Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Neytendur ___________________dv Barnabæturnar að koma Bamabótaaukinn á næsta leiti Um þessar mundir eru að detta inn um bréfalúgur bamafólks ávísanir frá hinu opinbera fyrir barnabótum. Ætlunin var að sameina útborgun barnabóta og bamabótaauka. Af því gat þó ekki orðið. Barnabætumar voru látnar ganga fyrir og koma til greiðslu eftir þjóðskrá bæði fyrir og eftir þessa helgi. Barnabótaauki mun hins vegar verða eitthvað seinna á feröinni eða einhvem tíma í næstu viku. Á síöunni er birt tafla yfir upp- hæðir ávísana þeirra er fólk á von á vegna bamabóta. Athygb vekur mikil jafnréttis- hyggja sem ríkir hjá skattyfirvöldum og ríkisféhirði. Hjón fá nefnilega tvær jafnháar ávísanir sendar í póst- inum að þessu sinni. Þaö verður vonandi engum til ama þó gera megi ráð fyrir að sums staðar veröi um tvær ferðir í banka að ræða. Aðalat- riðið er að allir séu sáttir. . Barnabótaaukinn verður sendur út einhvem tíma í næstu viku. Út- borgun hans er ekki eins einíold í sniðum og barnabæturnar þar sem Skyldu barnabæturnar duga fyrir barnakerrum? Fjöldi barna Yngri en 7 ára í árslok 7 ára eða eldri í árslok Árlega sambúð einst. for. Ársfjórðungslega sambúð einst. for. 1 1 0 35.776 53.664 8.944 13.416 1 0 1 17.888 53.664 4.472 13.416 2 2 0 80.496 125.216 20.124 31.304 2 1 1 62.608 125.216 15.652 31.304 2 0 2 44.720 107.328 11.180 26.832 3 3 0 125.216 196.768 31.304 49.192 3 2 1 107.328 196.768 26.832 49.192 3 1 2 89.440 178.880 22.360 44.720 3 0 3 71.552 160.992 17.888 40.248 4 4 0 169.936 268.320 42.484 67.080 4 3 1 152.048 268.320 38.012 67.080 4 2 2 134.160 250.432 33.540 62.608 4 1 3 116.272 232.544 29.068 58.136 4 0 4 98.384 214.656 24.596 53.664 5 5 0 214.656 339.872 53.664 84.968 5 4 1 196.768 339.872 49.192 84.968 5 3 2 178.880 321.984 44.720 80.496 5 2 3 160.992 304.096 40.248 76.024 5 1 4 143.104 286.209 35.776 71.552 5 0 5 125.216 268.320 31.304 67.080 6 6 0 259.376 411.424 64.844 102.856 6 5 1 241.488 411.424 60.372 102.856 6 4 2 223.600 393.536 55.900 98.384 6 3 3 205.712 375.648 51.428 93.912 6 2 4 187.824 357.760 46.956 89.440 6 1 5 169.936 - 339.872 42.484 84.968 6 0 6 152.048 321.984 38.012 80.496 Bamabætur verða greiddar ársfjórðungslega 1988 Barnabætur með fyrsta barni hjóna kr. 17.888. Barnabætur meö hverju barni hjóna umfram eitt kr. 26.832. Fyrir hvert bam, sem er yngra en 7 ára, bætast við kr. 17.888. Barnabætur hjá einstæðum foreldrum eru tvöfaldar þær barnabætur sem hjón fá, þó að lágmarki kr. 53.664 með hverju barni. OG FESTINGAR I URVALI GOTT VERÐ. bamabótaaukinn ákvarðast að miklu leyti af tekjum einstæðra eða hjóna samaniagt. Tekjur einstæðra mega ekki fara yfir 447.184 kr. á ári og hjóna samanlagt 670.776 kr. Þá byrjar barnabótaaukinn að stig- lækka. Það fer að mestu leyti eftir barnafjölda. Óskertur bamabótaauki hefur ver- ið gefinn út af skattstjóra, kr. 42.484 á ári. Fyrstu tvær útborganir bama- bótaaukans, þ.e.a.s. í febrúar og í maí, verða þó miðaðar við tekjur ársins 1987. -ÓTT Misskilningur vegna bamabóta einstæðra - loðið orðalag reglugerða vegna bamabóta Misskilningur virðist vera út- breiddur á meðal þeirra sem eitthvað hafa skoðað reglugerð íjármálaráðu- neytisins varðandi bamabætur. Orðalag reglugerðarinnnar er það loðið þar sem talað er um bamabæt- ur einstæðra að sumir telja sig eiga að fá meiri bætur en gert er ráð fyr- ir af ráðuneytinu. í 2. gr. um barnabætur segir að „barnabætur skuh á árinu nema 17.888 kr. með fyrsta bami en 26.832 kr. meö hveiju bami umfram eitt. Fyrir böm yngri en sjö ára skulu barnabætur vera 17.888 kr. hærri en framangreindar fjárhæðir. Bama- bætur með bömum einstæðra for- eldra skulu þó ávallt vera tvöfalt hærri en í 1. málsgrein, þó að lág- marki 53.664 kr. með hverju bami“. Margir skilja þetta svo að með hverju bami einstæðs foreldris fáist á ári 53.664 kr. að viöbættum 17.888 kr. fyrir hvert bam yngra en 7 ára. Þetta á bæði við um hinn almenna borgara og þá sem upplýsingar veita um þessi mál. Þótt furðulegt megi teljast stóð sjálfur skattstjóri lengi vel í þeirri meiningu að svona væri í pottinn búið. , Þó að orðalag reglugerða sé flókiö og erfitt aö skilja er um þessar mund- ir verið að greiða fólki í landinu út bamabætur. Til þess að allir megi skilja sem allra best hvað hveijum og einum er ætlað, hjónafólki sem einstæðu, er hirt hér á síðunni tafla sem sýnir hvemig bamabætur em borgaðar. -ÓTT Avísanir fyrir barnabótum á hraðri leið í póstkassana. Neytendasamtokin: Áskorun til neytenda Að marggefnu tilefni beina Neyt- endasamtökin þeirri áskomn til neytenda að kaupa aldrei fatnað eða aðra vefnaðarvöm án með- ferðarleiðbeininga og efnislýsingar frá framleiðanda nema seljandi gefi skriflega yfirlýsingu um þessi efni. Þvi miður er þess fjöldi dæma að fatnaður eða vefnaðarvara, sem eyðilagst hefur í þvotti eða hreins- un, fæst ekki bætt vegna þess að kaupanda og seljanda greinir á um eðlilega meðferð eðaber ekki sam- an um þær munnlegu leiðbeiningar sem veittar voru við sölu. Bótaréttur er best tryggður meö því að fyrir hendi séu óyggjandi yfirlýsingar framleiðenda eða selj- enda sem nota má við tilraunameð- ferð á sams konar vörum og um er deilt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.