Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Síða 25
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987.
37
Atvinnumál
EskHJörður:
Vel heppnað nám-
skeið í saltfiskmati
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Fjöldi manns sótti saltfiskmats-
námskeiö sem haldiö var á Eskifirði
á vegum Fiskvinnsluskólans í síö-
ustu viku. Námskeiðiö var haldið í
saltfiskverkun Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar hf. og þótti takast hið besta.
29 manns sóttu námskeiðið, karlar
og konur, flestir frá Austíjörðum en
einnig nokkrir frá Vestmannaeyjum,
Ólafsvík og Siglufirði.
Að sögn Sigurðar Óskarssonar, for-
stöðumanns námskeiðsins, var þetta
annað saltfiskmatsnámskeiðið sem
haldið er á þessu ári en þar að auki
hefur Fiskvinnsluskólinn staðiö fyr-
ir einu skreiðarmatsnámskeiði.
Auk Sigurðar voru fjórir leiðbein-
endur honum til halds og trausts á
námskeiðinu, þrír frá Sambandi ís-
lenskra fiskframleiöenda og einn frá
Ríkismati sjávarafuröa. Einn leið-
beinendanna, Sigfús Magnússon, er
82 ára gamall en hann lét aldurinn
ekki á sig fá og var að sögn þátttak-
enda á námskeiðinu hressasti
maðurinn í hópnum. Sigfús hefur
starfað hjá SÍF frá árinu 1959.
Sigfús Magnússon handfjatiar hér fiskinn af mikilli færni og kunnáttu á
saltfiskmatsnámskeiðinu á Eskifirði í síðustu viku.
DV-mynd Emil Thorarensen
dv Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
■ Atvinnuhúsnæði
Óskum eftir að taka á leigu bílskúr eða
sambærilegt húsnæði fyrir geymslu.
Hafið samband við auglþj. DV í síma
27022. H-5886.
Okkur vantar ca 200-300 ferm húsnæði
undir fiskverkun og pökkun á Reykja-
víkursvæðinu. Hafið samband við
auglþj. DV í s. 27022. H-5879.
Skrifstofuhúsnæði. Til leigu stök skrif-
stofuherbergi í Borgartúni, 21 m2 og
í Ármúla, 32 m2, laus nú þégar. Uppl.
í síma 82554.
Til leigu 245 m1 iðnaðarhúsn. við
Dugguvog, góð lofthæð, sprautuklefi,
hentar vel fyrir bílamálun, fyrirfi-am-
greiðsla æskileg. Uppl. í síma 79822.
Húsnæði óskast á Reykjavíkursvæð-
inu, 80-150 m2, undir léttan iðnað.
Uppl. í síma 44229.
Til leigu atvinnuhúsnæöi, ca 140 ferm.
Hafið samband við auglþj. DV í síma
27022. H-5822.
■ Atvinna í boði
Leikskólinn Arnarborg. Okkur vantar
fóstru og þroskaþjálfa eða starfsmann
strax. Um er að ræða 50% störf á
þriggja til fjögurra ára deild eftir há-
degi og starf við stuðning fyrir böm
með sérþarfir, fyrir hádegi. Uppl. hjá
Guðnýju í síma 73090.
Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur
látið okkur sjá um að svara fyrir þig
símanum. Við tökum við upplýsingun-
um og þú getur síðan farið yfir þær í
ró og næði og þetta er ókeypis þjón-
usta. Síminn er 27022.
Lagermaður. Óskum eftir að ráða lag-
hentan mann sem getur unnið við
framleiðslu á lager (vélavinna). fs-
blikk hf., Hafnarfirði, sími 54244.
Skemmtileg aukavinna. Er ekki ein-
hver nemi sem vantar skemmtilega
aukavinnu, að koma til okkar á skóla-
dagheimili í Heiðargerði og vera með
okkur frá kl. 15.30 til 17.30? Uppl. í
síma 33805 til kl. 16 á daginn.
Ræstingafyrirtæki óskar eftir rösku
fólki til ræstingastarfa að degi til.
Einnig vantar ræstingastjóra seinni
part dags. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-5846.
