Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. 9 Utlönd Sex stjórnarhermenn og fiimn vinstrisinnaðir skæruliðar féllu þegar skæruliðar veittu herflokki fyrirsát í norðurhluta Guatemala í gær. í tilkynningu frá sijómarher landsins í gær segir aðfjórir land- búnaöanærkamenn iiafi einnig særst í átökimum, sem áttu sér stað nærri bænum Los Josefmos. Þrír Sýrlendingar voru á mánu- dag hengdir í Damaskus, höfuö- borg Sýrlands, fyrir að hafa stundaö njósnir í þágu ísraelsrik- is. Mennirnir voru ekki frá sama hluta Sýrlands og virtust ekki hafa starfað saman aö njósnum sfnum. Dómstóll í Miami í Bandaríkj- unum dæmdi í gær tveimur útlögum frá Haiti skaðabætur sem nema fimm hundruð millj- ónum Bandaríkjadala eöa um átján inilljöröum íslenskra króna. Skaðabæturnar eiga mennirnir að fá frá Jean-CIaude Duvalier, fyrrum einræðisherra Haiti, og eiginkonu hans. Er þeim gert að greiöa þessa upphæö fyrir að hafa látiö greipar sópa um fjár- liirslur ríkisins á llaiti áður en þau voru hrakin úr landi. Duvaiier er nú búsettur í Frakklandi og hyggjast útiagarn- ir tveir reyna að fá frönsk stjóm- völd til að aðstoða viö aö ná tangarhaldi á eignum einræöis- herrans fyrrverandi. Undirbúningur undir vetrar- óiympíuleikana í Calgari í Kanada stendur nú sem hæst. Á meðfylgjandi ljósmynd getur að líta byggingarverkamann sem stendur inni í einum af ólympíu- hringjtuium sem nú prýða ráðhús borgarinnar. Veffingahúseigandi uppvís að lygum Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Hvað gera menn ekki til að draga að sér athyglina? Kona í suðvestur- hluta Frakklands, eigandi og mat- reiðslumeistari á nokkuð þekktu veitingahúsi, hefur nú orðið uppvís að hinum mestu lygum. Hún hélt því fram að John McEnroe, tennisleikarinn frægi, hefði borðað hjá sér sérstaka trúlof- unarmáltíð ásamt væntanlegri konu sinni og John ekki fundist annaö veitingahús koma til greina. Nokkru seinna lýsti kokkurinn því yfir í fjöl- miðlum að Nancy Reagan hefði beðiö sig um að koma sérstaklega til Hvíta hússins til aö útbúa þar veislu. Nú tóku sumir aö undrast og skyndilega var eins óg allt yrði vit- laust. McEnroe sagði söguna mn trúlofun sína og borðhald hreina fjarstæöu, bandaríska sendiráðið í París harðneitaöi yfirlýsingu kon- unnar og hagsmunasamtök franskra veitingahúsa byrstu sig. Konugreyið brotnaði saman, sagöi þetta hug- mynd einhvers blaðasnáps sem henni hefði því miður fundist sniöug í fyrstu. Nú er búið að taka nafn veitinga- hússins úr öllum virtum handbókum en gestir þyrpast engu að sícur að. Það merkilegasta er að veitingahúsið gekk mjög vel og þurfti eiginlega enga auglýsingu. BANKABÓK KJÖRBÓK m ''v ' :■ i K \ 1 .. Æm ■ JT Landsbanki Mk íslands Æ» Banki allra lartdsmanna j jjr Landsbanki Mk íslands Banki allra landsmanna Nýtt útlit á fjárhirslum Landsbankans \est\ BNKARSKNMGUR 25TÉKKAR 0094001+ ; . 1 Vogamötaútíiú §im»t-irrw ___ ' • 25TÉKKAR 2314576^ £i£ ndsbanki nds ■s Þaö er mikið um að vera í Landsbankanum þessa dagana. Samfara hagræðingu og . breytingum við vinnslu ýmissa verkefna, sem koma jafnt starfsfólki og viðskiptavinum til góða, eru nú settar í umferð nýjar Banka- og Kjörbækur, tékkheffi með nýju útliti, ásamt ER-tékkheftiiju sem nýlega var tekið í notkun. Bankabokin nýja leysir af hólmi gömlu sparisjóðsbókina og Kjörbók með nýju útliti kemur í stað þeirrar eldri. Reyndar tekur Kjörbókin stöðugum breytingum, - að innihaldi - til þess að tryggja eigendum sínum sem besta ávöxtun. ER-tékkheftin eru fyrir Einkareikninginn, sem ber mun hærri vexti en venjulegir tékkareikningar, auk þess að gefa kost á yfirdrætti og láni. Viðskipti i Landsbankanum tryggja einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum aðgang að fullkominni bankaþjónustu á öllum sviðum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.