Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. Fólk í fréttum Sigurður E. Guðmundsson Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, hefur verið í fréttum DV vegna mikils álags á Húsnæðistofnunina. Sigurður Elimundur er fæddur 18. maí 1932 í Reykjavík og varð stúd- ent frá MR 1952. Hann var blaða- maður á Alþýðublaðinu 1952-1959 og framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins 1959-1965. Sigurður var skrifstofustjóri Húsnæðismála- stofnunar ríkisins 1965-1970 og framkvæmdastjóri hennar frá 1. janúar 1971. Hann var varaþing- maður Reykvíkinga 1970 og 1971 og borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-1986. Kona Sigurðar er Aldís Pála Benediktsdóttir, f. 8. júlí 1940. For- eldrar hennar eru Benedikt Sig- urðsson, b. í Grímstungu á Hólsfjöllum, og kona hans, Emilía Kjartansdóttir. Börn Sigurðar og Aldísar eru Guðrún Helga, f. 16. september 1963, BA í blaða- mennsku frá Háskólanum í Hels- inki, sambýlismaður hennar er Friðrik Friðriksson, nemandi í húsagerðarlist í Helsinki; Bene- dikt, f. 19. apríl 1965, sagnfræði- og bókmenntafræðinemi í HÍ; og Kjartan Emil, f. 23. febrúar 1971, menntaskólanemi. Systkini Sig- urðar eru Kristinn, f. 14. nóvember 1935, yfirlæknir við Borgarspítal- ann, kvæntur Valgerði Bergþórs- dóttur; Kristín, f. 1. febrúar 1941, skrifstofumaður hjá Verkamanna- félaginu Hlíf í Hafnarfirði, gift Guðjóni Albertssyni, rithöfundi og lögfræðingi hjá Tryggingastofnun ríksins; Þorgrímur, f. 1. febrúar 1941, lögregluvarðstjóri í Rvík, formaður Lögreglufélags Reykja- víkur. Fóstursystir Sigurðar er Margrét Pétursdóttir, f. 23. desemb- er 1950, d. 21. ágúst 1984, gift Einari Rafnssyni, starfsmanni Sjónvarps- ins. Foreldrar Sigurðar eru Guð- mundur Kristinsson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Guðrún Ástríður Elimundardóttir. Faðir Guðmundar var Kristinn, trésmið- ur í Rvík, Gíslason, b. á Högnastöð- um í Hreppum, Jónssonar, b. í Efra-Langholti, Magnússonar, b. í Efra-Langholti, Eiríkssonar, b. í Bolholti, Jónssonar, forföður Bol- holtsættarinnar. Móðir Gísla var Kristín Gísladóttir, b. í Litlu- Tungu, Jónssonar. Móðir Kristínar var Astríður, systir Einars, langafa Önnu, móður Ingólfs Jónssonar ráðherra. Ástríður var dóttir Gunnars, b. í Hvammi á Landi, Einarssonar og konu hans, Kristín- ar Jónsdóttur, b. á Vindási, Bjarna- sonar, b. á Víkingslæk, HaÚdórs- sonar, fortoður Víkingslækjarætt- arinnar. Móðir Kristins var Guörún, systir Halldórs, afa Hall- dórs V. Sigurðssonar ríkisendur- skoðanda. Guðrún var dóttir Álfs, b. í Einkofa á Eyrarbakka, Jóns- sonar, b. í Tungu í Flóa, Ólafssonar. Móðir Jóns var Sesselja Aradóttir, b. á Eystri-Loftsstöðum, Bergsson- ar, b. í Brattholti, Sturlaugssonar, forfoður Bergsættarinnar. Móðir Álfs var Gróa Álfsdóttir, systir Þór- unnar, langömmu Astríðar, ömmu Víglundar Þorsteinssonar, for- manns Félags íslenskra iðnrek- enda. Móðir Guðmundar var Kristín Guðmundsdóttir, b. á Leifs- stöðum í Öxarfirði, Þorgrímssonar, b. á Hámundarstöðum í Vopna- firði, Péturssonar, bróður Þor- bjargar, langömmu Jóns Ólafsson- ar ritstjóra Meðai móðursystkina Sigurðar eru