Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988. Lesendur 15 Fastgengisstefhan: Gengisskráning í hönd- um verkalýðsforingja? Árni S. skrifar: Nú, þegar maöur hefur gengið und- ir mannshönd, einkum ýmsir aðilar tengdir fiskvinnslunni, til aö knýja á um gengisfellingu og engan bÚbug er að finna hjá stjórnvöldum að þau láti undan þrýstihópum í því efni, er fátt um fína drætti. En lengi er von og leitað á ólíkleg- ustu mið. Það hefur nú ekki verið talið gæfulegt að fela verkalýðsfor- ingjum okkar stjórn landsmála en þó höfum við af því nokkra reynslu. Og hún var slæm. Þrýstihópar og einstaklingar innan þeirra leggja yfirleitt ekki á sig að halda til haga reynslu eða. rökum þegar um stund- arhagnað er að ræða. Og þeir hafa ekkert breyst að því leytinu til. Þess vegna leita þeir uppi alla þá sem hugsanlega eru tilbúnir til að leggja þeirra málum lið. Og það hefur nú einn úr hópi verkalýðsfor- ingja gert. Formaður Verkamanna- sambandsins spáir opinberlega og fullyrðir að um miðjan janúar verði gengið fellt um 7 til 11%! Og ekki nóg með það. Hann fullyrð- ir einnig að þessari gengisfellingu muni litlar hliðarráðstafanir fylgja. Og hann spáir því til viðbótar að á næstunni verði hækkanir á opin- berri þjónustu, t.d. Pósti og síma og ýmissi annarri! Hvernig veit formaður Verka- mannasambandsins þetta? Er hann orðinn einn af ráðherrunum eða ráð- gjafi ríkisstjórnarinnar? Er hann að tala fyrir munn umbjóðenda sinna, vilja þeir gengisfellingu? Allt eru þetta spurningar sem vakna er mað- ur les ummæh formannsins. Vart er hægt að hugsa sér verri ráðstöfun en gengisfehingu, hvort sem er fyrir launþega eða fyrir út- gerð og fiskvinnslu. Fyrir launþega verður gengisfelhng strax að óða- verðbólgu sem rýrir launin og kaupmáttinn jafnharðan. Og fyrir útgerðina og fiskvinnsluna vegur óhagræðið þungt vegna aukinnar greiðslubyrði af erlendum lánum, sem þessir aðUar eru alUr ofurseldir. - En þar er nú jafnan ekki hugsað lengra fram í tímann en til kvölds. Raunar verður ekki séð að gengis- felhng dugi nokkrum aðUa hér á landi lengur en daglangt. Hún bætir við einni hringferö í þann darraðar- dans sem við höfum verið í og hófst strax að lokinni síðustu myntbreyt- ingu vegna þess að þá voru engar hUðarráðstafanir gerðar. Og enn virðist síga á ógæfuhliðina með því að verklýðsforingjar virðast vera að taka stjórnina í sínar hendur og ráða því hvort eða hvenær gengis- skráningu er breytt. Það virðist sem þeir tveir aðalforsvarsmenn vinnu- markaðarins, Guðmundur J. Guðmundsson og Þórarinn Þórarins- son, séu orðnir talsmenn þjóðarinn- ar í örlagaríkustu málaflokkunum, kjaramálum og gengismálum. * BLAÐ BURÐARFÓLK í twe/^iy ; 11? REYKJAVÍK Selvogsgrunn Sporðagrunn Brúnaveg Sörlaskjól Faxaskjól Nesveg Eskihlíð Blönduhlið ÞVERHOLTI 11 Hátún Miðtún Hverfisgötu 1-66 Smiðjustíg Eiríksgötu Barónsstig 49 - út Sæviðarsund Skipasund 1-29 GARÐABÆ Hofslund Grenilund Hörgslund Espilund Efstalund Heiðarlund KÓPAVOG Álfhóisveg 64-95 Digranesveg 91-125 Lyngheiði Melaheiði Tunguheiði t i 7? t t í $ í AFGREIÐSLA