Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Side 30
42 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. R.E.M. - Document Ur Vesturheimi Hver er forseti Bandaríkjanna? Reagan, eins og eflaust allir vita. Hvar eru Ford bílar framleiddir? í Bandaríkjunum, sem flestum er jú kunnugt. Hvaö heitir þá besta rokk- hljómsveit Bandaríkjanna? R.E.M. Þaö vita hins vegar frekar fáir og margir hafa vafalaust aðra skoðun á því. Gott og vel. Lýsingarorð eru yfir höfuð vandmeðfarin þó núorðið sé þeim sólundað eins og peningum skattborgaranna. En rokksveitin R. ^ E.M. hefur vaxið mjög í áliti rokk- unnenda síðustu misseri. Ástæðan er einfóld. Breiðskífur þeirra eru hver annarri betri. Og hvernig þá? Jú, hér er á ferðinni hljómsveit sem leitar aftur til uppruna rokksins. En í stað þess að kópera gamla meist- ara, á borð við Byrds, þá notar bandið áhrifin til að finna sinn eigin farveg. Útkoman er rokktónlist níunda áratugarins. Talandi um fylgisaukningu þessar- ar hljómsveitar þá má best merkja 1. PetShop Boys-Actually....... 799,- 719,- 2. Bruce Springsteen- Tunnel of Love.............. 799,- 719,- 3. Max Mix 5...................1.099,- 879,- 4. Gaui-Gaui................... 899,- 719,- 5. ABC - Alphabet City......... 799,- 719,- hana á nýju plötunni Documcnt. The one I love hefur fengið töluverða spil- un í útvarpi hérna heima. Lag eins og It’s the end of the world as we know it (and I feel fine) á ennfremur örugglega eftir að njóta álíka hylli. Þetta hefur að sönnu vakið athygli og óupplýstir spyrja: Hverjir í andsk. eru þetta? Þeir sem heyrt hafa eitthvað af hin- um plötunum sjö standa aftur á móti ekki á gati. Platan Murmur, sem kom út í apríl 1983, og var þriðja plata sveitarinnar, sýndi svo um munaði að stórmenni voru á ferð. Síðan hefur hvert meistaraverkið rekið annað. Að yísu var platan Dead letter oflice, sem kom út í ár, eins konar hhðar- spor. Þar léku meðlimirnir fjórir sér í orðsins fyllstu merkingu og spiluðu meðal annars í bríaríi lög eftir Lou Reed. Á Document er alvaran aftur í fyrirrúmi. Platan er rökrétt fram- hald af Life’s rich pageant frá í fyrra þó ekki megi merkja verulega þróun 8. Terence Trent D'Arby - Introducing................ 799,- 719,- 9. Pink Floyd- A Momentary Lapse of R...... 799,- 719,- 10. Bee Gees-E.S.P............. 799,- 719,- 6. Whitesnake-1987...........1.499,- 1.349,- 7. U2- Wide Awake in America......1.099,- 989,- 8. Ýmsir - Borgarbragur......1.399,- 1.259,- 9. U2 - The Joshua Tree......1.199,- 1.079,- 10. Bubbi Morthens- hjá sveitinni tónlistarlega. R.E.M. rokkið einkennist eftir sem áður af sérstæðu gítarsándi Peter Buck og söng Michael Stipe. Platan er eins og fyrri plötur sveitarinnar seintekin og vinnur hægar ár en til dæmis Li- fe’s rich pageant. Document er vel til þess fallin aö vekja athygli óupplýstra rokkunn- enda á R.E.M. Þeim sem fundið hafa ljósið kemur ekkert á óvart. Lög eins og Fall on me, Don’t go back to Rock- ville eða Laughing gætu hafa klifrað Það kom mörgum vægast sagt á óvart þegar þeir Graham Gouldman og Andrew Gold rugluðu saman reyt- um eða þannig og stofnuðu dúettinn Wax. Bakgrunnur þessara tveggja valinkunnu tónlistarmanna er nokk- uð ólíkur fyrir utan það að annar hefur alið starfsaldur sinn í Bret- landi að mestu og hinn í Ameríku. Graham Gouldman kvaddi sér hljóðs þegar á sjöunda áratugnum: þá fyrst og fremst sem lagasmiður og samdi meðal annars stórsmelh á borð við For Your Love sem Yard- birds gerðu vinsælt, Bus Stop sem Hollies gerðu frægt og No Milk Today sem Hermans Hermits