Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. 13 pv___________________Neytendur Þorraveislur í ódýrara lagi Útseldur þorramatur á svipuðu verði og út úr búð Mikið er um þorrablót um þessar mundir. Á þessum tíma árs er algengt með- al hinna ýmsu hópa í landinu að halda þorrablót. Það væri ærið mikið umstang fyrir örfáar mann- eskjur að kaupa inn mat fyrir slíkar veislur og útbúa svo vel væri. Oftast ná tegundir þorramat- ar því að verða um 16-20 talsins. Það er því þægilegt að leggja alla þá vinnu, sem þessu fylgir, á herð- ar veitingamanna. Maður skyldi ætla að keypt vinna og þjónusta yrði mikið dýrari heldur en það sem hægt er að gera í heimahúsum. Skyldi raunin vera sú vilji einhver þreyja þorrann með glæsibrag? Leitað var á náðir nokkurra aðila sem sjá um að útbúa þorraveislur. Spurt var um verð fyrir manninn í misstórum hópum. Verðið miðast í flestum tilfellum við u.þ.b. 18 teg- undir. Drykkir eru ekki taldir með. Hjá Veislumiðstöðinni fæst þorramatur fyrir 20-50 manns á 1.200 kr. pr. mann, fyrir 50-100 manna hóp 1.150 kr. pr. mann og fyrir fleiri en 100 manns er verð fyrir mamlinn kr. 1.100. Veislumið- stöðin sér einnig um að leigja út Skíðaskálann í Hveradölum, verðið fyrir manninn sé skálinn leigður er 1.800 kr. Matstofa Miðfells selur út þorra- mat fyrir aðeins 1.000 kr. fyrir manninn, sama verð er hjá fyrir- tækinu Veitingamanninumog 1.050 kr. kostar þorramaíur hjá Mat- borðinu. Þessi fyrirteki geta haft milligöngu um útvegun salar- kynna fyrir þorraveislur. Almennt mat manna á þessum stöðum er að verð fyrir meðalsal sé um 5-6.000 kr. Vaninn er að fyrirtækin senda fólk út til þess að sjá um matinn endurgjaldslaust. Þó mun eitthvað þurfa að borga fyrir þjónustufólk sé fjöldi svo mikill að ekki sé hægt aö komast hjá að hafa töluverðan mannskap. Vilji fólk koma áhyggjulaust og borga fyrir alla þá mögulegu þjón- ustu og vinnu sem hægt er að fá vegna veisluhaldanna er t.d. hægt að leita til Veitingahallarinnar eða Gaflsins í Hafnarfirði. Þangað er hægt að koma áhyggjulaus í mis- stórum hópum og fá þorraveislu framreidda án þess að hafa fyrir nokkru sjálfur. Verðið í Veitinga- höllinni er fyrir 24ra tegunda þorramat (þ.á m. 3 teg. af síld) 1.690 kr. í Gaflinum er verðið 1.200-1.400 kr., allt eftir stærð hópa, Allir þess- ir staðir sjá um að útvega drykkjar- fóng, bæði áfenga og óáfenga drykki. Að lokum má til gamans geta þess að fyrir skömmu tók sig samah vaskur hópur þorramatarelskenda og keypti inn 18 tegundir þorramat- ar fyrir 20 manns. Reikningurinn hljóðaði upp á 18.000 kr. (í reikn- ingnum var ein flaska af ísl. brennivíni). Það er þvi ekki fjarri að áætla aö keyptur þorramatur úr búð kosti um 850 kr. fyrir mann- inn á meðan hægt er að fá keyptan svipaðan mat fyrir um 1.000 kr. hjá veitingamönnum. -ÓTT 0PIÐ ÍKVÖLD Sértilboð í matvöru- markaði: Svinakótilettur kr. 798,- Svinalæris- og bógsneiðar kr. 578,- • Úrbeinuð lambasteik kr. 599,- • Nautahakk kr. 438,- • Nautagúllas kr. 670,- • Nautasnitsel kr. 690,- TIL KL. 20 LAUGARDAG KL. 9-16 staðgreiðslu- afsláttur öllum deildum Jlif A A A A A A acc'd zjouga j L- — •— lJ LJ QQOijjfjT • — ---- uijijjoaj3-.va M tlHÍ lUUUUUlll lln Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 HELLISSANDUR óskar að ráða umboðsmann á Hellissandi. Upplýsingar í símum 93-66626 eða 91-27022. Fæst í nýrri fatadeild í SS-búðinni Glæsibæ. Herraogdömu íþróttagallar Efni: 35% bómull 65% polyester Litir: blár rauður svartur Stærðir: S - M - L - XL Verð: 1.647. «0 ws&F* G LÆSIBÆ ÍSLANDSSTRENGUR í 1 0 þráða hör. s Stærð: 1 8x1 27 cm. Verð á pakkningu án járna kr. 2.100,- SKJALDARMERKI í 10 þráða hör. Stærð 35x40 cm. I aida. Stærð 45x50 cm. Verð á pakkningu kr. 1.850,- LUKKUPOKAR Verðmæti kr. 3.000,-. Verð kr. Engir tveir pokar eins. 1.500,- PÓSTSENDUM ^annprbabcrðlunín (Erla Snorrabraut 44, sími 14290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.