Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. 37 Sviðsljós Clint Eastwod er þarna með svarta slaufu tilbúinn sem gestgjafi. Meðlimir hljómsveitarinnar Módel, Eva Albertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Edda Borg Ólafsdóttir, Gunnlaugur Briem, Eiríkur Hauksson, Friðrik Karlsson og lengst til hægri er plötuútgefandinn, Steinar Berg ísleifsson. DV-mynd KAE Módel með gullplötii Um síðustu helgi fékk hljómsveitin Módel afhenta gullplötu sem viður- kenningu fyrir 3000 seld eintök af fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Af- hendingin fór fram í skemmtistaðn- um Evrópu þar sem hver hljómsveit- armeðlimur fékk aíhent eitt eintak af gullplötu. Hljómsveitina Módel skipa með- hmir sem hafa getið sér gott orð á öðrum vettvangi innan tónlistar- heimsins, Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem úr hljómsveit- inni Mezzoforte, Eiríkur Hauksson úr hljómsveitinni Drýsh og sem full- trúi Islands í Eurovision, söngdúett- inn Eva Albertsdóttir og Erna Þórarinsdóttir frá Akureyri og Edda Borg Ólafsdóttir sem var meðal ann- ars í hljómsveit Siggu Beinteins. Afhending gullplatna fylgir nú ákveðnum reglum settum af Sam- bandi hljómplötuframleiðenda sem staðfestir sölutölur. Áður gáfu hljómplötufyrirtækin sjálf út gull- plöturnar en nú eru þær háðar þessum ákvæðum. ur 10 ár í gröf sinni, var ofarlega á lista (Ekki vildi ég vera í veislu þar sem hann er gestgjafi.) Meðal annarra spurninga, sem spurt var í skoðanakönnuninni, var: Hvenær finnst þér hæfa að mæta í veislu? 55 prósent karla og 65 prósent kvenna sögðu: „Á réttum tíma.“ Það svar kemur nokkuð á óvart. Flestir voru þó á því að betra væri að koma of seint heldur en of snemma. 74 pró- sent aðspurðra fannst allt í lagi aö mæta frá 15 mínútum til hálftíma of seint, en aðeins ellefu prósent vildu mæta seinna en það. Niðurstööur úr þessari skoðanakönnun eru sjálfsagt líkar og myndu fást ef spurt væri á íslandi. Þau urðu i öðru til fimmta sæti i skoðanakönnuninni, Johnny Car- son, Eddie Murphy, Elísabet Taylor og Cybil Shephard. Borgarstjórim vinsæll Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera skoðanakannanir um nánast alla hluti. Fyrirtæki, sem heitir „Telemarketing of America“, sér- hæfir sig í ýmsum gerðum skoðana- kannana og gerði eina slíka fyrir blaðið National Enquirer um daginn. Sjö hundruð manns, 400 konur og 300 karlar, voru spurð að því til h vers þau vildu helst vera boðin í veislu. Yfirburðasigurvegari var, öllum á óvart, leikarinn og borgarstjórinn Clint Eastwood með 159 atkvæði. Næstir í röðinni voru sjónvarpsmað- urinn Johnny Carson, leikararnir Eddie Murphy, Elísabet Taylor og Cybil Shephard. Það kom nokkuð á óvart að Elvis Presley, sem legið hef- BUtCK&DECKER HEIMILISLINA Kaffikanna kr.3429 Rafmagnspanna kr. 5515 Handþeytari, hleðslu, kr. 2259 Rafmagnshnífur, hleðslu, kr. 4694 Gufustraujárn kr. 3100 Dósaupptakari kr. 1466 Dósaupptakari, hleðslu, kr. 2480 Handhrærivél, hleðslu, kr. 4865 Laumu- farþeginn Vörur, hentugar I ferðalagið og til gjafa Super handsugan kr. 2.768 Sítrónukreista kr. 1254 Avaxta- og grænmet- iskvörn kr. 3481 Reykskynjari kr. 895 Verið velkomin Opið laugardag frá kl. 10-22. 11 ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533 r '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.