Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Útlönd Þungt var yflr siöasta degi opinberrar heimsoKnar v-þyska stjom- málamannsins Franz Josef Strauss til Suður-Afríku. Sprengja sprakk í verslunarmiöstöð í herstöö í höfuðborg Namibíu í gær. Yfirvöld gripu til fjöldahandtöku á þeim sem grunaðir eru um skæruhernað og til tíðinda dró í samskiptum svartra og hvítra víða í landinu. Vonir þær sem menn hafa gert sér um hugsanlegar sættir milli Namib- íu og S-Afríku dofnuöu mjög í gær. Þá gripu stjómvöld í S-Afríku til aðgerða gegn hvitri stúlku og þeldökk- um pilti sem undanfarið hafa búið saman í hverfl þeldökkra við Jóhannes- arborg. Réðust lögreglumenn inn á heimih þeirra í gær og fjarlægðu stúlkima. FuUyrtu þeir að hún hefði beðið um brottflutning en sambýhs- maöur hennar segir að henni hafi verið rænt. TVö ár fra Challenger-stysinu Tvö ár eru nú hðin frá þvi að bandaríska geimferjan Challenger fórst i flugtaki og með henni sjö geimí'arar. Slysið varö þann 28. jan- úar 1986. Bandaríkjamenn minntust slyss- ins í gær og á meðfylgjandi mynd sést June Scobee, eiginkona Dick Scobee, yfirmanns áhafnarinnar á Challenger, leggja blóm á minnis- merkið um fetjuna í Arlington kirkjugaröinum. Ætta að setja met Neil Armstrong, fyrrum geim- fari, og flugmaðurinn Clay Lacy eru nú að reyna að setja nýtt hraða- met í flugi umhverfis jöröina. Til þessa fengu þeir lánaöa Boeing 747 farþegaþotu frá bandaríska flugfé- laginu United Airhnes. Flugið tengist fjársöfnunarherferð Fri- endship-stofnunarinnar og ura borð í þotunni veröa eitt hundrað meðhmir hennar. Ahur ágóöi af fjársöfnuninni rennur tii hknar- mála bama. Hundruð handtekin Lögreglan í Perú handtók í gær tvö hundruð og tjörutiu manns í tengslum við sólarhrings langt ahs- iierjarverkfall sem boöaö var th aö mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í efnahagsmálum. Til nokkurra átaka kom vegna verkiáhsins. Lífverðir eins af leiö- togum kommúnista í landinu skutu af byssum á hóp mótmælenda og maóistar beittu dínamíti í átölcum viö aðra kommúnista í Líma, höf- uðborg landsins. Fimm manns meiddust í átökun- um en ekki hafa borist fregnir af því að neinn hafi látið lífið. Þátttaka í ahshetjarverkfahinu í gær var ekki eins almenn og boðendur þess höföu vonast til. Stjórnvöld í Perú lýstu verkfahið ólöglegt og sögðu að lögregla myndi grípa til hvaða aögerða sem nauðsynlegar kynnu að vera th aö viðhalda lögum og reglu. Á hverfanda hvell Tyrkjum þykir margt líkt með forsætisráðherra sínum, Turgut Ozal, og Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands. Þykir þeim ekki ólíklegt að með þeim tveim gæti skapast svipað samband og mihi aðalpersónanna í kvik- myndinni Á hverfanda hveh, ef þau fengju tækifæri til að þroska tengsl sín. Þessi líking hefur nú orðið j'yrkjum vopn í baráttunni gegn þvi að breskt fyrirtæki fái það verkefni að byggja þriðju brúna yfir Bosporussund. Á meðfylgjandi mynd sést áróðursspjald þar sem Ozal og Thatcher eru komin í hlutverk sin og í texta segir að spurningin sé hvort Ozal takist að koma Möggu á brúna eða hvort hún taki hann í þetta sinn. Þungt yfir heimsókninni Þrír öldungadeildarþingmenn demókrata, þeir Christopher Dodd, Edward Kennedy og Patrick Leahy, kynna tiliög- ur sínar um aðstoð við kontra, sem ekki fela í sér neina hernaðarlega aðstoð. Símamynd Reuter Hemaðar- aðstoð ólíkleg Óvænlega virðist nú horfa fyrir beiðni Ronald Reagan Bandaríkja- forseta um áframhaldandi hernaðar- lega aðstoð viö skæruliða kontra1 