Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. Jarðarfarir Guðjón Benediktsson vélstjóri, áður til heimilis í Gunnarssundi 7, Hafn- arfirði, sem lést á Hrafnistu þann 5. febrúar, verður jarösunginn frá ** HafnarQarðarkirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15. Eiríkur Kúld Sigurðsson, Alfheim- um 3, ve'rður jarðsunginn frá Langholtskirkju flmmtudaginn 18. febrúar kl. 15. Sigríður Sigurðardóttir, Sörlaskjóli 82, Reykjavík, er lést í gjörgæsludeild Landspítalans 10. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginmn 18. febrúar kl. 13.30. Stefán Stefánsson frá Vík í Mýrdal, lést í elliheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, aðfaranótt 15. febrúar. Jarðarfór hans fer fram frá Víkur- kirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14. Ester Kristjana Sæmundsdóttir, Ásbraut 17, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju fostudag- inn 19. febrúar kl. 15. Valgerður Pétursdóttir lést 9. febrú- ar sl. Hún var fædd á Hallgilsstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu þann 7. júni 1912. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Bragi Halldórsson. Þau hjónin eignuðust fjögur böm og eru tvö á lífi. Valgerður starfaði lengst af sem matráðskona við Sjúkrahús Kefla- víkur. Útíor hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Andlát Garðar Sigfússon, Espigerði 2, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Svava Jónasdóttir, Mánagötu 12, lést í Landspítalanum 15. febrúar. Stefán Stefánsson frá Vík í Mýrdal lést á elliheimilinu Kumbaravogi aðfaranótt 15. febrúar. Símon Jóhann Helgason, fyrrver- andi skipstjóri, Túngötu 12, Isafiröi, lést í SjúkraRúsi ísafjarðar 16. febrú- _ ar. Gísli Sveinsson frá Sveinsstöðum, lést í Borgarspítalanum 15. febrúar. Kristín Samúelsdóttir, frá Súðavík, til heimilis á Sléttahrauni 23, Hafnar- firði, lést 14. febrúar. Sveinn Hannesson, bóndi, Asgarði, Reykholtsdal, andaðist að heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 15. fe- brúar. Helga Þorsteinsdóttir, fyrrum hús- freyja, Heiði, Rangárvöllum, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 15. febrúar. Ný snyrtistofa Þann 1. febrúar sl. opnaöi snyrtistofan Elva, til húsa að Laufásvegi 46, þar sem áöur hafði verið snyrtistofan Tara. Eig- andi snyrtistofunnar er Elva Elvarsdóttir snyrtifræðingur. Til boða á snyrtistof- unni er öll almenn snyrting auk varan- iegrar háreyðingar og cathiodermie meðferöa. Síminn á stofunni er 622520. Fyrirlestrar Fyrirlestur hjá Geðhjálp Geðhjálp heldur fyrirlestur fimmtudag- inn 18. febrúar 1988. Anna Kristin Kristj- ánsdóttir yfirsjúkraþjálfari flytur erindi um líkamshreyfingu og geðheilsu. FVrir- lesturinn hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Fyrirspumir, umræður og kaffi veröa eftir fyrirlesturinn. Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Fundir Digranesprestakall Aðalfundur kirkjufélagsins verður hald- inn í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg annað kvöld (funmtudagskvöld) kl. 20.30. Að loknum aðalfundarstörfum sýnir Sal- björg Óskarsdóttir ævintýralegar myndir frá Nepal. Kaffiveitingar. Nýir félagar velkomnir. Tilkyimingar Húnvetningafélagið Spiluð verður félagsvist laugardaginn 20. febrúar kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Flóamarkaður F.E.F. