Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 13 13 V Sprengjutil- ræði í hofi Sjö tamílar biðu bana í Colombo á Sri Lanka í gærkvöldi er sprengjur sprungu í hofi. Að sögn lögreglu- manna særðust þrettán manns í sprengjutilræðinu sem átti sér stað um leið og bænagjörð fór fram í til- efni hátíÖar hindúa. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en ekki þykir útilokað að um hafi verið að ræða innþyrðis átök tamíla. Grunur leikur á að ólögleg samtök marxista, sem andvíg eru friðarsam- komulagi Indverja og yfirvalda á Sri Lanka um takmarkaða sjálfsstjórn tamíla, hafi staðið á bak við morðið á vinsælum leikara og stjórnmála- manni nokkrum klukkustundum fyrir sprengjutilræðið í hofinu. Stjómmálamaðurinn var skotinn fyrir utan heimili sitt af byssumönn- um á mótorhjóli. Nú eru um fimmtíu þúsund ind- verskir hermenn á Sri Lanka og reyna þeir að hafa uppi á þeim skæruliðum tamíla sem hafnað hafa friðarsamkomulaginu. Hermaður með blóði drifin föt í hofi í Colombo á Sri Lanka þar sem sjö manns létu lífið í sprengjutilræði i gær. Símamynd Reuter Aðeins þrettán látnir Lögreglan í Brasilíu segir að kjöt- kveðjuhátíðin, sem staðið hefur þar í borg undanfama daga, hafi verið ein hin rólegasta sem menn.muna. Aðeins þrettán manns hafa týnt lífi í hátíðarhöldunum sem mun vera langt fyrir neðan meðallag. Á kjöt- kveðjuhátíðinni síðasta ár voru framin liðlega fjörutíu morð. Kjötkveðjuhátíðinni lýkur opin- berlega um hádegi í dag. Ástand efnahagsmála í Brasilíu hafði mikil áhrif á kjötkveðjuhátíð- ina svo og ótti manna við sjúkdóm- inn eyðni sem er mjög útbreiddur í Brasilíu. Þá bar mikið á spurningum og efasemdum um stöðu þeldökkra i landinu en á þessu ári er þar einmitt haldið upp á að hundrað ár em nú liðin frá afnámi þrælahalds í landinu. Utlönd um brúðarmorð Símamynd Reuter Sakar ísraela Roston sakar ísraelsmenn um að hafa myrt brúði sína i hefndarskyni fyrir skrif hans um ofbeldisverk ísraelskra hermanna á herteknu svæðunum. Scott Roston, Bandaríkjamaður sem stjórnvöld á Bahama vilja fá framseldan vegna gruns um að hann hafi myrt brúði sína í brúðkaups- ferðinni, heldur því fram að útsend- arar Ísraelsríkis hafi í raun myrt konuna í hefndarskyni vegna skrifa hans. Roston, sem mun hafa skrifað bók um ofbeldisverk ísraelsmanna, segir að útsendarar þeirra hafi dælt hann fullan af lyfium og síðan myrt eigin- konu hans, Karen Roston. Roston er nú fyrir rétti í Los Angel- es þar sem fiallað er um framsals- beiðni stjórnvalda á Bahama. Framburður hans hefur ekki veriö allur á einn veg því upphaflega hélt hann þvi fram að kona hans hefði falliö fyrir borð á skemmtiferðaskip- inu Stardancer, meðan á brúðkaups- ferð þeirra stóð. Lík konunnar fannst hins vegar og reyndust á því áverkar sem bentu til þess að hún hefði verið kyrkt. Konurnar ekki fæddar til að laga kaffi Áfiaeir Eooertæon. dv Mimchen: konur, sem vinna hálfan daginn á eftir konunum. Þær vildu ekki og sagöi að sér væri að mæta fyrir á venjulegum vinnutíma og geyma ---------------1---------- bæjarstjórnarskrifstofunum, neit- lengur vanrækja fiölskylduna til rétti. Haft var eftir honura að nú á það á hitakönnu þar til fundur Samkomulag hefur tekist um það uöu að vinna lengur á kvöldin svo að slökkva kaffiþorsta bæjarstjórn- dögum hjálpuðust allir að. hefst. hver eigi að búa til kaffi á bæjar- að bæjarstjómin gæti fengið nýlag- arinnar. Sem betur fer fannst lausn á stjórnarfundum í Weilerswift. að kaffi á fundum. „Við erura ekki Forseti bæjarstjómar hafði eng- þessu kaffimáli. Gripið hefur verið Orsök ósættanna var sú að 11 fæddar til aö laga kaffi,'1 var haft an skilning á skoðun kvennanna til þess snjallræðis að búa til kaffi Palestínumenn í Aþenu söfnuðust saman í gær til þess að mótmæla sprengjutilræðinu á Kýpur sem olli skemmdum á skipinu er palestinskir útlagar ætluðu með til ísraels. Ekki er vitað hvenær skipið getur hafið för sina til áfangastaðar. Simamynd Reuter Sprengjutil- ræðinu mótmælt Þrjú þúsund mótmælendur, þar á meðal palestínskir útlagar, söfnuð- ust saman í Aþenu í gær og gengu fylktu liði að skrifstofu stjórnarer-, indreka ísraelsmanna þar í borg. Tilgangurinn var aö mótmæla sprengjutilræðinu sem olh skemmd- um á skipi því á Kýpur sem flytja átti palestínska útlaga til ísraels. Palestínumennimir báru borða með áletrunum þar sem ísraelsk yfir- völd voru hvött til þess að lofa útlögunum að snúa aftur heim. Það var á mánudaginn sem sprengja olli skemmdum á skipinu er Frelsissamtök Palestínumanna höfðu tekið á leigu. Skipið lá í höfn- inni í Limassol á Kýpur. Frelsissam- tökin sökuðu ísraelsk yfirvöld um að hafa staðið á bak við sprengjutil- ræðið en ísraelsmenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Þeir hafa hins vegar oft lýst því yfir að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að skipið sigli til ísraels. GRUNNSKÓLANEMAR! ERT ÞÚ TILBÚINN TIL AÐ TAKA SAMRÆMDU PRÓFIN? - EÐA ERT ÞÚ KANNSKI EKKI ALVEG NÓGU VEL UNDIR ÞAÐ BÚINN? VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ ÞIG í EFTIRTÖLDUM NÁMSGREINUM: - ENSKU - DÖNSKU - ÍSLENSKU - STÆRÐFRÆÐI KENNSLA HEFST 22. FEBRÚAR AÐ ÁNANAUSTUM 15, UNDIR LEIÐSTÖGN REYNDRA OG GÓÐRA KENNARA. KENNT ER TVÆR KENNSLUSTUNDIR í SENN TVISVAR í VIKU. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMUM 10004 OG 21655 Á SKRIF- STOFUTÍMA. MÁLASKÓLINN mímir ANANAUSTUM 15, RVIK. SÍMI: 10004 & 21655.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.