Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. 11 dv Útlönd Blæðarar eyðni- smitaðir vegna afstöðu ráðherra .í* vJj** '■^ r ’ . ’’ s, " \y .: ' V ■■ \ i ésSS? *’"K> '••. ' "• V ” f .r:r"- -~*r *£... jt t jL ■I. V "ý'i :\v \ : 14 :'ts .::v,- ■■> . —'"f . pggjf íliMi ," V./ '"1 ■ V...... „■ ''"' Eyðnipróf á dönskum blæðara og konu hans sýndi aö þau voru smituð en iæknar greindu þeim ekki frá niðurstööum rannsóknarinnar. Þau stefna nú yfirvöldum sem einnig þurfa að ganga frá skammarlegu máli þar sem ekki var orðið við óskum blæðara um eyðnilaus lyf. Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn; Ungt par, 20 og 24 ára, hefur í hyggju að stefna heilbrigðisstjóm Danmerkiu- og innanríkisráöu- neytinu þar sem læknar hafi leynt. þau því í háift ár að þau væm smituð af eyðni. Maðurinn er blæðari og fékk eyðniveirana í gegnum blóðlyf er nefnist faktor 8. Hann hefur orðið veikur sjö sinnum og þá verið nærri grafarbakkanum. Konan smitaðist af manni sínum. Maður- inn hefur fengið hundrað þúsund danskar krónur í bætur samkvæmt sérstökum lögum um eyðnismitaða blæðara. Konan hefur engar bætur fengið. í september 1984 var parið kallað tfi eyðniprófunar til að varpa ljósi á mögulegar smitleiöir eyðni. Læknamir sögðust þá ekki ætia að upplýsa pariö um niðurstöður rannsóknarinnar og hugsaði parið ekki frekar um þetta. Þá vissu þau ekki að sérleg hætta væri fyrir blæðara á að smitast af eyöni. „Það var bara eitthvað sem hommar lentu í.“ Uppgötvaðist hjá heimilis- lækni Það var fyrst er heimilislæknir parsins kom inn í myndina að þau fengu að vita aö þau væm smituð. Konan hafði komið til hans með bólgna sogæðakirtla og þar sem maðurinn var blæðari rannsakaði heimihslæknirinn málið frekar. Heimiiislæknirinn er óttasleginn yfir sofandahætti læknanna en upplýsingar frá þeim hefðu mögu- lega getað bjargað konunni frá smiti. Hefur læknirinn sótt um bætur fyrir hönd kommnar sem finnst að ekki aðeins blæðarar heldur og makar og böm eigi rétt á að fá bætur frá hinu opinbera vegna eyðnismits. Meirihluti með hækkun í dag hljóða bætur til eyðnismit- aðra blæðara, eins og áður segir, upp á'hundrað þúsund danskar krónur. Á þingi er meirihluti þvert á alla flokka fyrir hækkun þessara bóta. Er talað um að hækka bæt- umar í tvö hundmð og fimmtíu þúsund danskar krónur og að að- standendur blæðara fái einnig bætur eða séu tryggðir eftir fráfall makans sem á erfitt með að kaupa sér líftryggingu. Formaður félags blæðara vill hækka bæturnar í fjögur hundruö þúsund krónur, auk þess sem fólk, sem ekki er blæðarar en hefur smitast gegnum blóðgjöf, fái skaða- bætur. En flestir eru sammála um aö gengiö verði í eitt skipti fyrir öll frá neyðarlegu og að flestra mati skammarlegu máh í kringum blæöara þar sem þáverandi innan- rikisráöherra, Britta Schall Hol- berg, lék aðalhlutverkið. Níutíu blæöarar smitaöir Um þrjú hundmð og fimmtíu Danir þjást af hinum ólæknandi blæðarasjúkdómi sem gengur í erfðir til karlmanna og kemur í veg fyrir næghega storknun blóðsins. Hver blæðing og þá sérstaklega innri blæðingar hafa mögulega hættu í fór með sér fyrir blséðar- ana. Til að blóðiö storkni nægilega taka blæðarar lyf sem er sprautað i líkamann. í lyfinu getur verið blóö frá aht aö þrjú þúsund blóðgjöfum og því töluverðar líkur á að blæð- ari smitist af eyðni ef blóðið er ekki hitað og þannig gert skaðlaust með tilhti th eyðni. Fram th dagsins í dag hafa að minnsta kosti níutíu danskir