sungu við miklar vinsældir. Síðar varð Gould- man einn af stofnendum lOcc og gerði garðinn frægan meö þeirri hljóm- sveit um langt árabil, bæði sem lagasmiður og söngvari. Andrew Gold kom hins vegar fyrst fram á sjónarsviðið um miðjan átt- unda áratuginn á vesturströnd Bandaríkjanna um það leyti sem kántrírokkið átti sitt blómaskeið. Gold gekk til liðs við Lindu Ronstadt sem þá var í uppgangi og varð á skömmum tíma stórstjarna með dyggri aðstoð Golds sem sá um ahar Trompetleikarinn Wynton Marsal- is er aðeins tuttugu og fimm ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur á hann einhvern glæshegasta feril ungs tónlistarmanns sem um getur. Alinn upp við jass, á föður og bræður sem allir eru virtir tónhstarmenn, þá að sjálfsögðu hefur jassinn átt hug hans, en vegna einstæðra hæflleika er hann einnig í dag talinn einhver fremsti trompetleikari í klassískri tónlist og hefur sent frá sér tvær klassískar plötur og fyrir báðar hefur Marsahs fengið hin eftirsóttu Grammyverðlaun. Og Wynton Mar- salis er eini hljóðfæraleikarinn sem hefur fengið sama árið Grammy- verðlaun fyrir að vera besti jasssóló- isti og að vera besti klassíski hljóðfæraleikarinn. Af þessu má sjá að þrátt fyrir ung- an aldur er hér ekki um neinn meðalmann að ræða. Enda er tromp- etleikur Marsalis hreint út sagt stórkostlegur, getur verið ljúfur eins og eðalvín eða krafturinn eins og í eldgosi. í jassinum hefur hann ein- beitt sér að hefðbundnum jassi, látið rafmagnið eiga sig og á nýjustu plötu sinni, Marsalis Standard Time Vol. 1, eru nær eingöngu gamlir og þekkt- ir „standardar” sem jasssnillingar hafa flestir einhvern tima reynt við. Því er ekki að neita að með því að velja lög á borð við Caravan, April In Paris, Cherokee, Foggy Day og upp vinsældalista, rétt eins og The one I love núna. Málið snýst bara um það að ekki eru ahir tilbúnir að lúta lögmálum markaðarins þegar mark- aðnum hentar. Svoleiðis eru R.E.M. Og það að lög sveitarinnar skuh heyrast núna bendir til thslakana af hálfu mötunarverksmiðjunnar. Eða kannski að einlægni og vandvirkni séu orðin að söluvöru á þessum síð- ustu og verstu tímum? Þorsteinn J. Vilhjálmsson útsetningar fyrir hana, auk þess að leika á gítar og syngja með henni. Ennfremur var Gold hpur lagasmið- ur og 1977 ákvað hann að reyna fyrir sér einn síns hðs. Það lukkaðist ekki sem skyldi og lítið fréttist th hans fyrr en dúettinn Wax skaut upp koh- inum fyrir tveimur árum eða svo. Þrátt fyrir þetta óhkan bakgrunn virðist samstarf þeirra Golds og Gouldmans virka vel enda má segja að þeir hafi fengist við svipaða tón- list, melódískt popp í mýkri kantin- um, í gegnum árin. Og það er einmitt sú tónlist sem útúr þessu samstarfi kemur og þeir hafa tekið nútímatæknina í sína þjónustu og eru tölvuvæddir í bak og fyrir. Að því leyti róa þeir á mið þar sem margir eru fyrir við veiðar en styrkur þeirra sem lagasmiða lyft- ir þeim langt uppúr meðalmennsk- unni. Eitt lag af þessari plötu hefur þegar náð vinsældum, Building A Bridge To Your Heart og ég hef þá trú að fleiri muni fylgja í kjölfarið. Þessi plata Wax er prýðilegt dæmi um það hvernig gamalreyndir popp- arar geta aðlagað sig nútímanum án þess að kasta fortíðinni fyrir róða. Góð blanda af gömlu og nýju. -SþS- Autumn Leaves, svo nokkur séu nefnd, og leika þau í hefðbundnum útsetningum kallar hann á saman- burð við jasssnihinga í fortíð og nútíð, samanburð sem sjálfsagt margir eru ósammála um. Enginn mun samt neita því að meðferð Mar- salis og félaga á lögum þessum er einkar glæsheg og er erfitt að taka eitthvert