Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. 13 Að gatnakerfi Reykjavíkur sprungnu „Einnig er fyrirhugað að færa Hringbraut suður fyrir hús tannlæknadeild- ar á kaflanum á móts við Tjörnina og að Miklatorgi," segir m.a. í greininni. Eftir að hafa eytt obbanum af starf- sævinni við gatnagerð og skyld verkefni hér í höfuðborginni sárn- ar mér meira en skyldi að sitja fastur í umferðaröngþveiti og kom- ast hvergi. Huggun harmi gegn er þó að eiga sæti í umferðamefnd Reykjavíkur fyrir hönd Framsókn- arflokksins og geta skellt skuldinni á íhaldið og. embættismenn þess sem hafa verið mislagðar hendur eða illa haldnir af fjársvelti síðustu áratugina. Það er kunnara en frá þurfi að segja að undanfarin miss- eri hefur fjöldi bifreiða á götum Reyjíjavíkur stóraukist. Skyndi- lega virka götur borgarinnar á mann eins og fot sem orðin eru of lítil. En þaö er hægara sagt en gert að fá sér nýtt gatnakerfi og eina ráðið því að bæta og stækka það sem fyrir er. Eru umferðarmál vísindi eða pólitík? Hvort tveggja! Við skipulagningu umferðarmannvirkja, sem er einn af veigamestu þáttunum í skipulagi borga, er helsti vandinn sá að gera þau þannig úr garði að þau geti fylgt eftir aukinni umferð sem ann- aðhvort. er vegna aukinnar bif- reiðaeignar eða byggingarhús- næðis sem að sjálfsögðu er byggt eftir skipulagi og því hægt að gera marktækar svæðisbundnar um- ferðarspár. Skipulag og umferðar- spár eru nokkuð þróaðar vísinda- greinar sem má því treysta en fyrst og síðast er skipulag af póhtískum toga því aö forsendurnar eru gefn- ar af stjómmálamönnum sem taka KjaUarinn Sigurður Ingólfsson í umferðarnefnd Reykjavíkur skellinn ef illa tekst til, nú eða þá lofið ef vel tekst. En víst er þetta flókið. . . Og menn greinir á. Sjálfstæðis- meirihlutinn í borgarstjóm lítur þánnig á að Fossvogsbraut leysi þann vanda sem orðinn er og er reiðubúinn að fórna að miklu leyti mjög dýrmætu útivistarsvæði til þess að geta lagt hana. En þeir vilja halda í Reykjavíkurflugvöll í lengstu lög. Um þetta er og hefur veriö bullandi ágreiningur milli flokka í borgarstjóm. Með óheyri- legum kostnaði á í nánustu framtíð að leggja Fossvogsbraut-Hlíðarfót, framlengja Bústaðaveg að Mikla- torgi væntanlega með mislægum gatnamótum, sem hafa í for með sér eins konar „Kópavogsgjá“ frá suðurhluta Miklatorgs að Miklu- braut á móts við Eskihlíð. Einnig er fyrirhugaö að færa Hringbraut suður fyrir hús tannlæknadeildar á kaflanum á móts við Tjörnina og að Miklatorgi, á kostnað ríkisins en dýr framkvæmd eigi að síður. Virðast þessi mannvirki þjóna þeim tilgangi einum að beina öllum niður í gamla miðbæ en þetta litla svæði, sem Kvosin er, tekur engan veginn við stóraukinni bílaumferð, nema ætlunin sé að troða fleiru en ráðhúsinu í Tjörnina á næstumú. Flugvallarskipulag En einhvern tíma kemur að því að flugvöllurinn veröur lagöur nið- ur og koma þá götur þær, sem ég nefndi áður, til með að líta álappa- lega út þar eð lega þeirra miöast við að sveigja meðfram núverandi flugbrautum en miðast ekki við endanlegt skipulag svæðisins eftir að brautimar eru famar. Lenda því þessar götur í eins konar bendu suöur og austur af Umferðarmið- stöðinni. Ég tók fram í upphafl að nauð- synlega þyrfti að taka til hendinni í gatna- og umferðarmálum borgar- innar. Reyndar þarf stórátak á næstu árum en nauösynlegt þykir mér að vara við vitleysunum og helst koma í veg fyrir þær séu þær í uppsiglingu. Sigurður Ingólfsson „Skyndilega virka götur borgarinnar á mann eins og föt sem orðin eru of lítil.“ Forsetaframbjóðandi á kvennafari „Bara það eitt að stjórnmálamaður skilur ekki að afstaða til kvenna sé pólitík segir okkur mikið. Mörkin milli rómantíkur og kvennafars eru hár- fín...