Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 34
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. 34 í gærkvöldi Kristín Sif Sigurðardóttir ritari: Víður sjóndeildarhringur Ég horföi á George og Mildred og haföi verulega gaman af því. Þau eru bráðskemmtileg, sérstaklega hinn óbærilegi George. Ég missti af fréttum á Stöð 2 en horföi á þær hjá Ríkissjónvarpinu. Þar bar hæst fréttina af árekstrin- um milli feijunnar og olíuflutn- ingaskipsins við strendur Filipps- eyja. Þetta var hræðilegur mannskaði og óhugnanlegt er til þess að hugsa að nokkrir þeirra sem fórust hafi orðiö hákörlum að bráð. Það voru athyglisverðar og ógn- vekjandi tölur sem voru birtar í fréttatímanum um slys í heimahús- um hér á landi. Það gera sjálfsagt fáir sér grein fyrir þeim hættum sem leynast á heimilum fyrr en þeir lenda í þeim. Ég er almennt mjög ánægð með fréttatíma sjónvarpsstöðvanna beggja og fmnst mjög hæfilegt hlut- fall milli innlendra og erleridra frétta. Ég hef búið erlendis 1 tvö ár og getað fylgst meö fréttatímum á 17 sjónvarpsrásum og tel íslenskar sjónvarpsfréttir yfirleitt hafa víð- ari sjóndeildarhring en flestar aðrar i Evrópu. Ég horfði með öðru auganu á auglýsingamar eftir fréttatímann og fmnst auglýsingagerð hafa farið mikið fram hér á landi síðustu árin. Heimsóknin til Errós í Frakk- landi var ágætisþáttur en breski helgileikurinn hélt ekki athygli minni. Fyrir utan hvað mér fannst hann lítið áhugaverður var fjöl- skyldan í laufabrauðsbakstri svo ég fór frá sjónvarpinu og tók til við skurðinn. Vegna þess missti ég af handboltaleiknum í restina. Bifreiðaeftirlitsmenn og innflytjandi Subarubílanna skoða þá um' borð í Goöafossi i gærkvöldi. DV-mynd Ægir Már Ekki útséð með skráningu á „söltuðu" Subaru-unum Jarðarfárir Sigriður Erla Eiriksdóttir lést 14. desember sl. Hún fæddist 11. maí 1949, dóttir hjónanna Ásbjargar "■Teitsdóttur og Eiríks Eyvindssonar. Sigríður lauk kennaraprófi frá Hús- mæðrakennaraskóla Islands 1973. Síðustu árin kenndi hún í Folda- skóla. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Hlöðver Öm Ólason. Þau hjónin eignuðust tvo syni. Útfór Sig- ríöar verður gerð frá Arbæjarkirkju í dag kl. 13.30. Þórarinn Sigurðsson umdæmis- stjóri lést 17. desember. Hann fæddist 24. febrúar 1925 á Hallormsstað í Vestmannaeyjum og vom foreldrar hans hjónin Sigurður Sæmundsson og Guðbjörg Bjömsdóttir. Þórarinn hóf ungur nám í tréskipasmíði. Að loknu námi starfaði hann sem skipa- smiður í Skipasmíöastöð Vest- mannaeyja um árabil og var síðast verkstjóri yfir skipasmíðum í stöð- inni. Þórarinn var skipaður skipaeft- irlitsmaður í Vestmannaeyjum 1. janúar 1972 og var hann starfsmaður Siglingamálastofnunr ríkisins frá þeim tíma allt til dauðadags. Hinn 1. mars sl. var Þórarinn skipaður umdæmisstjóri stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þórarinn var tví- kvæntur. Fyrri konu sína, Sigrúnu Ólafsdóttur, missti hann eftir stutta sambúö. Eftirlifandi kona hans er Perla Björnsdóttir. Þau eignuöust saman tvö börn, auk þess ólust upp hjá þeim tveir synir Perlu og gekk Þórarinn þeim í foðurstað. Útför Þór- arins verður gerð frá Landakirkju í dag kl. 14. Árni Hjálmarsson, Ásfelli, Innri- Akraneshrepp, er látinn. Jarðarfórin hefur farið fram. Útför Ástrósar Jóhannesdóttur, Hrafnistu, Reykjavík, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tilkyimiiigar Jólahappdrætti Kiwanis- klúbbsins