Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Fólk í fréttum Sigurður Guðmundsson Sigurður Guðmundsson, settur biskup íslands, vígði á sunnudag- inn nýja kirkju í Seljasókn í Reykjavik. Sigurður er feddur 16. apríl 1920 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1944. Hann var sóknarprestur í Grenjaðarstaða- prestakalli 1944-1986 og á Hólum í Hjaltadal frá 1986. Sigurður hefur verið vígslubiskup í Hólastifti hinu foma frá 1981 og settur biskup ís- lands frá 16. júni 1987 til 15. janúar 1988. Kona Sigurðar er Aðalbjörg Halldórsdóttir, f. 21. maí 1918. For- eldrar hennar: Halldór Sigurgeirs- son, b. á Öngulsstöðum í Staðarbyggð í Eyjafirði, og kona hans, Þorgerður Siggeirsdóttir. Börn Sigurðar og Aðalbjargar eru: Steinunn Sigríður, f. 29. september 1944, kennari, gift Ingólfi Steinari Ingólfssyni, rafvélavirkja á Akur- eyri; Þorgerður, f. 28. nóvember 1945, gift Gylfa Jónssyni, presti Elli-og hjúkrunarheimilisins Grundar í Rvík; Halldór, f. 2. nóv- ember 1947, yfirkennari Gagn- fræðaskólans í Hveragerði, giftur Ástu Finnbogadóttir; Guðmundur, f. 13. ágúst 1949, búnaðarráðunaut- ur og kennari á Hvanneyri, giftur Sigrúnu Kristjánsdóttir og Ragn- heiður, f. 15. október 1954, bóka- vörður við MA, gift Braga Guðmundssyni, kennara við MA. Bróðir Sigurðar er Ólafur, f. 15. mai 1918, iðnverkamaður á Akur- eyri, giftur Sveinbjörgu Baldvins- dóttur, sonur þeirra er Magnús, læknir á Akureyri. Systkini Sig- urðar, samfeðra, eru: Steinunn, f. 15. júlí 1928, d. 15.janúar 1967, hjúkrunarkona á Akureyri; Víg- lundur, f. 31. ágúst 1930, d. 20. október 1984, verkamaður á Akur- eyri; Magnús, f. 8. október 1933, húsasmiður á Akureyri, var giftur Iðunni Ágústsdóttur; Sigríður, f. 28. júní 1937, gift Gunnari Loftssyni, verslunarmanni á Akureyri, og Ríkey, f. 4. maí 1941, gift Brynjari Eyjólfssyni, vélstjóra í Rvík. Foreldrar Sigurðar: Guðmundur Guðmundsson, verkamaður á Ak- ureyri, og kona hans, Steinunn Sigríður Sigurðardóttir. Faðir Guð- mundar var Guðmundur, b. á Syðra-Hóli í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði, bróðir Helgu, ömmu Að- albjargar, konu Sigurðar og langömmu Jóhannesar Geirs Sig- urgeirssonar, varaþingmanns á Öngulsstöðum. Guðmundur var sonur Halldórs, b. á Jódísarstöðum í Eyjafirði, Guðmundssonar, bróð- ur Helga, langafa Birgis Snæ- bjömssonar, prests á Akureyri. Bróðir Halldórs var Guðmundur, langafi Jóhönnu, móður Pálma Matthíassonar, prests á Akureyri. Móðir Halldórs var Helga Jóns- dóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Jónassonar, prests og þjóðháttafræðimanns á Hrafnagili, afa Jónasar Rafnar, fyrrv. banka- stjóra, og Bjama Rafnar, yfirlækn- is á Akureyri. Móðir Guðmundar á Jódísarstöðum var Sigríður, systir Guðrúnar, langömmu Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Sel- tjamarnesi. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. í Leyningi í E'. 