Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 40
F R É T T A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum vlð ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreíff!ng: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. Kaupleigufnimvaipið: Ráðherra neitaraðsvara Alexander „Ég vísa ummælum Alexanders alfarið á bug,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra þegar borin voru undir hana ummæli Alex- anders sem birtust í DV í gær þess efnis að tillögur félagsmálaráðherra um kaupleiguíbúðir væru í raun ekki neitt neitt.' Alexander sagði meðal annars að ekkert samráð hefði verið haft við þá sem ættu að fjármagna kaupleigukerfið, frumvarpið væri hroövirknislega unnið og leiddi varla annað af sér en fjölgun leiguíbúða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. „Það hefur verið haft samráö við fjölmarga aðila við undirbúning þessa frumvarps; aðila vinnumark- aðarins, sveitarfélög og fleiri," svaraði Jóhanna gagnrýni Alexand- ers. „En ég sé enga ástæðu til þess að ræða um þetta mál opinberlega á meðan verið er að reyna að ná sam- komulagi innan stjórnarflokkanna, þó Alexander Stefánsson sjái ástæðu til þess.“ -gse Hermann Björgvinsson: Rannsókn lokið eftir breytíngar á ákæruliðum Verjandi Hermanns Björgvinsson- ar hefur fengið frest til 1. mars til að skila inn vöm til Sakadóms Kópa- vogs í máli ákæruvaldsins gegn Hermanni. Hermanni og verjanda hans hafa nú verið kynnt bréf ríkissaksóknara, þar sem fallið var frá ákæruliðum sem vörðuðu lánveitingar eftir 11. ágúst 1984 Fram til 1. mars hafa Hermann og veijandinn frest til að kynna sér málið og þær breytingar sem fólust í bréfi ríkissaksóknara. Réttarhöld hefjast á ný í máhnu hjá Sakadómi Kópavogs eftir að verjandi hefur skil- að inn vöminni. -sme ÞRðSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Vill Jóhanna ekki aðstoð við að klúðra húsnæðismál- unum? Alexander er vanur! F|wiiimjaaaiiuv vomi viui u< /PifdFnwi AcVaVOm klnkka hi/Adf muiilicl UYudl m m - w tvrir mrnm Þjóðminjasafiú Islands stendur nú til boða aö kaupa nær 900 ára gamla kirkjuklukku sem metin er á um 650 þúsund krónur. Klukkan er í eigu islenskrar konu sem bú- sett er í Lundúnum. Á uppboðs- raarkaði þar er talið að um 10 þúsund pund fengjust fyrir klukk- una. Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði í samtali við DV að Þjóð- miniasafnið hefði tryggt sér for- kaupsrétt aö klukkunni þannig að hún fer ekki á uppboð ef safnið getur reitt af hendi kaupverð hemt- ar. Hjá Þjóðminjasafiiinu er tekið við almenningsframlögum til klukkukaupanna en klukkan er með elstu og merkustu gripum sem verið hafa í íslenskum kirkj- um. Þór sagði að sér þættí klukkan nokkuð dýr en þó ekki dýrari en almennt gerðist um forngripi sem seldir væru á uppboöum erlendis. Þá væri þetta verð ekki hærra en greitt væri fvrir algengar gerðir af bifreiðum þannig að enginn ættí að láta verðið vaxa sér í augum. Þór sagöi aö líklega hefði klukkan verið steypt á 12. öld eða um árið 1150. Hún er af rómanskri gerð og sennilega handverk klukkusmiðs í Þýskalandi. Hér var klukkan um aldir í Tröllatungukirkju í Stein- Þannig litur klukkan foma úf. Hún er nú fÖI fyrir 650 þúsund krónur. grirasfirði og hefur jafnvel komiö þangaö ný því þar hefúr verið kirkja frá því á 12. öld. Kirkjan í Tröllatungu var lögö niður árið 1906 og eigur hennar seldar á uppboði. Þar á meðal var klukkan sem á uppboðinu lenti f höndum ættmenna konunnar sem •nú á hana. Klukkan var í lánf á Þjóðminjasafrtinu fyrir nokkrum árum en skilað aftur til eigandans. -GK Alda Baldvinsdóttir við bílinn, Dodge Charger árgerð 1982. Þetta er eini bíll þessarar gerðar hér á landi. Bíllinn hefur í tvígang orðið fyrir skemmdum af völdum skemmdarvarga. DV-mynd KAE Skemmdar- vargar hafa í tvígang unnið skemmdir á bílnum Bfll, sem stóð við Móabarð í Hafn- arfirði aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags, varð illilega fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Lakkeyði var sprautað á bílinn með þeim afleiðing- um að allt lakk á bílnum er ónýtt. Öruggt má telja að ekki kosti undir eitt hundrað þúsund krónum að lag- færa skemmdimar. Fyrr í þessum mánuði vom unnar lakkskemmdir á sama bfl. Bíllinn var þá í Reykjavík. Einhver skemmdar- vargur rispaði þá bílinn með egg- vopni eða grjóti. Eigendur bílsins þurftu að borga 50 þúsund krónur fyrir viðgerð vegna þeirra skemmda. í báðum tilfellunum kærðu eigend- umir skemmdirnar til lögreglu. Rannsókn lögreglu hefur engan ár- angur borið til þessa. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru vin- samlegast beðnir að láta rannsókn- arlögregluna í Hafnarfirði vita. -sme Veðrið á morgun: Él á vest- anverðu landinu Á morgun verður vestan- og suðvestanátt með éljum um vest- anvert landið en björtu veðri austan til. Hiti verður nálægt frostmarki. Sólartiringurinn: 22 árekstrar en slysalaust Tuttugu og tveir árekstrar urðu í Reykjavík á síðasta sólarhring. Eng- in slys urðu í árekstrunum. Tveir ökumenn vom teknir fyrir of hraðan akstur. Fjarlægja varð tíu ökutæki vegna þess að þeim hafði verið lagt ðlöglega. Þrír ökumenn vora staðnir aö þvi að aka á mótí rauðu Ijósi og vom þeir allir kærðir fyrir athæfiö. Lögreglan tók tvo ölvaða ökumenn í Reykjavík í gær og þykir það nokk- uð mikið á þriðjudegi. •sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.