Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Page 16
16
Spumingin
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987.
Eigum viö að binda gjaldmiðil
okkar við einhvern annan?
Markús Waage: Nei. Mér finnst við
eigum að geta haldið okkar eigin
gjaldmiðli en ekki tengja hann öðr-
um. Það er varasamt.
Edward Kissel: Það myndi auðveida
alla framkvæmd í viðskiptum, t.d.
að því er varðar stöðugleika og inn-
kaup á vörum.
Guðni Hjörleifsson: Nei. Fremur að
styrkja eigin gjaldmiðil betur.
Ingólfur Kjartansson: Mér finnst við
ættum ekki að gera það. Við ættum
að halda okkar eigin og vera þannig
sjálfstæð.
Pálmi Jónsson: Held að það gæti orð-
ið ipjög til athugunar.
Páll Hallgrimsson: Hef aldrei leitt
hugann að því.
Lesendur
Sorphreinsun:
Hroðvirknisleg vinnubrögð
S.G. skrifar:
Sorphreinsun hér í borginni hef-
ur verið meðal þeirra þjónustustarfa
sem löngum hafa verið vel af hendi
leyst og mannskapurinn, sem unnið
hefur að þeim, verið undantekninga-
lítið samstæður og gengið vel um.
Þetta hefur verið samdóma álit í
flestum hverfum borgarinnar svo
langt ég man. Nú upp á síðkastið
hefur þó borið á því að ekki sé eins
vel að verki staðið og oftast áður.
Þetta lýsir sér einkum í þvi að far-
ið er að nota aðra aðferð við losun
sorpíláta og síðan að frá sorptunnum
er ekki gengið eins vel og áður að
losun lokinni.
Að taka tunnur frá húsum og fara
með þær út á götu og skilja þær þar
eftir þar til síðar að bíllinn kemur
og mennirnir losa þær er ekki til fyr-
irmyndar aö mínum dómi.
Tunnumar eða flátin bíða oft nokk-
um tíma, jafnvel yfir hádegisverðar-
eða kaffihlé, og standa þá í mismun-
andi ástandi eftir því hve mikið er í
þeim. Stundum ber það við að þær
eru svo fullar að úr þeim dettur rusl
og fýkur þaö þá gjarnan tvist og bast
eftir götunum. Einnig hefur komið
fyrir að prakkarar á leið fram hjá
hafa velt tunnu um koll og þá er nú
Sorphreinsun i Reykjavík. „Nú er farið að skilja tunnur eftir á gangstétt og
þær látnar bíða eftir losun,“ segir brefritari.
úti um hreinlætið á því svæði.
Þá er það undir sorphreinsunar-
mönnum komið hvort þeir hafa tíma
eða vilja til að hreinsa það allt upp.
Ekki er einu sinni víst hvort þeim
ber skylda til þess.
Eftir losun em tunnurnar settar á
sinn stað. En það er undir hælinn
lagt hvernig það er gert. Þar sem
ruslalúgur eru til staðar eru tunnur
hafðar opnar undir þeim. Stundum
kemur það fyrir að tunnur era skyld-
ar eftir lokaðar undir lúgunni og
uppgötvast þá oft ekki fyrr en síðar
að svo hefur verið og þá búið að
fleygja svo og svo miklu rusli ofan á
lokið.
Allt er þetta bagalegt fyrir þolend-
ur. En þar sem ég veit að starfsmenn
sorphreinsunardeildar eru liprir og
duglegir starfsmenn vfldi ég nú mæl-
ast til þess að endurskoða vinnu-
framkvæmdina á þessum atriðum.
Kannski hefur þetta breyst eftir að
bónuskerfi var tekið upp við vinnu
þessa og hraðinn hefur tekið völdin.
En ég mæli fyrir hönd margra ná-
granna minna þegar ég bið viðkom-
andi umsjónarmenn að bæta úr
ágöllum þessarar annars nauðsyn-
legu þjónustu.
Hljómsveitin Europe var hér sl. sumar.
Tónleikar Europe:
Verða þeir sýndir í sjónvarpi?
Ein 17 ára skrifar:
Mig langar til að koma því á fram-
færi við Baldur Ólafsson að það eru
fleiri Europe-aðdáendur en hann.
Ég skrifaði aðdáendakl ibbi
Europe-hljómsveitarinnar og fékk
send tvö bréf með stuttu millibili
varðandi það að gerast meðlimur að
klúbbi þeirra í Svíþjóð. Ég er nú þeg-
ar orðinn félagsmaður.
Ég fór að sjálfsögðu á tónleikana
sem þeir héldu hér á landi og voru
þeir alveg frábærir.
Hins vegar varð ég fyrir vonbrigð-
um með það að hvorug sjónvarps-
stöðin íslenska skyldi sýna frá
tónleikunum með þeim.
