Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. FYRIR ÞIG! RAUÐUR GINSENG HEFUR GÆÐAÁBYRGÐ KÓRESKU RÍKISEINKASÖLUNNAR Agnar K. Hreinsson hf., Sími 16382 - Hafnarhúsi, Pósthólf 654-121 Rvík Husqvama á gamla verðinu Eigum fyrirliggjandi takmarkað magn af Husqvarna saumavélum á „gamla verðinu". Nú er rétti timinn til aðgera góð kaup. Næsta sendíng hæk'kar um 17% vegna tollabreytingarinnar. Ö5 HUSQVARNA BORGAR SIG Gunnar Ásgeirsson hf. Útlönd Brugðist af varkárni við afstöðu Sovét Bandarísk stjórnvöld brugöust í gær af varkámi við hugmyndum Sovétmanna um samdrátt í skamm- drægum kjarnorkuvopnum, vígvall- ar-kjamorkuvopnum og hefðbundn- um vígbúnaði. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Charles Redman, sagði að banda- rískir embættismenn hefðu ekki enn séð allan texta yfirlýsingar Eduards Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, um þessi mál. Yfirlýs- ingu þessa gaf Sévardnadse í opin- berri heimsókn sinni til Vestur- Þýskalands nú í vikunni. Redman bætti þó viö að ef yfirlýs- ing utanríkisráðherrans fæli í sér aö Sovétmenn samþykktu nú þá afstöðu Atlantshafsbandalagsins, að kjarn- orkuvopn ættu ekki að hafa áhrif á viðræður um jafnvægi í hefðbundn- um vígbúnaði, fagnaði hann þeirri breytingu. Bandaríkjamenn taka af varkárni undir hvatningu Sévardnadse en telja að hún geti orðið athyglisvert frumkvæði í afvopnunarmálum þar sem hún virðist fela í sér viðurkenningu á afstöðu NATO. Símamynd Reuter Að því er fréttastofur segja sagöi Sévardnadse á mánudag að Sovét- menn hvettu nú til þess að eytt yrði öllum skammdrægum vígvallar- kjarnorkuvopnum. Slíkur samning- ur gæti komið í kjölfar þess sem undirritaður var í Washington í des- embermánuði, um eyðingu allra meðaldrægra kjarnorkuílauga. Þá gerði utanríkisráðherrann það einnig að tillögu sinni að leitað yrði málamiðlunar til að koma viðræðum um hefðbundinn vígbúnað af stað á nýjan leik. Bauðst hann til þess aö taka viðræðurnar um vígvallarvopn- in út af dagskrá tímabundið. Sagði ráðherrann að viðræðurnar í Vín yrðu að ná til þeirra farartækja, sem gætu borið hvort sem er heföbundin vopn eða kjarnorkuvopn, en fresta mætti umræðum um kjamaoddana sjálfa. Enn grunaður um morðið á Olov Palme Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Þijátíu og fjögurra ára gamall maður, sem í marsmánuði 1986 sat í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Olov Palme, forsætisráö- herra Svíþjóðar, var á ný kailaöur til yfirheyrslu í gær. Frá því í septembermánuði síðast- hönum hefur lögreglan í Svíþjóð fylgst nákvæmlega með ferðum mannsins. Lögreglan hefur að nýju farið nákvæmlega í gegn um eldri rannsóknir, sem manninn varða, yfirheyrt vitni á nýjan leik og fengið nýjar upplýsingar. Meðal annars mun vinkona mannsins hafa skýrt frá því að hún hafi, skömmu fyrir Palme-morðiö, séð vopn heima hjá manninum. Maðurinn hefur nú verið sviptur vegabréfi sínu og honum verið bann- að að fara frá Stokkhólmi. Þótt hann hafi verið látinn laus á sínum tíma hefur hann ætíð legið undir vissum grun. Hann tilheyrir pólitiskum öfgasamtökum, bar hatur til Palme og sást nálægt morðstaðnum skömmu áður en morðið var fram- ið. Maðurinn hefur ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir ferðum sín- um morönóttina. Tilgangurinn meö því að handtaka manninn að nýju er sá að reyna end- anlega að komast að hvort hann er sekur eða hvort hægt sé, í eitt skipti fyrir öll, að afskrifa grunsemdir í hans garð. Tvö sænsk blöð, sem á sínum tíma birtu nafn mannsins og mynd af hon- um, hafa verið