blæð- arar smitast af eyðni, flestir gegnum lyf sín. Þar af eru fimm dánir. Hjá sjö blæðuram hefur sjúkdómseinkenna orðiö vart. Tími angistar og ótta Frá október 1985 hafa einungis eyðnhaus blæðaralyf verið notuð í Danmörku og em þau borguð af ríkinu. Nema útgjöldin þar að lút- andi rúmlega hundraö mhljónum danskra króna ár hvert. En það leið nokkur tími, tími angistar og ótta fyrir blæðara, þar th lyfin vora tryggð gegn eyöni. í október 1984 ákváðu bandarísk hehbrigðisyfirvöld að öh blóðlyf til blæðara yrðu hreinsuð af eyðni- veimnni. Það var einfalt, næghegt var að hita blóðið. í janúar og febrúar fylgdu Svíar og Þjóðveriar í kjölfar Bandaríkjamanna og stuttu seinna bættust Sviss, Kanada og Suöur-Afríka í hópinn. í Danmörku bjuggust blæðarar við skjótum viðbrögðum yfirvalda en ekkert gerðist. Blæðarar ókyrrðust og skrifuðu innanríkisráðherran- um og hehbrigðisstjórninni bréf þar sem sótt var um leyfi th að gangast undir meðhöndlun með eyðnilausum lyíjum sem þá yrðu innflutt. Þeirri beiðni var hafnað. Rússnesk rúlletta Til að gera langa sögu stutta skrifaði formaður félags blæöara Brittu Schall Holberg bréf þar sem hann geröi grein fyrir eríiöri stöðu blæöara. Þeir gátu látið vera aö taka lyf sitt og átt á hættu að lam- ast eða taka lyfið og átt á hættu aö fá eyöni. Þaö er spilað rússneska rúhettu. Ekkert svar kom frá ráðherran- um varðandi þetta. Það var fyrst er fólk hafði lent í umferðarslysi og smitast af eyðni gegnum blóð- gjöf að fjölmiðlar tóku aimennhega við sér. Blæðarar sendu samstund- is út fréttatilkynningu og í blöðum og sjónvarpi var þetta aðalfréttin. Þá fyrst tók ráðherrann við sér í örvæntingu og fyrirskipaði hita- meðferð á lyfjum blæðara. Andstaða lyfjaframleiðanda Ástæðan fyrir seinagangi ráð- herrans byggðist í fyrsta lagi á andstöðu lyfjaframleiöanda þess sem framleiddi áttatíu prósent blæðaralyfja í Danmörku. Hita- meðferðin yrði of dýr að hans mati. Kostnaðurinn varð aðeins fimm mihjónir hjá fyrirtæki með sex hundmð sjötíu og fimm milljón króna veltu. í öðru lagi var stefna ráðherrans að Danir ættu að vera sér sjálfir nógir meö blóö og við töf þá sem yrði með hreinsun blóðbirgða þeirra sem fyrir vom í landinu næðist þaö takmark ekki fyrr en löngu seinna. í þriðja og síðasta lagi var um aukin ríkisútgjöld að ræða í tengsl- um við blæðara. Lyfin yröu dýrari viö aukinn framleiðslukostnað en það er ríkið sem borgar lyf blæðar- anna. Heilu ári eftir ákvörðun Banda- ríkjamanna um hreinsun blóös æhað blæðurum er sams konar ákvörðun tekin í Danmörku. Mál þetta er sorglegt, sérstaklega fyrir þá blæöara er smituöust af eyöni á þessu tímabhi og aöstandendur þeirra. Peningabætur geta verið ht- híjörlegar í slíku tilfehi en það eina sem ríkið getur boðið upp á til aö bæta fyrir gerðir ráðherrans og embættismanna hennar. Hljómsveitin Saga Class Nú er málið að mæta í betri fötunum og hvíla gallabuxurnar í vetur. Evrópa - staður nýrrar kynslóðar! 20 ÁRA ALDU RSTAKMARK. Gabor EINSTOK GÆÐI Teg. 5-130 Rúskinnsskór, svartir og brúnir. 3.495,- Teg. 4-370 Svart leður, hæll 6 cm, leðurfóður, leðursóli. Verð 3.995,- Teg. 5-360 Svart leður, leð- urfóður, hæll 5'/i Verð 3.995,- Teg. 5-635 Svart leður, hæll 4,3 cm, leðurfóð- ur. Verð 8.699,- Teg. 5-658 Svart leður, hæll5,5cm. Verð 7.615,- Teg. 5-612 Svart leður, svart leður- fóður. Verð 8.640,- POSTSENDUM SKOSEL Laugavegi 44, sími 21270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.