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn laugardagana 20. og 27. febrúar kl. 14-17 að Skeljanesi 6, kjallara. Mikið úrval af gömlum og góðum fatnaði ásamt öðm. Komið og gerið kjarakaup. Leið 5 að endastöð. Merkjasala Rauða kross Is- lands Árleg merkjasala RKI fer fram dagana 17. til 20. febrúar nk. Merkið kostar 100 kr. í ár rennur mesti hluti ágóðans af merkjasölunni til RK-hússins. RK-húsið er neyðarathvarf fyrir böm og unglinga að Tjarnargötu 35 og var það sett á stofn fyrir rúmum 2 ámm. Þar er opið allan sólarhringinn. Einnig er símaþjónusta fyrir böm og unglinga í RK-húsinu og er símanúmerið 622260. Þeir sem leita til RK-hússins verða að koma sjálfviljugir en full nafnleynd er viðhöfð. Reynslan hefur sýnt að brýn nauðsyn er á þvi að starfrækja RK-húsið. Frá opnun RK- hússins hefur fjöldi ungmenna með margvísleg félagsleg og persónuleg vandamál leitað sér aðstoðar og leið- beiningar í húsinu en fjöldi gestakoma er tæplega 270 og meðaldvalartími er 8 nætur. Meðalaldur gesta er tæp 17 ár en að jafnaði em stúlkur sem leita til húss- ins yngri en drengir. Á árinu 1987 hafa hringingar til bama- og unglingasímans verið á sjötta hundrað. RK-húsið er rekið af Rauða krossi íslands og RK-deildum suðvestanlands og á Reykjanesi og RK- deild Vestmannaeyja. Pottarím, ný matreiðslubók Mál og menning hefur sent frá sér bókina Pottarím eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. í þessari bók er úrval matreiösluþátta en Sigrún birti lengi þætti um það efni i Morgunblaðinu. Bókin er ekki aðeins matreiðslubók þvi auk þess að birta fjölda matamppskrifta fjaúar Sigrún um matreiöslu fyrr á tímum, matarsiöi í ýmsum löndum, hollustu í mat og margt fleira sem snertir matargerð. í bókinni er fjallað um þjóðlegan mat og alþjóðleg- an og er efninu raðað eftir árstíðum. Sigrún hefur áður sent frá sér tvær bæk- ur um matreiðslu. Pottarím er 235 bls. að stærð. Kápu hannaði Teikn: mynd- skreytingar em eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin er prentuð hjá Prentstofu G. Bene- diktssonar og bundin hjá Hólum hf. Tónleikar Fimmtudagstónleikar á Borginni Fimmtudaginn 18. febrúar halda frænd- umir Sverrir Stormsker og Rúnar Þór tónleika þar sem flutt verða lög af ílestum þeim hljómplötum sem þeir hafa gefið út. Þeim til fulltingis verða flestir af fremstu hljóðfæraleikurum borgarinnar og má þar nefna Pálma Gunnarsson, Karl Sighvatsson, Stefán Hilmarsson, Sigurgeir Sigmundsson, Steingrím Guð- mundsson, Stefán Ingólfsson og Jósef Winett en hann er bandarískur saxófón- leikari sem er hingað kominn sérstaklega vegna þessara tónleika. Húsið verður opnað kl. 21 og tónleikamir sjálfir hefjast kl. 22. Námskeið Spegill heilsunnar Þann 17.