Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. 45 Á lykilmyndinni hér til hliðar eru nöfn allra ieikaranna: 1. Ali MacGraw. 2. Burt Lancaster. 3. Scott Baio. 4. Bruce Dern. 5. James Caan. 6. Glenn Ford. 7. Fred McMurray. 8. Shelley Long (Staupasteinn). 9. James Stewart. 10. William Shatner. 11. Peter Graves. 12. Molly Ring- wold (Pretty in Pink). 13. Rhea Pearlman (Staupasteinn). 14. Dorothy Lamour. 15. Olivia Newton-John. 16. Ted Danson. 17. Cindy Wiiliams. 18. Lou Gosset Jr. (Foringi og fyrirmaður). 19. Matthew Broderick (Ferris Buell- ers Day off). 20. Gene Hackman. 21. Walter Matthau. 22. Robin Williams. 23. Jane Russel. 24. Mike Connors. 25. Anthony Perkins. 26. John Travolta. 27. Robert Stack. 28. Janet Leigh. 29. Mark Harmon. 30. Charles Bronson. 31. Fay Dunaway. 32. Buddy Rogers. 33. Charlton Heston. 34.Gregory Peck. 35. Ryan O’Neal. 36. Rhonda Fleming. 37. Timothy Hutton (Ordinary Pe- ople). 38. Leonard Nimoy. 39. Andrew McCarthy (Pretty in Pink). 40. Henry Winkler. 41. Kevin Kostner (The Untouchables). 42. Cornel Wilde. 43. Don Ameche. 44. DeForest Kelley (Star Trek). 45. Tom Cruise. 46. Penny Mars- hal. 47. Bob Hope. 48. Debra Winger. 49. Victor Mature. 50. Elizabeth McGovern (Ragtime). 51. Robert De Niro. 52. Olivia de Havilland. 53. Mart- ha Raye. 54. Dana Andrews. 55. Elizabeth Taylor. 56. Frances Dee. 57. Joel McCrea. 58. Harry Dean Stanton (Repo Man). 59. Harrison Ford. 60. Jennifer Beals. 61. Marlee Matlin. 62. Danny DeVito (Romancing The Stone). Stjömufans Ætli nokkurn tíma hafi sést eins mikill fjöldi af skærum kvikmyndastjörn- um saman á einum staö? Kvikmyndafyrirtækiö Paramount Pictures smalaði saman þessum fríöa og fóngulega hópi í tilefni 75 ára afmælis félagsins. Þarna má finna megnið af skærustu stjörnum Hollywood um þessar mundir, 62 talsins. Breytt ímynd Raquel Raquel Welch, sem þykir hafa sannað leikhæfileika sína á seinni árum, hefur nú tekiö að sér mjög óvenjulegt kvikmynda- hlutverk. Myndin byggir á sannri sögu um konu sem fékk Lou Gehrig- sjúkdóm sem er banvænn en dregur hægt til dauða. Konan barðist fyrir rétti fyrir því að mega deyja en lífinu væri ekki haldið í henni. Að sögn var það mjög erfitt verkefni að farða Raquel þannig að hún liti út sem dauðvona sjúklingur. Það tók fórðunarmeistara íjórar klukku- stundir í hvert sinn að farða hana þannig. Myndin átti að koma á markað í Bandaríkjunum nú í október. Þannig lítur Raquel Welch út eft- ir fjöggurra klukkustunda förðun- arvinnu... Richard Chamberlain er þarna staddur örstutt frá Hollywood þegar fólk hélt hann vera i Ástraliu i myndaþættinum Þyrnifuglarnir. „Kvikmynda- verið Indian Dunes“ Þeir sem horfa mikið á bíómyndir hafa líklega séð ákveðið svæði mörg- um sinnum en það liggur ekki lengra en 50 kílómetra frá Hollywood. Þetta 600 ekru svæði, Indian Dunes, er ótrúlega vinsælt og hentugt til kvik- myndatöku enda óspart notað af leikstjórum. Myndir eins og Color Purple, Twi- Ught Zone, Airwolf, Wizard og The A-Team voru allar teknar þarna. Myndaflokkurinn Þyrnifuglarnir, sem flestir kannast við, var einnig tekinn á Indian Dunes. Svæðið er svona vinsælt vegna þess að það er tiltölulega fjölbreyti- legt og flutningskostnaður frá kvikmyndaverunum í Hollywood er mjög lítill eins og nærri má geta. Einnig fá leikstjórarnir nokkuð frjálsar hendur að breyta svæðinu. Þannig hefur farvegi áa verið breytt, svo dæmi sé nefnt. Bíógestir eiga vafalaust eftir að sjá fleiri kvikmynd- ir frá Indian Dunes. Umhverfi þessarar þyrlu liktist aðstæðum í Víetnam. Úr myndinni Twilight Zone, einnig frá Indian Dunes. Sviðsljós ~ Ólyginn sagði... Whitney Houston er ekki á því að láta fullkom- inn líkama sinn fara til spillis þegar hún yfirgefur þetta til- verustig. Hún hefur ánafnað læknastéttinni líkama sinn, að sér genginni. Læknarnir geta kannski sett upp ein- hverjarformúlur um hlutföllin i fullkomnum kvenmannslík- ama því hún er óneitanlega glæsileg hvar sem á hana er litið. Cyndi Lauper er lítið fyrir það að sitja á rass- inum og gera ekki neitt. Hún ætlar nú að reyna fyrir sér í kvikmyndunum, eins og margir kollegar hennar í tón- listarbransanum. í fyrstu kvikmyndinni, þar sem hún reynir fyrir sér, leikur hún spá- konu. Cyndi heldur þvi fram að hlutverkið eigi vel við hana því hún sé nefnilega skyggn og hafi m.a. talað við tvær framliðnar manneskjur. Stefanía prinsessa af Mónakó fór ný- lega á næturklúbb í Los Angeles. Þar rakst hún á gamlan kærasta, Rob Lowe, sem hún sagði reyndar upp fyrir nokkru. Stefanía varð al- deilis glöð að sjá Lowe þarna aftur eftir langan aðskilnað og rauk að honum og faðm- aði innilega. Roþ Lowe sneri hana samstundis af sér og sagði henni að fara til helv... Hann var nefnilega ekki bú- inn að gleyma hver sagði honum upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.