Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 29 Heitir þú Þóra, Jón eða Guðmundur - eða eittlivað alK annað? Nafnið er eitt af því dýrmætasta sem hver og einn á, þaö fylgir okk- ur frá vöggu til grafar og með því erum við aðgreind frá öðrum ein- staklingum. Fólk veltir oft vöngum yfir nafni sínu, hvað það merki og hvaðan það sé ættað og ekki síður velta foreldrar, sem eru að velja ný- fæddu bami sínu nafn, fyrir sér merkingu þess, ætt, uppruna og jafnvel útbreiðslu. Erfitt hefur ve- rið að komast yfir aögengileg gögn um mannanöfn á íslandi en í fram- tiðinni er von um úrbætur því að þau Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni, bæði mál- fræðingar, hafa unnið að rann- sóknum á íslenskum mannanöfn- um frá því árið 1982. Er sú rannsókn langt komin og í framtíö- irtni er það ætlun þeirra Guðrúnar og Sigurðar að gefa út rit um ís- lensk mannanöfn. „Mannanöfn eru háð tísku eins og flest annað í þjóðfélaginu. Þau ganga í ákveðnum bylgjum, eiga sitt upphafsskeið, ná hámarki og loks dregur út notkun þeirra," seg- ir Guðrún Kvaran málfræðingur. „Eftir þjóðhátíðina 1874 fylltust menn mikilh þjóðræknistilfinn- ingu, það sést glögglega á nafngift- um þjóðarinnar, fólk vildi endurvekja hið gamla og þá voru tekin upp nöfn gömlu goðanna sem aldrei höfðu verið notuð áður, til dæmis Þórsnafnið og Siíjarnafnið. Þessi nöfn verða svo smám saman vinsælli uns nú er svo komið að Þór er vinsælasta nafn sem gefið er hér á landi en þá yfirleitt sem annað nafn af tveimur. Hins vegar er Þór sem einnefni alls ekki eins algengt. Tvínefnasiðurinn kominnfrá Dönum Tvínefnasiðurinn er einnig til- tölulega ung bylgja. Hann er dönsk tíska sem berst hingað snemma á átjándu öld. Fyrstu tvö dæmin sem við höfum um tvínefni eru nöfn á dönskum systkinum sem við fund- um í manntalinu frá 1703. Á nítjándu öld hét fjórði hver maður á landinu Jón og fimmta hver kona Guðrún. Til gamans má geta þess að í manntalinu 1801 var engin Guðrún sem hét tveimur nöfnum og enginn Jón. Tvínefna- siðurinn er því ekki til kominn vegna þess að menn vildu aðgreina alla þessa Jóna og allar þessar Guðrúnar heldur er þetta tíska sem kemur frá Danmörku og nafnava- hð undir dönskum áhrifum. í áðumefndu manntah frá 1801 éra um tuttugu karlmenn og rétt fleiri konur sem bera tvö nöfn. Þar af voru langflestar konumar sem hétu Anna María. Siðurinn breiðist síðan smátt og smátt út uns nú er svo komið að um 60% þeirra sem skírðir eða nefndir eru fá tvö nöfn og nú ber um helmingur allra landsmanna tvö nöfn. Það má því segja að þessi siður hafi fengiö nokkuð skjóta útbreiðslu. Tíðarandi Jónsína, Einara, Þorsteina Snemma á þessari öld varð ákaf- lega vinsælt að gefa stúlkubörnum nöfn karla, það er að nota karla- nöfnin í fjölskyldunni með ákveðn- um viðskeytum. Til dæmis Jónína, Björnína, Jónsína, Þorsteina, Bald- vina og Einara. Ég held að það sé varla nokkurt það karlmannsnafn sem ekki var notaö til að búa til úr því kvenmannsnafn. Sam- kvæmt manntalinu frá 1910 virðist þessi siður hafa verið í hámarki um þær mundir og aöeins fram eft- ir öldinni en síðan hefur hann verið á undanhaldi. Hins vegar varð aldrei vinsælt að gefa sveinbömum nöfn kvenna, ég man einungis eftir þremur slíkum nöfnum, Guðrú- níus, Katríníus og Liljus. Ugla og Snæfríður Sól Svo voru það alls kyns skáldsög- ur sem tóku að hafa veruleg áhrif á mannanöfnin í lok síðustu aldar og hafa raunar haft að einhveiju leyti aha þessa öld. Þaö að skíra eftir skáldsagnapersónum varð mjög vinsælt þegar þýddar bækur fóru að vera algengari og mikiö lesnar en sá siður er nú heldur á undanhaldi. Uþp úr aldamótum eykst bókaút- gáfa og margar skáldsögur, inn- lendar og erlendar, eru lesnar nær upp til agna. Þá skýtur upp nöfnun- um Viktoría og Kapítóla svo og nafninu Rúrik sem kom úr sögunni Guðrún Kvaran hefur á undanförn- um árum unnið ásamt Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni að mjög yfirgripsmiklum rannsóknum á ís- lenskum mannanöfnum. DV-mynd S. Valdimar munkur. Þeim sem báru nafnið Karl fjölgaði að miklum mun eftir að Sögur herlæknisins