Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÚLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Fisk veiðik vó tin n Umræður um fiskveiðistefnu íslendinga og þá sér- staklega um kvótaskiptinguna hafa risið hátt að undanfómu. Nú hefur sjávarútsvegsráðherra lagt fram frumvarp á alþingi, landssamband íslenskra útvegs- manna heldur ársfund sinn þessa dagana og framundan er fiskveiðiþing. Á samkomum ýmissa annarra hags- munasamtaka hefur fiskveiðistefnan og verið ofarlega á baugi og fjölmiðlar hafa beint kastljósi sínu að kvóta- deilunni. Margar mjög athyglisverðar kenningar hafa verið settar fram um fyrirkomulag veiðanna og má þar nefna málflutning Þorkels Helgasonar, Þrastar Ólafs- sonar og nú síðast ræðu Kristjáns Ragnarssonar á LÍÚ þinginu. Hugmyndir um auðlindaskatt hafa aftur skotið upp kollinum og reyndar kennir margra grasa sem ganga þvert á allar stjórnmálastefnur sitt á hvað. Allar þessar umræður eru skiljanlegar. íslendingar byggja afkomu sína á fiskveiðum og hér eru mikhr hags- munir í húfi. Sjávaraflinn er og verður takmarkaður. Úthlutun verðmæta af þessu tagi hlýtur því alltaf að orka tvímælis meðan takmörk þarf að setja á sókn lands- manna í fiskistofnana. Auðvitað væri æskilegast að íslendingar geti sótt sjó- inn og stundað veiði hver sem betur getur. Það er hins vegar löngu ljóst og óumdeilt að stjórnun á fiskveiðum og aflamörk verður að viðhafa. Einhvers konar kvóta eða kvaðir. Hér í blaðinu hefur verið mælt með fijálsu uppboði á veiðikvótum, sem er að því leyti samræman- legt nýjustu hugmyndum um að fleiri eigi tilkall til veiðikvóta en útgerðin ein. Fiskvinnslan eigi þar einnig sinn rétt. Ef kvótar eru boðnir út geta fiskvinnslufyrir- tækin tekið þátt í þeim útboðum, annaðhvort ein sér eða með þeirri útgerð sem þau hafa samflot með. Það er rétt, sem sagt er, að sjávaraflinn er auðlind þjóðarinnar allrar en ekki tiltekinna hagsmunasamtaka eða einstaklinga. Hins vegar verður ekki htið framhjá þeirri staðreynd að eldurinn brennur heitast á útvegs- mönnum og sjómönnum enda kemur sjávarafh að litlum notum ef enginn sækir sjóinn. Það er því eðlilegt að hlustað sé á sjónarmið þeirra og bæði rétt og skylt að taka tilht til þess. Það vegur þungt í þeirri umræðu, sem nú fer fram, að í hópi útvegsmanna virðist algjör sam- staða um kvótaskiptinguna og þá fiskveiðistefnu sem nú er ríkjandi. Hvernig sem frumvarpi sjávarútvegsráð- herra reiðir af á alþingi þá er það óskynsamlegt og ótímabært að gera róttækar breytingar á núverandi fyrirkomulagi sem ganga þvert á yfirlýsta afstöðu út- gerðarinnar. Hvort heldur menn vilja snúa aftur til skrapdaganna, leggja niður kvótann, taka upp frjáls uppboð eða auðhndaskatt þá krefjast shkar kúvending- ar aðlögunar, sem tekur sinn tíma. Engu að síður er umræðan öh afar gagnleg að því leyti að hún hrærir upp í mönnum, kallar á stöðuga endurskoðun og minnir á að fiskveiðimál þurfa að vera í þróun með hhðsjón af öðrum félagslegum og atvinnu- legum þáttum þjóðfélagsins. Hringinn í kringum landið hafa íslendingar byggt afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu svo lengi sem elstu menn muna. Vel má vera að sú atvinnuhefð sé að breytast með búferlaflutningum og breyttu hfsmunstri. Við sjáum þess merki í landbúnaði, skipaflótta af Suður- nesjum og gámaútflutningi fisks á nýja markaði. Allt shkt verður að hafa 1 huga ef og þegar fiskveiðistefnan er tekin til endurskoðunar. Við skulum ekki flana að neinu- Ehert B. Schram Jörðin okkar - efstu lög ósonlagsins, sem verja jörðina gegn hættulegustu sólargeislum, þynnast nú verulega Kemur ósonlag- Ið okkur vlð? Osonlagið, sem hjúpar jörðina og ver okkur fyrir hinum hættulegu útfjólubláu geislum sólar, er að eyðast. Á ósonlagið eru komin göt, hið stærsta yfir suðurskautinu og ér það að flatarmáli á stærð við Bandaríki Norður-Ameríku, skv. mæhngu bandarísks gervihnattar sem fylgst hefur með þessari þró- un. Svipuð áhrif hafa nú mælst á norðurhveU og hefur minna gat á ósonlaginu mælst yfir Svalbarða, skv. upplýsingum frá Geimferða- Kjallaiirm Ásta R. Jóhannesdóttir Afleiðingamar eru sem sagt bæði þurrkar og flóð. En hver er orsökin fyrir þessum breytingum? Vísinda- menn eru ekki á eitt sáttir um þaö en flestir telja efnamengun valda mestu um þetta. Margs konar efni Efni þau, sem hér um ræðir, eru svoköUuð klórflúorkolefni. Eftir að skaðsemi þessara loftegunda varð