Skyndibitastaöur í miðbænum óskar
eftir starfsfólki. Um er að ræða vakta-
vinnu. Unnið á 12 tíma vöktum 15
daga mánaðarins. Áhugasamir hafi
samb. við auglþj. DV í s. 27022. H-5858.
Ábyggilegt og duglegt starfsfólk óskast
í matvöruverslun til almennra af-
greiðslustarfa. Vinnutími frá kl.
15-21. Góð laun fyrir gott fólk. Lág-
marksaldur 30 ára. Uppl. í síma 34320.
Manneskja óskast til að taka til í 100
m2 íbúð í Hlíðunum vikulega, gott
kaup í boði. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-5880.
Blikksmiðir. Viljum ráða blikksmiði
og menn vana blikksmíði, góð vinnu-
aðstaða. Uppl. í síma 54244. Blikk-
tækni hf., Hafnarfirði.
Hafnarfjörður. Stúlka vön afgreiðslu-
störfum óskast strax, þrískiptar
vaktir. Góð laun í boði. Uppl. í síma
52017 eða 50501.
Hótel Borg óskar eftir að ráða duglegt
fólk í ræstingar á virkum morgnum.
Uppl. gefnar í síma 11440 eða á staðn-
um.
Sprengisandur. Óskum eftir starfs-
fólki. Unnið er á 13 tíma vöktum 15
daga mánaðarins. Jafnframt óskum
við eftir fólki í kvöld- og helgarvinnu.
Vinnutími virka daga frá 18-24, um
helgar frá 11-24. Uppl. á staðnum (að
Bústaðavegi 153) milli kl. 14 og 16.
Starfskraftur óskast til hreingeminga í
efra Breiðholti, 4-6 tíma, einu sinni í
viku. Hafið samband við auglþj. DV í
síma 27022. H-5871.
Vélamaður óskast. Vanan gröfumann
vantar á Case traktorsgröfu strax,
gott kaup fyrir vanan mann. Sími
651559 e.kl. 19.
Árbær. Grensás. Glæsibær.
Duglegt starfsfólk bráðvantar til
starfa við afgreiðslu. Uppl. í síma
71667. Sveinn bakari.
Óska eftir aðstoöarmanneskju á aldrin-
um 20-25 ára í sölumennsku úti á
landi, þarf að geta byijað strax. Hafið
samb. við auglþj. DV í s. 27022. H-5888.
Starfsfólk óskast til bókbandsstarfa.
Uppl. veittar í Félagsprentsmiðjunni
hf., Spítalastíg 10.
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa,
hálft eða heilt starf. Skjólakjör, Sörla-
skjóli 42, sími 18555.
Vanur kranamaður óskast, þarf að vera
laghentur viðgerðamaður. Uppl. í
síma 43722.
Vélavöröur. Vélavörð vantar á 200
lesta rækjuskip sem frystir aflann um
borð. Uppl. í síma 92-68413 og 92-68090.
Vantar starfskraft í mötuneyti, vakta-
vinna. Uppl. í síma 687955.
■ Atviima óskast
Tek að mér ræstingu í heimahús-
um hjá öldruðum. Hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-5872.
23 ára gömul stúlka óskar eftir at-
vinnu. Allt kemur til greina, er vön
verslunarstörfum. Uppl. í síma 71712
e. kl. 14.
23 ára maður óskar eftir framtíðar-
starfi, 5 ára reynsla í verslunarstörf-
um. Uppl. í síma 75377 eftir kl. 20 í
kvöld og næstu kvöld.
24 ára maður óskar eftir vinnu, er
stúdent af viðskiptasviði. Hafið sam-
band við auglþj. DV í síma 27022.
H-5877.
Mig vantar vinnu, helst mikla, hef lok-
ið 1. ári í rafmagnsverkfræði, er vanur
tölvum og hef rútupróf, margt kemur
til greina. Uppl. í síma 9142561.
Tvitugur fjölskyldumaður óskar eftir vel
launuðu staifi, útkeyrsla og margt
annað kemur til greina. Laus strax.
Uppl. í síma 675144.
2 smiðir geta bætt við sig verkefnum
nú þegar. Uppl. í símum 994824 og
994885 e.kl. 19.