dæmd til að greiða honum umtalsverðar skaðabætur. Þar sem enginn moröingi hefur fund- ist hefur maðurinn hins vegar aldrei losnað við þann stimpil að vera grun- aður um morðið á Palme og honum af þeim sökum verið lífið nánast óbærilegt í Sviþjóð. Hann haíöi á dögunum fengið vegabréfsáritun til Ástralíu en hins vegar verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkj- anna. En nú er hann í ferðabanni að nýju. Tillaga um samdratt í þróunaraðstoð FINI LOFTPRESSUR GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI 190 ml kr. 16.500 m/sölusk. 340 ml kr. 34.500 m/sölusk. SÚLUAÐILAR: íselco sf., Reykjavik Húsasmiðjan, Reykjavik Byggingaversi. KÁ, Selfossi Kaupfélag Rang., Hvolsvelli Vélsmiðja Hornafjarðar, versl. Kaupfélag isfirðinga, timbursala Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Norðurljós, Akureyri Kaupfélag Þingeyinga. véladeild Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði Litabúðin, Ólafsvík ISELCO SF. Skeifunni 11 d — simi: 686466 Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmh.: Uffe Elleman Jensen, utanríkisráð- herra Danmerkur, kom fram með tillögu á ríkisstjórnarfundi í gær, þess efnis að þróunaraðstoð Dana skyldi standa í stað næstu fjögur ár- in, þannig aö hinu opinbera gætu sparast minnst fjórir og hálfur millj- aröur danskra króna. Danir eru meöal þeirra þjóða sem láta einna mest fé af hendi rakna til þróunarlandanna, eða 0,88 prósent af þjóðarframleiðslu sinni. Opinbert markmið stofnunarinnar hefur verið aö láta útgjöld þessi ná einu prósenti áriö 1992 ep meðaltal OECD land- anna er 0,3 af hundraöi. Paul Schlúter forsætisráðherra sagði eftir rikisstjórnarfundinn í gær aö eining væri um þessa tillögu utan- ríkisráðherrans en eftir viðtöl viö talsmenn stjórnarflokkanna allra kom annað í ljós. Kristilegi Þjóðar- flokkurinn og miðdemókratar eru alfariö á móti þessari tillögu og telja að ekki eigi að hrófla viö útgjöldun- um. Þannig er ekki meirihluti fyrir tillögunni á þingi þar sem jafnaðar- menn og sósíalistar eru henni einnig mótfallnir. Er Paul Schlúter því enn á ný kom- inn út á hálan ís, aö mati danskra dagblaöa, og það ekki í fyrsta skipti síðustu vikurnar. Er það Vinstri flokkurinn sem hefur háldið skoðun- um sínum á lofti og þá í berhöggi viö hugmyndir hinna flokkanna. Palle Simonsen íjármálaráöherra viöraöi fyrir viku hugmyndir íhalds- manna um aö hrófla við frádráttar- gildi vaxtagjalda einstaklinga. Vinstri menn harðneituöu öllum slíkum hugmyndum. Stuttu seinna stóð utanríkisráðherrann, sem er formaður Vinstri flokksins, í opin- berum bréfaskriftum við Piu Kjærskaard frá Framfaraflokknum, þar sem hann bauð flokknum til við- ræðna um samstarf í tengslum við næstu fjárlög. Þykir margt líkara með Vinstri flokknum og Framfara- flokknum en Vinstri og hinum stjórnarflokkunum. Þannig gætu róttækir vinstri menn, sem hafa ver- iö helsti stuðningsflokkur stjórnar- innar til þessa, hrakist út í horn, það er þurft að samþykkja ýmsar sparn- aðartillögur eða velta stjórninni. Formúöur róttækra vinstri manna hefur látiö í þaö skína að Schlúter ætti aö segja af sér og efna til kosn- inga til að skýra stjórnmálaástandið. Dagblaðið Politiken talar einnig um hugsanlegar kosningar í leiöara sínum í dag og kallar blaðið Vinstri flokkinn hina eiginlegu stjórnarand- stæöinga þar sem flokkurinn hafi meiri áhuga á að veifa hugmynda- fræðilegum fánum en vinna að samstarfi innan stjórnarinnar. Ríkisstjórn Paul Schluter í Danmörku virðist enn komin í ógöngur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.