-21. febrúar nk. mun Þrídrangur standa fyrir tveimur námskeiðum. Laug- ardagurinn verður tileinkaður Lit- himnugreiningu (iridology). Það er visindalegt sjúkdómsgreiningakerfi þar sem mismunandi blæbrigði lita og ann- ara einkenna í lithimnu augnanna benda á misræmi á almennu heilsufari sjúkl- ingsins. Á sunnudeginum verður fjallað um vísindalegan og sögulegan bakrunn smáskamtalækninga (homeopathy). Kennd verða 20 grundvallar smá- skammtaráð og hvemig má nota þau örugglega og á árangursríkan hátt á heimilum. Kynningarkvöld verður hald- ið í Þrídrangi í kvöld, 17. febrúar, kl. 21 og 19. febrúar kl. 19 og em allir'velkomn- ir. Fréttir Deila í ríkisstjóminni um ferð forseta til Sovétríkjanna: Bókunin ekki lesin upp segir ritari ríkisstjómarinnar „Þessi bókun utanríkisráöherra var ekki lesin upp á ríkisstjórnar- fundi,“ sagöi Magnús Torfi Ólafsson, ritari ríkisstjómarinnar, um bókun þá sem utanríkisráöherra lagði fram á ríkisstjómarfundi í gærmorgun vegna boös til forseta íslends til Sov- étríkjanna. í bókun sinni segir utanríkisráðherra aö hann telji aö taka eigi boðinu en það haföi verið fellt á fundinum vegna ósamkomu- lags um dagsetningu heimsóknar- innar. Magnús sagði aö allir þeir 9 ráöherrar sem sátu fundinn hafi ver- ið þar ennþá þegar bókunin hafi verið lögö fram enda fundi ekki lokið. „Bókunin var afhent ritara en ekki gerö heyrum kunn. Venjan er að svona bókanir séu gerðar heymm kunnar en það er þó ekki einhlítt. Þegar þaö er ekki gert er þá er venj- an að láta viðkomandi ráðherra vita af viðkomandi bókun. Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið gert í gær,“ sagði Magnús Torfi. Utanríkisráðherra mun hafa lagt á það áherslu að forseti færi í heim- sóknina nú 28. febrúar þó að frestur sé óvenju stuttur til að ákveða ferð- ina. Mun hann hafa borðið fyrir sig hina miklu viðskiptahagsmuni okk- ar í samskiptum iandanna. Mætti utanríkisráðherra andstöðu ráð- herra Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks sem vildu semja frekar við Sovétmenn um hentugri dagsetning- ar. Sovétmenn hafa lagt áherslu á að Gorbatsjov sé aðeins laus til við- ræðna við forseta 29. febrúar. íslenskur þjóðhöfðingi hefur aldrei áður farið til Sovétríkjanna. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var ekki bókuð þennan dag en hins vegar hefði utanríkisráðherra ekki getað dvalist með henni alla heimsóknina ef af henni hefði orðið umrædda daga. -SMJ Ráðhúsið: Bílastæðum fækkað í kjallara Tilboð í lokað útboð í 2. verkáfanga ráðhússins við Tjörnina voru lögð fram í borgarráði í gær. í upphafi var gert ráö fyrir að byggður yrði tveggja hæða bílageymslukjallari undir hús- inu með 190 bílastæðum en verkefn- isstjóm leggur til að samið veröi við ístak hf. sem á lægsta tilboðið, 178 milljónir, í byggingu einnar hæðar kjallara með 91 bílastæði til að kostn- aður verði í samræmi við áætlanir. Borgarráð frestaði afgreiðslu máls- ins í gær til aö kanna nánar fráviks- tilboð frá ístaki hf. sem hljóðar upp á 218 milljónir. En þar er gert ráð fyrir nokkuð dýpri kjaUara með 168 bílastæðum og er fjölgun þeirra möguleg vegna þess að gert er ráð fyrir sérstökum bifreiðalyftum í kjallaranum. Fyrirtækin, sem borgarráð leitaði eftir tilboðum frá, vom Hagvirki hf„ ístak hf. og Ellert Skúlason sem skil- aði tilboðum í samsteypu Krafttaks hf. og Ármannsfells hf. í öðrum verkáfanga felst að reka niður stálþil umhverfis gmnninn, uppgröftur og dæhng úr gmnni ásamt uppsteypu kjallara og gólfplötu fyrstu hæöar ráðhússins. -JBj Samningaviðræður: Eðlilegur gangur komst á í gær Samningafundur Verkamanna- sambandsins og vinnuveitenda stóð til miðnættis í gær og verður fram haldið í dag. Ekkert er enn farið að ræða launahlið samninga en