Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. m Vinningstölurnar 19. desember 1987. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.541.763,- 1. vinningur var kr. 2.777.946,- og skiptist hann á milli 6 vinningshafa, kr. 462.991,- á mann. 2. vinningur varkr. 830.375,-og skiptist hann á 511 vinningshafa, kr. 1.625,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.933.442,- og skiptist árl£L682 vinningshafa. sem fá 181 krónu hver. Upplýsingasimi: 685111. ÍSLENSKA SPÁDÓMSBÓKIN Frábær bók um SPILASPÁ, LÓFALESTUR og BOLLASPÁ. Fæst í öllum bókaverslunum og einnig póstsend í pöntunarsíma 62 34 33. Útgáfufélagið BR©S Sandkom Frí áskrift? Áskrifendaherferðir fjöl- miðla eru ekkert nýtt fyrir- bæri hér á landi frekar en annars staðar. Herferðimar byggjast yfirleitt á miklum gylliboöum og fagurgala sem á að sýna fólki fram á að það geti nánast ekki lifað eðlilegu og hamingj usömu lífi án þess að vera áskrifandi. Stöð 2 er síður en svo eftirbátur ann- arra fjölmiðla hvað áskrif- endaherferðir várðar. Fyrst var það afmælistilboð sem stóð alveg fram að jólatilboði. Næst verður það sjálfsagt til- boö í tilefni rísandi sólar sem getur svo staðið fram að páskatilboði. í fréttaþættin- um 19:19 fer svo dijúgur tími á hverju kvöldi í að kynna tilboðin eins og eðlilegt má teljast. Það væri svo sem ekki nema gott eitt um þetta að segja nema hvað ýmsir þeir sem voru áskrifendur fyrir finnst ansi hart að þeir sem eru að tuskast til áð gerast áskrifendur núna skuh vera boöið upp á fría áskrift í svo og svo langan tíma meðan ekkert er gert fyrir gömlu áskrifenduma sem hafa hald- ið stöðinni á floti frá upphafi. í tilefni jólanna er nýjum áskrifendum boðin fri áskrift í einn til tvo mánuði en eldri áskrifendur geta bara etið það sem úti frýs! Þetta finnst mörgum að vonum súrt í broti. Hver er næstbestur? íslendingar eiga fríðan hóp stórmeistara í skák. Þetta er samheldinn hópur sterkra skákmanna sem er ætíð góð landkynning hvar sem þeir fara. Nú er kominn upp smá- rígur á milli þeirra sem vonandi leysist innan' skamms. Málið er Grand Prix mót sem nýstofnuð Stór- meistarasamtök standa að og 24 bestu skákmönnum heims er boðin þátttaka í. Sem kunnugt er hefur Jóhann Hjartarson unniö sér þátt- tökurétt í þessum mótum en Stöð 2 mun halda eitt þeirra næsta sumar. í því móti hefui losnað eitt sæti og gefst ís- lendingum kostur á að senda einn skákmann til viðbótar Jóhanni í það. Nú er spum- ingin bara hver það á að vera, en helst hafa verið nefndir til sögunnar þeir Helgi Ólafs- son, Margeir Pétursson og Jón L. Ámason. Allir vilja félagamir taka þátt í mótinu en hvernig á að velja? Verði farið eftir ELO-stigum, eins og þau standa núna, ætti Jón L. að fá að keppa því hann er stigahæstur íslendinga eins og er og stóð sig best ís- lendinganna á síðasta stór- móti. Margeir hefur hins vegar staðið sig mjög vel að undanfómu, unnið Norður- landamótið og flest önnur mót sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun því hækka verulega í stigum. Svo er einnig talað um að stórmeist- ararnir keppi um sætið sem losnaði og má kannski segja að það væri skemmtilegasta lausnin, allavega fyrir skák- unnendur sem fengju þá að fylgjast með enn einu spenn- andi móti. Jóhann Hjartarson getur slakaó á meóan félagar hans berjast um sætiö vió hlió hans á móti Stöóvar 2 og Stórmeistarasambandsins. Ekki amaleg verðlaun það! Þegar ljóst varð að Kasp- arov hafði haldið heims- meistaratitlinum sagði fréttastofa Bylgjunnar að sjálfsögðu frá þessum merku tíðindum. Fréttakona Bylgj- unnar sagði fjálglega frá atburðarásinni og sagði svo að Kasparov heimsmeistari færi nú ekki slyppur og snauður út úr einvíginu. Hún sagði að Kasparov fengi hvorki meira né minna en fimmtíu milljarða f sigurlaun og bætti svo við frá eigin bijósti eftir að hafa hugleitt upphæðina: „Ekki amaleg verðlaun, það!