Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Viðskipti Prentsmiðja DV: Fyrst til að tengja Macintosh við setningartölvu „Prentsmiðja DV hefur notað þá tækni að fullvinna efni á Macintosh- tölvu og prenta þaö síðan út af disklingi síðan í haust. Raunar var prentsmiðja DV fyrst íslenskra prentsmiðja til að tileinka sér þessa nýjung. Það er því rangt, sem kemur fram í Morgunblaðinu í gær, að Gut- enberg sé eina prentsmiðjan sem hefur yfir slíkri tækni að ráða,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, prentsmiðju- stjóri DV, er blaðið ræddi við hann. Ólafur Ingi sagði að sem dæmi mætti nefna að veðurkort væru keyrð út daglega fyrir DV. Einnig færi öll gerð línurita, kortavinnsla og ýmis önnur graflsk vinnsla fyrir blaðið fram á þennan hátt. „Þessi verkefni eru tekin frá Macintosh SE-vél og send beint frá henni inn á Monotype-Lasercomp setningarvél. Við getum einnig sent út texta frá PageMaker og síðan notað Macdraw, ritvinnsluforritið Word og fleiri for- rit,“ sagði Ólafur Ingi. -JSS Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 22 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 22-25 Ab.Sb 6mán. uppsogn 23-27 Ab.Sb 12 mán. uppsögn 24-30,5 Úb 18mán. uppsogn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 10-12 Sp.lb, Vb,Ab, Sb Sértékkareikningar 12-24 Vb Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb. Lb.Vb Innlán með sérkjörum 20-34 Sb Innlángengistryggð Bandarlkjadalir 6-7,25 Ab Sterlingspund 7,5-8 Ab,Vb Vestur-þýskmörk 2-3,25 Ab Danskarkrónur 7,50-9 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 34-35 Ib.Lb. Úb.Bb. Viöskiptavixlar(forv.) (1) 36 eða kaupgengi Almenn skuldabréf 36-37 Lb.Bb. Ib Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.lb, Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu isl. krónur 33-36 Bb.Lb, SDR 8-8,5 Lb.Bb, Sb Bandaríkjadalir 9-10 Lb.Bb, Sb.Sp Sterlingspund 10,5-11,25 Úb Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 51,6 4.3 á mán. MEÐALVEXTIR Överðtr. jan.88 36,2 Verðtr. jan. 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajan. 1913 stig Byggingavisitalajan. 345,1 stig Byggingavisitalajan. 107,9 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,550 Einingabréf 2 1,489 Einingabréf 3 1,588 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,572 Lifeyrisbróf 1.282 Markbréf 1,322 Sjóösbréf 1 1,253 Sjóósbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,311 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 130 kr. Eimskip 365 kr. Flugleiðir 252 kr. Hampiöjan 136 kr. Hlutabr.sjóöurinn 141 kr. Iðnaöarbankinn 154 kr. Skagstrendingurhf. 186 kr. Verslunarbankinn 133kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaöarbanki og Samvinnubanki kaukpa viöskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Kæra á eðtia- ott kiúklingabændur fyrir Verðlaúsráði: Hafa jatað olog- legt verðsamráð Neytendasamtökin ætla ekki að væri að neytendur og kaupmenn ráði. Hann sagði að búiö væri aö þettaerþannigmál.ÉgtelaðNeyt- láta reyna á reglugerö landbúnað- tækju höndum saman. halda fund meö fulltrúum fram- endasamtökin séu aö vissu leyti að arráðherra ura framleiðslustýr- Hins vegar er kæra Neytenda- leiðenda þar sem þeir heíðu játaö vaöa reyk með þessari kæru, þau ingu fyrir dórastólum enda teija samtakanna á hendur eggja- og að hafa haft með sér ólöglegt verð- túlka sarakeppnislögin eins og þau að samkværat búvörulögum, Kjúklingabændumnútilmeðferðar samráð. En hvaöa refsingar geta þeim sýnist," sagði JónasHalldórs- settum 1987, sé ráðuneytinu heira- hjá Verölagsráði þar sem framleiö- Verðlagsráðsmenn beitt? son, formaður Félags kjúklinga- ilt að setja reglugerö sem þessa. endur eru sakaðir um ólöglegt „Ég geri ráð fyrir að niöurstaðan bænda, ura kæruna sem á þeim Þetta sögöu þeir báðir, Jóhannes verösamráö. verði sú að þetta fari fyrir sex hvílir. Hann sagði að framleiðend- Gunnarsson og Jónas Bjarnasson Samkvæmt upplýsingum Krist- manna nefiidina, ég held að það sé ur ætluðu ekki að hafa frumkvæði hjá Neytendasamtökunum, um ieið ins Briem, deildarsjóra hjá Verð- eini möguleikinn til aö leysa þetta aðþvíaðbiðjaumaöverðákvörðun og þeir sögðu aö eina ráð þeirra til lagsstofnun, verður þessi kæra mál,“ sagði Kristinn. fari fyrir sex manna nefndina. að bijóta reglugerðina á bak aftur tekin fyrir von bráðar í Verðlags- „Æfli þetta mál sofni ekki bara, -SMJ Brauð sem enginn kaupir eru nu seld sem svinafóður. Offramleiðsla bakara í svín „Offramleiðslan fer í svínafóður," sagði Haraldur Friðriksson, formað- ur Landssambands bakarameistara, þegar DV innti hann eftir því hvaö yrði um brauðið sem landinn borðaði ekki. „Þessu er safnað saman og selt til svínabænda fyrir ákveðið verð.