lítiUega miðar í umræðum um einstaka málaflokka. í gær þokaðist nær sam- komulagi um sérkjör þungavinnu- véla- og byggingaverkamanna og einnig miðaði í viðræðum um tillög- ur Verkamannasambandsins um afnám eftirvinnutaxta. „Það komst eðhlegur gangur á við- ræðumar í gær,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Jökuls á Höfn, í samtali við DV í morgun. í dag verður viðræðum haldið áfram og stefnt er að því að afgreiða yfirvinnuna. -gse Smiðshöggið á þróun fjármagnsmarkaðarins segir Jóhannes Nordal um fjögur skref í átt til virks hlutabréfamarkaðar I erindi Jóhannesar Nordal, bankastjóra Seðlabankans, á aðal- fundi Verslunarráðsins í gær kom fram að í bígerð er að taka fjögur skref í átt að virkum hlutabréfa- markaði hérlendis. Að þeim loknum verður, að sögn Jóhannesar, rekið smiðshöggið á þá uppbyggingu frjáls og alhliða fjármagnsmarkaðar, sem hér hefur átt sér stað síðustu þrjú - fjögur árin. Stjórn Verðbréfaþings íslands vinnur nú að setningu reglna um skráningu og viðskipti með hlutabréf á þinginu og er búist við að því verki verði lokið innan fárra vikna. Sænska fyrirtækið EnskUda Secu- rities mun leggja fram skýrslu sína og tiUögur um aðgerðir til þess að skapa betri skUyrði fyrir hlutabréfa- viðskipti hérlendis fyrir vorið. Þá mun Draupnir, öflugt dótturfyrir- tæki Iðnþróunarsjóðs, byija að fjár- festa í hlutabréfum þegar kemur fram á vorið. Að lokum er gert ráð fyrir því að fj ármálaráðuneytið Ijúki undirbúningi laga er afnemi mismun skattlagningar hlutafjár og annarra eigna næsta haust og geti þau tekið gUdi um næstu áramót. Jóhanúes sagðist telja að með þess- um aðgerðum yrðu þáttaskU í þróun hlutabréfaviðskipta hér á landi. -gse Kvikmyndir Laugarásbíó/Hrollur 2 Vægur hiyllingsskammtur Creepshow 2 Framleidd af New World Pictures. Aðalhlutverk: George Kennedy, Dorothy Lamour og Tom Savinl. HryUingnum í Laugarásbíói er skipt upp í þijár sjálfstæðar sögur, mishryllUegar. Efnistökin eru þó heldur handahófskennd og að minnsta kosti ættu fáir að eiga erf- itt með svefn eftir að hafa séð myndina. Fyrsta sagan segir frá trélíkneski af indíánahöfðingja sem stendur fyrir utan búð í heldur dauflegum smábæ. Þrír óknyttapiltar úr bæn- um ræna verslunina og myrða eigenduma, öldruð hjón. Þeir ákveða að flýja bæinn en áður en af þeim áformum verður fer líkne- skið af stað á eftir þeim og nú á að koma fram hefndum. Önnur sagan gerist úti á fleka á litlu og vipalegu fljóti. Fjögur ung- menni hafa synt út á flekann en verður fljótlega ljóst að í vatninu býr kynjaskepna, eins konar kring- lótt slímskepna sem flýtur ofan á vatninu og étur kjöt. Þau em þann- ig fóst úti á flekanum og bíða eftir því að skepnan leggi til atlögu og hesthúsi þau hvert á fætur öðm. Síðasta sagan er um konu sem á ríkan eiginmann en sækir bólupp- lyftingu til atvinnumanns úti í bæ. Eitt kvöldið, þegar hún er á heim- leið, verður henni það á að keyra mann niður. Hún stingur af frá slysstað en er aldeilis ekki laus allra málá. Líkið eltir hana, heldur óánægt með sitt nýja tilverustig. Hrollurinn er sem sagt frekar í vægara lagi og hefði að ósekju mátt vera meiri spenna og dulúð yfir öllu. Myndin er því svona frek- ar í afgangsmyndaflokki. JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.