Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988. Spumingin Uröu síðustu jól þér kostn- aðarsöm? Ásta Einarsdóttir: Svona í meðallagi. Ég var ekki heima, var erlendis. Sveinbjörg Davíðsdóttir: Nei, frekar ódýrari en venjulega. Arnbjörn Ólafsson: Nei, svona svipuð og undanfarin jól. Kristinn Andersen: Það eiga allir allt af öllu svo ég slapp sæmilega út úr þessu. Helgi E. Guðbrandsson: Nei, það urðu þau ekki frekar venju. Guðbjörg Erlingsdóttir: Já, frekar - fannst ég eyða mun meiru en um síð- ustu jól. Lesendur Eurovision keppnin: Betri lög - nýtt fólk Stefán Björnsson hringdi: um að við séum ekki „innundir“ Ekki er ráð nema í tima sé tekið. hjá klíkunni þvi við erum ekkert Nú líöur að því að skilafrestur á betri sjálfir þegar öUu er á botninn lögum fyrir Eurovision keppnina hvolft. Ég hef heyrt utan að mér rennur út. Hann er 15. janúar nk. aö búið sé að „negla’* ákveðin lög Ég vil að nú verði algjörlega breytt og nöfri sem eigi aö koma til greina. um takt og tón að því er varðar Ég vil ekki aö viö lendum aftur í undirbúningfyrirkeppninaafokk- 16. sæti að undangengnum klíku- ar hálfu. skap. Viö eigum aö fara út í alvöru í fyrsta lagi vil ég fá nýja og fríska samkeppni og spila heiöarlega því menn til aö skrifa lagatexta. Ég vil annars fáum við þetta aUt í hausinn £á betri lög og með nýju og breyttu aftur. - Að lokum: AUs ekki aftur ívafi. Ég vil sjá ný og fersk andUt. óperusöngkonur eða „Gísla, Eirík, Viö eigum að hætta öllu væli um Helga“. Stefnum aö sigri. „klíkuskap" erlendra aöila og taU Hér sést sigurvegari í söngvakeppninni á sl. óri og stigatafian örlagaríka. Sorphreinsun í borginni: Ekkert hreinsað milli hátíðanna. Borgarbúi hringdi: Það er meö ólíkindum, hvað sorp og rusl getur hlaðist upp hjá fólki fyrir og um jólin. Á þriðja í jólum (sunnudaginn 27. des.) hafði hlaðist svo mikUl úrgangur og rusl hjá mér að sorptunnurnar voru orðnar fuUar og mér féUust hendur vegna þess að ég vissi ekki hvað gera skyldi við umframmagnið. Ég átti enga ruslapoka, hvorki inn- kaupapoka úr plasti sem maður fær í verslunum, né þá svörtu, stóru, sem gott er að grípa til í svipuðum tilfell- um, og þá getur maður ekki nálgast á sunnudegi, því allar verslanir eru lokaðar hér í borginni. Ég tók því það ráð að reyna að þjappa saman rushnu í tunnunum og troða í þær sem mest ég mátti, og hélt að þær yrðu svo tæmdar daginn eftir, sem var mánudagur. En sú von rættist ekki. Það var engin sorp- hreinsun framkvæmd hjá mér á mánudegi, þriðjudegi, miðvikudegi eða fimmtudegi mUU jóla og nýárs. Og eftir því sem ég kemst næst var hún ekki framkvæmd neins staðar í borginni! Það var ekki fyrr en á sunnudegin- um 3. janúar, að komið var tíl að tæma ruslatunnur. Mér finnst það sæta furðu að vinna ekki við sorp- hreinsun mUli jóla og nýárs, virku dagana, en taka svo tíl við hreinsun á SUNNUDEGI eftir nýár. Nú veit ég ekki hvort sorphreins- unin er komin úr höndum borgar- innar og í hendur einhverra verktaka, sUkt er orðið svo algengt nú. En ef þessi framkvæmd er á veg- um borgarinnar þá skil ég ekki hvers vegna þessi starfsemi fellur niður virka daga milh jóla og nýárs fremur en hver önnur starfsemi sem við skattborgarar greiðum fyrir. - Þessa mikilvægu þjónustu er ekki hægt að leggja niður, samkvæmt geðþótta- ákvörðun. Sorphreinsun. - Jólasorpið hleðst upp. Of ha afnotagjöld af Ríkisútvarpi Sólveig skrifar: Það er með ólíkindum hvað hægt er aö ganga langt í því að hækka af- notagjöld Ríkisútvarpsins. Og það er einnig ótrúlegt hvað fólk lætur ganga á sér varðandi sífelldar hækkanir frá þessari ríkisstofnun. - Það er verið að tala um aö tap Ríkisútvarpsins, sem aUt er sennilega vegna sjón- varpsins, sé svo mikiö að enn veröi að hækka afnotagjöldin. En hvemig má það vera að fólk sé skyldugt að greiða fyrir afnot sjón- varps ríkisins ef það vUl ekkert hafa með það að gera? Ríkisútvarpið á einfaldlega að fá sér myndlykla og selja þá tíl þess fólks, sem viU kaupa dagskrá þess, rétt eins og Stöð 2 gerir. Ríkisútvarpið, hljóðvarp, er svo aUt annar handleggur sem áreiðan- lega