Ólafur sagnfræðingur, Sæ- mundur, faðir Matthíasar Viðars bókmenntafræðings, og Anna, móðir Erlends Haraldssonar sál- fræðings. Guðrún var dóttir Elimundar, formanns á Hellisandi, Ögmundssonar, skálds og hand- læknis á Hellisandi, Jóhannesson- ar. Móðir Guðrúnar var Sigurlaug Cýrusdóttir, b. á Öndverðamesi, Andréssonar, bróður Ögmundar, foður Karvels útgerðarmanns. Móðir Cýrusar var Guðnin Bjöms- dóttir, b. á Hrafnabjörgum í Hörðudal, Gestssonar og konu hans, Halldóru, systur Guðrúnar, Sigurður E. Guðmundsson. ömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og langömmu Bjama, afa Ingimundar Sigfússonar, for- stjóra Heklu. Bróðir Halldóru var Steinn, langafi Jóns, afa Óttars Yngvasonar, forstjóra íslensku út- flutningsmiðstöðvarinnar. Hall- dóra var dóttir Sigfúsar Bergmanns, b. á Þorkelshóli í Víðidal, Sigfússonar. Afmæli Laufey Þorvarðar- dóttir Kolbeins Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins húsmóðir, Túngötu 3Í, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Laufey fæddist að Stað í Súgandafirði og ólst þar upp ti) fimmtán ára aldurs en fór þá til Vopnafjarðar og var þar tæpt ár hjá móðurbróður sín- um, Halldóri Stefánssyni alþingis- manni. Laufey kom til Reykjavíkur 1929 og var í Ingimarsskólanum en var jafnframt í vist hjá Tryggva Þórhallssyni forsætisráðherra og síðar dr. Gunnlaugi Claessen. Lauf- ey var síðar við heimilisstörf hjá Ragnheiði systur sinnar á Suður- eyri, var síðan í námi í Kvenna- skólanum í Reykjavík og í Folkehojskole í Tinglev í Dan- mörku 1934-35. Hún starfaði á Hressingarskálanum í Reykjavík 1935-37 og hjá Gjaldeyrisnefndinni 1937-42. Laufey giftist 194Q Páli Kolbeins, yfirféhirði Eimskipafélags íslands, f. 14.5.1908, d. 7.8.1979, syni Eyjólfs Kolbeins, prests á Melstað í Mið- firði, og konu hans, Þóreyjar Bjarnadóttur, b. á Reykhólum, Þórðarsonar. Laufey hefur tekið virkan þátt í starfsemi Breiðfirðingakórsins og kórs Slysavarnafélagsins. 'Hún var varatemplari stúkunnar Mínervu í mörg ár og átti lengi sæti í fram- kvæmdanefnd Stórstúku Islands. Laufey og Páll eignuðust þrjú börn: Kristjón Kolbeins, starfsmað- ur í Seðlabankanum, f. 7.8. 1942, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardótt- ur, hjúkrunardeildarstjóra á Borgarspítalanum, en þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga þrjú börn; Eyjólfur Kolbeins, trésmiður í Reykjavík, f. 7.2. 1947; Margrét, stalrfsmaður á Morgunblaðinu, f. 31.7. 1951, gift Karli Einari Gunn- arssyni sem einnig starfar hjá Morgunblaðinu en þau eiga tvo syni. Laufey átti níu alsystkini og einn hálíbróður en hún á nú tvö systkini á lífi. Þau eru Haraldur, sem lengi starfaði hjá SÍS og er nú búsettur í Garðabæ, og Þórdís, kona Þor- björns Sigurgeirssonar prófessors en þau eru búsett í Kópavogi. Foreldrar Laufeyjar voru Þor- varður Brynjólfsson, prests á Staö í Súgandafirði, og kona hans, Anna Stefánsdóttir. Þorvarður var sonur Brynjólfs, bókbindara í Rvík, Odds- sonar, b. á Reykjum í Lundar- reykjadal, Jónssonar. Móðir Brynjólfs var Kristrún Davíðsdótt- ir, lögréttumanns á Fitjum í Skorradal, Bjömssonar, lögmanns á Leirá, Markússonar, sýslumanns í Ögri, Bergssonar. Móðir Þorvarð- Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins. ar var Rannveig, systir Þorvarðar, afa Halls Símonarsonar blaða- manns og Sigríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Þorvarð- ur var einnig langafi Þórarins, foður Guðmundar Garðars alþing- ismanns. Rannveig var dóttir Ólafs, skipasmiðs á Kalastöðum, Péturssonar og konu hans, Kristín- ar Þorvarðardóttir, lögréttumanns í Brautarholti, Oddssonar. Anna var dóttir Stefáns, prests á Desjarmýri, Péturssonar, prests á Valþjófsstað, Jónssonar, vefára á Kóreksstöðum, Þorsteinssonar, prests á Krossi, Stefánssonar. Móð- ir Önnu var Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir sterka, b. í Möðrudal, Jónssonar og konu hans, Kristbjargar Þórðardóttur, b. á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar. I Til hamingju með daginn! 85 ára Björn Eiríksson, Laugarholti 3A, Húsavík, er áttatíu og fimm ára í dag. 75 ára Unnur Oddsdóttir, Hofsvallagötu 15, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára. Kjartan Friðriksson iðnverkamað- ur, Kleppsvegi 134, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hann verður ekki heima á afmælisdag- inn. Ingibjörg Bergmann, Öxl II, Sveinsstaðahreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Ingibjörg S. Jóhannesdóttir, Voga- landi 14, Reykjavík, er sjötug í dag. Jónína Víglundsdóttir, Skarðshlíð 23E, Akureyri, er sjötug í dag. Lilja Rögnvaldsdóttir, Skíðabraut 13, Dalvík, er sjötug í dag. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Lára Stefánsdóttir, Lagarfelli 23A, Fellahreppi, er sjötug í dag. 60 ára_____________________ Áslaug Árnadóttir, Asparfelli 10, Reykjavík, er sextug í dag. Vilhelmína Hjaltalin, Framnesvegi 12, Keflavík, er sextug í dag. 50 ára Guðrún Jóna Jónsdóttir, Hamri, Barðastrandarhreppi, er fimmtug í dag. 40 ára Anna Hauksdóttir, Laufvangi 12, Hafnarfirði, er fertug í dag. Guðjón Arnbjörnsson, Klaustur- hvammi 9, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Sveinlaugur Hannesson, Akur- gerði 16, Vatnsleysustrandar- hreppi, er fertugur í dag. Rúnar Gíslason, Áskinn 5, Stykkis- hólmi, er fertugur í dag. Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, Urðarvegi 21, ísafirði, er fertug í dag. Signý Magnúsdóttir, Bankastræti 14, Höfðahreppi, er fertug í dag. Kristbjörg Ingólfsdóttir, Dalsgerði 5H, Akureyri, er fertug í dag. Pálína Sigurlaug Jónsdóttir, Bakkahlíð 6, Akureyri, er fertug í dag. Magnús K. Jónsson Magnús K. Jónsson, Ásgarði 51, Reykjavík, er sjötugur í dag. Magn- ús Kristinn fæddist í Reykjavik og ólst upp hjá foreldrum sínum sem lengst af bjuggu að Smiðjustíg 9 í Reykjavík. Magnús starfaði sem vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í þrjátíu og sjö ár en hann lét af störfum fyrir aldurssak- ir fyrir tveimur árum. Kona Magnúsar er Sigríður Kristín, f. 5.12.1919, dóttir Sigurðar E. Ingimundarsonar sjómanns og konu hans, Lovísu Ámadóttur Blöndal. Magnús og Sigríður eignuðust sex börn: Jón Halldór, lögfræðing- ur Vinnuveitendasambandsins, f. 8.7. 1941, er kvæntur Hönnu Guð- mundsdóttur einkaritara og eiga þau eina dóttur, Kristínu, lækna- nema við HÍ, f. 22.1. 