Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Jórunn S. Jónsdóttir lést 24. október sl. Hún fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1920, dóttir hjónanna Valgerðar Guð- *rúnar Sveinsdóttur og Jóns Árna- sonar. Jórunn stofnaði sælgætis- gerðina Völu 1946 og rak hana til ársins 1985. Jórunn var tvígift. Fyrri maður hennar var Sverrir Magnús- son og eignuðust þau einn son. Þau slitu samvistum. Seinni maður henn- ar var Rögnvaidur Ólafsson og eignuöust þau tvö böm. Þau shtu samvistum. útför Jórunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ágústa Forberg lést 27. október sl. Hún fæddist á Rauðará í Reykjavík 4. janúar 1905, dóttir Aage Lauritz Petersen og Guðbjargar Gísladóttur. Ágústa var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur Magnússon en hann lést árið 1930. Þau eignuðust tvo syni. Seinni maður hennar var Bjami Forberg en hann lést árið 1978. Þau eignuðust þrjú böm. Útför Ágústu verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl.-15. Menning Hlátur er hollur... Leikfélag Hafnarfjaröar: Spanskflugan eftir Arnold og Bach. Leikstjóri: Daviö Þór Jónsson. Ljós: Egill Ingibergsson. Leikmynd: Daviö Þór Jónsson. Spanskflugan er einn þessara sí- vinsælu gamanleikja sem byggjast á misskilningi og flækju á flækju ofan. Hlátur er hollur og ekkert nema gott um það að segja að stytta mönnum stundir í skammdeginu með grallaralegum skrípalátum fjölskyldunnar Klinke og vanda- manna hennar. Og ekki bar á öðm en frumsýningargestir kynnu að meta grínið því að undirtektimar vom þannig að atvinnuleikhúsin heföu mátt öfunda Hafnfirðingana af þeim. Leikfélag Hafnarfjarðar er eitt þeirra ódrepandi áhugafélaga sem starfa hér í nágrenni borgarinnar og velur nú Spanskfluguna til sýn- ingar réttum fimmtíu ámm eför að kvenfélagið Vorboðinn setti þetta sama leikrit á svið í Firðinum. Og svo skemmtilega tekst til að einn leikari úr þeirri uppfærslu, Ársæll Pálsson, leikrn* líka með nú. Farsaleikir á borð við Spansk- fluguna hafa löngum orðið fyrir vahnu þegar áhugahópar velja sér verkefni. Vinsældimar sjást t.d. af því að í meira en hálfa öld hafa grínleikir þeirra félaga, Arnolds og Bachs, verið leiknir oftar en tölu veröi á komið viðs vegar um landið. í Spanskflugunni segir frá hinni siðavöndu Khnke fjölskyldu. Einn góðan veðurdag er borgaralegri th- vem þessa góða fólks ógnað þar sem fjölskyldufaðirinn hefur ekki alveg hreint mjöl í pokahominu. Hann á sér gamalt leyndarmál og þegar við liggur að aht komist upp em góð ráð dýr. í viðbót við farsa- kenndan söguþráðinn gefst í verkum þessarar tegundar tæki- færi til ahs kyns skringilegra uppákoma, grínið er hér bara grínsins vegna. Uppsetning Leikfélags Hafnar- fjarðar ber í heild mjög merki þess að menn em ekkert að taká sig of LeHdist Auður Eydal hátíðlega. Töluverður viðvanings- bragur er á leik sumra leikaranna, og ekkert skafið af skrípalátunum. En í staðinn fyrir fagleg vinnu- brögð kemur innheg leikgleði, og eins og áður sagði kunnu áhorfend- ur að meta ærslin. Af leikendum má nefna Ársæl Pálsson sem nú leikur hlutverk Tiedemayers. Hann var hyUtur sérstaklega, enda ekki á hverjum degi sem félagar áhugahópa leika enn, fimmtíu árum eftir frumraun- ina. Jón Sigurðsson sýndi góða takta í hlutverki hr. Khnke en heföi þurft markvissari leikstjóm. Stein- ar Almarsson vakti núkla kátínu í hlutverki Maríu og Svava Amar- dóttir fór snoturlega með hlutverk Vahýjar. Gísh Guðlaugsson var líka ágætur í hlutverki Hinriks Meisel. Leiktjöldin vom sannast sagna ekkert augnayndi, en tröppur og pahar komu að góðum notum þeg- ar persónur þurftu að detta eða hrasa, eins og tilheyrir í ekta farsa- leik, og vom hka óspart notuð. Davíð Þór Jónsson, sem er einn af meðhmum LH, leikstýrir verkinu og er þetta frumraun hans sem leikstjóra. Það sést. Og eins og áður sagði skorti ekk- ert