Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Page 36
.ipaet FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bitstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 23. 0KTÓBER 1987. Skreiðannálið: Gjaldþrot blasir við * 30-40 aðilum Nokkrir aðilar hafa þegar orðið gjaldþrota vegna skreiðarsölu til Nígeríu þar eð þeir hafa ekki fengið greitt fyrir skreiðina. Nú er útlit fyr- ir að 15 milljónir dollara, eða um 800 milljónir króna, sem Nígeríumenn skulda íslendingum fyrir skreið, séu tapað fé og þá munu á milli 30 og 40 skreiðarframleiðendur verða gjald- þrota. Sú skreiö, sem þessir aðilar hafa selt til Nígeríu, hefur verið flutt út upp á von og óvon síðan skreiðar- markaðurinn lokaðist á árinu 1983. Útflutningurinn hefur átt sér staö ^ með vitund og vilja banka og við- skiptaráðuneytis þótt tryggingar hafi verið htlar eöa engar. Svarið sem gefið er þegar spurt er hvers vegna menn hafi tekið þessa áhættu er að ef skreiðin hefði ekki verið flutt út hefði hún skemmst hér heima og menn orðið gjaldþrota- hvort sem var. -S.dór - sjá nánar bls. 2 ^ Þorsteinn Pálsson: Óheppilegar yfírlýsingar í fjölmiðium „Það hefur ekki farið framhjá nein- um að um óheppilegar yfirlýsingar stjórnarliða hefur verið að ræða, yfirlýsingar sem hafa farið í sitt hvora áttina,“ sagði Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra en formenn stjórnarflokkanna ræddu í gær um hnippingar stjórnarhða í blöðum og á þingi. „Þetta er vandamál fyrir ríkis- stjórnina og samstarf flokkanna. Viö ætlum að beita okkur fyrir því að þetta verði ekki daglegt brauð. Það hefur ekkert gerst í okkar samstarfi sem réttlætir að svona órói komi upp,“ sagði Þorsteinn. -JGH ,^'SILASí«o, ÞR0STUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Dugar að bjóða reiðum Vestfirðingum fé? Sláturtiúsdeilan á Bíldudal: Bjóðast til að borga flutnings- kostnað til Patró Jón Helgason landbúnaðarráð- herra og Gunnar Guðbjartsson hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins voru í morgun vongóðir um að slát- urhúsdeilan á Bíldudal leystist í dag eftir að Framleiðsluráð hafði útvegað fé til að greiða flutnings- kostnað á fé Arnfirðinga verði því slátrað á Patreksfirði. Það var aftur á móti ekki jafngott hljóð í þeim Ólafi Hannibalssyni, stjórnarformanni Sláturfélags Arnfirðinga, og Sigurði Guð- mundssyni, framkvæmdastjóra sláturhússins á Bíldudal. Ólafur sagði að hann hefði borið ráðamönnum hér syðra tillögur til lausnar dehunni og hefðu menn veriö vongóðir um lausn. En eftir ummæh yfirdýralæknis í sjónvarpi í fyrrakvöld hefði gripið um sig slík reiöi á Bíldudal aö hann sagðist ekki sjá að hægt væri að leysa málið með öðrum hætti en að veita Bílddælingum sláturleyfi. Með öðr- um hætti teldu menn sig ekki fá uppreisn æru eftir ummæh yfir- dýralæknis. Sigurður Guðmundsson hafði stór orð um yfirdýralækni og störf hans. Sigurður sagði það enga lausn að flytja féð á Patreksfjörð til slátrunar því ástandið í slátur- húsinu þar væri verra en á Bíldu- dal. Hann sagðist ekki kannast við að deilan væri að leysast ekki þá nema samþykkt væri aö Bílddæl- ingar fengju að slátra heima sem væri hið eina rétta. Þannig stóðu máhn í morgun þeg- ar DV fór í prentun. -S.dór. Alvörustundir lífsins eru margar hjá alþingismönnum. Hér ræða þeir saman í þingsölum í gær um hvernig leysa megi hina viðkvæmu sláturhúsdeilu á Bíldudal, Pétur Bjarnason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, einn af flutningsmönnum frumvarps til laga um slátrun á Bíldudal, Ólafur Þórðarson og Jón Helgason landbúnaðarráðherra. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Rigning á Suðvestur- landi í fyrramáhð verður hvöss suð- austanátt og rigning suðvestan- lands en þurrt á Norðausturlandi. Regnsvæðið færist síðan norðaust- ur yfir landið en síðdegis snýst til suövestanáttar með skúrum eða slydduéljum á suðvestanverðu landinu. Hiti 5-9 stig. ísafjörður: Smygl fínnst í Hofsjökli Fjögur hundruð áttatíu og sex flöskur af áfengi fundust um borð í Hofsjökh í Bolungarvík og á ísafirði. Á Bolungarvík fundust 252 lítrar og 112 lítrar á ísafirði. Ljóst er að verulegt magn af áfengi hafði komist á land í Bolungarvík 1 fyrri ferðum Hofsjökuls. Þaðan mun áfenginu hafa verið dreift. Þrír skip- veijar hafa viðurkennt að hafa átt áfengið og auk þess hefur einn íbúi Bolungarvíkur viðurkennt að hafa annast sölu á áfengi fyrir þá og selt það meðal annars til Reykjavíkur. Rannsóknardeild lögreglunnar á ísafirði og lögreglan í Bolungarvík hafa unnið að rannsókn málsins. Það var í gær sem játningar í máhnu lágu fyrir. -sme Steingrímur tii Brussel - ræðir við ShuHz Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra hélt út tíl Brussel í morgim en á morgun mun hann og aðrir utanríkisráðherrar NATO- landanna ræða við George P. Shultz um viðræður Shultz og sovéska utan- ríkisráöherrans, Sévardnadse, um afvopnunarmál sem nú fara fram í Sovétríkjunum. Steingrímur ræðir í dag við Carr- ington, framkvæmdastjóra NATO. Von er á Steingrími heim aftur á sunnudag. Með honum í ferðinni er Róbert T. Árnason, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Landsbankinn: Tók Nígeríu- bréfafSkreið- arsamlaginu upp í skuld Landsbankinn hefur sent frá sér fréttafilkynningu vegna fréttar DV í gær um kaup bankans á verðlausum skuldabréfum frá Nígeríu af Sam- bandinu upp á 4 milljónir dohara. í fréttatilkynningunni segir að bank- inn hafi keypt bréf útgefin af seðla- banka Nígeríu að upphæð 2 mhljónir dollara af fleiri en einum útflytjanda skreiðar til Nígeríu á undanfornum árum. Þegar bankinn talar um að hafa keypt bréf af fleiri en einum aðila hefur DV heimhdir fyrir því að bank- inn tók Nígeríubréf af Skreiðarsam- laginu upp á 266 þúsund dollara upp í skuld Skreiðarsamlagsins í bankan- um. Á því er munur að taka bréf upp í skuld eða kaupa skuldabréf á nafn- verði eins og gert var viö Sambands- bréfin. Heimhdir DV herma aftur á móti að bréfin, sem bankinn keypti af Sambandinu, séu upp á 4 milljónir dohara og margir aðilar vita af því að bankinn keypti þessi bréf. Það olh óánægju hjá skreiðarútflytjend- um vegna þess að aðrir aðilar en Sambandið hafa ekki getað selt sín bréf. -S.dór - sjá einnig bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.