'firði, Randverssonar, b. í Villin adal, Þórðarsonar, bróðir Sigríðar, langömmu Margrétar, ömmu Dav- íðs Ólafssonar, fyrrv. seðlabanka- stjóra. Steinunn er dóttir Sigurðar, b. í Geirhildargörðum í Öxnadal, Jón- assonar. Móðir Sigurðar var Si- gríður Pálsdóttir, systir Bergþóm, ömmu Erlings Davíðssonar, rit- stjóra á Akureyri, og langömmu Agnars Ingólfssonar prófessors. Bergþóra var langamma Amgríms Jónssonar, prests í Rvík. Móðir Steinunnar var Siguijóna Sigurð- ardóttir, b. á Dvergsstöðum í Eyjafirði, Sigurðssonar. Móðir Sig- uijónu var Guðrún, systir Guöný- ar, langömmu Ingólfs, föður Kristjáns Vals, prests á Grenjaðar- stað. Systir Guðrúnar var Helga, amma Stephans G. Stephanssonar. Guðrún var dóttir Guðmundar, b. á Torfum í Eyjafirði, Magnússonar. Móðir: Guðrún Guðmundsdóttir, b. á Krýnastöðum, Jónssonar, bróðir Þórarins, prests og skálds í Múla, langafa Kristjáns Eldjám, afa Kristjáns Eldjám forseta. Bróð- ir Guðmundar var Benedikt Gröndal skáld, langafi Benedikts Gröndal, afa Halldórs Gröndal, prests í Rvík. Afmæli Vigdís Bjamadóttir Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri skrifstofu forseta íslands, til heim- ilis að Háaleitisbraut 54, Reykjavík, er fertug í dag. Vigdís faeddist í Ólafsvík og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún var við nám í Danmörku og Bretlandi og er jafn- framt með próf í tækniteiknun. Vigdís starfaði hjá Loftleiðum um skeið en réðst til skrifstofu forseta íslands 1968 og hefur starfað þar síðan. Maður Vigdísar er Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hagfræðingur og fulltrúi á aðalskrifstofu HÍ, f. 9.9. 1943, sonur hjónanna Karls I. Jón- assonar, stöövarstjóra á Bifreiða- stöð Steindórs, og Guðnýjar Guðlaugsdóttur, hótelstýru í Tryggvaskála á Selfossi og verslun- arkonu í Reykjavík. Vigdís og Guðlaugur Tryggvi eiga tvö böm, Bjama Karl, f. 11.9.1973, og Guðnýju Mörtu, f. 25.7. 1983. Böm Guðlaugs Tryggva frá fyrra hjónabandi era: Valdimar Karl, viðskiptafræðingur í hagdeild Landsbanka íslands, kvæntur Þur- íði Ágústsdóttur kennara og eiga þau tvö böm, Þorstein Inga og Tryggva Karl; og Karl Höskuldur, viðskiptafræðinemi við HÍ. Vigdís á tvö systkini: Kristján, skipstjóri og verslunarmaður í Kópavogi, kvæntur Steinunni Tryggvadóttur; og Kristbjörg, verkstjóri og tölvuritari í Ólafsvík. Foreldrar Vigdísar era Bjami Ólafsson, útvegsmaður og stöðvar- stjóri Pósts og síma í Ólafsvík, og kona hans, Marta Kristjánsdóttir. Foreldrar Bjama vora Ólafur Bjamason, hreppstjóri á Brimils- völlum, og kona hans, Kristólína Kristjánsdóttir, b. í Mávahlíð í Fróðárhreppi, Þorsteinssonar. For- eldrar Bjama vora Sigurður Tómasson, b. í Þemey á Kollafirði, og kona hans, Guðrún Þorsteins- dóttir, b. og skálds á Stokkahlöðum í Eyjafirði, Gíslasonar. Móðir Vig- dísar var Agatha Guðmundsdóttir, b. á Sandi, Eyjólfssonar. Móöir Agöthu var Kristrún Guðmunds- dóttir, b. á Þorláksstöðum í Kjós, Guðmundssonar og konu hans, Agöthu Þorvarðardóttir, systir Korts á Möðravöllum í Kjós, lang- afa Péturs í Engey, afa Bjama Benediktssonar. Marta er dóttir Kristjáns, skip- stjóra og stöðvarstjóra í Ólafsvík, bróður Þórarins, föður Þórarins alþingismanns. Bróðir Kristjáns var Guðmundur, afi Guðmundar G. Þórarinssonar alþingismanns. Faöir Kristjáns var Þórður, bóndi í Ytri-Bug í Fróðárhreppi, Þórar- insson, hálfbróðir Áma, afa Hall- dóra, konu. Kristjáns Eldjáms forseta. Hallur