Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Húsnæðiskerfi í rúst Lögin, sem Jóhanna Sigurðardóttir knúði í gegn, reisa húsnæðiskerfið ekki úr rústum. Kerfið var hafið 1986. Það var strax hrunið eins og Jóhanna benti á, þegar hún var óbreyttur þingmaður. Ummæli hennar og margra annarra voru rétt. Á sama hátt er rétt nú að minna á, að húnæðiskerfið er hrunið. Sex þúsund um- sækjendur bíða eftr afgreiðslu umsókna sinna um húsnæðislán. Margir þeirra hafa beðið síðan síðastliðið vor. Þeir þurfa nær allir að bíða lengi enn þrátt fyrir samþykkt laganna nú. Kerfið frá 1986 hafði nokkra kosti umfram fyrra kerfi. íbúðarkaupendur áttu kost á hærri lánum en áður höfðu tíðkazt. Sú var ætlun fulltrúa launþega og vinnuveitenda, sem stóðu að nýja kerfinu. En biðlistarn- ir hrönnuðust upp. Auk þess reyndust aðrir gallar á nýja kerfinu. Auðugir menn fengu lán með niðurgreidd- um vöxtum. Nú hefur Jóhanna orðið félagsmálaráð- herra. Hún lamdi fram samþykkt frumvarps síns með litskrúðugum hætti. Jóhanna sætti andstöðu Alexand- ers Stefánssonar, fyrrum ráðherra þessara mála. Hann hafði harma að hefna vegna fyrri gagnrýni Jóhönnu. En vandinn var, að frumvarp Jóhönnu var lítils virði. Það lappaði lítillega upp á fyrra kerfi en bætti það ekki nægilega. Frumvarp Jóhönnu var að mörgu illa gert. En ráðherranum þótti mikið við liggja. Hún fór jafnvel í verkfall gagnvart ríkisstjórninni til að fá húsnæðis- frumvarpið samþykkt. Það var sérstæð framkoma í stjórnarsamstarfi og sýndi nokkuð um samkomulags- leysið í stjórninni. Eftir samningamakk og hrossakaup hefur þetta frumvarp verið samþykkt. Frumvarpið var lagað í meðförum. En hlutur íbúðarkaupenda er áfram slæmur. Jóhanna vildi, að lögin veittu heimild til að hafa vexti lántakenda húsnæðislána mismunandi eftir getu lántak- enda. Strax var ljóst, að mismunandi vextir með þessum hætti yrðu ófærir. Raunar var engin viturleg leið til að skipta lántakendum í hópa eins og ráðherrann vildi. Sem betur fer hefur nú verið fallið frá því að hafa þessa vexti mismunandi. Annað atriði í frumvarpi Jóhönnu var, að synja mætti um lán, ættu umsækjendur mikla íbúðareign fyr- ir. Það hefur orðið að lögum. Um slíkt má segja, að auðugir aðilar eiga ekki að njóta niðurgreiddra vaxta frá húsnæðiskerfinu. Enn sitja íbúðarkaupendur með sárt ennið. Þannig mun kerfið aldrei standast. Hverfa á frá þessu kerfi og taka upp annað betra. Til dæmis yrði það kerfi betra, sem Júlíus Sólnes og aðrir þingmenn Borgaraflokksins hafa lagt til. Þar er reiknað með, að tekið verði upp tvöfalt húsnæðislána- kerfi. Ríkið sæi framvegis aðeins um lánveitingar til bygginga með félagsleg markmið og til þeirra, sem byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Þetta yrði minni- hluti íbúðarkaupenda. Aðrir skiptu við húsbanka. Gert er ráð fyrir, að bankarnir, tryggingafélög, hagsmuna- samtök launþega og lífeyrissjóðirnir komi upp slíkum sjálfstæðum húsnæðislánastofnunum eða húsbönkum. Þar gætu menn fengið lán til langs tíma. Þetta er ein- mitt það, sem hefur skort, þegar um ræðir mikinn hluta íbúðarverðs. Slíkt kerfi yrði eðhlegt og mundi leysa vandann. Bent er á langa reynslu nágrannaþjóða, svo sem Dana. Ógöngur eins og hér eru fyrirfmnast þar ekki. Haukur Helgason iuvy PMTacnwftW VITASTIG 15. J.