22ja ára nemi I HÍ óskar eftir vinnu á
kvöldin og um helgar, ýmislegt kemur
til greina. Uppl. í síma 72551.
23 ára maður óskar eftir vel launuðu
starfi, allt kemur til greina. Uppl. í
síma 75924.
Nitján ára strákur, nýfluttur frá USA,
óskar eftir góðri vinnu (er með mjög
góða teiknihæfileika). Uppl. í síma
652024.
Ung stúlka óskar eftir vel launuðu
starfi, er á bíl. Uppl. í síma 641358.
Vanur járnamaður óskar eftir starfi
strax. Uppl. í sima 99-5688 eftir kl. 19.
M Bamagæsla
Óska eftir manneskju til að gæta 1 árs
bams tvo eftirmiðdaga í viku. Verður
að koma heim, passar vel fyrir skóla-
fólk. Hafið samband við auglþj. DV í
síma 27022. H-5821.
Barngóð manneskja óskast til að vera
hjá 7 ára dreng á morgnana frá kl.
8-13, 5 daga vikunnar. Uppl. í síma
30993 e.kl. 17.
Dagmamma i Hólahverfl. Get tekið
böm í gæslu fyrir hádegi, helst 3ja ára
og yngri, hef leyfi. Uppl. í síma 79940.
M Tapað fundið
Gullarmand með grísku munstri tapað-
ist í fyrradag, sennilega í miðbænum.
Góð fundarlaun. Uppl. í síma 16477
eða 15979.
■ Kermsla
Business - English. Einkatímar í
ensku fyrir fólk í viðskiptum. Uppl. í
síma 75403.
M Spákonur______________
Framtiðarsýn. Láttu mig segja þér frá
framtíðarplani þínu, sendu mér nafn
og heimilisfang ásamt 500 kr. og ég
sendi þér klukkustundar kassettu um
það sem skiptir máli fyrir þig. Fram-
tíðarsýn, box 3020, 123 Reykjavík.
■ Einkamál
Karlmaður, kátur og skapgóður, óskar
eftir að kynnast skapgóðri konu, böm
engin fyrirstaða, sambúð kemur vel
til greina. Svar óskast sent DV, merkt
„X 201“.
■ Ýmislegt
• Einkamál. Tímarit og video fyrir
fullorðna. Mesta úrval, besta verð.
100% (rúnaður. Skrifið til R.T.
forlags, box 3150, 123 Reykjavík.
Trésmiðir, ath.ll! Vil láta smíða eld-
húsinnréttingu í skiptum fyrir bíl.
Uppl. í síma 92-16119.
Fullorðinsvideomyndir, margir nýir
titlar. Vinsamlegast sendið nafn og
heimilisfang til DV, merkt „Video
5275“. Fullum trúnaði heitið.
■ Skemmtanir
Stuðhljómsveitin O.M. og Garöar leik-
um alla músík, dinnermúsík ef þarf,
fyrir árshátíðir, þorrablót og alla
mannfagnaði, gömlu dansamir, gamla
rokkið og nýju lögin. Upplýsingar og
bókanir Garðar 37526, Olafur 31483
og Láms 79644.
Diskótekið Dollý - á toppnum. Fjöl-
breytt tónlist fyrir alla aldurshópa,
spiluð á fullkomin hljómflutnings-
tæki, leikir, „ljósashow", dinner-
tónlist og stanslaust fjör. Diskótekið
Dollý, sími 46666. 10. starfsár.
Diskótekið Dísa - alltaf á uppleið.
Fjölbreytt/sérhæfð danstónlist, leikir
og sprell. Veitum uppl. um veislusali
o.fl. tengt skemmtanahaldi. Uppl. og
bókanir í s. 51070 13-17, hs. 50513.
kópal
FLOS
kVEGGI, HUROIR, HÚSGÖGN, GLL-
^VWUHLEGT SILKIMATT AKRÝLLAKK, SÉt^ Q\.}ÁSf/Q
30
Silkiáferð
með
Kópal
Flos
Kópal Flos innimálningin hefur gljástig
30, sem gefur silkiáferð. Kópal Flos er
sterk málning sem hæfir þar sem mikið
mæðir á. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem
meira mæðir á, skaltu velja Kópal Geisla.