Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. 17 Ráðherra í undralandi Mikil hlýtur armæða þeirra manna að vera sem taka sér fyrir hendur að „stjórna“ íslandi áþess- um síðustu og verstu tímum. Eg las í sjávarfréttum nýlega viðtal við einn slíkan en hann hefur haft það fyrir stafni undanfarið að „stjórna" sjávarútvegi okkar íslendinga. Undirstaða kvótakerfis: fiskur ' Við lestur þessa viðtals lukust upp augu mín fyrir því hversu firnaerfitt hlýtur að vera að hafa „almennilega stjórn“ á jafnvilltum fyrirbærum og íslenskir sjómenn virðast vera, svo ekki sé minnst á fiskana sem þeir veiða. í umræddu viðtali var ráðherr- ann spurður hveiju hann svaraði fullyrðingum þeirra sem segja að aðalmarkmiði kvótakerfisins, að takamarka afla, hafi ekki verið náð. Svar ráðherrans var: „Það er alveg rétt, við höfum farið langt fram úr því sem ég hefði talið æski- legt. Það er vegna þess hve margir hafa valið sóknarmark og vegna mikillar fiskgengdar." Til að skýra nánar mikilfengleik þessa svars fyrir lesendum þá er „sóknar- mark“ orð sem er notað yfir ákveðna tegund stjórnunar sem sjávarúvegsráöuneytið bjó til og orðið „fiskgengd“ táknar mikinn fisk, en eins og flestir ættu að muna var kvótakerfið búið til vegna skorts á slíku fyrirbæri. Það er sem sagt ekki hægt að stjórna fyrir stjórnuninni annars vegar og hins vegar fyrir allt of miklum fiski. Og Kjallariim Sveinbjörn Jónsson formaður Sjómannafélags Súgandafjarðar þetta hryllilega „sóknarmark" hef- ur fleira á samviskunni, tilv.: „Sóknarmarkið hefur leitt til auk- ins útgerðarkostnaðar og ýtt undir fiárfestingar í flotanum sem eru meiri en góðu hófi gegnir." Hver skyldi hafa bundið ráðherranum þennan þunga kross? En hann er hvergi banginn. Stuttu siðar er hann spurður, tilv.: „Ertu hlynntur rækjukvóta á hvert skip?“ Svar: „Ég tel það mjög koma til áhta en þá verður að vera sóknarmark í þeim veiðum líka.“ Fleiri vandamál Þessi ráöherra er ekki af baki dottinn, hann er allavega stað- fastari en þeytispjöldin sem lækkuðu bílana fyrir okkur í fyrra til þess eins að hækka þá aftur þeg- ar allir þeir sem aðgang höfðu að fiármagni, erlendu eða innlendu, voru búnir að fá sér tvo eða þrjá. En þessi staðfasti ráðherra, sem er búinn að „stjórna" 350 þúsund tonnum meira af þorski upp úr hafinu siðustu fiögur árin en fiski- fræðingar hefðu viljaö, á við fleiri vandamál að stríða en sóknar- markið og allan fiskinn og það eru þessi ægilegu fyrirbæri „smábát- arnir.“ Tilv.:„Þar höfum við misst hlutina úr böndunum eins og frægt er orðið. Við veröum að stýra þeim veiðum eins og öðrum. Það er ekk- ert réttlæti í því að fóst stjórnun sé á veiðum 11 tonna báts en ekki 9,9 tonna báts, sem stundum er í raun stærri en sá fyrrnefndi vegna þess hvernig menn fara í kringum reglur um stærðarmörk.