Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. 7 DV Viðskiptajöfnuður iðnríkjanna: Viðskipti Islendingar i fimmtánda sæti AÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR verður haldinn í Þróttheimum í kvöld kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið. Þróttur ísland er í 15. sæti með áætlaðan viðskiptahalla upp á um 1,2 prósent en nú er komið á daginn að hann verður liðlega 3 prósent. Ttie Economist Meðfylgjandi súlur sýna viðskipta- jöfnuð OECD-landanna sem hlutfall af landsframleiðslu hvers lands. Þrátt fydr að Japanir séu í þriðja efsta sæti hvað þetta hlutfall varðar eru þeir með hagstæðasta viðskipta- jöfnuð í heimi í peningum talið eða 86 milljarða dollara. Það er hærri tala en allra annarra landa saman- lagt. Vjðskiptajöfnuður Vestur-Þýska- lands er samt í efsta sæti í hlutfalli af landsframleiðslu eða 3,9 prósent samanborið við 3,7 prósent Japana. Bandaríkjamenn eru af öllum þjóð- um í heimi með mesta halla á viðskiptajöfnuði sínum í peningum talið eða 156 milljarða dollara. Áð- umefnt hlutfall er 3,5 prósent. Það eru aðeins Ástralir og Norðmenn sem eru með verra hlutfall. Við íslendingar erum í 15. sæti á listanum með áætlaðan viðskipta- halla upp á um 1,2 prósent. Endur- skoðuð þjóöhagsáætlun gerir hins vegar ráð fyrir Mðlega 3 prósent halla. Slík tala myndi færa okkur neðar á þessum hsta. -JGH Hagvöxtur á íslandi og í öðrum iðnríkjum Við íslendingar komum vel út á síðasta ári og vorum við toppinn. En ekki er að marka spána fyrir þetta ár. Hér er gert ráð fyrir 3 prósent hagvexti á árinu 1988 en samkvæmt nýrri áætlunum verður enginn hagvöxtur. Við okkur blasir kreppa. Hagvöxtur OECD-landanna var um 2,75 prósent á síðasta ári. Á þessu ári er því spáð að hagvöxturinn minnki aðeins og verði um 2,25 prósent. Spárnar fyrir þetta ár eru þær að flest stærstu iðnríkin verði með svip- aðan hagvöxt og á síðasta ári nema Bretland. Gert er ráð fyrir að hag- vöxtur Breta minnki úr 3,75 prósent- um á síðasta ári í um 2,75 prósent á þessu ári. Japanir verða áfram með hagvöxt upp á um 3,5 prósent. Bandaríkja- menn verða áfram með um 2,5 prósent hagvöxt. Frakkar og Vestur- Þjóðverjar verða áfram með lítinn hagvöxt, eða í kringum 1,5 prósent. Danir stóðu sig greinilega Ula á síð- asta ári og ekki er spáin betri fyrir þetta ár. En Nýja-Sjáland og Grikk- land, sem lentu í kreppu á síðasta ári, rífa sig upp úr henni og ná yfir 1 prósent hagvexti. Við íslendingar erum sýndir á meðfylgjandi mynd með 5 prósent hagvöxt á síðasta ári. Hann var öllu betri, eða um 6,6 prósent. Það syrtir hins vegar í áhnn á þessu ári því að ekki er búist við neinum hagvexti þá. Við hröpum því niður á mynd- inni fyrir árið 1988. Skammt er stórra högga á milli. -JGH Ami Baldursson: Skil ekki orð Páls í Pólaris „Ég skil ekki orð Páls í Pólaris um að erfitt sé að selja útlendingum Laxá í Kjós. Við höfum þegar selt allan okkar útlendingatíma. Að vísu er eft- irspumin að minnka í Bandaríkjun- um en á móti kemur aukin eftirspurn frá Evrópu. En málið er einfalt, út- lendingatíminn í Laxá í Kjós í sumar er seldur og um 80 prósent af íslend- ingatímanum," segir Árni Baldurs- son, einn af leigutökum Laxár í Kjós, vegna ummæla Páls í Pólaris í DV á mánudaginn. „Páll segir ennfremur í DV að við höfum hækkað verð veiðileyfanna um 25 prósent. Þetta er rangt. Verðið er það sama og í fyrra og það er af og frá að allir geti státað sig af því,“ segir Árni. „Reyndar kemur þetta úr hörðustu átt því að veiðin í Haffjaröará, en PáU er með hana á leigu, minnkaði snarlega síðasta sumar frá því sum- arið 1986. Það sumar veiddust 1100 laxar á sex stangir en í fyrrasumar veiddust 570 laxar á 8 stangir. Samt hreykir Páll sér af því að hve auö- velt sé að selja ána á sama tíma og hann talar um minni veiði í Laxá í Kjós og erfiðleika í sölu sem ekki er rétt.“ Að sögn Árna er hann sammála því að búið sé að þenja verð veiðileyfa í íslenskum ámtil hins ýtrasta. „Útlendingum þykir verð íslenskra laxveiðiáa vera orðið of hátt. Ég tel það markmið að ná verðinu niður, bæði gagnvart útlendingum og ís- lendingum. En það breytir ekki því að útlendingar koma enn og veiða," segir Árni. -JGH Laxá í Kjós. Árni segir að laxinn þar hafi verið rúm 6 pund að meðaltali síðasta sumar og að hann sé ekki smærri en í öörum ám suðvestan- lands. TOGVÍR S/F TÖKUM AÐ OKKUR ALLAR TILFÆRINGAR Á TOGVÍRUM MEÐ SÉRÚTBÚNUM BÍL 1. Mæla og merkja upp víra. 2. Vinda víra upp á kefli til geymslu. 3. Sækja víra til seljenda og koma um borð í skip. 4. (Losnið við alla umköstun.) Tökum allt aö 1200 m2 að 3'A" vír inn á spil og allt að 600 m2 af 3'A" vír á kefli. Allar upplýsingar: Á Þrótti frá kl. 7.15 til 19.00 virka daga í síma 25300 og í bílasíma 985-25768, kvöld- og helgarsími 985-25768. Sj ón varps- bingó á Stöð 2 Mánudagskvölclið 18. janúar 1988. Vinn- ingar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hvern að verðmæti kr. 50.000, frá Hljómbæ. Tegund XZ1. 69, 23, 90, 88, 56, 80, 72, 83, 79, 87, 67, 17, 89, 4, 75, 85, 50, 63, 73. Spjöld nr. 20079. Þegar talan 73 kom upp var hætt að spila upp á aukavinningana. Þegar spilað var um bílinn komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur (eitt spjald). 45, 1, 84, 61, 24, 7, 22, 46, 60, 34, 11, 76, 25, 51, 9, 31, 74, 26. ♦ Spjald nr. 22565. OGUR u STYRKTARFÉ LAG Símar 673560 og 673561.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.