Þeir hljóta að hafa verið teknir
upp. Ég vona að úr þessu verði bætt
fljótlega og tónleikarnir verði sýndir
í heild.
„Palestinumenn þurfa að þola miklar hörmungar," segir bréfritari. Hér
sést er Rauði krossinn ekur særðum Palestínumönnum framhjá sýrlenskri
eftirlitsstöð.
Hringið í síma 27022
milli kl. 13 og 15,
eða skrifið.
Slæm þjónusta á Akureyri
Saga um afiruglara
Óánægður viðskiptavinur hringdi:
Það má segja að þegar á heildina
er litið sé þjónusta verslana hér ekki
eins og best verður á kosið, einkum
í öllu er lýtur að kaupum á tækjum
og tólum sem koma þarf fyrir sér-
staklega í heimahúsum.
Dæmi hef ég frá vinkonu minni
sem keypti sér þvottavél. Skömmu
eftir að hún var tekin í notkun bilaði
hún og fékkst hún viðgerð fljótlega
en ekki stóð á reikningi sem var
sendur um hæl þótt vélin væri svo
tfl ný.
En nú tek ég fyrir dæmi frá sjálfri
mér. Ég keypti afruglara í verslun
hér í gær, fór með hann heim en erf-
iðlega gekk að setja hann í samband.
Þá lá næst fyrir að hringja í versl-
unina, sem seldi hann, og biðja um
að fá aðstoð við verkið og koma afr-
uglaranum í samband. Svarið var að
þeir hefðu engan mann á lausu til
að senda í hús - þeir skyldu leiðbeina
mér gegnum síma!
Þetta var nú reynt en ekki gekk það
heldur. Þá var farið í verslunina til
að fá frekari aðstoð. Þar var enn út-
skýrt munnlege og mér sagt að ef það
dygði ekki mætti koma með tækið tfl
þeirra í verslunina. Við gáfumst upp
og fengum annan aðila til að bjarga
málunum. Við það bættist auka-
kostnaður að sjálfsögðu.
Þetta er auðvitað engin þjónusta
við viðskiptavini sem kaupa tæki
sem er ekki á allra færi að koma fyr-
ir. Ég hringdi til Heimilistækja hf. í
Reykjavík og fékk þar hin greiðustu
svör hjá mjög élskulegum aðila sem
upplýsti mig um að þessir afruglarar
væru keyptir til Akureyrar og þar
með væra tækin komin úr höndum
Heimilistækja og sala og þjónusta því
á ábyrgð þeirra sem seldu tækin þar.
En þar sem ég er enn afar óánægð
með viðskiptin vil ég að þetta komi
fram svo að þessa þjónustu mætti
e.t.v. færa í betra horf.
Til forráðamanna Stóðvar 2:
Oskir um fjöl-
breyttari fréttir
Guðjón V. Guðmundsson skrifar:
Ég vil byrja á því að óska ykkur,
svo og okkur öllum, til hamingju með
eins árs afmælið.
Yfirleitt er ég mjög ánægður með
það efni sem boðið er upp á. Það
væri hins vegar mjög ánægjulegt að
fá fleiri og fjölbreyttari fréttir og þá
um leið nánari umfjöllun um ýmsa
atburði.
Það er vægast sagt orðiö hvimleitt
að sjá varla fjallað um annað en
Reagan og félaga hans. Þó er þetta
mun betra hjá ykkur en hjá þeim á
ríkissjónvarpinu. Tilbeiðsla þeirra á
Bandaríkjamönnum er alveg yfir-
gengileg. Þaö er engu líkara en fréttir
þeirra séu samdar á ritstjórnarskrif-
stofum Morgunblaðsins.
Allt er varið og réttlætt sem þeir
herrar í Washington hafast að. Það
þarf kannski engan að undra. Hlaut
ekki fréttastjóri ríkissjónvarpsins
sitt pólitíska uppeldi á Mbl.? En fyrir
alla muni, víkkið nú sjóndeildar-
hringinn, svo um munar, og sýnið
okkur rétta mynd af heiminum og
því sem er að gerast.
Eitt sinn var til þjóð sem hét Pal-
estínumenn og bjó hún í landi sem
nú heitir ísrael. Þessi þjóð hefur orð-
ið að þola svo ofboðslegar hörmung-
ar að með ólíkindum er.
Hvernig væri nú að láta gera þátt
um þetta fólk, senda t.d. fréttamenn
til flóttamannabúðanna í Líbanon og
á herteknu svæðin við Gaza og á
vesturbakka árinnar Jórdan og
spjalla við fólkið sem þarna býr við
aðstæöur sem engri skepnu yrði boð-
ið upp á hér á landi?
Það er svívírða, óafmáanlegur
smánarblettur á mannkyninu, að
hafa ekki komið þessu hijáða fólki
til hjálpar. Með fyrirfram þökk og
bestu kveðjum í von og viss.u um að
þið stóraukið og bætið allar fréttir.