“ Það er ekki að furða þótt stúlkunni hafi fundist mikið til upphæðar- innarkomaþvíþamaerá . ferðinni tala sem slagar hátt upp í fjárlög íslenska ríkisins og er þá matarskatturinn meðtalinn. Fréttaþulurinn er kannski hrifmn af Kasparov en þó má öllu ofgera. Hún þúsundfaldaði verðlauna- upphæðina sem er þó væn fyrir. Kasparov fékk nefni- lega um 50 milljónir í sigur- laun, sem í sjálfu sér er ekki amaleg verðlaun heldur og ætti að geta dugað fyrir þó- nokkrum Tomma og Jenna spólum. Nýjustu fréttir! Fjármál Ríkisútvarpsins hafa verið nokkuð til um- ræðu að undanfómu. Hafa minnkandi fjárráð orðið til þess að orðið hefur að draga saman seglin í ýmsum deild- um, þá ekki síst í fréttadeild Ingva Hrafns hjá sjónvarp- inu. Þegar fjármuni skortir til að gera stóra hluti getur almenningur ekki farið fram á of mikið. Þó er fulllangt gengiö þegar margra klukku- tíma fréttir úr útvarpinu em birtar í dagskrárlok sjón- varpsins. Þannig var það á laugardagskvöldið. Leitstóð yfir að tveimur bömum í Mosfellssveit og fylgdist þj óð- in agndofa með og snerti þetta hvert hjarta í landinu. Fyrir síðustu kvikmynd kvöldsins tílkynnti þulurinn svo með gleðibros á vör að tíl allrar mildi hefðu börnin fundist heil á húfi. Nú léttí öllum landsmönnum mikið þvi þegar á móti blæs getur þessi þjóð verið býsna sam- stíga. En eftir sýningu kvikmyndarinnar komu s vo fréttir í dagskrárlok en það vom fréttir sem fréttastofa Hljóðvarps vann klukkan tíu um kvöldið. Fréttirnar hófust með þessari tilkynningu: „Mikil leit stendur nú yflr að tveimurdrengjum...“ Það hefði nú verið í lagi að lag- færa þessa frétt örhtíð fyrir þá sem urðu aö bregða sér á snyrtingu áður en kvikmynd- in var sýnd og misstu því af tilkynningu þularins. Það er ekki góð fréttamennska að birta margra klukkutíma gamlar fréttir sem þulir sömu stofnunar em þegar búnir að leiðrétta. Þetta ber ekki merki um mikinn stórhug í fréttamennsku. Umsjón: Axel Ammendrup Húsavík: Söludeild K.Þ. opnuð á ný Hólmfríður S. Friðjónsdóttir, Húsavflc Nýlega var söludeild K.Þ., eða gamla Salka eins og hún er stundum kölluð, opnuð á ný eftir margra ára hlé. Þar eru nú seld leikfóng og sport- vörur. Söludeildin var aðalverslunarhús K.Þ. frá 1902, þegar húsið var byggt, og fram á 5. áratuginn. Eftir að nú- verandi verslunarhúsnæði kaupfé- lagsins var opnað hefur söludeildin verið notuð sem pakkhús eða geymsla. Á tímabili stóð til að rífa húsið eða nota sem safn en horfiö var frá þeim framkvæmdum og ákveðið að endurbyggja þaö. Árið 1982 var svo hafist handa við að end- urbyggja húsið og það opnað nú eins og fyrr segir. Einnig er búið að opna inngang í aðalverslunarhús kaupfélagsins að austanverðu, þar sem hægt er að ganga inn í húsið beint af bílastæðum og fjarri umferðinni um Garðars- braut. Kaupfélagsstjóri er Hreiðar Karlsson. Söludeild K.Þ. hefur nú verið opnuð á ný eftir langt hlé. DV-mynd Hólmfriður Breiðdalsvík: Kirkjan lýsir upp dalinn Siguisteiiin Melsteð, DV, Breiðdafsvflc Aðventukvöld var haldið í Hey- dalakirkju nýlega. Þar fluttu börn helgileik, flutt voru ljóð, Ilkka Petrova lék einleik á flautu, Ferenc Utassy lék á trompet og loks léku þau saman. Kirkjukórinn söng og stúlknakór flutti „Bjart er yfir Betlehem“ und- ir stjórn Ilkku. Séra Gunnlaugur ílutti ræðu. Kirkjan blasir nú fagurlega upp- lýst við vegfarendum í skammdeg- inu, því kveikt var á ljóskösturum við hana eftir messu fyrsta sunnu- dag í aðventu. Séra Gunnlaugur þjónar tveim kirkjum. Hann messar á aðfanga- dagskvöld á Stöðvarfirði en í Heydalakirkju á jóladag. Einnig verða guösþjónustur um áramótin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.