“ Auðvit- að! Það þýðir ekkert að vera með neitt hálfkák í stjórnun. Hring eftir hring Ef maður tekur sér fyrir hendur á annað borð að stjórna einum þá á maður náttúrulega að stjórna öll- um. Það þýðir ekki að líða neitt heiðnaberg í þessum efnum. Og maður talar nú ekki um ef til eru aðilar sem sjá sér hag í að gera stjórnunarskortinn frægan. Og hverjir bjuggu til þessi bráð- skemmtilegu fyrirbæri, „reglur" sem hafa þá náttúru að ef farið er með 9,9 tonna bát í kringum þær verður hann stærri en 11 tonna báturinn? Ætli það sé hægt að fara hring eftir hring og fá sér frystitog- ara? Já, 'hvílíkir snillingar hljóta að hafa farið höndum um stjórn- tæki þessa lands. Það þarf menn með meira en landsprófið mitt til að skilja þessa hluti alla og ekki að furöa að hámenntaðri menn eigi erfitt með að „stjórna“ í þessum hillingum. En við skulum vona að það takist að búa til „reglur“ semlvísa okkur rétta leið út úr völundarhúsinu svo við getum einhvern tíma í framtíð- inni sest niöur og rabbað saman yfir bolla af Bragakaffi meðan þorskurinn streymir á kerfisbund- inn hátt upp úr hafinu og inn í frystihúsin okkar. Sveinbjörn Jónsson „Og hverjir bjuggu til þessi bráð- skemmtilegu fyrirbæri, ,,reglur“, sem hafa þá náttúru að ef farið er með 9,9 tonna bát í kringum þær verður hann stærri en 11 tonna báturinn?“ Land fortíðar eða framtíðar í ferðamálum Við íslendingar erúm svo heppn- ir að þótt þjóðin sé ung og fámenn þá er saga okkar og menning þekkt um gjörvallan heim. Þótt sú þekk- ing sé fyrir hendi er það ekki nóg. Það er nefnilega skammgóður vermir að ætla sér að lifa á fornri frægð. Ellefu hundruð ára saga, elsta þjóðþing heimsins, margar bestu bókmenntirnar frá miðöld- um og það að hafa lifað af í einu harðbýlasta landi heims eru dæmi sem alltaf munu verða landi og þjóð til sóma. Kjallaiinn Þórður Jóhannsson hótelrekstrarfræðingur borg stærstu eyjar í heimi heitir? Líklega alltof fá. Og skýringin felst líklega í nálægð okkar við þessa stærstu eyju heimsins, Grænland. Með þessa staðreynd í huga er ekki furða þótt almenningur úti í hinum stóra heimi sé enn með víkingaí- myndina í huga þegar hann heyrir um ísland. En það er einmitt okkar verk að breyta því. Að brosa Með svo mikilvæga vitneskju ætti leikurinn að vera auðveldur. Það á ekki að eyða þessari ímynd. Og aldrei ætti mönnum aö detta í hug að breiða yfir hana með ís- lensku ullarteppi né grafa hana niður. Við eigum að byrja upp á nýtt, byggja á fornri frægð og tvinna fortíðina við komandi fram- tíð. Víkingaímyndin, sem fylgir okkur, er einn liðurinn. Að búa í einu harðbýlasta landi heimsins með ósnortinni náttúru er annar þáttur. Að hafa verið og vera sjálf- stæð þjóð er sá þriðji. Og sá fiórði og nýjasti er að byggja upp og þjóna í staö þess að brjóta niður og eyða. Að eiga land og menningu. sem selur sig sjálf, er alls ekki nóg. Við þurfum aö kunna að taka á móti fólki, þjóna því og síðast en ekki síst ná markmiði okkar með því að gera þjónustu að atvinnugrein. Þetta höfum við íslendingar svo sem alltaf vitað. Við viljum ekki einasta sjá gesti okkar fara uppi- standandi úr landi heldur líka brosandi. Og brosið á að vera fyrir þjónustu, góða þjónustu. Að slíðra sverðin Ýmsar þjóöir, sem áður voru eins og við íslendingar, fátækar, ein- angraðar og vanþróaðar, voru fyrri til aö skilja mikilvægi þess að þjóna gestum sínum. Ánægður gestur var nefnilega eini auglýsingamiðillinn á þeim tíma. Ef sama góða þjónust- an hélst þá kom viðskiptavinurinn aftur og