Sigurbjömsson Hallur Sigurbjömsson fulltrúi, Iðufelli 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Hallur fæddist á Akranesi en fluttist með foreldrum sínum'til Vopnafjarðar þar sem þau bjuggu til 1938 er þau fluttu til Reykjavík- ur. Hallur lærði rennismíði í 80 ára Ingimundur Stefánsson, Hlíðarvegi 57, Kópavogi, er áttraeður í dag. 75 ára Laufey Eysteinsdóttir, Fannborg 3, Kópavogi, er sjötiu og funm ára í dag. Jóhanna Júlíusdóttir, Steinholtsvegi 8, Eskifirði, er sjötiu og fimm ára í dag. 70 ára Hulda Valdimarsdóttir Ritchie frá Hnífsdal er sjötug í dag. Landssmiðjunni og fór síðar í vél- sfjóranám í Vélskólanum. Hann flutti til Siglufiarðar og vann um skeið á verkstæði hjá SUdarverk- smiðjunni Rauðku. Kona Halls er Vigdís, f. 22.8.1927, dóttir Magnúsar vélstjóra Magnús- sonar, b. á GUi í Öxnadal, og konu hans, Salbjargar Jónsdóttur, Jóns- sonar, b. í Leyningi við Siglufiörð, Þorleifssonax, b. Lundi í Fljótum. Börn HaUs og Vigdísar era Magna Salbjörg, f. 1945, gift Ómari Möller, verslunarmanni á Siglu- firði; Gunnar, f. 1948, verslunar- stjóri hjá J.F.E., búsettur í Bolungarvík, giftur Oddnýju Guð- mundsdóttur; Þóra Guðbjörg, f. 1950, gift Hólmsteini Guðmunds- syni, bifvélavirkja í Bolungarvík; Erla Kristín, f. 1955, gift Pétri Har- aldssyni, vélamanni hjá Hagvirki Þórhildur Magnúsdóttir, Jöldugróf 8, Reykjavík, er sjötug í dag. Högni Jónsson, Hverfisgötu 101 A, Reykjavík, er sjötugur i dag.___ 60 ára__________________________ Aldís Eyjólfsdóttir, Bárugötu 32, Reykjavík, er sextug í dag. Hallur Sigurbjörnsson, Iðufelli 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Kjartan Sigmundsson, Hafraholti 20, ísaflrði, er sextugur 1 dag.____ 50 ára__________________________ Gunnar Karlsson, Aðalstræti 5, Pat- hf„ búa í Reykjavík; Hallur Vignir, f. 1968, nemi, í foreldrahúsum. Hallur og Vigdís fluttu til Bolung- arvíkur 1956 þar sem hann var verkstjóri í Vélsmiðju Bolungar- víkur til 1974, en þá fluttu þau til Reykjavíkur vegna veikinda hans. Hallur hefur svo verið fulltrúi hjá véladeild Vegagerðar ríkisins frá 1975. Foreldrar Halls eru Sigurbjörn Ámason, verkamaður í Reykjavik, og kona hans, Þóra Gumundsdótt- ir. Föðurafi Halls vár Árni Sigur- þór Árnason, b. í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Móðurafi Halls var Guðmundur Benedikt Guðmundsson, jámsmið- ur frá Staðarbakka í Miðfirði. Hallur tekur á móti gestum að heimili sínu sunnudaginn 27. des- ember milli kl. 16 og 19. reksfirði, er fimmtugur í dag. Þórður Friðriksson Brekkubyggð 46, Garðabæ, er fimmtugur í dag. 40 ára Jóna Guðmundsdóttir, Þverbrekku 4, Kópavogi, er fertug í dag. Laufey Einarsdóttir, Reynilundi 3, Akureyri, er fertug í dag. Gísli S. Kristjánsson, Bræðraborgar- stíg 35, Reykjavík, er fertugur í dag Alexander Valdimarsson, Hamrahlið 1, Reykjavík, er fertugur í dag. Þorvaldur Karlsson, Breiðvangi 13, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Ingimundur Stefánsson Ingimundur Stefánsson, Fannborg 1, Kópavogi, er áttræður í dag. Ingi- mundur fæddist að Rofabæ í Meðallandi í Vestur-Skaftafells- sýslu og dvaldi þar til 1923 er hann flutti að Hnausum í sömu sveit. Ingimundur