ljós hefur verið reynt að takmarka notkun þeirra og víða er búiö að banna notkun þeirra 1 úðabrúsum, enda nóg til af skaðlausum loftteg- undum í þeirra stað. Samkvæmt upplýsingum frá VinnueftirUti rík- isins eru efni þau sem hér um ræðir notuð hér á landi í ísskápum, kæU- búnaði ýmiss konar, auk þess í aUs konar úðabrúsum, aUt frá hárlakki tU asmalyfja. Þessi mál heyra hér á landi undir eiturefnanefnd og samkvæmt upplýsingum frá nefnd- inni hefur notkun klórflúorkolefna m.a. í úðabrúsum nokkrum sinn- um verið til umræðu í nefndinni á undanfomum árum. Hún hefur tekið þá stefnu að bíða átekta, sjá hve miklu nágrannar okkar í austri og vestri, Svíum og Bandaríkja- mönnum, verður ágengt í þessu. Mesta andstaðan gegn banni á framleiðslu þessara efna kemur frá stórfyrirtækjum sem framleiða „Svipuð áhrif hafa nú mælst á norður- hveli og hefur minna gat á ósonlaginu mælst yfir Svalbarða, skv. uppl. frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.“ stofnun Bandaríkjanna, NASA. Þynningar virðist einnig gæta víð- ar í efstu lögum ósonlagsins. Breytingar framundan Vísindamenn hafa spáð því að um næstu aldamót tnuni efstu lög ósonlagsins, sem verja jörðina fyrir hættulegustu geislum sólar, hafa þynnst um 30-40%. Þessi þynning veldur aukinni geislun sem hefur í fór með sér aukningu húðkrabbatilfella og drepur svifið og minni skeldýr í haflnu sem eru reyndar undirstaða lífsins í sjónum. Loftmengun eykst og verðurfar breytist. Hiti mun hækka með tilheyrandi afleiðing- um. ísmassinn á skautunum minnkar og yfirborð sjávar mun á næstu 50 árum hækka um 1-1 'A metra. Gróðursælustu svæði jarð- ar munu breytast í eyðimörk. þau. Efnin eru ódýr í framleiðslu og notuð víða í iðnaði, í frauðplast, einangnmarplast, svo og aðrar iðn- aðarvörur, en skaðlausu efnin, sem í staðinn koma, eru yflrleitt dýrari í framleiðslu. Nú í haust var gerður í Montreal í Kanada alþjóðlegur samningur til að stemma stigu við notkun klórflúorkolefna. Samkomulagið undirrituðu fulltrúar 24 ríKja, þar á meðal Bandaríkjanna og þorri aðildarþjóða Evrópubandalagsins. Samkvæmt því á að minnka notk- un klórflúorkolefna um 50% á næstu 10 ánun. Það eru margir sem telja þennan samning allsendis ófullnægjandi. Við íslendingar erum ekki aðilar að þessum samningi og höfum ekk- ert lagt af mörkum til að stemma stigu við þessari ógnun við líf á jörðinni. Ognvekjandi lýsing Til að menn geri sér það betur ljóst hvaða afleiðingar eyðing óson- lagsins getur haft er hér lýsing úr bandaríska vikuritinu Newsweek sem kom út í vor og fjallaði um þetta efni: „Það er árið 2037 eftir Krist. Flóðaviðvaranir hafa veriö sendar út í París og Fíladelfíu. Götur New York borgar eru einn metra undir vatni, flestir íbúamir erú flúnir. Farsóttir, svo sem húðsjúkdómurinn herpes, lifrarbólga og augnsjúk- dómar, sem leiða til blindu, geisa í Brasilíu, á Indlandi og í Miðjarðarhafslöndun- um. Tíunda árið í röð hefur húðkrabbamein aukist gíf- urlega og er nú um hálfur milljarður tilfella í heimin- um. Langvarandi þurrkar hafa einn einu sinni eyðilagt nær alla hveitiuppskeruna í Bandaríkjunum og á Krím- skaga. Sjómenn segja að skeldýr og rækja séu alveg horfin úr heimshöfunum. íbúar Reykjavíkur stunda sólböð í nóvember. Ferða- mannaiðnaðurinn blómstr- ar á suðurskautinu. Síbería er orðin hveitiforðabúr heimsins. Er þetta hrakspá eða vís- indaskáldsaga? Ef til vill. En svona gæti heimurinn verið eftir 50 ár ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða fljótt í umhverfisvemd al- heimsins.“ Á að bíða? í vor lagði ég ásamt 6 öðmm þing- mönnum fram tillögu til þingsá- lyktunar um að íslendingar bönnuðu innflutning og notkun þeirra efna sem vísindamenn telja að valdi eyðingu ósonlagsins og að við komum til Uðs við þær þjóðir sem þegar taka þátt í baráttunni gegn þessari efnamengun á al- þjóðavettvangi. Þessi tillaga fékkst ekki afgreidd á síðasta þingi. En er ekki kominn tími til að við íslendingar tökum höndum saman við þær þjóðir sem stemma vflja stigu við notkun klórflúorkolefna í baráttunni fyrir áframhaldandi lífi hér á jörðinni? Þó svo að vísindamenn hafi ekki óyggjandi sannanir fyrir því að notkun klórflúorkolefna eigi meg- insök á eyðingu ósonlagsins þá er það víst að verði beðið eftir óyggj- andi sönnunum gæti það verið orðið of seint að gera eitthvað í máhnu. Ásta R. Jóhannesdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.