Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. 7 DV Leiga á veiðiánum næsta sumar um 255 milijónir „Það getur verið mikil áhætta að taka veiðiá á leigu en ef vel gengur gefur þetta mikið í aðra hönd,“ sagði leigutaki í einni af stóru án- um í samtali við DV um helgina og hann hélt áfram. „Við verðum að borga það á réttum tíma sem við semjum um og í tilfellinu með ána sem ég hef haft mun ég hafa greitt til bænda í þessi fimm ár um 45 milljónir og núna eru um 14 millj- ónir í leigu næsta sumar," sagði leigutakinn í lokin. Ejármagnið, sem borgað er fyrir veiðiámar á hverju ári, er mildð, um 255 milljónir næsta sumar fyrir næstum hundrað veiöiár í öllum stærðarflokkum. Ef við byrjum á toppnum og telj- um fyrst stóm árnar, sem greitt er mest fyrir, eins og Norðurá í Borg- aríirði (16 milljónir), Laxá í Kjós (15,8 milljónir) og Vatnsdalsá (13,8 milljónir) sem dæmi, í þessum hóp munu vera um 13-14 veiðiár með svipað verð og þessar ár. Bæði geta einstaklingar og bændur verið með veiðiámar. Þetta þýðir fyrir þessar ár um 170-180 milljónir. Næst koma ár með leigu á bilinu um þrjár milljónir, sem em um 10 veiö- iár, flestar sem bændur leigja en þó einhveijir einstaklingar. Elliöa- ámar em í þessum hópi og era leigðar á 3,3 milljónir. Þetta þýðir 30 milljónir. Nokkrar veiðiár, 5-6, em leigðar á um tvær milljónir, eins og Andakílsá og Breiðdalsá, með seiðum og veiðihúsi. Fyrir þessar ár er verðið um 10 milljónir. Flestar veiöiámar hérlendis, eða um 40-50, munu vera leigðar á fimm hundrað þúsund til milljón. Þar á meðal era margar ár meö tvær og þrjár stangir. Þetta era ár eins og Setbergsá; Krossá, sem leigð vár fyrir skömmu á 400 þús- und, og Laxá á Refasveit um 640 þúsund. Þessar veiðiár þýða alls um 35 milljómr. Margar af veiöiánum hafa bænd- ur sjálfir og verður þá aö reikna sölu veiðileyfa hjá þeim. í Laxá á Ásum nemur sala á veiðileyfum í þessari tveggja stanga veiði um 8-9 milljónum alls, sem er mjög gott. 15 veiðiár eru í einkaeign og ekki hægt að fá neitt veiðileyfi enda er mönnum yfirleitt boðið í svoleiðis ár og má nefna Botnsá í Hvalfirði í því sambandi. Ef við leggjum þetta saman er ársleigan og veiöiley- fasalan í ánum fyrir sumarið um Fréttir v Páll Jónsson I Pólaris þekkir velöibransann vel og helur staöiö I honum I mörg ár. Hér rennir hann fyrir lax i Laxá i Kjós og skömmu seinna fékk hann einn. Páll er þessa dagana að semja um Haffjarðará og festa kaup á henni meö Óttari Ingvasyni. DV-mynd G.Bender 255 miHjónir alls. annars vegar. Milljónir era í gangi Könnim þessi er gerð til að menn milli manna, þökk sé laxinum. geti séð þá peninga sem fara í gegn- -G.Bender um laxveiðina þegar veiöiámar era UNDRATÆKIÐ RX-FM27 FRA PANASONIC að er ekki að ástæðulausu að við köllum þetta undratæki. Annar eins hljómur hefur ekki heyrst frá jafn litlu tæki. Útvarpið er hreint ótrúlega næmt og kassettutækið býr yfir einstökum eiginleika „auto reverse". Með einum takka er hægt að skipta um hlið á kassettunni, þegar önnur hliðin er búin getur tækið sjálft skipt yfir á hina. Einnig er hægt að láta kassettuna spila allan daginn (nóttina). ______VERÐ 11.200,-__ _ JANÚARVERÐ 9.520,- _ JÓLATILBOÐ 6.900,- JAPIS8 BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SiMI 27133 'é •a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.