er gagnfræðingur frá Flensborgarskólanum 1929 og frá MA 1933 en hann útskrifaðist frá Kennaraskólanum 1938. Ingimund- ur kenndi við barriaheimilið Sólheima í Grímsnesi 1931, 1935, 1939 og frá 1965-1980. Einnig kenndi hann í Reykholtsskólahverfi, Vest- ur-Landeyjum og á Þingvöllum. Hann var svo kennari í Bolungar- vík frá 1944-65. Ingimundur var umdæmisgæslumaður unglinga- starfs og umdæmistemplar Umdæmisstúkunnar nr. 6. Hann var formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur og sat þar í hreppsnefnd um skeið. Kona Ingimundar var Ulrica Aminoff frá Viborg í Finnlandi, f. 1906, d. 1983. Börn þeirra era: Blanca, f. 1941, gift Vilhjálmi Guðmundssyni; Helga, f. 1943, gift Áma Jóhannes- syni, og Jan Agnar, f. 1946, kvæntur Guðrúnu Garðarsdóttur. Foreldrar Ingimundar vora Stef- án Ingimundarson, hreppstjóri í Rofabæ, og kona hans, Margrét Árnadóttir. Foreldrar Stefáns vora Ingimundur Eiríksson, hreppstjóri og dbrm. í Rofabæ, og kona hans, Ragnhildur Þorsteinsdóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Faðir Ingi- mundar var Eiríkur, b. í Fjósakoti, Einarsson, b. í Rofabæ, Eiríksson- ar, b. í Efri-Ey, Sveinssonar. Ragnhildur, móðir Stefáns, var dóttir Þorsteins Helgasonar á Núp- um og Agnesar Sveinsdóttur, Steingrímssonar, b. á Hnappavöll- um, Halldórssonar. Foreldrar Margrétar, konu Stef- áns í Rofabæ, voru Ámi Ámason, b. á Undirhrauni, Ásgrímssonar, Ámasonar, b. í Botnum, Eiríksson- ar, og kona hans, Margrét Jóns- dóttir, b. í Bakkakoti, Jónssonar, b. á Undirhrauni, Jónssonar, b. á Leiðvelli, Ingimundarsonar. Móðir Margrétar Jónsdóttur var Margrét, dóttir Eyjólfs Jónssonar á Steins- mýri, Þorlákssonar og Halldóru Sigurðardóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Jónatan Jónasson Jónatan Jónasson, fyrrv. b. í Eystra-Fíflholti í Vestur-Landeyj- um, til heimilis að vistheimilinu Ási í Hveragerði, er níræður í dag. Hann fæddist í Eystra-Fíflholti og ólst þar úpp. Hann var b. þar frá 1924-1985 en frá 1985 hefur hann dvalist að Ási í Hveragerði. Kona hans var Soffía Sigurðar- dóttir, f. 17.8. 1893, en hún lést í mars sl. Foreldrar hennar voru Siguröur Eiríksson, b. í Norður- hjáleigu í Vestur-Landeyjum, og kona hans, Jórann Pálsdóttir. Jónatan og Soffía eignuðust fimm dætur sem allar era á lífi. Þær eru: Unnur María, húsmóðir í Hafnar- firði, en hún á einn son; Jóna Sigríður, húsmóðir í Bandaríkjun- um, en hún á þijú börn; Sigurrós, húsmóðir í Bandaríkjunum, en hún tvö börn; Lilja, húsmóðir í Bandaríkjunum, og Ingibjörg sem einnig er húsmóðir í Bandaríkjun- um, en hún á fimm böm. Jónatan átti eina systur, Pálfríði, f. 1882, en hún lést fyrir u.þ.b. fimmtán árum. Pálfríður var gift Þorgeiri Pálssyni, b. í Austurhjá- leigu í Vestur-Landeyjum, og áttu þau fiögur börn. Foreldrar hans voru Jónas Páls- son b. í Eystra-Fíflholti, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Andlát Dagbjört Nanna Jónsdóttir, til heimilis að dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 18. desember. Guðmundur í. Guðmundsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardags- ins 19. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.