hreyfingarinnar sem berst gegn stjórnvöldum í Nicaragua. Andstaða við beiðni forsetans um liðlega þrjá- tíu og rex milljón dollara aðstoð við kontra, þar af liðlega þrjár og hálfa miljón dollara í hernaðaraðstoð, er mikil í báðum deildum þingsins. Og fari svo að beiðnin verði felld eru þingmenn demókrata tilbúnir með sína eigin' áætlun um aðstoð við kontrahreyfmguna sem felur ein- ungis í sér sendingar á matvælum, lyfium og fatnaði. Verði beiðni for- setans felld og áætlun demókrata samþykkt er mjög ólíklegt að hemað- araðstoð verði samþykkt í bráð. Demókratar í bandaríska þinginu segja að aðstæður séu nú mjög já- kvæðar fyrir þeirra tillögur og telja líklegt að fulltrúadeild þingsins felli beiðni forsetans í atkvæðagreiðslu sem fara á fram næstkomandi mið- vikudag. Reagan forseti er hins vegar ekki á því að gefast upp. Starfshð hans ger- ir nú harða hríða að um þrjátíu þingmönnum, sem ekki hafa enn gef- ið upp afstöðu til beiðninnar. Meðal annars íhugar forsetinn nú hvort hann eigi að ávarpa bandarísku þjóð- ina í sjónvarpi á þriðjudagskvöld og biðja þar um stuðning. Franskir kennarar krefjast launahækkunar Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Franskir gmnnskólakennarar eru, líkt og íslenskir kollegar þeirra, óánægðir með kjör sín. Þeir eru of fáir og launin of lág. í ár er ástandið sérlega slæmt og yfirvöld eru sammála kennurum um að finna verði lausnir. Ekki er óal- gengt að 35 nemendur. séu í bekk og eina leiðin fyrir kennara til að drýgja launin er að vinna meira. Til að mótmæla þessu efndu helstu verkalýðsfélög kennara til eins dags verkfalls í gær og var þátttaka góð. René Monory menntamálaráðherra viðurkennir þörfma á fleiri kennurum en vei- grar sér við að hrinda í fram- kvæmd svo kostnaðarsamri áætlun og vill greinilega bíða þar til eftir forsetakosningarnar. í stað- inn býður hann þeim kennumm sem fyrir eru aukavinnu. Kennar- ar vilja hins vegar að grunnlaunin verði tekin til endurskoðunar. Afstaöa almennings til kennara er jákvæð eftir að hafa verið frem- ur neikvæð síðustu ár. Stjórn- málamenn eru einnig farnir aö skilja þörfina á góðri endurnýjun kennara og af þessum sökum erú franskir kennarar nú ákveðnari í kröfum sínum en oft áður. Nýjar tillögur sandinista Kontraskæruhðar og fulltrúar sandinistastjórnarinnar í Nicaragua hafa hafið beinar friðarviðræður þar sem nýjar tillögur hafa verið bornar fram. Mikiö ber þó enn á milli um hvernig pólítískar umbætur eiga að fara fram. Utanríkisráðherra Nicaragua, Victor Hugo Tinoco, bar í gær fram nýja vopnahléstihögu í fimmtán lið- um. í henni var kveðið á um alþjóö- legt öryggi fyrir því að kontraskæru- hðum yrði leyfð aftur þátttaka í stjórnmálum. Hins vegar var þeirri kröfu kontraskæruhða um að fá strax að vera með í lýöræðislegum endurbótum hafnað. Skæruliðar lögðu fram tihögu á miðvikudaginn um að smám saman yrði fækkaö í her sandinistastjórnar- innar og að kontraskæruhðar fái sérsveitir í hernum. Tihögur beggja aðha miða að því að vopnahléi verði komið á í mars Þjóðvarðliöar i San Jose í Costa Rica standa vörð um bygginguna þar sem friðarviðræður kontraskæruliða í Nicaragua og fulltrúa sandinistastjórnar- innar eiga sér stað. Símamynd Reuter næstkomandi. Skæruliðar vdlja hins þá upp á 36 miUjónir dollara. Greidd vegarekkiaðvópnahlétakigildifyrr veröa atkvæði um fillögu Reagans en mánuöi eftir að Bandaríkjaþing um fiárhagsaöstoð á þingi í næstu hefur samþykkt fiárhagsaðstoð vdð vdku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.