Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987.
13
Neytendur
Sífellt eru að koma á markaðinn ný
undraefni tii hægðarauka fyrir þá
sem vinna heimilisstörfm. Alls kon-
ar sápur og hreinsiefni, undrabón og
hver veit hvað. Það nýjasta sem við
höfum heyrt um er breskur fægilög-
ur, Sheffco, sem inniheldur silfur. Á
hann að vera hreinasta afbragð á silf-
urplett sem farið er að láta á sjá.
Einnig er til annar fægilögur í sama
rrjerki og á hann að notast til þess
að viðhalda silfri og silfurpletti fal-
legu og gljáandi.
Samkvæmt umbúðunum og sam-
tali við innflytjandann, Jón Snorra
Sigurðsson guUsmið, á þetta að vera
algjört undraefni sem á að geta „silfr-
að“ silfurplett sem er oröið gamalt
og shtið.
Við tókum að okkur að prófa efnið
sem reyndist að mörgu ley’ti mjög
gott en uppfyllti samt ekki allar kröf-
ur sem sagt var að það ætti að
uppfylla.
Réð ekki við mjög slitna plett-
skeið en silfraði „gullkrónu"
Jón Snorri sýndi okkur hvernig
silfurefnið silfraði gamla „gull-
krónu“. Við áttum í fórum okkur
eldgamla og mjög iUa farna silfur-
plettskeið og litla silfurskeið sem
Ef myndin prentast vel má sjá að nýi fægilögurinn réð ekki við skeiðina
sem liggur þarna á hvolfi eða litlu saltskeiðina sem haldið er á. Hins vegar
er barnaskeiðin mjög falleg, en timans vegna getum við ekki dæmt um
endingu efnisins.
orðið hafði fyrir mjög miklu álagi og
reyndum við efnið á þeim. Skemmst
frá að segja þá silfruðust ekki mest
sUtnu fletir skeiðarinnar. Efnið hafði
engin áhrif á litlu silfurskeiðina, sem
var áfram svört, nema skaftið á
henni sem fægðist vel. Hins vegar
áttum við eirinig slitinn gaffal sem
varð alveg eins og nýr. Við reyndum
efnið einnig á mjög áfaUinni en
óskemmdri plettskeið sem varð skín-
andi falleg.
Hins vegar getum viö ekki dæmt
/----------------------------------
um hvort efnið endist betur en hinn
prýðisgóði Haggerty fægilögur eða
Goddards Long Term, sem hvorir
tveggja eru mjög góðir fægilegir. Með
tilkomu þeirra þarf ekki að fægja silf-
urmuni, sem geymdir eru í skápum
og skúffum, oftar en einu sinni til
tvisvar á ári þótt oftar þurfi að fægja
það sem er uppi við.
Nýju Sheffco fægilegimir eru í 150
ml brúsum og kostar silfurefnið 1.450
kr. en viðhaldsefnið 795 kr. Þessi
fægilögur fæst eingöngu í skartgripa-
verslunum.
„Ég valdi frekar þá leið heldur en
að láta efnið í stórmarkaðina þar sem
ekki er hægt að gefa persónulegar
leiðbeiningar," sagði Jón Snorri Sig-
fússon hjá guUsmíðaverslun Jens í
Kringlunni, en hann er umboðsmað-
ur hins nýja efnis. Leiðbeiningar á
íslensku fylgja með efninu og er tek-
ið sérstaklega fram að þótt efnið sé
óhæft til drykkjar sé það óeitrað.
Efnið á auðvitað aö geyma þar sem
böm og óvitar ná ekki tU. -A.Bj.
--------------------------------\
2602
Er númerið á bœklingi vinningshafa ÍSAFOLDAR. Handhafi þess bœklipgs
hlýtur vikuferð fyrir tvo til Vínarborgar ásamt aðgöngumiðum að hinum
þekktu nýárstónleikum, allt með ferðaskrifstofunni FARANDA.
Handhafi bœklingsins er beðinn um að hafa samband við skrifstofu ÍSAFOLDAR
í síma 17165 í síðasta lagi mánudaginn 28. desember n.k„
því ferðin hefst miðvikudaginn 30. desember.
V.
1877 ÍSAFOLD 1987
J
Hljómsveit \
Stefáns P. j
/ bjóðum konum
| frían aðgang
| og þeirra bíður
f óvæntur jólaglaðningur
^ frá Íslensk-ameríska
—i og Þórscafé
Diskótekið