“ „Þetta ástand var óþekkt fyrir nokkrum árum,“ sagði Haraldur, „en aukin samkeppni hefur orðið þess vaidandi aö það sem kaupmenn selja ekki af því brauði sem við selj- um þeim, endursenda þeir.“ Friðrik sagði að ekki hefði komið til tals aö framleiða minna og lækka verðið á brauði. „Þaö næöist ekki samstaða um það. Markaðslögmálið er látið ráða,“ sagði hann. -StB Kaupbann a egg og kjuklinga: Kaupmenn „almennt frekar jákvæðir1 „Mér hefur heyrst það á kaup- mönnum að þeir séu almennt frekar jákvæðir gagnvart þessari áskorun Neytendasamtakanna," sagði Ingi- bjöm Hafsteinsson, formaður félags matvörukaupmanna. Hann sagði að það væri sérstaklega reglugerð landbúnaðarráðherra sem færi fyrir brjóstið á mönnum og væru kaupmenn tilbúnir að vinna með neytendum til að vinna bug á henni. Ingibjörn sagði að þaö væri þó ekki samtakanna að ákveða hvað kaupmenn ættu að gera - það yrði hver að gera upp við sig. Menn hefðu þó miklar áhyggjur af því hvað yrði næst, hvort að op væri þama komið fyrir svínakjötið og fleira. Hann sagði að fólk gæti allt eins búist við því að sums staöar færi framboð þessarar vöru að minnka. Það færi þó eftir viðbrögðum hvers og eins kaupmanns. Undir þetta tók Guðjón Oddsson, formaður Kaupmannasamtakanna, en hann sagði að engin heildarstefna væri á vegum samtakanna í þessu máh. „Þetta er „prinsip“mál sem Neytendasamtökin eru leggja sig í og við kaupmenn eram sammála þessu. Við viljum hafa þetta eins frjálst og hægt er enda er varan ódýr- ust þegar verð er frjálst,“ sagöi Gunnar. Hann lýsti einnig áhyggjum sínum yfir því að fleiri vöruflokkar væru á leiðinni undir verðstýringu. -SMJ íhuga að selja annan togarann „Einn þeirra möguleika, sem eru í athugun, er að selja annað skipið sem Hraðfrystihús Patreksfjarðar á,“ sagði Ólafur Jónsson hjá Samtökum Sambandsfrystihúsa er DV spurði hann hvort fundin hefði verið lausn á rekstrarvanda Hraöfrystihúss Pat- reksíjarðar. Húsið hefur verið lokað síðan fyrir jól en þá lét Orkubú Vest- fjarða loka fyrir rafmagnið til þess vegna skulda. Samvinnuhreyflngin á um 90% hlutabréfa í frystihúsinu. Ólafur sagði að eigendur, Byggða- stofnun og viðskiptabankar, hefðu aö undanförnu unnið að lausn vanda frystihússins. Vitaskuld veltu menn því fyrir sér hvort yfirhöfuð ætti að leggja fé í fiskverkunarfyrirtæki, svo hrikaleg sem rekstrarskilyrði þeirra væru í dag. Frystihúsið skuldaði mikið en það væri nýlegt og ætti tvö góð skip. „Fyrirtækið á nokkurt eigið fé en bara ekki nógu mikið,“ sagði Ólafur. „Gjaldþrot er ekki inni í myndinni. Vandamáhð er að skuldir era til mjög skamms tíma. Það þarf aö liggja fyrir samhljóða ákvörðun Byggðastofriunar, viðskiptabanka og eigenda um þær ráðstafanir sem þurfa þykja og ég vona að málið skýr- ist í lok næstu viku.“ -JSS Hvemig verða tekjur síðasta árs skattlagðar? 25% hækkun launa í eigin atvinnurekstri skattlaus Tekjur ársin 1987 era skattlaust- ar fyrir flest launafólk en óeðhlega mikil launahækkun verður skatt- skyld í vissum tilfeUum. Ef laimahækkun frá 1986-1987 verður vegna aukinnar vinnu, auk- innar stöðuábyrgðar eða vegna stöðuhækkunar er ekki um aukna skattskyldu að ræða, svo fremi að ekki sé gerð breyting á uppgjörsað- ferð eða viðmiðun tekna. Sérreglur gUda um þá sem reikna sér laun í eigin atvinnurekstri og þá sem eiga eignarhlutdeUd í félög- um, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Ef laun þessara aðUa eru 25% hærri árið 1987 en árið 1986, m.t.t. verðbóta, eða ef launiri era hærri en viðmiðunar- launin 1987 er umframflárhæðin skattskyld. Þetta er gert til þess að hamla gegn því að þeir aðUar sem geta ákvarðað laun sín sjálfir hækki þau óeðhlega mikiö vegna skattlausa ársins. Þeir sem verða skattlagöir fyrir árið 1987 vegna mikillar tekju- hækkunar milh ára þurfa að greiða skattana fyrir árið 1987 samhhða staðgreiöslusköttum sínum fyrir árið 1988. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.