Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Síða 15
15
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987.
Um ofríki íslenskra þjóna
„Nám f skólanum skiptist í bóklegt nám og verklegt", segir i greininni.
Svipmynd frá eldhúsi Hótel- og veitingaskóla íslands.
í DV þann 14. október 1987 birtis
kjallaragrein eftir ungan mani
sem titlar sig hótelrekstrarfræðing
Margt má gott um greinina segje
en því miður bregður fyrir í henn:
ofstæki sem er illa sæmandi mann
sem greinilega telur sig vita meirt
um þjónustu og mannleg samskipt
en gengur og gerist.
Fagleg menntun
í greininni er meöal annars þessi
setning: „Kenna má um iélegri fag-
legri menntun hjá þjónum...“
Ekki ætla ég að halda því fram að
menntun þjóna hér á landi sé al-
góð. En þar sem máhð er mér
no'kkuð skylt vil ég upplýsa lesend-
ur um hvernig námi þjóna hér á
landi er háttað.
Sá sem lærir til þjóns (starfsheiti
þjóna er reyndar framreiðslumað-
ur) byrjar á því að gera námssamn-
ing við veitingahús en þar fer
meginhluti verklega námsins fram.
Námstíminn er þrjú ár og lýkur
með sveinsprófi eins og tíðkast í
öðrum löggiltum iðngreinum. Á
námstímanum sendir meistarinn
(veitingahúsið) nemann í Hótel- og
veitingaskóla íslands en skólanum
er skipt í þrjú fjögurra mánaða
tímabil. Námið í skólanum skiptist
i bóklegt nám og verklegt. Hinn
verklegi hluti námsins miðar með-
al annars að því að tryggja að þeir
sem vinna þar sem aðstæður skapa
mjög einhæf vinnubrögð kynnist
fleiri aðferðum og þurfi þar með
skemmri tíma til að aðlagast þeim
aðstæðum sem eru fyrir hendi á
öðrum vinnustöðum.
Hvað bóklega námið í fram-
reiðslufaginu varðar er því í
meginatriðum skipt í þrennt: 1.
KjaUaiinn
Guðmundur Axelsson
skrifstofumaður
Almenna framreiðslu. 2. Rétta-
þekkingu og matseðlafræði. 3.
Vínþekkingu.
Kennslugögn
Við kennsluna er stuðst við
danska kennslubók í framreiðslu,
auk þess sem nemendum er bent á
að verða sér úti um og nýta sér
bókina Val og venjur í mat og
drykk sem er þýöing á bókinni Aide
Memoire du Sommelier og er notuð
við kennslu í einum þekktasta hót-
elskóla heims. Þess skal getið að
þessum tveim bókum ber saman í
öllum meginatriðum hvað varðar
fagleg vinnubrögð og þau markmið
sem stefnt skuli að með náminu.
Raunar hef ég lesið kennslubækur,
sem notaöar eru í norskum, sænsk-
um, þýskum, frönskum, enskum
og amerískum hóteiskólum, og
komist að raun um að námsefnið
er alls staðar í öllum aðalatriðum
svipað eða það sama, nema hvað í
sumum amerísku bókunum er
ýmislegt sem ekki væri tekið gott
og gilt í Evrópu.
í framhaldi af þessu vil ég geta
þess að skólastjóri Hótel- og veit-
ingaskóla íslands á að baki nám í
hótelrekstrarfræðum frá einum
virtasta hótelskóla heims og hefur
auk þess starfsreynslu á erlendum
lúxushótelum, t.d. í Sviss.
Sjálfsnám - reynsla
I grein sinni nefnir hótelrekstrar-
fræðingurinn það sem hann kallar
„ofríki íslenskra þjóna og ómennt-
aðra stjómenda í hótelrekstri
hérlendis". Það er auðvelt að hafa
samúð með og skilja að það fólk,
sem hefur eytt bæöi tíma, fjármun-
um og fyrirhöfn í að aíla sér
menntunar erlendis, sé sárt yfir því
aö fá ekki störf við hæfi að námi
loknu en það þýðir samt ekki að
rétt sé að afskrifa sem ónýta þá
menntun sem mönnum hefur tek-
ist að afla sér án skólagöngu með
sjálfsnámi og reynslu. Vissulega er
það kátbrosleg hugmynd að þjónar
standi í vegi fyrir því að hótel-
rekstrarfræðingar fái vinnu.
Þjónar eru ekki og hafa ekki verið
í aöstöðu til þess að kúga hótel- og
veitingahúsaeigendur til að setja
sig í stjórnunarstöður. Þar er miklu
fremur um það að ræða að stjórn-
ejidur og eigendur álíta þá einstakl-
inga úr þjónastétt, sem þeir hafa
ráðið til stjórnunarstarfa, hæfa til
að gegna þeim í ljósi reynslu þeirra
og mannkosta. Þá má og benda á
að marga veitingastaði og hótel
reka menn með þjónsmenntun á
eigin ábyrgð, t.d. Broadway,
Hollywood, Hótel Borg og fleiri og
nokkrir staðir eru reknir af mönn-
um sem lærðu fyrst til þjóns og
fóru síðan í framhaldsnám erlendis
í rekstrarfræðum, svo aö ekki er
nú eyöimörkin alger.