Í60Í0.960M- FASTEIGNASALAN ‘'■nm . 7-4 i I=r.l446A/ dÚNSSON „Umræða um fasteignamiölun hefur verið neikvæð“, segir í greininni. Tímamót í fast- eignamiðlun? Frá næstu áramótum munu fast- eignasalar starfa eftir nýjum lögum. Þess er aö vænta að þjón- usta þeirra breytist í kjölfarið. Fasteignasölum mun vafalaust fækka og þær sem eftir verða veita kaupendum og seljendum fasteigna betri þjónustu en við höfum átt að venjast. í kjölfarið er sennilegt að fólk beri meira traust til fasteigna- sala en áður. Lítið traust Fólk ber ekki mikið traust til fast- eignasala hérlendis. Það er ekki að ástæöulausu. Umræöa um fast- eignamiðlun hefur verið neikvæð. Árlega hafa fjölmiðlar flutt fréttir af ákærum sem menn hafa hlotið fyrir misferli í fasteignamiðlun. Kaupendur eru almennt á varð- bergi gagnvart fasteignasölum. Annar hver kaupandi telur þjón- ustu fasteignasala vera lélega. Einungis 12% af öllum kaupendum telja sig hafa fengið mjög góða þjón- ustu við fasteignakaup. Erlendis er þessu ekki þannig farið. í Dan- mörku hafa hliðstæðar kannanir tii dæmis leitt í ljós að kaupendur eru undantekningarlítiö ánægðir með þjónustu fasteignasala. Margir fasteignasalar hafa verið óánægðir með þetta ástand. Þeir telja að fáir einstaklingar hafi komið slæmu orði á fasteignamiðlunina í heild. Taka verður undir það sjónarmið. Dýr fasteignamiðlun Fasteignamiðlun á höfuðborgar- svæðinu er dýr. Þóknun fasteigna- sala er þó með því lægsta sem þekkist. Þjónusta þeirra stenst hins vegar ekki samanburð við það sem gerist í öðrum vestrænum ríkjum. Hér er ekki við fasteignasalana að sakast. Fyrjrtæki, sem stunda fast- eignamiðlun, eru of mörg. Talið er að á höfuðborgarsvæðinu séu 50 til 60 fasteignasölur. Þær skipta ár- lega á milli sín sölu á 3.500 eignum. í hlut hverrar fasteignasölu koma samkvæmt þvi tæplega 70 eignir. Umsvif fyrirtækjanna eru meiri en fjöldi seldra eigna gefur til kynna. Algengt er að húseigandi feli 4 eða 5 fasteignasölum að selja íbúð sína. Margir bjóða samtímis eignina til sölu og auglýsa hana. Einn þeirra fær sölulaunin. Fróöir menn telja að þriðjungur af vinnu fasteigna- sala fari í að auglýsa og kynna eignir sem aðrir selji. Þessu verk- lagi fylgir mikill auglýsingakostn- aður. Fyrir fáum árum var talið að nálægt 30% af tekjum dæmigerðrar fasteignasölu færu í auglýsinga- kostnað. Til marks um auglýsinga- flóðið má nefna að hver íbúð, sem seld er á höfuðborgarsvæðinu, er til jafnaðar auglýst 20 til 25 sinnum í Morgunblaðinu. Ólík fyrirtæki Því hefur verið haldið fram að allt að því önnur hver starfandi KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur fasteignasala uppfylli ekki laga- kröfur. Þær séu „leppaðar“ eins og sagt er. Fasteignasali, sem skráður er fyrir „leppaðri" fasteignasölu, kemur í raun ekki nálægt starfsemi hennar. Hann lánar hinum raun- verulegu eigendum nafn sitt og þiggur hluta af sölulaununum fyr- ir. Stundum aðstoðar hann þó við skjalagerð. Fasteignasölurnar eiga flestar lítið annað sameiginlegt en nafnið. Mikill munur er á einstök- um fyrirtækjum. í könnun, sem