komu út. En það má einnig nefna til gamans að Halldór Kiljan Lax- ness hefur bætt við íslenskum mannanöfnum, til aö mynda eiga kvenmannsnöfnin Ugla, Blær, Snæfríður Sól, Salka Valka og Ásta Sólhlja rætur að rekja til bóka hans. Blóma- og fuglanöfn Að gefa bömum blóma- og fugla- nöfn er fremur ungur siður. Ég hef verið að láta mér detta í hug, án þess að ég hafi það vísindalega staðfest að þetta fylgi ’68 kynslóð- inni. Þá hætti fólk að vilja binda sig við fjölskyldunöfnin og í stað þess að skíra dótturina eftir ömm- um sínum eða soninn eftir öfum Líkurnar á að þetta barn hljóti tvö nöfn eru um 60%. Og langlíklegast er að það verði skírt Jón Lífsstfll íslendingar eru fastheldnir á mannanöfn. Þeir hafa þó á síðustu áratug- um leitað í fornbókmenntir og plöntu- og dýrarikið i leit að nýjum nöfnum en nýju nöfnin nota þeir yfirleitt sem seinna nafn. sínum var leitað á önnur mið. Til þess að losa um þessi gömlu fjölskyldubönd leitar fólk í plöntu- og dýranöfn og nöfn eins og Burkni, Rós, Lilja og svipuð nöfn verða vinsæl. Gamlar valkyijur úr Snorra-Eddu og Eddukvæðunum eru og vaktar upp frá dauðum. Sem dæmi má nefna nöfnin Gunnur, Hlökk og nafnið Ýr veröur tiltölu- lega útbreitt en það er tekið úr fornu máh. Það sama gerist raunar um karlanöfnin. Leitað er aftur th forneskjunnar í leit að frumlegum karlanöfnum svo og í dýra- og jurtaríkið. Fólk er svo auðvitað mismunandi hugmyndaríkt og það eru ókjör af stúlkum í dag sem bera nöfn eins og íris Dögg eða Eva Hrund. Það étur hver upp eftir öðr- um þótt upphaflega hugsunin hafi kannski verið sú að leysa upp gamla fjölskyldunafnakerfið og finna í leiðinni ný og frumleg nöfn. Við erum ólík öðrum þjóðum í nafngiftum íslendingar hafa aldrei skírt börnin sín eftir popp -eða kvik- myndastjömum en það er mjög algengt í Skandinavíu, þar sem karlmannsnafnið Elvis er th dæmis nokkuð algengt. Þau nöfn sem við tökum upp eru íslensk. Kjarninn er gamla íslenska nafnakerfið auk viðbóta sem koma úr jurta- og dýraríkinu eða úr fombókmennt- um. Þrátt fyrir allt erum við mjög fastheldin á mannanöfn. Algengustu mannanöfn á íslandi í dag eru, ef við tökum einnefni eða fyrsta nafn af tveimur, ennþá Jón, Sigurður og Guðmundur. En út- breiddustu nöfnin sem seinna nafn af tveimur eru Þór, Öm og Már. Jón Þór er th að mynda ipjög út- breitt svo og Jón Öm. Algengustu kvennanöfnin em Guðrún, Sigríður og Anna sem ein- nefni eða sem fyrra nafn af tveim- ur. Björk, María og Björg eru hins vegar langalgengustu nöfnin sem seinna nafn. Að beygja nöfnin rétt Það er nþög algengt að fólk hringi th okkar sem vinnum á Orðabók Háskólans th að forvitnast um beygingar á mannanöfnum, þvi oft á tíðum veit fólk ekki hvernig nöfn- in beygjast. Menn hringja líka th að fá vitneskju um merkingu nafn- anna. Það virðist vera nokkuð útbreitt að fólk vhji ekki gefa böm- um nöfn sem hafa neikvæða merkingu eins og thdæmis manns- nafnið Ihugi sem merkir „sá sem ber illan hug“. Svo má nefna nöfn eins og Hrappur og Mörður sem tengjast mönnum í mikið lesnum sögum. Það sem ég hef helst rekið mig á varöandi rangar beygingar á nöfnum er að fólk heldur oft á tíö- um að ef nafn er síðari hður af tveimur eigi það að vera óbeygt. Sérstaklega á þetta við um kven- mannsnöfnin. Fólk segir: Ég ætla að fara th Elvu Björk eða írisar Ósk. En á karlmannsnöfnunum vhl beygingin faha niöur á fyrra nafninu, th að mynda eru orðnir þó nokkuö margir sem segja: Ég ætla að fará th Einar Guhnars eða Jón Einars sem er auðvitað alrangt því að beygja á bæði nöfnin hvort sem um er að ræða kvenmanns- eða karlmannsnöfn,” sagöi Guðrún að lokum. -J.Mar Tíu algengustu kvenmanns- nöfnin hér á landl Sem fyrsta nafn Sem annað nafn Guðrún Björk Sigríöur María Anna Björg Kristín Ósk Margrét Kristín Helga Guörún Ingibjörg Jóna Sigrún Helga Jóhanna Margrét María Sigríður Tíu algengustu karlmanns- nöfnin hér á landi Sem fyrsta nafn Jón Sigurður Guðmundur Gunnar * Ólafur Magnús Einar Kristján Jóhann Stefán Sem annað nafn Þór örn Már Ingi Rúnar Jón Helgi Páll Freyr Gunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.