ráðstöfunarréttar yfir helmingi fiskaflans fyrir hönd fiskvinnsl- unnar. Hverjir eru fiskverkendur? Margir hafa furðað sig á þessari síöastnefndu kröfugerð, sem þó verður að taka alvarlega, ekki síst í ljósi þess, að tahð er, að a.m.k. 3/4 hlutar flotans, og þar með kvótans, séu í eigu fiskverkenda. Þetta er þó erfitt að fá upp nákvæmlega, þar sem margir leyniþræðir hanga á mihi fyrirtækja og félaga. Fisk- verkendur era býsna stór hópur. Meöal þeirra eru t.d. Harðfiskverk- un B.E. á Selfossi, Stokkfiskur á Laugum í Reykjadal og Norður- ,,Eg trúi því aldrei, að talsmenn vinnslukvóta séu að hugsa um, að að- eins ákveðinn hópur fiskverkenda fái umráðarétt yfir fiskkvótum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.