Ég er hins vegar sammála hótel-
rekstrarfræðingnum um það að
nauðsynlegt er að auka og bæta
menntun í greinum sem lúta að
þjónustu við ferðamenn, meðal
annars með því ac bæta aðstöðu
Hótel- og veitingaskóla íslands og
koma þar á fót framhaldsdeild þar
sem lögð væri áhersla á kennslu í
rekstrar- og markaðsfræðum með
hérlendar þarflr í huga.
Guðmundur Axelsson
„Þjónar eru ekki og hafa ekki verið 1
aðstöðu til þess að kúga hótel- og veit-
ingahúsaeigendur til að setja sig í
stj órnunarstöður. ‘ ‘
Útflutningur er uppspretta góðæris og einnig forsenda tyrir velmegun f
landinu, segir i greininni.
Islendingum er spáö núna rúm-
lega 200 milljarða landsframleiðslu
á árinu sem gerir rúmlega 21 þús-
tmd dollara tekjur á mann. Þetta
eru miklar tekjur, með því hæsta
í veröldinni, og er orsakar þeirra
fyrst og fremst að leita í hinu mikla
góðæri í útflutningnum, gífurleg-
um afla og háu verði, ásamt
lækkandi olíuverði og lægri al-
þjóðavöxtum en voru t.d. fyrir
tveimur árum.
Miklar kröfur á stjórnvöld
Yfirfærsla þessa góöæris í al-
menna velmegun allrar þjóðarinn-
ar gerir miklar kröfur á stjórnvöld.
Mikill halli hefur verið á fjárlögum
ríkisins undanfarin ár og erlendar
skuldir þjóöarinnar hlaðist upp.
Við skuldum nú erlendum fjár-
magnseigendum um áttatíu millj-
arða króna og þrátt fyrir mikinn
afgang á vöruskiptum okkar við
útlönd sjá vextir af þessari skuld
alltaf til þess að viðskiptajöfnuður
okkar er neikvæður. Enn eitt árið
borgum við um sex milljarða króna
í vexti af þessari skuld. Á mann er
hún um 8.500 dollarar og erum við
skuldugasta þjóð í heimi. Hluti
þessarar skuldar er bundinn í
gæluverkefni ævintýramanna í ís-
lenskum stjórnmálum og skilar'
aldrei krónu upp í vexti, hvað þá
höfuðstólinn, enda um tíu milljarð-
ar nú þegar fallnir á sameiginlegan
sjóð landsmanna, ríkissjóð sem af-
skrifað tap sem lendir með fullum
þunga á landsmönnum.
Skulda- og
verðbólgudraugarnir
Þessi skuldadraugur er fyrsta
sendingin til höfuðs núverandi rík-
isstjóm, til orðinn vegna léttúðar í
ríkisfjármálunum og opinberum
framkvæmdum. Annar draugur
glottir líka í ljóranum, verðbólgu-
draugurinn sem var vakinn upp
með hallanum á ríkissjóði. Þessir
Kjallarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
draugar til samans dansa nú hring-
dans um núverandi ríkisstjóm og
bregða sér í allra kvikinda líki til
þess að lokka hana í Hrunadans-
inn.
Fyrstu eldglæringamar, sem þeir
slá um sig með, eru til þess fallnar
aö fá ríkisstjórnina til þess að af-
greiða fjárlögin meö halla. Þá mun
púkunum enn vaxa ásmegin. Sig-
urdans þeirra verður svo stiginn
yfir moldum efnahagslegs og póht-
ísks sjálfstæðis norðurhjaraþjóöar-
innar, þegar erlendir fjármagnseig-
endur hafa tekið hana upp í skuld.
Þá munu púkamir fyrst geta horfiö
til uppmna síns í neðra og meö-
tekið hrós þess sem þar ríkir. Það
er aUtaf gott að þekkja óvininn,
eins og segir í Eglu.
Skilvísara skattakerfi
Eitt helsta atriðið í að vinna bug
á fjárlagahaUanum er að gera
skattakerfi okkar skflvirkara. Und-
anþágufrumskógurinn í söluskatt-
inum er þvílíkur að aðeins 70% af
söluskattsstofninum voru nýtt þeg-
ar núverandi ríkisstjórn tók við.
Nefnd undir forystu Þrastar Ólafs-
sonar, framkvæmdastjóra Dags-
brúnar, sem fjaUaði um þessi mál,
lagði megináherslu á það að skatta-
kerfið yrði gert skilvirkara með
einfóldun og fækkun undanþága.
Þá fyrst yröi hægt að taka á ríkis-
fjármálunum af einhverri alvöru.