SIMI 27022 FLUGMÁLASTJÓRN FLUGMÁLASTJÓRN AUGLÝSIR: Námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst á Reykjavíkurflugvelli þriðjudaginn 19. janúar og lýkur 26. mars. Próf verða haldin laugardaginn 9. apríl. Kennt verður sem hér segir: þriðjudaga kl. 17.30-20.30 fimmtudaga kl. 17.30-20.30 laugardaga kl. 09.00-13.00 Rétt til þátttöku eiga þeir sem þegar hafa lokið bók- legu námi til atvinnuflugmanns III. flokks og blind- flugsréttinda og þeir sem eru í slíku námi og áætla að Ijúka því á árinu. Áætlaður kostnaður er kr. 25.000 fyrir hvern nem- anda. Innritun og frekari upplýsingar hjá flugmálastjórn/ loftferðaeftirliti, flugturninum, Reykjavíkurflugvelli, sími 91-694100. Nauðungaruppboð á lausafjármunum Eftir kröfu Sigurðar Sigurjónssonar hdl„ Þórólfs Kristjáns Beck hrl., Reynis Karlssonar hdl. og skiptaréttar Kópavogs fer fram opinbert uppboð laugardaginn 9. janúar 1987. Hefst uppboðið kl. 13.00 að Hamraborg 3, norðan við hús, en þvi verður síðan fram haldið þar sem munina er að finna. Eftirtaldir munir verða seldir: 1) Vélbáturinn Hraunborg RE 27, skipaskrárnúmer B-603, 7,96 metrar að lengd, 4,99 brúttósmálestir. 2) Bifreiðin R-52296, Toyota Corolla st. árg. 1977. 3) Nýlegt fundarborð og 8 stólar. 4) Hljómflutningstæki: Kenwood magnari, Pioneer útvarpstæki o.fl. Samkvæmt ósk Rúnars Mogensen hdl„ skiptastjóra þrotabús Gófer h/f, verður haldið nauðungaruppboð á lausafjármunum í eigu þrota- búsins að Kársnesbraut 100, Kópavogi, og hefst þaö kl. 14.00. Hér er aðallega um að ræða: 1) Trésmíðavélar svo sem bandslipivél (Herseman), kantlímingar- vél (IDM), plötusög (Kamro), spónlagningarvél (Kupær), bandsög, afréttara, fræsara og borvélar. 2) Handverkfærí af ýmsum gerðum og stærðum. 3) Fittingsvörur og smíðaefni. 4) Búnað af skrifstofu, þ.á m. tölvubúnað af gerðinni Island með prentara og bókhaldsforriti. Ath., ofangreindar vélar verða almenningi til sýnis fimmtudaginn 7. janúar nk. kl. 16.00 til 17.00. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. íslenskur umboðsmaður óskast! Einstakt tækifæri - « skjótfenginn hagnaður! Þér stendur til boða einkaumboð á Islandi fyrir viður- kennda danska vörutegund. Hér er um að ræða tæki sem ætluð eru til notkunar á sjúkrahúsum, heilsu- gæslustöðvum, umönnunarstofnunum, s.s. elli- og hjúkrunarheimilum, endurhæfingarþjálfun o.s.frv. Tæki fyrir sérþjálfað fólk. Umboðinu fylgir einnig söluumboð á tækjum sem eru seld á hinum almenna markaði. Hagnaðurinn verður að sjálfsögðu í hlutfalli við féð sem lagt yrði í reksturinn. Þú færð dyggilegan stuðning og ráðgjöf frá dönskum ráðgjafa sem miðlar þér af þekkingu og reynslu sinni fyrstu mánuðina. Það tryggir góðan söluárangur frá byrjun. Söluherferð er fyrirhuguð um mánaðamótin febrúar/ mars. Fulltrúi hins danska fyrirtækis verður staddur hér á landi á ofangreindu tímabili til skrafs og ráðagerða. Umsóknir, ásamt greinargóðum upplýsingum, sendist fyrir 8. jan. til: Ólafs Stephensen, ÓSA, auglýsingar og almenningstengsl, Skeifunni 7, 108 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.