Heklu. Dregið hefur verið í jólahappdrætti Kiw- anisklúbbsins Heklu. Upp komu þessi númer: 1. des. 1496, 2. des. 762, 3. des. 733, 4. des. 370, 5. des. 1332, 6. des. 919, 7. des. 635, 8. des. 186, 9. des. 1489, 10. des. 382,11. des. 141,12. des. 671,13. des. 1273, 14. des. 1491,15. des. 782,16. des. 1006,17. des. 619,18. des. 1108,19. des. 901,20. des. 495, 21. des. 462,22. des. 1272,23. des. 239, 24. des. 145. Eins og skepnan deyr á mynd- bandi Um þessar mundir er bandariska stórfyr- irtækiö RCA/Columbia Pictures að gefa út kvikmynd Hilmars Oddssonar, Eins og skepnan deyr, á myndbandi í sam- vinnu við Skífuna hf. ísland er fyrsta landið sem myndin er gefm út í en RCA/ Columbia hefur keypt alheimsrétt á dreyfmgu myndbandsins. Eins og skepn- an deyr er fyrsta íslenska myndin sem j.er gefin út á myndbandi af erlendu fyrir- tæki. Framleiðandi myndarinnar er Jón Ólafsson en leikstjóri og höfundur hand- rits er Hilmar Oddsson. Aðalhlutverk eru í höndum Eddu Heiðrúnar Backman, Þrastar Leós Gunnarssonar og Jóhanns Sigurðarsonar. Þaö er komin ný Vera Nútímakona situr uppi meö úreltan karl segir í nýútkominni Veru. Meðal efnis í þessari Veru er umfjöllun um bók eftir Share Hite sem nýlega kom út í Banda- rílgunum og fiallar um hug kvenna í garö eiginmanna sinna. í þessu sambandi er jafnframt rætt við Katrínu Theodórs- dóttur um viðhorf íslenskra kvenna og segir hún karla hafa dagað uppi eins og nátttröll. í blaðinu hefst nýr greinaflokk- ur um kvennasögu eftir Helgu Siguijóns- dóttur og nefnist fyrsta greinin Mæðrasamfélög. Fjallað er um friðar- fræðslu, viðtal er við Sofflu Auði Birgis- dóttur, en hún annast útgáfu bókarinnar Sögur íslenskra kvenna, erlend málefni og margt fleira er tekið fyrir. Borgar- og þingmál eiga sitt sæti í Veru að venju og fjallað er um bókmenntir. Tímaritið Vera er gefiö út af Kvennaframboðinu í Reykjavík og samtökum vun Kvennalista. Heimilisfang Veru er Kvennahúsið, Vall- arstræti 3,101 Reykjavík. Áskriftarsímar eru 22188 og 13725. Þorláksmessublysför Friðar- samtakanna Friðarganga verður farin á Þorláks- messu. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 18 og gengiö Laugaveginn niður á torg. Kórar syngja á leiðinni og flutt verður ávarp á Lækjartorgi. Að göngunni standa Friðarhópur fóstra, friðarhreyfing ís- lenskra kvenna, Friðarsamtök lista- manna, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök íslenskra eðl- isfræðinga gegn kjamorkuvá, Samtök lækna gegn kjamorkuvá, Samtök um kjamorkuvopnalaust ísland og Samtök herstöðvaandstæðinga. Niðjar Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Kristjánsdóttur halda jólafagnað í golfskálanum í Leirn laugardaginn 2. janúar kl. 14. Mætum öll í hátíðarskapi. Rauði krossinn sendir fatnað til flóttamanna í Uganda Nú í vikunni bárust 7 tonn af notuðum fatnaöi til flóttamannabúða í Uganda. Föt þessi em gjöf frá Rauða krossi íslands og hefur félagið þá samtals sent rúm 42 tonn af notuðum fatnaði á þessu ári til bágstaddra í Mósambik, írak, Eþíópíu og Uganda. Frá því haustið 1985 hefur Rauði kross íslands tekið á móti notuðum fatnaði allt árið. Fötin em send héðan í gámum til Rauða krossins í Danmörku þar sem þau em flokkuð og þeim pakkað. Þegar beiðni berst em fotin síöan send áfram til við- tökustaðar frá lager danska Rauða krossins á Jótlandi. Undanfarin tvö ár hafa fatasendingar verið drjúgur þáttur í hjálparstarfi RKÍ á erlendum