gerð var á þjónustu fasteignsala, gáfu kaupendur fasteignasölum einkunn fyrir veitta þjónustu. Met- in voru sjö atriði sem skipta miklu máli við húsnæðiskaup. Eins og lesa má úr svörunum var könnun- in mjög neikvæð fyrir fasteigna- sala. Þjónusta Fj. kaupenda A. Mjög góð 12% B. Góð 40% C. Léleg 20% D. Mjög léleg 20% E. „Engin þjónusta" 8% Meira en fjóröa hver fasteignasala hefur hlotið einkunn D eða lægri. Það er falleinkunn í skólakerfmu. Ný lög taka gildi um áramótin Árið 1984 beitti Alexander Stef- ánsson félagsmálaráöherra sér fyrir því að lög um fasteignasölu voru endurskoðuð. Inn í endur- skoðuðu lögin komu nýmæli sem ætlað er að koma betra lagi á fast- eignamiölunina. Frá næstu ára- mótum munu fasteignasalar starfa eftir þessum lögum. Mesta athygli hefur þaö ákvæði í lögunum vakið sem skyldar fasteignasala til að leggja fram tryggingar til að mæta skaða sem þeir kunna að valda við- skiptavinum sínum. Talið er líklegt að ákvæðið haldi mönnum frá fast- eignasölu sem ekki njóta trausts í fjármálum. Fjárhæð tryggingar- innar er allhá. Hún hefði nægt til að bæta tjón fasteignakaupenda sem hðið hafa fyrir mistök fast- eignsala undanfarin ár. Sama máli gegnir um þá sem orðið hafa fórn- arlömb fjárglæframanna. Ajlar eignir í einkasölu? í lögunum er einnig það nýmæli að eftirlit með starfi fasteignasala verður í höndum dómsmálaráðu- neytisins í stað lögreglustjóra eins og nú. Það mun skapa aukið að- hald. Frá áramótum verða allir að standast próf áður en ráðuneytið veitir þeim leyfi til að reka fast- eignasölu. Prófið á að tryggja að ekki stundi aörir fasteignamiðlun en hafa til þess þekkingu. í lögun- um er einnig tekið fram aö seljandi og fasteignasali skuli gera sín á milli skriflegan samning um sölu eignar. Það hefur ekki verið al- menn regla hér á landi. Þá er fasteignasala heimilt að taka gjald fyrir að skrá íbúð á söluskrá og látá seljanda greiða fyrir auglýs- ingar. Ekki er ósennilegt að þetta fyrirkomulag hafi í för með sér að eignir verði í auknum mæli teknar í einkasölu. Byiting í fasteignamiðlun? Flest bendir til þess að nýju lögin muni hafa í fór með sér umtals- verðar breytingar á fasteignamiðl- un. Kaupendur og seljendur munu framvegis njóta meira öryggis en verið hefur. Þjónusta fasteignasala mun batna þegar farið verður eftir ákvæðum nýju laganna. Fyrirtækj- um, sem stunda fasteignamiðlun, mun sennileg fækka um þriðjung á fáum árum. Það mun koma þeim aðilum til góða sem eftir standa. Öflugustu fasteignasölurnar munu auka veltu sína og styrkjast. Hinar svonefndu „leppuðu“ fasteignasöl- ur munu leggjast niður. þegar fasteignasölum fækkar og fleiri eignir verða seldar í einkasölu má vænta þess aö minna verði auglýst en nú gerist. Það fé, sem þannig sparast, mun nema tugmilljónum. Fasteignasalamir geta notað það til að bæta þjónustu á öðrum svið- um. Stefán Ingólfsson „Fasteignasölurnar eiga flestar lítið annað sameiginlegt en nafnið. Mikill munur er á einstökum fyrirtækjum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 292. tölublað (22.12.1987)
https://timarit.is/issue/191500

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

292. tölublað (22.12.1987)

Aðgerðir: