Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1988. Fréttir Okurmálið: Sýknaður af öllum ákærum - vegna fymingar og skovts á sönnunum Sigurður Þormar, einn þeirra sem ákærður var vegna okurmálsins svo- kallaða, hefur verið sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Saka- dómi Reykjavíkur. Helgi Jónsson sakadómari kvað upp dóminn og sýknaði hann Sigurð af þremur ástæðum. Var það vegna fyrningar, vegna sönnunarskorts og vegna breytinga á vaxtalögum þar sem ákvæði um okur var afnumið. Mál Sigurðar Þormar kom til dóm- ara í sumar og vísaði Helgi Jónsson því frá dómi vegna þess að hann taldi málið ekki að fullu rannsakað. Var það gert í framhaldi af dómi Hæsta- réttar í máli Björn Pálssonar. Við þann dóm féllu út flest ákæruatriði á hendur Sigurði Þormar. Þau ákæruatriði er eftir stóðu hafði Sig- urður ekki veriö yfirheyrður um. Helgi Jónsson vísaði því málinu til nýrrar rannsóknar 2. júlí. Ný ákæra var gefin út 1. október og fékk dómar- inn málið á ný 5. október. Fymingar- fresturinn er hins vegar aðeins þrír mánuðir og var málið því fyrnt er það kom á ný til Sakadóms Reykja- víkur. Af þeim sökum var Sigurður meðal annars sýknaður. Er það byggt á 5. málsgrein 82. greinar hegn- ingarlaga. Skortur á sönnunum var meðal annars sá að ávísanir gefnar út af Hermanni Björgvinssyni, sem lagðar voru fram sem gögn í málinu, skýra ekki að Sigurður hafi lánað fé á okur- vöxtum. Hermann Björgvinsson sagði fyrir réttinum að hluti þeirra gæti verið kominn til vegna greiðslna á verðbréfum sem Hermann keypti af Sigurði. Sigurður Þormar hefur unnið end- urkröfumál á hendur Hermanni Björgvinssyni. Var Hermann dæmd- ur til að endurgreiða Siguröi um 27 milljónir króna. Hermann er gjald- þrota og ólíklegt má teljast að þeir sem eiga hjá honum fé fái það nokk- urn tíma endurheimt. -sme Margdæmdur saka- maður með banka- kort og heffti Margdæmdur sakamaður gekk inn í banka í Reykjavík og opnaði þar ávísanareikning. Tók það nokkra daga að meta í viðkomandi banka hvort þessi nýi viðskiptavinur væri velkominn í viðskipti eða ekki. Að lokum var ákveðið að maðurinn fengi að opna reikning og fylgdi reikningnum bankakort og tilheyr- andi. Það leið ekki langur tími þar til yfirdráttur á ávísanareikningnum var oröinn verulegur. Var reiknings- eigandinn þá kærður til Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Þar er rannsókn málsins að heflast og þegar er xjóst að maðurinn var búinn að geia út ávísanir fyrir á annað hundrað þús- und krónur umfram innstæðu. Hjá viðkomandi banka fengust þær upplýsingar að þegar afgreiddir væru nýir ávísanareikningar væri athugað hvort viðkomandi væri á vanskilaskrá en ekki hvort viðkom- andi væri á sakaskrá. „Bankamir hafa ekki aðgang að sakaskrá og því getum við ekki at- hugað afbrotaferil þeirra sem fá hjá okkur ávísanareikninga," sagði deildarstjóri í bankanum. -sme Júlía Imsland, DV, Höíti: Togarinn Þórhallur Daníelsson átti aö fara til veiða á hádegi á mánudag en af því varð ekki þar sem áhöfn togarans ákvað að fara ekki aö svo stöddu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er aö sam- kvæmt nýju verði á fiski segja togarasjómennimir að laun þeirra muni lækka um allt að þijár krónur á kiló. Talsmaður togaramanna sagði að þeir væra tvívegis búnir aö skrifa útgerð Borgeyjar h/f, sem gerir togarann út, og beðiö um viðræður en ekkert svar fengið. Þeir bíða því aðeins viðbragöa útgerðarinnar. 18 manna áhöfn togarans er einhuga um aö fara ekki til veiöa fyrr en samkomulag hefur náöst viö útgeröina. Ferðagleði íslendinga er feikilega mikil um þessar mundir og fara sífellt fleiri I sólina eða á skíði yfir vetrarmánuðina. Feikileg ferða- gleði íslendinga „Önnur eins eftirspum eftir ferð- um.til útlanda hefur ekki verið þau 10 ár sem ég hef verið í þessu starfi og held ég að allt að 50% aukning hafi orðið á sölu það sem af er þess- um vetri miðað við síðastliðinn vetur,“ sagði Guðbjörg Sandholt, deildarstjóri hópferðadeildar Ferða- skrifstofunnar Útsýn, í samtali við DV. Aðrir fulltrúar þeirra ferðaskrif- stofa sem rætt var við höfðu svipaða sögu að segja. Jóhann Jóhannsson, lögreglufulltrúi hjá Útlendingaeftir- htinu, sagði feikilega aukningu vera á ferðalögum íslendinga frá árinu 1986 til 1987 en nákvæmar tölur liggja þó ekki enn fyrir. Straumurinn í vetur liggur til Kan- aríeyja og Flórída og eru margar ferðir fram í mars næstum fullbók- aðar. Flórída er Lsérstaklega mikilh sókn og virðist það vera í beinu fram- haldi af því að Bandaríkin verða sífeht hagstæðari sem ferðamanna- land með falli dollarans. Mikil aösókn er einnig í skíðaferðir th Evr- ópu þrátt fyrir snjóleysið sem mikið hefur verið í fréttum. Skíðavertíðin hefst þó ekki að ráði fyrr en í lok janúar og stendur fram í mars. Flest- ir, sem fara þessar ferðir, borga með afborgunum en ekki út í hönd. -JBj Samvinnuferðir-Landsýn: 500 sóttu um far- arstjórastóöur Gylfi Kristjánsscxn, DV, Akureyri: Þeir eru greinilega margir sem hafa áhuga á að vera fararstjórar erlendis hjá ferðaskrifstofum okkar. Samvinnuferðir-Landsýn auglýstu á dögunum eftir fararstjórum fyrir næsta sumar en ætlunin er aö ráða í örfáar stöður. Er skemmst frá því aö segja að undafariö hefur umsókn- um hreinlega rignt inn hjá fyrirtæk- inu en umsóknarfrestur rann út 20. desember. Þá munu umsóknimar hafa veriö komnar talsvert yfir 500. Umsækjendumir munu vera á aldr- inum 17 til 80 ára. í dag mælir Dagfari Hreggviður þagði Mikið álag hefur verið á þing- mönnum þjóðarinnar að undanf- ömu. Þeir hafa lagt nótt viö dag og máttu varla vera að því aö halda upp á jól og áramót vegna annanna í þinginu. Það er gömul hefð fyrir því aö alþingi taki sér frí frá störf- um frá jólum og út janúar og ennfremur er gefið orlof í fjóra mánuði yfir sumarið. Hvoru- tveggja á sér skýringar í því að alþingismenn geti hvilt sig hver frá öðrum enda sé það hvorki löggjöf- inni né geðheilsunni til góðs að þingheimur sitji að störfum meira en góðu hófi gegnir. Þessi gamla góða regla hefur hins vegar verið þverbrotin nú um há- tíðamar og ekki er því aö neita að almenningur hefur haft nokkra samúð með þingmönnum sem mega sitja undir ræðum hver ann- ars langt fram á nótt sólarhringum saman. Þeim er vorkunn, enda vor- kenna þeir sér mest sjálfir, sem maður skilur vel. Það hlýtur að vera þung þraut að hafa það fyrir atvinnu að hlusta á annarra manna ræður. Hitt er ekki síður þreytandi að hlusta á sjálfan sig og reyndar hef- ur það farið með margan góðan þingmanninn. Flutningurinn sjálf- ur er ekki sagöur svo erfiður, ekki heldur það að sitja undir ræðum annarra, heldur er hitt sagt verst að hlusta á sínar eigin ræöur. Sjálf- sagt er þetta þó afstætt og einstakl- ingsbundiö og því er auðvitaö ekki hægt að neita að fjölmargir al- þingismenn og aörir ræðumenn hafa mikla nautn af eigin ræðum og njóta sín hvergi betur en í ræöu- stól. Allt eru þetta gamalkunnar stað- reyndir og óþarfi fyrir Dagfara aö rifja þær upp nema til að minna á álagið niðri í þingi sem hefur með- al annars valdiö því að kaupmenn hafa gengið um söluskattslausir og þorskamir synt um kvótalausirog alþingismenn hafa fundað ráðala- usir. Hins vegar verða þingmenn aldrei orölausir þótt þeir deyi ráða- lausir og þess vegna hefur langt og strangt þinghald sett aUt á annan endann síðustu dagana. En nú hefur verið frá því skýrt í blööum að einn þingmaður, Hregg- viöur Jónsson, sem situr á þingi fyrir Borgaraflokkinn, hafi staðið í ræðupúlti og þagað í samfleytt tutt- ugu og átta mínútur. Mun það vera met í þingsölum. Ekki mun þetta hafa stafað af því að Hreggviður væri orðlaus heldur þagöi hann af ásettu og yfirlögðu ráði. Af þessu atviki má ráða að Borgaraflokkur- inn átti svo sannarlega erindi inn á þing ef þingmenn þess flokks ætla aö taka upp ræðuhöld sem felast í því að þegja meöan á ræð- unni stendur. Þessi aðferö Hreggviðs er stór- snjöll, Hún kemur í veg fyrir að þingmenn þreytist á því að hlusta á ræöur annarra. í öðru lagi þreyt- ir hún ekki ræðumann sem þarf þá ekkl að þreyta sig meö því að tala. Og í þriðja lagi þreytist ræðu- maðurinn ekki á því að hlusta á sjálfan sig fyrir nú utan þann stór- kostlega munað að ræðumaðurinn þarf ekki að hafa áhyggjur af því að tala af sér meðan hann þegir. Nú er komin skýring á því hvers- vegna þinghaldið dróst von úr viti og fresta varð söluskatti og kvóta. Það tekur vitaskuld sinn tíma að standa í ræðustól án þess að segja neitt og menn geta staðið þar þegj- andi miklu lengur vegna þess að þeir þreytast ekki á meðan. Þar að auki gera þingmenn sjálfum sér og þjóðinni mestan greiða með því að kveða sér hljóðs til að þegja góða stimd í ræðupúlti í stað þess að stunda þann ósið að segja einhverja vitleysu. Ræðuhöld upp á gamla móðinn hafa margoft komið upp um geöugustu menn sem annars nytu álits ef þeir hefðu vit á því aö þegja. Þessi nýi ræðustíll Hregg- viðs er einmitt lausnin fyrir menn sem tala af sér þegar þeir opna munninn. Hér eru slegnar margar flugur í einu höggi og Dagfari er sannfærð- ur um að fordæmi Hreggviðs getur orðið mikil lyftistöng fyrir alþingi og virðingu þess ef fleiri fara að dæmi hans. Þagnimar mega vera mislangar og kjósendur munu ekki erfa það við menn þótt þögnin standi lengur eða skemur. Stutt þögn hefur þann kost að ræður styttast. En long þögn er líka mik- ils virði vegna þess að hún hefur þann kost að enginn annar kemst að á meðan. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.