vettvangi og hafa alls verið send rúm 90 tonn af fatnaði til Afríku, Asíu og Mið-Ameriku á þessum tíma. Stjóm Rauða kross íslands þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem tekið hafa þátt í fata- söfnun félagsins á undanfomum árum, bæði gefendum og sjálfboðaliðum um land allt. Nokkrir Subaru-bílanna, sem lentu í flóðunum í Drammen í Nor- egi, eru komnir til landsins. Ekki er vitað hvort bílarnir fást skráðir hér. Haukur Ingibergsson, forstjóri Bif- reiðaeftirhtsins, sagði í gær að innflytjendur bílanna heíðu vefengt Nefndin, sem skipuð var til að leggja mat á Thorseignimar í Snæ- fellnes- og Hnappadalssýslu, hefur nú skilað mati sínu. Hjá Guðmundi Albertssyní, oddvita Kolbeinsstaða- hrepps, fengu þær upplýsingar að hrepparnir hefðu sent svör sín til gagnaðila en hann var ekki tilbúinn að gefa strax upp hvað í þeim hefði falist. umsögn framleiðanda bílanna um ástand þeirra. Haukur sagði að inn- flytjendumir hefðu tjáð Bifreiðaeft- irlitinu að þeir myndu leggja fram ný gögn um ástand bílanna. Eftir að Bifreiðaeftirlitið hefur fengið þau gögn og kynnt sér þau „Ég býst við að það verði reynt að kaupa eitthvað,“ sagði Guðmundur og bætti því við að þeir væru ánægð- ir með störf matsnefndarinnar. Þá hafa nokkrir ábúenda sýnt áhuga á aö nýta sér forkaupsrétt sinn. Hrepp- amir hafa frest tU jóla til að kaupa jarðimar. -SMJ verður tekin ákvörðun um hvaða framgang máhð fær. Haukur sagði að ef ástæða þætti til kæmi til greina að Subaruamir færu í sams konar skoðun og Mitsubishi-bílamir sem Hekla h/f flutti til landsins. Hassinnflutningurinn: Laus úr gæslu í gær losnaði úr gæsluvarðhaldi annar mannanna sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna innflutn- ings á hassi. Mennimir vom teknir fyrir að smygla hassi til landsins í málningardósum. Báðum mönnunum var gert að vera í gæsluvarðhaldi til 5. janúar. Guðjón Marteinsson deildarlögfræð- ingur sagði að ekki hefði þótt ástæða til að hafa manninn í gæsluvarðhaldi lengur. Rannsókn á hans þætti í málinu er ekki lokið en rannsóknin krefst þess ekki að hann verði lengur í gæsluvarðhaldi. Kona, sem var í vitorði með mönnunum, losnaði úr gæsluvarðhaldi fyrir nokkm. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort sá sem enn er í gæsluvarðhaldi losni fyrr en úrskurðinum líkur, það er 5.;anúar. I dag rennur út gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir mönnunum tveimur sem verið hafa í gæsluvrðhaldi vegna framleiðslu á amfetamíni í íbúðar- húsi í Reykjavík. Guðjón Marteins- son sagði í morgun að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort krafist yrði framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur. Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Guðfinnu Jónsdóttur MIAtunl 13, Selfossi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítal- ans sem önnuðust hana síðastliðið ár. Elin Sígurðardóttir Sigríöur Inga Sigurðardóttir Þorbjörn Sigurósson Jón Sigurösson Elsa Siguróardóttir Birgir Jónsson Þórhallur Steinsson Edda Ingvadóttir Anna-María Sigurösson Hannes Arsælsson og barnabörn ■sme Útifundur var haldinn á Lækjartorgi í gær þar sem matarskattinum svokall- aða var harðlega mótmælt. Voru Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra afhent mótmæli vegna þessarar skattlagningar. DV-mynd KAE Mat á Thorseignum: „Reynt verður að kaupa eHthvað“ -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.