Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingas'tjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verö I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Forystuleysi Illa horfir í samningamálum. Mikill ótti er um, að til verkfalla komi. Helzti vandinn er, að samningamenn launþega eru ekki nógu öflugir í samtökum sínum. Þeir eiga erfitt með að sameina liðið og skapa ákveðin skil- yrði fyrir raunhæfa samninga. Rótleysið veldur bölvun. Ríkisstjórnin hefur einnig verið of sein að láta frá sér heyra. Hver bíður eftir öðrum. Meðan færast verkfóllin nær. Forystuleysi í samningunum getur reynzt dýrkeypt. Alþýðusambandið hefur þar ekkert forystuhlutverk, sem stendur. Alþýðusambandið hafði þó gegnt lykil- hlutverki við ýmsa skynsamlega samningagerð síðustu ára. Forseti sambandsins, Ásmundur Stefánsson, lenti í því óláni að fara á kaf í pólitík. Hörð afskipti hans af stjórnmálum sköpuðu honum óvináttu. Þær deilur urðu einna harðastar innan hans eigin flokks, Alþýðubanda- lagsins. En þá gerðist það, að Ásmundur fór illa út úr framboðsmálum sínum. Hann glataði trausti. Hann reyndist veikur foringi. Ásmundur veitir ekki þá leið- sögn, sem þarf, nú á erfiðum tímum. Frumkvæði í samningamálum hefur að miklu flutzt til Verkamannasambandsins. En þar skortir einnig nauðsynlega forystu. Vissulega er enginn kostur, að foringjar í verkaýðsfélögum séu fastir í stjórnmálaflokk- um. En afskipti Guðmundar J. Guðmundssonar af stjórnmálum urðu að lokum ekki til að efla hann, held- ur magna um hann deilur. Karvel Pálmason tók ekki þann kost að styðja Vestfjarðasamningana, hið viturleg- asta, sem gerzt hefur í vetur í samningamálum. Deilur standa um Karvel. Hann getur heldur ekki veitt verka- fólki þá leiðsögn, sem nú þarf. Hvers vegna er slík þörf á forystu nú? Vegna þess, hverjar aðstæður eru. Ekki er svigrúm til að efla kaup- mátt launþega almennt. En margir vilja reyna að halda uppi gervikaupmætti, sem knúimryrði fram með vinnu- deilum. Nú þarf að bæta hag þeirra, sem drógust aftur úr síðustu ár. Rétt er meðal annars að styðja fiskvinnslu- fólk sérstaklega. En margir vilja breyta til, láta starfsald- ur skipta meira máh en verið hefur að undanfórnu. Verkafólk greinir á um leiðir. Menn verða að varast vítin frá 1984. Þá mistókst að halda samstöðu innan laun- þegahreyfingarinnar. Þá voru stjórnvöld of sein á sér til að bjóða fram með öflugum hætti þann kost, sem til greina kom, skattalækkanir. Því tóku þeir frumkvæðið, sem skammsýnastir voru. Kröfúr voru háar og langt umfram getu efnahagslífsins. Efnt var til harðvítugra verkfalla og kaupkröfur knúnar fram, en eftir fylgdi verðbólguskriða og gengisfelling. Eftir sátu launþegar með sárt ennið. Þeir höfðu ekkert unnið, en miklu tap- að. Þjóðin í heild glataði miklu við þetta. Það er einmitt þess konar ástand, sem margir óttast, að nú verði. í samningunum nú verður ekki af viti samið um al- menna aukningu kaupmáttar. Hún fengi ekki haldizt. En fulltrúar launþega þurfa að semja um, hver launa- hlutfollin eigi að verða. Án þess yrði ekki von til að lyfta hinum lægstlaunuðu. Til þess þarf skynsamlega forystu meðal launþega. Til þess þarf ríkisstjórnin að spila út sínum spilum, svo sem með því að bjóða hækk- un skattleysismarka. Ríkisstjórnin verður einnig að gera samningamönnum ljóst, hvað stjórnin vill, svo að sagan frá 1984 endurtaki sig ekki. Haukur Helgason. Verðlagning kjúkl inga og eggja A undaníömum árum hafa verið gerðar ítrekaðar tílraunir til að koma á framleiðslustýringu innan kjúklinga- og eggjaframleiðslu. Framleiðslu- og verðstýring —yfirlit Segja má að fyrsta alvarlega til- raunin til þess hafi verið gerð árið 1983 en þá var stofnað dreiíingar- fyrirtækið ísegg sem átti að sjá um alla dreifmgu á suðvesturhomi landsins. Tilraun þessi mistókst vegna mikillar andstöðu Neytenda- samtakanna og vegna þess að ýmsir stærri framleiðendur voru ekki á því að leggjast í einokun. í kjölfar þessa klofnuðu samtök eggjaframleiöenda. Fylgismenn einokunar urðu áfram í Samtökum eggjaframleiðenda en andstæðing- ar framleiðslustýringar mynduöu Félag alifuglahænda. Æ síðan (þar til fyrir nokkrum vikum) hefur Félag alifuglabænda verið fylgj- andi eðlilegri verðmyndun og mjög andsnúið hvers konar framleiðslu- stýringu eða einokun. Árið 1986 voru Samtök eggjaframleiðenda enn á ferðinni með hugmyndir sín- ar um framleiðslu- og verðstýr- ingu. í desembersamningunum það ár féllst þáverandi ríkisstjóm á kröfu aðila vinnumarkaðarins og lofaði því að ekki skyldi komið á slíkri stýringu í þessum greinum. Neytendasamtökin hafa einatt lagst hart gegn öllum tilraunum til framleiðslu- eða verðstýringar KjáOarinn Kjúklingar. Kostnaðarliðir við myndun heildsölu- verðs fyrir kíló af kjúklingakjöti, ísl. krónur. Danmörk: ísland: Keyptir daggamlir kjúklingar kr. 11,00 (Áætlun NS) kr. 17,50 Fóóur og flutningar á tóöri kr. 42,00 kr. 64,00 Annað* kr. 3,00 kr. 5,50 Laun og iaunatengd gjöld .' kr. 1,00 kr. 2,00 Húsnæói og tæki kr. 5,00 kr. 7,50 Samtals kr. 62,00 kr. 96,50 *Annað: Orkaoghiti kr. 3,50 Spænirog rekstrarvörur kr. 0,25 kr. 0,50 Vextir af fjármunum bundnum í kjúklingum og fóðri kr. 1,30 Ýmislegt kr. 0,06 kr. 0,20 Samtalskr. 2,50 kr. 5,50 Fóðurnotkun á framleitt kg 2,40 3,00 kr. 21,20 Verðáfóðri* * Með endurgr. samkv. uppl. frá landbúnaðarráðuneyti. Áður talinn framleiðslukostnaður.. kr. 62,00 kr. 96,50 Sláturkostnaður kr. 49.50 kr. 63,50 kr. 160,00 Samtals heildsöluverð kr. 111,50 Steinar Harðarson í stjórn Neytendasamtakanna og varaform. Neytendafél. Reykjavíkur og nágr. Egg. Kostnaðarliöir við myndun heildsöluverðs fyrir kíló af eggj- um, ísl. krónur. Danmörk: ísland: (Áætlun NS) Afskrift, hænur*.......................kr. 216,00 kr. 266,00 Fóöur**................................kr. 730,00 kr. 869,00 Ýmislegt................................kr. 50,00 kr. 75,00 Laun og launatengd gjöld................kr. 55,00 kr. 69,00 Húsnæði og tækni.......................kr. 158,00 kr. 197,00 Samtalskr. 1210,00 kr. 1476,00 *Afskriftir á hænu: Verð á unga, 20-24 vikna................kr. 235,00 kr. 294,00 Söluveröfyrirfelldahænu..................kr. 20,00 kr. 30,00 Afföll....................................kr. 1,00 kr. 2,00 Samtalskr. 216,00 kr. 266,00 **Fóöur: Fóðurnotkun á hænu........................46,4 kg 41,0 kg Fóðurnotkun á framleitt kg. eggja..........2,7 kg 3,4 kg Verðáfóðri...............................kr. 18,78 kr. 21,20 Framleitt magn á hænu, kg. egg............17,0 kg 12,0 kg Samtals heildsöluverð fyrir kíló af eggjum...........................kr. 71,00 kr. 123,00 „Verðlag í Danmörku og á íslandi er að öðru leyti mjög svipað og það hafa engin rök komið fram sem benda til þess að verð þurfi að vera þrefalt hærra á kjúklingum og tvöfalt hærra á eggjum á Islandi en í Danmörku.“ hvort sem þær tilraunir hafa átt upptök sín hjá framleiðendum eða í landbúnaðarráðuneytinu. Viö mótmæltum harðlega kjamfóður- gjaldinu á sínum tíma en þaö gjald hækkaði verð á eggjum og kjúkl- ingum til neytenda og hindraði eðlilegar framfarir við þessa mat- vælaframleiðslu. Neytendasam- tökin hafa því staðið með framleiðendum eggja og kjúklinga þegar aögerðir stjómvalda hafa haft í för með sér verðhækkanir tii neytenda. í eina sæng Þau tíðindi hafa nú orðið að Félag alifuglabænda hefur snúið við hlaðinu og gengið í eina sæng með einokunarsinnum í Samtökum eggjaframleiðenda. Sameinaðir hafa þeir fengið landbúnaðarráðu- neytið til þess að setja reglugerð um sérstakt kjamfóðurgjald með endurgreiðsluákvæði og í reynd er búið að koma á kvóta 1 þessum framleiðslugreinum. Þessi fram- leiðslustýring er einungis til þess fallin að hækka eða viðhalda alls óviðunandi háu verði á þessum vörum og hindra eðlilegar fram- farir. Gegn þessari óheillaþróun risu Neytendasamtökin. Við höfum krafist þess aö reglugeröin verði afturköUuð. Viö höfum birt saman- burð á verði kjúklinga og eggja á íslandi og í nágrannalöndunum en þar kemur fram gífurlegur munur Jslenskum neytendum í óhag. Við höfum einnig skorað á kaupmenn að kaupa ekki kjúklinga eða egg á hærra verði en því sem við teljum sanngjamt. Því miður hafa þessar aðgerðir okkar ekki enn borið til- ætlaðan árangur, það er að hindra einokun og ná fram umtalsverðri lækkun á verði. Okkar útreikningar Nýjustu tíðindin eru þau að sex- mannanefnd hefur veriö fahð að verðleggja egg og kjúkhnga. Við hjá Neytendasamtökunum höfum áð- ur auglýst það verð sem við teljum sanngjarnt fyrir egg og kjúkhnga og það er rétt og skylt aö almenn- ingur og sexmannanefnd fái að sjá okkar útreikninga. Útreikningar NS eru byggðir á sameiginlegri skýrslu danska landbúnaðarráðu- neytisins og danskra framleiöenda, „Landsudvalget för fjerkræ. Ber- etning“. Kostnaðarhðir em upp- reiknaðir miðað við vísitölu í janúar 1988. Heimting á sanngjörnu veröi Skráö heildsöluverð hérlendis er nú kr. 160 fyrir kíló af eggjum og kr. 325 fyrir kíló af kjúkhngakjöti. í þessum útreikningum okkar hér að ofan er gert ráð fyrir 25-100% hærri kostnaði á íslandi á öhum hðum framleiðslunnar. Smáar framleiðslueiningar, htih markaður, hár fjármagnskostnað- ur og vanþróaðri framleiðsluað- ferðir réttlæta að áætlun NS geri ráð fyrir hærri kostnaðarhðum hérlendis. Verðlag í Danmörku og á íslandi er að öðru leyti mjög svip- að og það hafa engin rök komið fram sem benda til þess að verð þurfi að vera þrefalt hærra á kjúkl- ingum og tvöfalt hærra á eggjum á íslandi en í Danmörku. Ef þau rök erú til eiga íslenskir neytendur rétt á að heyra þau. Ef slík rök em ekki fyrir hendi eiga íslenskir neyt- endur heimtingu á eggjum og kjúkhngum á sanngjörnu veðri en ekki á því fjarstæðukennda verði sem framleiðendur hafa komið sér saman um og stjórnvöld lagt bless- un sína yfir. Steinar Harðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.