á góðar undirtektir, svo enn einu sinni hefur þeim félögum Am- old og Bach tekist að kitla hlátur- taugar landans. AE Igærkvöldi Anton Reynir Gunnarsson vélamaður: útvarpsmaður Mikill Ég get nú ekki sagt að ég horfi mikið á sjónvarp, vegna atvinnu- og áhugamála, en aftur á móti hlusta ég mikið á Stjömuna og Bylgjuna. Báðar rásirnar eru skemmtUegar og ekki gott að velja á milli þeirra. Með skemmtUegri þáttum sem ég hlusta á er Fjöl- skyldan á BrávaUagötunni af Bylgjunni. Rás 1 hlusta ég lítið á. Ég horfði á Þrífæthngana í gær í Ríkissjónvarpinu í fyrsta sinn og kom þátturinn mér ekki á óvart þar sem ég hef lesið bækurnar. Frétta- þátturinn 19:19 var góður eins og venjuiega enda tek ég hann fram yfir fréttaþátt Ríkissjónvarpsins. Éftir hann skipti ég um stöð því ég hef ekki aðgang að afruglara. Þar varð fyrir Kastljós en mér leiddist blaðrið um fóstureyðingar þar. Matlock vekur yfirleitt mikla eft- irvæntingu á mínu heimih, hann er alltaf góð skemmtun. Að lokum horföi ég á elsta þátt Ríkissjón- varpsins, Nýjasta tækni og vísindi. Það er aUtaf jafnforvitnUegt að fylgjast með framfömm mannsins. Meira nennti ég síðan ekki að horfa á enda vinnudagur framundan. Þar sem ég er mikUl bridgeáhuga- maður þá vU ég endUega koma því á framfæri að bridgeíþróttinni séu gerð meiri skU í útvarpi og sjón- varpi. Skákin fær stöðuga og mikla umfjöhun en þó eru margfalt fleiri sem keppa í bridge heldur en skák. Kvikmyndahús Bíóborgin Nornirnar frá Eastwick Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10. f kröppum leik Sýnd kl. 7.05, 9.05 og 11.10. Tin Men Sýnd kl. 5, 7.05 og 11.10. Svarta ekkjan Sýnd kl. 9.05. Bíóhöllin Glaumgosinn Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Sannar sögur Sýnd kl. 5 og 7.05. Full Metal Jacket Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Rándýrið Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Hefnd busanna II, Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05, og 1j.15. Hver er stúlkan? Sýnd kl. 7.05, og 11.15. Logandi hræddir Sýnd kl. 5 og 9.05. Blátt flauel Sýnd kl. 9.05 Háskólabíó Robocop Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Laugarásbíó Salur A Á vigvellinum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Salur B Fjör á framabraut Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Salur C Undir fargi laganna Sýnd kl. 5, 9 og 11. Særingar Sýnd kl. 7. Regnboginn 3 hjol undir vagni Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.15. Blóðpeningar Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.15. Stjúpfaðirinn Sýndkl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Á öldum Ijósvakans Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Löggan i Beverly Hilis II. Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11.15 Stjömubíó La Bamba Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Stattu með mér. Sýnd kl. 5 og 7. La Bamba Sýnd kl. 10.05. Sigurjón Hallvarðsson lést 30. okt- óber sl. Hann fæddist 16. júh 1905 í Skutulsey á Mýrum, sonur hjónanna Hahvarðar Einvarössonar og Sigríð- ar Gunnhildar Jónsdóttur. Sigurjón gekk í Samvinnuskólann og útskrif- aðist þaöan 1930. Hann starfaði lengst af við Lögreglustjóraembættið í ReyKjavík eða frá árinu 1936 til 1975. Efdrlifandi eiginkona hans er Gerd Hahvarðsson. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Útför Siguxjóns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir frá Seyðisfirði, til heimilis á Fram- nesvegi 10, Keflavík, lést á heimih sínu þann 25. október sl. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnúsa Aðalveig Ólafsdóttir, frá Þórkötlustöðum, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14. Friðrik Ellert Jónsson, Brimnes- vegi 18, Ólafsfirði, sem lést föstudag- inn 30. október, verður jarðsunginn frá Ólafsflarðarkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14. Magnús Þorsteinsson, Hofi, Öræf- um, sem andaðist 31. október, verður jarðsunginn frá Hofskirkju laugar- daginn 7. nóvember kl. 14. Guðmundur Sigurðsson frá Sviðu- görðum verður jarðsunginn frá Gaulveriabæjarkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14. Útför Guðmundar Egilssonar loft- skeytamanns fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði mánudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Egill Gestsson tryggingamiðlari, Klapparbergi 23, Reykjavík, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni mánu- daginn 9. nóvember kl. 13.30. Sigrún Helena Jóhannesdóttir, Dvalarheimilinu Hlíf, ísafirði, verð- ur jarðsungin frá Hnífsdalskapehu laugardaginn 7. nóvember kl. 14. Ágúst Ottó Jónsson lést 31. október sl. Hann fæddist 28. júní 1914. For- eldrar hans voru Guðfinna Einars- dóttir og Jón Jónsson. Ágúst lauk meira fiskimannsprófi frá Stýri- mannaskóla íslands 1939 og stundaði sjómennsku til ársins 1969. Lengst af var hann á togurum Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar. Eftirhfandi eigin- kona hans er Þóra Bachmann Stefánsdóttir. Þeim hjónum varð tveggja bama auðið. Útfór Ágústs verður gerð frá Hafnarfj arðarkirkj u í dag kl. 13.30. Dómurinn í kynferðisafbrotamálinu í Sakadómi: Skráður í dómabók viku eftír að hann var saminn Dómur sá er kveðinn var upp í Sakadómi Reykjavíkur í kynferðisaf- brotamáh, sem þar haföi verið í heht ár, er dagsettur 27. október í dóma- bók. Dómurinn er hins vegar ekki ritaður í dómabók fyrr en 4. nóvemb- er. Hvers vegna leið svo langur tími frá því að dómur var saminn þar th hann var ritaður í dómabók? Haft var samband við dómarann, Ármann Kristinsson. Hann sagði orðrétt eftir aö blaðamaður haföi kynnti sig: „Ég hef ekkert við þig að tala.“ Eftir því sem DV kemst næst er það afar sjaldgæft ef ekki einsdæmi aö dómur sé ekki skráður fyiT en löngu eftir að hann var saminn. í langflest- um tilfehum eru dómar skráðir samdægurs. Ákærði í þessu thtekna máh var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og i sex mánaða skilorðisbundið fangelsi, sem ghdir í 5 ár. Farið var fram á að ákærði greiddi fómarlambinu eina mihjón króna í skaðabætur. í dóminum er ákærða gert að greiða 127.500 krónur í skaða- bætur. Krafa fómarlambs var því lækkuð um 872.500 krónur. Svala Thorlacius, lögmaður fóm- arlambsins, sagði við DV í gær að í þessu máh heföi fómarlamb orðið verr úti en í flestum sambærhegum málum sem hún þekkti th. -sme Árshátíðir Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni halda áxshátíð sína laugardaginn 14. nóv- ember 1987 í félagsheimilinu á Seltjamar- nesi. Hátíðin hefst kl. 19. Góð skemmtiat- riði. Veislustjóri er Gunnlaugur Snævarr. Miðapantanir hjá Sólveigu Jónsdóttur í síma 91-11005 laugardag og sunnudag 7. og 8. nóvember milli kl. 16 og 18. Tilkyimingar Kvenfélag Kópavogs Fjáröflunardagurinn verður 8. nóvember. Tekið á móti munum í félagsheimilinu, vestursal, þriðjudaginn 3. nóv. og fostu- dag 6. nóv. eftir kl. 20 og á laugardag 7. nóv milli kl. 14-19. Hafið samband við Margréti í síma 41949, Þorgerði í s. 42373 og Stefaníu í s. 41084. Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar upplýsingar um ferðalög á Islandi og það sem er á döfinni í borg- inni. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 10-14. Sími 623045. Leikhús Leiklistarskóli íslands sýnir Sjúka æsku 3. bekkur Leiklistarskóla íslands sýnir sitt fyrsta kennsluverkefni á þessum vetri, leikritið Sjúka æsku, í Lindarbæ. Krakkamir em nýkomnir frá Helsinki þar sem þeir frumsýndu verkið á norr- ænni leikiistarskólahátíð. Fyrsta sýning á verkinu verður í kvöld kl. 20.30 í Lind- arbæ. Þá veröa sýningar á laugardag og sunnudag kl. 16 og á kvöldin kl. 20.30 nema miðvikudagskvöldið. Leikstjóri er Helga Bachmann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.