“, segir m.a. í greininni. Það var með trega og tárum að greystrákurinn hann Gary Hart dró framboð sitt til baka í vor. Þessi maður vildi veröa forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum. Og enn er hann kominn á kreik, nú með nýja hernaðaráætl- un um að einkalíf hans (hann á reyndar einkum við tiltekið ástar- ævintýri) komi almenningi ekki við. Donna Rice Einstök atriði í meintu ástaræv- intýri þessa stjórnmálamanns og leikkonunnar Donnu Rice skipta harla litlu máli. Yfir höfuð er það alveg rétt hjá Gary Hart að fjöl- miðlum koma slík atriði ekkert við né þeim sem ætla að kjósa hann. Hann á rétt ,á að sitt eiga einkalíf í friði. Af hverju eru fjölmiðlar vondir við hann og spyija hann, sem hefur svo mörg ný góð ráö í stjómmálum, bara um einkahagi? Um hitt fer auðvitað lægra hvort hinn aðih þessa (hneykslis)máls hefur farið vel út úr því eða ekki. Að minnsta kosti hefur komið fram í sjónvarpsviðtali við Donnu Rice að Hart neitaði að tala við hana þegar hún hringdi í hann síðar um sumarið. Um hvað hefðu þau svo sem átt að tala saman? Hvem fjárann var hún að vilja upp á dekk við hann? Ætlaði hún kannski að reyna að fleka hann aftur? Var ást- arævintýrið kannski aldrei rómantískt af Garys hálfu heldur klaufalegt „slys“? Af hverju sumt í einkalífinu? Auðvitaö flaggar Gary Hart einkalífi sínu þegar það getur, að hann heldur, orðið honum til fram- dráttar. Frúin og börnin ferðast með honum til að sýna að hann eigi góða og samhenta fjölskyldu og hann lét það koma vel fram í klukkustundarlöngu samtali í sjónvarpi að börnin hans, rúmlega tvítug, hefðu hvatt hann til endur- framboðs. Aftur á móti vísar hann öllum spurningum um það hvort hann sé traustur persónuleiki til fóðurhúsanna sem ósanngjarnri hnýsqi. Það eru engin skýr mörk á milli þess hvað er persónulegt og hvað er pólitískt þegar um stjórnmál er t ••_______;»■ > • • • . ________ KjáHajinn Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur og nemi í Wis- consinháskóla í Bandaríkjunum aö ræða þótt ástir og kynlíf viðkom- andi persóna megi að mér finnst gjarna vera þeirra einkamál. Eða hvaö? Mega stjórnmálamenn vera á kvennafari? Það er sagt að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þessi tiltekni stjórnmálamaður, Gary Hart, hafi sjarmerað myndarlegar konur (eða stundaö kvennafar ef við viljum heldur orða það þannig). í sumum þeim tilfellum, sem fjölmiðlar þykj- ast vita um ástarævintýri hans, var hann víst meira að segja löglega skilinn við konuna sína. Það er hins vegar algert aukaat- riði í mínum huga hvort hann hélt framhjá konunni sinni eða ekki. Það er einkamál þeirra hjóna. Aðalatriðið er hvort stjórnmála- maður, Gary Hart eða einhver annar, litur á konur í stjórnmálum sem jafnréttháar verur karlmönn- um eða vill bara gjama hafa þær með í partíum. Ber stjórmálamað- ur, sem stundar kvennafar, virð- ingu fyrir konum og treystir þeim fyrir aö taka þýðingarmiklar ákvarðanir í stjómmálum? Ég leyfi mér að efast um að þeir geri það allir. Ég leyfi mér, eins og margir bandarískir femínistar, að halda því fram að kvennafar stjómmála- manna sé ekki bara einkamál þeirra. Það með erum við komin hring- inn. Meint ástarævintýri Gary Harts og Donnu Rice, svo lítiö sem okkur kemur þaö í sjálfu sér við, varð til þess aö skrifaðar voru greinar um að kvennafar stjóm- málamanna geti verið til marks um kvenfyrirlitningu þeirra. Krafa Gary Harts um að einkalíf hans sé einkalíf hans en ekki eitthváð sem almenningur má vita um verður varla skilin öðruvísi en sem krafa um að það sé ekki krufið til mergj- ar hver er afstaða hans í kvenna- póhtík. Það tók Gary Hart sjö mánuði að fmna nýja hemaðará- ætlun gegn þessari megingagnrýni. Og það munu fleiri en hann nota þessa sömu röksemdafærslu. Bara það eitt að stjórnmálamaður skilur ekki að afstaða til kvenna sé pólitík segir okkur mikið. Mörk- in milli rómantíkur og kvennafars em hárfin og það er ekki útúrsnún- ingur að spyrja hvort það sé til marks um ást þegar stjórnmála- menn daöra við konur eða virðing- arleysi gagnvart þeim sem póhtikusum. Ingólfur Á. Jóhannesson Forsetaframbjóðandinn Gary Hart heilsar aðdáendum sinum. .: : ■ ' .<i<iKii.'rnh»;».f«óf; _________'_________________,i;^n ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.