Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. 17 Lesendur Bráðum koma blessuð jólin Ursula Junemann skrifar: „Bráðum koma blessuð jólin.. Allir þekkja þennan gamla texta. Börnin hlakka sjálfsagt ennþá til en vænta þess að fá meira en kerti og spil. 'Að finna gjöf handa þeim veröur æ erfiðara. Flest fólk á jú allt. Gjaf- irnar verða stærri og dýrari á hverju án. í fyrra var það „Hi-man“ hölhn handa stráknum, í ár verður hann að fá fjarstýrðan bíl fyrir mörg þús- und krónur. Á næsta ári kannski hjól af dýrustu gerð og þar næst hljómflutningstæki eða eigið sjón- varp! Hvar endar þetta? Erum við ekki komin í blindgötu með því að hugsa eingöngu um veraldleg gæði? Gerum við börnin okkar að algjörum efnishyggjuverum? Ekki verður allt keypt, jafnvel þótt maður fari í allar fínu búðirnar. Hvergi kaupir maöur ást, hamingju, gleði eða aðra ánægju. Samt getum við gefið þetta. Það er auðvelt en er- fitt. Til þess þurfum við e.t.v. að breyta lífsvenjum okkar svolítið. Hættum t.d. að vinna dag og nótt fyrir rándýrum jólagjöfum. Og jóla- kötturinn étur okkur ekki þótt jóla- fótin séu í einfaldara lagi. Reynum í staðinn að nota tímann í jólaundirbúning á friðsaman og óstressaðan hátt. Maður gæti tekið upp á því að lesa, syngja, fóndra eða spfia saman með flölskyldunni. Hvemig væri að veita sér loksins aftur tíma til að tala saman, kynnast börnunum og sínum nánustu sem við erum búin að tapa sambandi við í öllu stressinu og tímaleysinu. Auð- vitað er erfitt að sleppa öUum gjöfum allt í einu, sérstaklega handa börn- unum. FuUorðnir gætu fremur talað saman um þetta. Undirrituð hefur sjálf mjög góða reynslu af slíku. Þegar við gefum bömunum gjöf um jólin þá skulum við vanda okkur. Algjörlega kuldaleg og móðgandi finnst mér peningagjöf. „Héma góði, kauptu þér bara sjálfur, ég er svo upptekinn". - Það er eins og gefand- inn nenni ekki einu sinni að eyða einni einustu mínútu í það að hugsa svolítið. Og svo em það stríðs- og ofbeldis- leikfóngin. Hvemig samræmast byssur, skriðdrekar og vondir kraftakallar hátíð friðar og ljóss? Er ekki ósk okkar aUra að friður verði um allan heim og menn hætti að deyða og tortíma? Era ekki einmitt núna einhverjar framtíðarvonir mannkyns bundnar við afvopnunar- samning stórveldanna? Hvers vegna að stuðla að því að afkvæmin leiki stríðs- og ofbeldsis- leiki? - Auglýst var í blaöi fyrir stuttu: „geislabyssur" (kosta „bara“ 2980) með þessum orðum: „Lazer Tag er íþrótt ársins 3010 þegar stríð og ofbeldi heyra sögunni til“! þarna er verið að pranga inn á fólk ofbeldis- leikfangi. Síöan á Sturlungaöld hefur ís- lenska þjóðin sem betur fer sloppið við alvarleg stríðsátök og verður vonandi svo í framtíðinni. Það er fyrst og fremst kæruleysi og hugsun- arleysi að gefa stríðs- og ofbeldisleik- fóng. StiUum jólahátíðinni í hóf. Gefum börnum okkar uppbyggjandi og jákvæð leikfóng. Gefum þeim tíma og ást okkar sjálfra. - Stuðlum að betra uppeldi í mannlegum heimi. Gleðileg jól og friösæl jól! „Hvers vegna að stuðla að því að afkvæmin leiki stríðs- og ofbeldisleiki?" segir í bréfinu. Heimilistæki hf SÆTUNI s: 691515 HAFNARSTR s:691525 KRINGLUNNI s:691520 l/iÓeruitoSvetíyartflegi'ií ScutuuH^uHc Kenndu ekki öðrum um. Hver bað þig að hjóla í myrki og hálku? | UMFERÐAR ‘ráð ÞAÐ GERIST EKKI BETRA verð á útvarpstækjum Vasaútvarp, AM-FM, kr. 1.280 Heyrnartóls- útvarp, HN FM, stereo kr. 1.420 Vasaútvarp, AM-FM, kr. 1.280 Vasadisco með útvarpi, AM-FM, stereo, frá kr. 2.580 Vasaútvarp með HM-FM stereo kr. 1.420 Diskó Ijós. Verð kr. 4.480. Útvarpsklukka með eða án segulbands. Verðfrá kr. 1.290. CAR STEREO SYSTEM VILDARKJOR S'wzg Oa&sette with Ocaf C&rve KRISDIT C45 - jólagjöf bíleigandans. Vandað bíltæki með MB - FM stereo kassettutæki ásamt tveimur 20 W hátölurum. Verð kr. 6.580. Armúla 38. Simar 31133 og 83177. SENDUM I POSTKROFU Kaaiö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.