Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Spumingin Ætlar þú í kirkju um jólin? Elín Harpa Jónsdóttir: Nei, og fer afar sjaldan. Haraldur Henrýsson: Já, ég held ég reyni aö gera þaö. Hermann Valsson: Ég hef ekkert hugsað um þaö ennþá en það er al- veg jafnlíklegt og ólíklegt. Egill Hjartarson: Ætli þaö veröi ekki ósköp svipað og venjulega, aö maöur soíi bara og hvílist. Mark Mac Farleyn: Já, ég geri það. Sennilega í Hallgrímskirkju. Helga Sigurðardóttir: Já, við höfum alltaf farið í kirkju á þessum tíma. Lesendur Vaxtamálin: Hagsmunir sparifjáreigenda „Sparifjáreign er forsenda þess að hægt sé að lána,“ segir hér m.a. - Úr afgreiðslusal Landsbankans, aðalbanka. Guðm. Kjartansson skrifar: Þaö ber alltaf mikið á þeim er skulda. Þeir eru fyrirferðarmiklir i íslensku þjóðfélagi, hvernig sem á þá er litið. Fyrst er þar til að taka að þeir valda yfirléitt mikilli þenslu í atvinnulífi. í annan stað fara þeir oft mikinn þegar nálgast gjaiddaga og hafa þá gjarnan uppi málþóf um óréttlæti í peningamálum. Ekki þarf nema að taka dæmi af húsbyggjendum, forsvarsmönnum útgerðar-og fiskvinnslu, náms- mönnum og samtökum þeirra, svo og öllum þeim einstakhngum sem hafa uppi hótanir þegar kemur að gjalddaga. Röksemdir þessara aðila eru óþrjótandi. Þaö er of hár „fjár- magnskostnaður", of háir vextir, vextir ekki sanngjarnir, lánstími of stuttur, krafist svokallaðrar „skuldbreytingar" og síðan er klykkt út með því að krefjast þess að ríkið „taki máhð í sínar hend- ur“, eins og það heitir á fagmáh sískuldara eða langtímaskuldar- anna. Og nú þessa dagana er einmitt verið aö krefjast þess að vextir verði lækkaðir, hvað sem það kost- ar. Talað er um að hér þurfi þjóðarátak, hvorki meira né minna! Og skuldakóngarnir fylgja þessu eftir með úthstun á því að „haldi svo fram sem horfir" (enn einn talshátturinn úr atvinnulíf- inu), þá sé ljóst að viðkomandi stefni í gjaldþrot - hreinan voða! En mér er spurn: hvemig væri nú aö leyfa öllum þessum aðilum að halda áfram að stefna beint í gjaldþrot? Þetta væl, sem er orðið viðloðandi í flestum atvinnugrein- um og innan flestra hagsmunasam- taka, er farið að virka sem upphrópunin: „úlfur, úlfur“ og fáir aðrir en alþingismenn taka mark á þessu lengur, þar sem eiga at- kvæðafylgi sitt undir.þvi að setja upp alvarlegan og föðurlegan svip og syngja með. En svo eru líka til hópar fólks sem ekki skuldar, nema ef til vill ein- hverja viðráðanlega upphæð. Þetta fólk er ekki í sviösljósinu. Þaö er ekki kallað til viðtals í sjónvarps- fréttum. Hvers vegna ekki? Vegna þess að það hefur engar fréttir af innanlands voða fram aö færa, ekk- ert gjaldþrot framundan og þaö sem meira er - það hefur engar kröfur uppi um að heimta hærri vexti! Sannieikurinn er nefnilega sá að sparifjáreigendur hafa aldrei haft uppi neina tilburði til að standa saman. Að því getur þó komið, ein- mitt nú þegar uppi eru háværar raddir um að lækka skuh vextina. En verði útlánsvextir lækkaðir hljóta innlánsvextir einnig að lækka. Það er þó áreiðanlega ekki á döflnni að lækka vexti aö sinni því það myndi hafa ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir sparifjáreigend- ur, svo og fyrir lánþegana en eins og alhr vita er sparifjáreign for- senda þess að hægt sé að lána. Ekki öfugt. Athugasemd víð móðg- andi ummæli Hróðný Einarsdóttir skrifar: Vegna ummæla Sigfúsar Daðason- ar, í bókmenntaviðtali í DV hinn 14: des. sl„ vil ég koma á framfæri eftir- farandi athugasemd. Þaö kom mér mjög á óvart að sjá þessi ummæli höfð eftir Jóhannesi um Sigurð Guðnason, fv. formann Dagsbrúnar, að Jóhannes hafi notað orðið „bjartsýnisafglapi" um Sigurð. Jóhannes var alltaf mjög hrifmn af einlægni Sigurðar í baráttu hans fyrir verkalýðshreyfmguna og þótti mjög vænt um hann. Ég heyrði aldrei annað en hól frá Jóhannesi um Sigurð Guðnason og hann talaöi oft um hvað Sigurður væri, þrátt fyrir aldurinn, léttur í lund. Það er því mjög leiðinlegt að Sigfús skuli hafa þetta eftir Jóhannesi og hlýtur að vera á misskihngi byggt. Menning e Það er ekkert að marka skáldskap Rætt vlð Slgfús Daðason Bréfritari vitnar i viðtal við Sigfús Daðason Ijóðskáld. Hringiö í síma 27022 mjUi kl. 13 og 15 0Ö9l skxifLð Utvarpsstöðin Alfa. Eirikur Sigurbjörnsson útvarpsstjóri. Atfa vekur athygli Valgerður Þorsteinsdóttir hringdi: Ég vil koma á framfæri þakklæti til útvarpsstöðvar sem nefnist Alfa og er rekin af kristilegum samtökum. Ég tek fram að þessi samtök eru mér ekkert tengd en ég hef orðið þess vör að útvarpsstöðin nýtur talsverðra vinsælda og svo mikið er víst að aug- lýsendur hafa einnig uppgötvað það. Á þessari stöö er að öllu jöfnu leik- in róleg og þægileg tónhst sem ætti aö vera talsvert mótvægi við þá miklu hávaðatónlist sem glymur frá mörgum hinna útvarpsstöðvanna. Ég vona að útvarpsstöðin Alfa eigi eftir að ná eyrum sem flestra og hef raunar trú á því að svo muni verða með sama áframhaldi. Týndi ellilífeyri sínum Jón Georg Jónasson hringdi: Ég varð fyrir þvi óhappi hinn 10. þ.m. að glata veski minu með pen- ingaupphæð sem nam um 19.000 kr. Þetta var hluti af ellilífeyri mínum sem kemur sér illa að tapa. Veskið týndist fyrir utan IKEA-verslunina um kl. 3 síðdegis. Þetta var dökkleitt veski frá Út- vegsbankanum, svo það er nokkuð auðþekkt. í veskinu voru skilríki og á einhverju þeirra eru heimilisföngin Eggjavegur 1 eða Teigavegur 2, en ég bý núna að írabakka 6. Ef einhver hefur orðið var við vesk- ið bið ég hann vinsamlegast að hafa samband í síma 75498 eða þá beint við lögregluna og svo líka við þá á DV sem munu koma því til skila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.