1965, en Jón átti dóttur áður, Jónínu Sesselju; Helgi Kristinn vagnstjóri, f. 15.11. 1943; Sesselja skrifstofustúlka, f. 20.11. 1944, er ekkja eftir Sigurð Anton Sigurðsson, sem lést á síð- asta ári, og eignuðust þau þijú börn, Kristin, iðnnema, f. 16.9.1968, Hildi, f. 23.9.1971, og Sigurð Andra, f. 27.6. 1980; Sigurður Einar vagn- stjóri, f. 19.8. 1947, á tvö börn, Berglindi, f. 28.11. 1975, og Sigurð Rúnar, f. 24.7.1986; Guðrún Kristín hárgreiðsludama, f. 14.1. 1952, er gift Tómasi B. Þorbjörnssyni hús- gagnasmið og eiga þau þrjú börn, Magnús, f. 29.8.1972, Guðjón, f. 7.11. 1974, og Sigríði Lovísu, f. 22.5.1979; Erlendur Magnús tölvari, f. 10.8. Magnús K. Jónsson. 1958, er kvæntur Lilju Petru Ás- geirsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú böm, Ásgeir Þór, f. 23.2. 1981, Jón Inga, f. 28.2.1983, og Heið- dísi, f. 1.10. 1984. Magnús á einn bróður, Hans Adolf, verslunarmann í Reykjavík, f. 10.12. 1920, og er hann kvæntur Ingibjörgu Ingimundardóttur. Foreldrar Magnúsar; Jón Jóns- son frá Fuglavík á Miðnesi og kona hans, Sesselja Hansdóttir, f. í Hans- bæ við Klapparstíg. Föðursystkini Magnúsar voru Sveinn og Erlend- ína en móðurbróðir Hjörtur Hansson stórkaupmaður. Föður- foreldrar Magnúsar voru Jón Þorsteinsson, b. í Norðurkoti í Fuglavík, og kona hans, Halldóra Jónsdóttir. Móðurfaðir Magnúsar var Hans Guðmundsson, b. í Gufu- nesi, af Víkingslækjarættinni. Þómnn Eiríksdóttir Þórunn Eiríksdóttir, húsfreyja að Kaðalstöðum n, Stafholtst- ungnahreppi, er sextug í dag. Þómnn fæddist á Hamri í Þverár- hliðarhreppi en ólst upp í foreldra- húsum á Glitstöðum í Norðurárdal og átti þar heimili til 1951. Þórunn stundaði á unglingsárunum öll al- menn sveitastörf. Hún tók lands- próf frá Héraðsskólanum í Reykholti 1947 og var við nám í Húsmæðraskólanum á Varma- landi i Borgarfirði 1947-48. Hún varð húsmóðir á Kaðalstöðum 1951 og hefur búið þar síðan. Þórunn var formaður Kvenfélags Stafholts- tungna 1959-64 og formaður Sambands borgfirskra kvenna 1970-76. Hún hefur setið í vara- stjórn Kvenfélagasambands ís- lands, í skólanefnd Varmalands- skóla, í stjóm Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og í bankaráði Bún- aðarbankans. Þómnn giftist 19.8. 1949 Ólafi b. og trésmið, f. 24.2.1918, syni Jóns, b. á Kaðalstöðum, Ólafssonar og konu hans, Ingibjargar Þorsteins- dóttur. Þórunn og Ólafur eiga þrjár dæt- ur: Sigrún, húsmóðir og banka- starfsmaður í Reykjavík, f. 1950, er gift Bjarna Grétari Ölafssyni, deild- arstjóra hjá Reiknistofnun ban- kanna, og þau eiga tvö börn; Unnur, sjúkraliði í Borgamesi, f. 1960, er gift Guðmundi Kristni Guð- mundssyni rafvirkja og þau eiga tvö böm; Björk, fóstra, f. 1965, star- far við fóstrustörf í Reykjavík. Þórunn á fjórar systur, þær em: Guðrún, f. 31.10. 1930; Áslaug, f. 28.1. 1933; Steinunn Jóney, f. 26.10. 1934 og Katrín Auður, f. 16.6.1938. Foreldrar Þórannar vom Eiríkur Þorsteinsson frá Hamri og b. að Glitstöðum, f. 22.10. 1896, og kona hans, Katrín Jónsdóttir frá Sig- mundarstöðum í Þverárhlíö, f. 2.3. 1899.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.