aftur og oft með fleiri með sér. Góð þjónusta var því vísirinn að nýrri og stórkostlegri atvinnu- grein, ferðamannaþjónustu. Þetta eigum við íslendingar enn að geta gert. Hættum að hugsa um að gera Island að ferðamannalandi heldur þjónustulandi. Það á að byrja á að gera íslendinga meðvit- aða um þjónustu og þjónustulund. Þegar það hefur tekist og við höfum látið af okkar aldagamla hugsunar- hætti um að það sé ekki fínt að þjóna getum við stigið eitt mikil- vægasta sporið í ferðamannaþjón- ustu. Gröfum upp hundinn Sem betur fer eru málin nú að breytast því íslendingar eru að komast til botns í málinu. Aldrei hafa eins margir íslenskir nemend- ur stundað nám í greinum sem tengjast ferðamálum. Allt þarf þetta fólk að fara út fyriri land- steinana til að sækja sér þessa menntun. Það er nefnilega ekki til skóli hérlendis sem kennir þessar greinar. Hér eru íslendingar nokkrum áratugum á eftir öðrum þjóðum hvað varðar menntun starfsfólks í ferðamálum. Þetta er ótrúlegt en satt og dæmi um mistök sem á að læra af. Og nú skal snúa vörn í sókn. Sókn er besta vörnin í dag er unnið að því að koma inn í mennta- og framhaldsskólastigið menntun sem snertir ferðamál og hótelrekstur. Um það er ekkert nema gott að segja því oft var þörf en nú er nauösyn. En hér má ekki flana að neinu. Menntun af þessu tagi á ekki bara að vera til mennt- unarinnar einnar vegna heldur af nauðsyn og því þarf að standa vel að verki svo árangur náist. Það er líka spurning hvort nægjanlegt sé að bæta svona nauösynlegri menntun einvörðungu inn á fram- haldsskólastigið. Þjónustuhugsun- in næst nefnilega ekki bara með menntun, hún er hluti af menn- ingu. Þess vegna þarf að koma þessari hugsun inn hjá þjóðinni. Framtíðin er undir okkur komin. Fortíðin er lykillinn að framtíðinni og sú staöreynd, að sá hagnast mest sem þjónar best, ætti að nægja okkur íslendingum til að gera ís- land að landi þjónustu og ferða- manna. Það er nefnilega ekkert ferðamannaland til án þjónustu. Þórður Jóhannsson „Ymsar þjóðir, sem áður voru eins og við Islendingar, fátækar, einangraðar og vanþróaðar, voru fyrri til að skilja mikilvægi þess að þjóna gestum sín- um.“ Framtíðin er hins vegar óljósari. Einu eigum við þó að hafa gert okkur þegar grein fyrir. Framtíðin er undir okkur sjálfum komin. Þar ráðum við nokkru og, það sem mik- ilvægara er, við ráðum mun meira um framtíðina heldur en forfeður okkar sem sífellt börðust við óblíð náttúruöfl á milli þess sem þeir skrifuðu heimsbókmenntirnar og gerðust frumherjar í þingræðis- skipulagi. Já, hér liggur hundurinn grafinn. Framtíðin getur verið okk- ar. Enn eru þeir þó til, úti í hinum stóra heimi, sem halda að ísland sé land fortíðar. Þekking margra á landinu er lítil og koma því oft upp mjög skemmtilegar spurningar um eyjuna í norðri. Slíkar spurningar þekkjum við öll. Saklaus útlend- ingur spyr t.d.: „Er ísland í Reykja- vík eða Reykjavík á íslandi?" En tökum dæmi af okkur sjálfum: Hve mörg okkar vita hvaö höfuð- ,Við viljum ekki einasta sjá gesti okkar fara uppistandandi úr iandi heldur lika brosandí,“ segir i greininni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.