eitt lag fram yfir annað. Þó má segja að snilli Marsalis sem trompetleikara komi einna best fram í tveimur stuttum frumsömdum óð- um, Soon All Will Know og In The Afterglow. Lög sem eru kannski ekki eins melódísk og önnur á plötunni en eftirminnileg vegna túlkunar Marsalis. Wynton Marsalis er ekki einn á Standard Time. Sömu menn og voru meö honum á J Mood eru aftur mættir með píanistann Marcus Ro- berts fremstan í flokki. Þar er á ferðinn mjög efnilegur píanisti (hann er aðeins tuttugu og þriggja ára) sem kemur best fram í Memories Of You, lagi sem hann fær að spreyta sig á. Platan heitir Marsalis Standard Time Vol. 1. Það gefur til kynna að framhalds sé að vænta, enda af nógu að taka. Langan tíma tekur að hlusta á Standard Time, nálægt klukku- tíma, en þegar snhlingur á borð við Marsalis þenur trompet sinn er plata aldrei of löng. SMÆLKI Sæl núl... Lögregluforing- inn Sting er nú i startholun- um meö aðra sólóplötu sina og mun hún bera nafnið Nothing Like The Sun. Er- lendir sérfræðingar sem hafa heyrt gripinn eru frá sér numdiraf hrifningu og segja að fyrri platan, The Deam Of The Blue Turtles (sem var góð), komist ekki i hálf- kvisti við þá nýju. Aðstoðar- menn Stings á nýju plötunni eru ekki af lakari endanum, til dæmis má nefna þá fingr- alipru gítarleikara Eric Clapton og Mark Knopfler... Annar stórpopp- ari er að senda frá sér sólóplötu á næstunni og er það enginn annaren George Michael, sá snöfurmannlegi tengdamömmudraumur. Hér er um að ræða hans fyrstu sóióplötu og heitir hún Faith og ertitillag hennar þegar komið út á smáskífu og veð- ur upp breska vinsældalist- ann... .Einsog kunnugt er affréttum hafa islenskusyk- urmolarnir vakiðmikla athygli I Bretlandi og breska popppressan slegist um að koma fögrum fésum þeirra á forsiðurnar hjá sér. Að auki hafa blöðin verið með alls- kyns fréttir og umfjöllun um molana og ein segir frá þvi er Peter Wyiie, þekktur breskur poppari, ætlaði á tónleika með Sykurmoiun- um. Wylie er ekki manna stundvísastur og i fréttinni segirað nú hafi hann slegið öll met þvi þegar hann dratt- aðist inn úrdyrum tónleika- hallarinnar hafi hljómsveitin verið löngu búin að Ijúka sér af og liðsmennirnir komnir hálfa leíð til Islandsl.... Nýja rappstjaman L.L Cool J. hefur staðið i ströngu að undanförnu og þá ekki á tón- leikasviðinu heldur i réttar- salnum. Vinurinn var nefnilega ekki fyrr búinn að slá i gegn en einhver kújón birtist og hélt þvi fram að hann væri æskuvinur þess kaida og hefði ekki einungis aðstoðað Cool við lagasmíð- ar, heldur ætti hann lika hugmyndina að nafninu L.L. Cool J. Dómstólar i New Yorkhafanú komistað þeirri niðurstöðu að fullyrð- ingar þessar eigi við engin rök að styðjast og hafa visað málinu frá. L.L. CoolJ. hyggst snúa dæminu við og lögsækja slúbhertinn fyrir lygi og krefst hárra skaða- bóta... þaðvarog... -SþS- GELSLADISKAR 1. PetShop Boys-Actually.. Venjul. Okkar verð verð .1.499,- 1.349,- 2. Bruce Springsteen- Tunnel of Love..............1.499,- 1.349,- 3. PinkFloyd- A Momentary Lapse of R . 4. Magnús Eiriksson- 20 bestu lögin........ 5. Michael Jackson-Bad .... .1.499,- 1.349,- .1.399,- 1.259,- ..1.499,- 1.349,- Frelsi til sölu.................1.250,- 1.125,- Tilboð vikunnar Gam Tilboð vikunnar er platan Gaui. Venjulegt verð 899,- Okkar verð 719,- s-l K-l 1* • < • LL N | KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI Wax - American English Gamatt og nýtt... og gott Wynton Marsalis - Marsalis Standard Time Vol. 1 Ungur snillingur HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.