Útflutningsatvinnuvegir
í úlfakreppu
Verðbólgudraugurinn nærist á
fjárlagahallanum. Fastgengis-
stefna ríkisstjómarinnar verður
einskis virði ef ekki tekst að
minnka verðbólguna. Útflutnings-
atvinnuvegirnir kikna undan
kostnaöarálaginu og þá stefnir þeg-
ar í atvinnuleysi. Velmegunin, sem
íslendingar hafa notið af góðærinu,
er um leið fyrir bí. Útflutningsat-
vinnuvegimir eru þannig ekki
aðeins uppspretta núverandi góö-
æris heldur eru þeir einnig for-
senda fyrir velmegun í landinu.
Ráði ríkisstjórnin ekki við verð-
bólguna eru útflutningsatvinnu-
vegir okkar komnir í úlfakreppu.
Hana getum við aðeins leyst með
gengisfellingu, enda er hún ekkert
annaö en tilkynning um oröinn
hlut, að íslenska þjóöin hafi enn
einu sinni eytt meim en hún aflaði.
Mikið í húfi
Öllum hlýtur að vera Ijóst hvað
mikið er í húfi. Losna við gengis-
felhngu, óðaverðbólgu, vaxta-
sprengingu, atvinnuleysi og
minnkandi þjóðartekjur. Einungis
vegna þessa tekur ríkisstjómin nú
á fjárlagahallanum með einfóldun
skattakerfisins. Til þess að góðærið
fái að ríkja sem varanleg velmegun
þjóðinni allri til handa.
Matarskatturinn
Einstök mál hafa verið blásin upp
í þessu sambandi. Þannig hefur
verið talað um matarskatt þegar
stjórnin reyndi að sjá betur í gegn-
um undanþágufrumskóginn í
söluskattinum, þótt helmingnum
af tekjunum væri strax varið til
niðurgreiðslu landbúnaðarafurða.
Hvað þær landbúnaðarafurðir
varöar veröur því engin breyting á
neyslumunstri enda kosta þær
ekkert meira. Umræðan um matar-
skattinn er í sjálfu sér mjög fróöleg.
Þótt tilgangurinn með fækkun
söluskattsundanþága sé aðeins sá
einn að minnka fjárlagahallann,
losna við verðbólgu, gengisfellingu,
vaxtasprengingu, mögulegt at-
vinnuleysi og minnkun þjóöar-
tekna þá æpa allir hver um annan
þveran: matarskattur!
Þessi fækkun söluskattsundan-
þága átti að gefa ríkissjóði 150
milljónir króna. Þar af áttu 75 millj-
ónir að fara í beinar niöurgreiöslur
á íslenskum landbúnaðarvörum til
þess að ekki yröi tilfærsla í neyslu
gegn þeim út af þessari fækkun
söluskattsundanþága. Skatturinn
átti sem sagt að gefa 75 mihjónir
nettó og engin neysluáhrif gegn is-
ienskum landbúnaðarvörum. Samt
er hrópað matarskattur!
Sukkskuld og vaxtagreiðslur
Á sama tíma var ekki minnst á
tíu milljarða sukkskuld sem falhn
er alfarið á ríkissjóð og þjóðina
vegna ruglfjárfestinga út og suður
um landið. Ásamt sex mihjarða
vaxtagreiðslum á ári til erlendra
íjármagnseigenda sem sumt hvað
er vegna óráðsíusláttar sem aldrei
skilar krónu upp í þessar vaxta-
greiðslur.
Reiknið fjárfestingar-
mistökin í kartöflum
Hvemig væri nú að þessir matar-
skattshróparar, hvort sem þeir eru
niðri í þingi, á vinnustöðum eða í
fjölmiðlum, legðu það niður fyrir
sér hvað óráðsían í fjárfestingum,
ævintýramennskan meölánstraust
þjóðarinnar og ruglsláttur um
heimsbyggðina kostaði þjóðina
margar kartöflur, fisk- og kjötbita
og mjólkurpotta. Reiknuðu síðan
hlutfahslega áhrif þess matarskatt-
ar á þjóðina í samanburöi við
skattaaðgerð sem að allra bestu
manna ráði er einungis til þess fall-
in að koma reiðu á ríkisfjármáhn,
minnka veröbólguna, útiloka
vaxtasprengingu, atvinnuleysi og
minnkun þjóðtekna, ásamt því að
hreyfa í engu neyslumunstri þjóð-
arinnar varðandi innlendar land-
búnaöarafurðir. Þær verða eftir
sem áður jafn ódýrar, - hollar, góð-
ar, - og jafnvel fitandi sem áður.
Ríkisstjórnin hefur mikið verk
að vinna, að „bródera" núverandi
góðæri inn í framtíðarvelmegun
þjóðarinnar. Þjóðin verður alhr
sem einn aö standa að baki stjómar
sinnar í þessum efnum, svo íjós fái
skinið um eyjuna okkar um aha
framtíö.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Annar draugur glottir líka í ljóranum.
Verðbólgudraugurinn, sem var vakinn
upp með hallanum á ríkissjóði.“