flestir vUja greiða fyrir og það á að innheimta sérstaklega fyrir afnot þess. En að ætla fólki að greiöa fyrir afnot sjónvarps, hvort sem það viU það eða ekki, getur ekki staðist fyrir lögum. Það væri þess virði að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Von- andi verður einhver svo framtaks- samur að taka af skarið með þetta. Það nær engri átt að ríkiö sé að burðast við að halda uppi þjónustu sem engin þörf er fyrir og reka hana með tapi ár eftir ár. Ég get ekki séð að sjónvarpið gegni neins konar neyðarþjónustu. Það er lokað mestan hluta sólarhringsins og fáir myndu hlaupa til og opna það ef válegir at- burðir gerðust þar sem fóUc þyrfti að hlusta eftir leiöbeiningum. - Um út- varpið gegnir allt öðru máU enda hefur það sannað það, t.d. í Vest- mannaeyjagosinu aö þar fengu menn fréttir svo tU samstundis um gang mála. Sjónvarpið er hins vegar baggi á þjóðinni. anir á Seltjarnarnesi Scltirningur hringdi: R-númeri fyrir utan þá verslun efl- Vegna lesendabréfs í DV 29. des. ir lokunartíma í höfuðborginni. um helgarþjónustu matvöruversl- Þetta með helgar- og kvöldversl- ana og að um helgar sé lokað í unhéráNesinuerekkertnýttfyrir Reykjavík en opið á Seltjamamesi okkur. Við höfúm átt góðu að venj- vil ég minna á að á Nesinu hafa ast og finnst í sjálfu sér ekkert tvær verslanir rekið helgarþjón- nýnæmi þótt ein verslun bætist ustu með matvörur ámm ef ekki við. Hitt er annað mál aö ekki er áratugum saman. vist að endalaust verði hægt að bæta við verslunum í einu tiltölu- Þetta em verslanirnar Nesval á lega fámennu bæjarfélagi, a.m.k. MelabrautinniogVegamótámörk- miöað við Reykjavík, án þess að um Reykjavíkur og Seltjarnamess. það bitni á hinum verslununum. Þessar verslanir voru löngu komn- ar áður en Nýibær kom til. Þar sem Ég vona bara að svo fari ekki aö ég bý, ekki langt frá Nesvalí, hefur einhver þessara versiana þurfi aö t.d. veriö opiö til kl. 23 að kvöldi loka vegna einhverrar samkeppni svo lengi sem ég man og hefur sem gengur út i öfgar. - Þá væri mátt sjá margan bílinn merktan verr af stað farið en heima setið. Stórsveitin á 2. jóladag: Hvflík vonbrigði K.M. skrifar: Það var með tilhlökkun að sest var fyrir framan sjónvarpið á 2. dag jóla til að sjá og heyra Stórsveit Ríkisútvarpsins, sem unnendur stórsveita binda miklar vonir við, og em Ríkisútvarpinu þakklátir fyrir það framtak að stofna til sveit- ar af þessu tagi. Já, „leika". Hvílík vonbrigði. Sveitin lék af segulbandi, hljóðrit- un sem Ríkisútvarpið mun hafa gert fyrir skömmu. Sveitin lék ekki í upptökunni heldur látbragðslék (mímaði). Þessi hvimleiða aðferð er ekki ákjósanleg í djassútsetning- um stórsveita, vegna einleikskafla sem em yfirleitt leiknir af fingmm fram. Ekki tókst betur til með yfir- færslu hljóðritunar Ríkisútvarps- ins á myndbandið en svo að hljóðið var flatt, Utlaust. En að sögn stór- sveitarmeðlima var fmmhljóðrit- unin mjög góð. Myndataka og myndstjórn var vægast sagt furðuleg. Svart/hvít mynd með flöktandi jólasveini um skjáinn, tekin gegnum óreglulegan feming, rughngsleg há- og lágskot og flestar tilraunir til aö fylgja leik sveitarinnar eftir með myndavél- um mistókust eða myndavél var beint á röng áhersluatriði í hljóm- sveitarútsetningu. Kynnir var Jón Múh, sem var heldur dapurlegur og ólíkur sjálf- um sér, enda ekkert skrítið, við þessar furðulegu aðfarir. Auk þess var myndin af Jóni og tal ekki í' samræmi. Stórsveit Ríkisútvarpsins hefur alla burði til að verða rós í hnappa- gat „útvarps ahra landsmanna" og á betra skihð en að fá svona með- höndlun hjá Ríkissjónvarpinu. Sjónvarpið hefur lítið flutt af djass- eða stórsveitatónhst á síðari árum og er því dapurlegt ef sjón- varpið hyggst gera bragarbót á og svona tekst til. Stjórnandi upptöku þáttarins mun vera ungur maður, fyrrver- andi starfsmaður Stöðvar 2, en fékk ekki framgang hugmynda sinna þar á bæ. En Ríkissjónvarpið nýtir nú hæfileika hans. Frá Jazzdögum RUV i nóv. 1987. - Stórsveitin leikur á Hótel Borg. Stjórn- andi: Mikael Roberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.