Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. Neytendur Þessi réttur er ætlaöur fyrir sex og þá koma ekki nema 40 hitaeiningar í hiut hvers. Gimilegur svepparéttur Það er langt frá því að megrunar- matur þurfi endilega að vera hund- leiðinlegur og lítið góður. Síður en svo. Það er hægt að búa til bæði góð- an, lystugan og fallegan mat sem er bæði hollur og alls ekki fitandi. Við sáum á dögunum mjög skemmtilega bók hjá Máli og menningu sem heitir Slankeretter. Bókin er í flokki grein- argóðra matreiðslubóka sem nefnist Menu og er frá Lademann. í þessari bók er að finna fjöldann allan af gimilegum uppskriftum sem innihalda fáar hitaeiningar. Hér er uppskrift að svepparétti en því miður er hann kannski einum of dýr til þess að geta verið á borðum okk- ar daglega. En uppskriftin er svona: 500 gr sveppir 3 smálaukar safi úr /i sítrónu 2 sítrónur 1 búnt steinselja olíu-edikssalatlögur Hreinsið sveppina, skolið þá í köldu vatni og þerrið á eldhúsbréfi. Skerið þá síðan í sneiðar og látið í djúpt fat. Látið safann úr 'A sítrónunni yfir. Skerið hinar sítrónurnar í sneiðar, sem eru skornar aftur í tvennt, og raðið þeim meöfram sveppunum í fatinu eins og sýnt er á myndinni. Hreinsið smálaukana, skerið þá í þunnar sneiðar eða saxið þá niður og látið yfir sveppina. Hellið síðan leginum yfir og látið skálina bíða í kæliskáp í ca 3 tíma. Þvoið steinseljuna, hakkið hana fínt og dreifið yfir sveppafatið. Þessi svepparéttur er borinn fram vel kældur og hentar vel í forrétt. Hann dugar þá handa sex manns og þá koma ekki nema um 40 hitaeining- ar í hlut hvers og eins. Hráefniskostnaðurinn er hins veg- ar nokkuð hár eða rétt um 400 kr. -A.BJ. Hvað vegur þvotturinn? Fæstirgerasérgreinfyrirhvemik- nærbuxur, karlmanns 300 g nærbuxur, kvenmanns 50-100 g gallabuxur, fúllorðins 600-800 g Flestar þvottavélar em hannað- ar til þess að taka ákveðiö magn af þvotti hverju sinni til að sem bestur árangur náist. Algengt er að vélar séu geröar fyrir 3-4 kg. Ef of raikill þvottur fer í vélina hverju sinni verður hann ekki vel þveginn. í bæklingi Kvenfélaga- sarabands íslands segir ennfiremur að ef um gerviefni sé aö ræða sé ekki ráölegt að láta nema 1-2 kg í einu í vélina svo þvotturinn kmrapist ekki. En hve þungur er fatnaöurinn? iö þvottunnn vegur. Hægt er að taka ákveöiö magn í fangið og stíga svo á baðvigtina og síðan aftur án þvottarins. Ef engin baðvigt er fyr- ir hendi er hægt aö styðjast við eftirfarandi lista: lak um 500-700 g sængurver 700-800 g koddaver 150 g diskaþurrka 100 g handklæði 150-400 g skyrta 250 g nærbolur, karlraanns 100 g Mikilvægt er aö velja viðeigandi þvottastillingu og hafa hugfast að hin mismunandi þvottastig eyða mismunandi miklu rafmagni. Ef stillt er á suðuþvott (95' C) eyðir þvottavélin 3-4 kWh en 2 kWh ef vatniö er hitað í 60“ C. 40“ C stilling eyðir aöeins 1 kWh. Gleymið ekki aö lesa leiðarvísinn með þvottavélinni áður en hafist er handa við að þvo. -A.BJ. Hækkun í hafí: Verð þrefaldast á leiðinni Okkur barst brúsi af St. Michael sjampói sem keyptur var í Bretlandi. Þar kostaði brúsinn 99 pence eða rétt rúmlega 60 krónur. í Miklagarði kostar brúsi af sama sjampói aftur á móti kr. 189, þrefalt meira en í Bretiandi. 189 krónur fyr- ir 400 ml af sjampói er þó fjarri því að vera hátt verð fyrir sjampó hér á landi. Okkur lék forvitni á að vita hvem- ig á þessum mikla mun gæti staðið og sneram okkur því til Miklagarðs sem flytur inn St. Michael vörur. Einar Brydde varð fyrir svöram. Hann kom af fjöllum, sagðist ekkert geta skilið í þessum mikla mun og athugaði máhð fyrir okkur. í ljós kom að innkaupsverð frá Marcs og Spencer, sem eru framleiðendur St. Michael, er heldur hærra til útflutn- ings heldur en til innanlandsneyslu í Bretlandi. Innkaupsverð er því nokkuð hátt. Þegar við bætist 30% vöragjald, 25% söluskattur (virðis- aukaskatur í Bretlandi er aðeins 15%) og ýmis annar kostnaður við innflutning er verðið þegar orðið nokkuð hátt. Þá er eftir heild- og smásöluálagning sem gerir það að verkum að varan kostar út úr búð þrefalt meira en í Bretlandi. -PLP Brúsarnir tveir virðast áþekkir enda er eini munurinn sá að annar er þre- falt dýrari en hinn. DV-mynd BG DV Bandaríkin Tæki til að mæla salm- onellusmit Það er víðar en á íslandi sem salm- onella gerir mönnum lífið leitt, sennilega er hún landlæg í öllum þeim löndum sem kallast siðmennt- uð. í Bandaríkjunum er tahð að þriðji hver kjúklingur, sem er í kæhborð- um stórmarkaðanna, sé með salmon- ellusmit í sér. Er brýnt fyrir almenningi að viðhafa fyllsta hrein- læti við aha meðhöndlun fiðurfénað- arins og gæta þess að matreiða fuglana þannig að þeir séu örugglega gegnumsteiktir. Þá á ekki að vera nein hætta á ferðum. Mælir smit á 15 mínútum Nú hefur bandarískur hugvitsmað- ur og efnafræðingur, Robert Hird að nafni, fundið upp mæhtæki sem gef- ur á 15 mínútum svar við því hvort viðkomandi matvara sé með salmon- ellusmit. Áður en þetta tæki kom til sögunn- ar tók það frá 18 klst. upp í 5 daga að skera úr um hvort um salmonell- usmit væri að ræða. Mæhtækið, sem kallað er á ensku „Chik Check“, sem útleggst „kjúkl- inga-tékk“, er ekki ætlað tíl þess að hvetja neytendur til þess að skila aftur þriöja hverjum kjúkhngi sem þeir kaupa, segir uppfinningamaður- inn Hird. Þvert á móti segir hann að mæhtækið eigi einmitt að verða til þess að gera fólk betur meðvitað um salmonehusýkingar og þær einfóldu leiðir sem th era th þess að koma í veg fyrir matareitranir af þeirra völdum. Svarið er ekki það að fara með a markað sýkta kjúkhnginn aftur í verslunina. Sennilega fengirðu aftur sýkta kjúkl- inga. Þetta leiddi smám saman th þess að fólk hætti aö borða kjúklinga og það kærir sig enginn um, segir uppfinningamaðurinn Hird. Hreinlæti skiptir öllu máli Eins og margsinnis hefur verið bent á bæði í DV og öðram blöðum verður að gæta þess að þerra upp safa frá hráum kjúkhngum og aö láta hann ekki komast í aðra matvöra. Einnig er hepphegra að nota plast- skurðbretti í stað trébretta og gæta vel að öllum almennum þrifnaði. Einnig verður að sjá th þess að allt fiðurfé sé gegnum matreitt. Mæhtækið nýja kostar 5 dah eða 200 kr. íslenskar út úr verslun og á að gefa 95% áreiðanleg svör. Banda- ríska matvælaeftirhtið hyggst láta eftirhtsmenn sína fá svipuð tæki til þess að nota á eftirlitsferðum sínum í leit að alls kyns sýklum í matvæl- um. Hægt er aö mæla sýkingu með mælitækinu í nautakjöti, svínakjöti, mjólkurvöram og eggjum. Það væri athugandi fyrir heh- brigðiseftirhtið hér á landi að verða sér úti um svona mæhtæki th þess að nota hér á landi. Bandaríska mat- vælaeftirhtið telur að með nýja tækinu megi lækka kostnað við eftir- ht með matvælum um umtalsverðar upphæðir. Byggt á grein í Discover -A.BJ. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í október 1987: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.