Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 9 Utlönd Bush vann stórsigur Varaforseti Bandarikjanna, George Bush, fagnaöi sigri í forkosningunum í gærkvöldi. Simamynd Reuter Ólafur Amaison, DV, New York: George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, vann í gær stórsigur í forkosningum Repúblikanaflokksins í New Hampshire. Bush hlaut 38 pró- sent atkVæða en helsti keppinautur hans, Robert Dole, hlaut 29 prósent atkvæða. Búist hafði verið við því að barátta þeirra yrði hnífjöfn. Með þessum stóra sigri hefur George Bush bjargað sér úr pólitískri kreppu sem hann hefur átt við að stríða frá því að hann lenti í þriðja sæti í Iowa í síðustu viku en eftir þær ófarir töldu margir að Bush ætti litla möguleika í kosningabaráttunni. Eft- ir að sigurinn var ljós í gærkvöldi sagði Bush þessi frumlegu orð: „Fregnir af dauða minum eru stór- lega ýktar.“ Robert Dole tók ósigrinum illa. Hann óskaði Bush til hamingju en er aðalfréttamaður NBC-sjónvarps- stöðvarinnar spurði hvort hann vftdi segja eitthvaö við varaforsetann sagði Dole. „Hættu að breiða út lygar um mig.“ Atti Dole þar við sjón- varpsauglýsingar frá Bush sem birtar voru um helgina. í þeim var því meðal annars haldið fram að Dole vildi hækka skatta og leggja innílutningsgjald á olíu. Jack Kemp, fulltrúadeildarþing- maður frá New York, kom á óvart og hafnaði í þriðja sæti hjá repúblik- önum með 13 prósent atkvæða. Pierre Pont varð fjórði með rúm 10 prósent og Pat Robertson hafnaði í fimmta sæti með tæplega 10 prósent. Það var því greinilegt að Robertson hafði engum hulduher á að skipa í New Hampshire. Það er öllum ljóst að mikið hatur ríkir milli George Bush og Robert Dole og er búist við að barátta þeirra á næstu vikum verði nyög harð- skeytt og jafnvel illskeytt. Mikið er í húfi. Þann 8. mars verða forkosning- ar í rúmlega tuttugu ríkjum og slæmt gengi þá fyrir annaðhvort Dole eða Bush þýðir í raun að slagurinn er tapaður. Það má ennfremur búast við að Pat Robertson blandist í bar- áttuna í Suðurríkjunum og hann getur sett strik í reikninginn. Það er áht manna að vinsældir Reagans forseta í New Hampshire séu ástæöan fyrir sigri Bush í gær. Þar eru 80 prósent Kjósenda ánægð með forsetann og kannanir sýna að Bush sótti mikið fylgi til þeirra er fylgja Reagan að málum. Þetta gæti komið Bush að haldi í Suðurríkjun- um þar sem forsetinn er einnig nyög vinsæll þannig aö þaö virðist á brat- tann að sækja hjá Robert Dole sem stendur. Hjá demókrötum var það Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts, sem vann stóran sigur. Hlaut hann 37 prósent atkvæða og hafði verið búist við því. í öðru sæti varð Ric- hard Gephardt, fulltrúadeftdarþing- maður frá Missouri, með 20 prósent atkvæða og Paul Simon varð þriðji með 17 prósent. Nokkuð langt á eftir urðu Jesse Jackson með 8 prósent, Albert Gore með 7 prósent, Bruce Babbit með 5 prósent og Gary Hart rak lestina með 4 prósent. Þessi úrsht hafa það í fór með sér að Paul Simon á sér varla viðreisnar von. Hann er orðinn blankur og varð að ná öðru sæti til að laða meira fjár- magn tU sín. Gephardt lagði hann að velli ogstendur nú mun betur að vígi. Þrátt fyrir að sigur Michaels Duk- akis hafi verið stór er hann ekki eins ótvíræður og virðist við fyrstu athug- un. Dukakis er ríkisstjóri í Massa- chusetts, nágrannaríki New Hampshire, og þess vegna var búist við stórum sigri hans. Það vekur at- hygh að hann skyldi einungis hljóta 37 prósent atkvæða, sérstaklega þeg- ar haft er í huga að Gary Hart hiaut stærri atkvæöahlut er hann sigraði í New Hampshire fyrir fjórum árum. Það gerði einnig Edmund Muskie árið 1972. Margir telja aö Dukakis eigi litla möguleika í Suðurríkjunum þann 8. mars. Einnig eru skiptar skoðanir um hvaða möguleika Ric- hard Gephardt á þá. Tahð er að Jesse Jackson verði mjög sterkur í Suður- ríkjunum og einnig er tahð aö Albert Gore hafí þar mikið fylgi. Gore hefur enga áherslu lagt á Iowa og New Hampshire heldur leggur hann aht undir þann 8. mars. Flestir stjórnmálaskýrendur telja að ekki náist niöurstaða hjá demókr- ötum fyrr en á flokksþingi þeirra í sumar er frambjóðandi flokksins verður endanlega valinn. Telja þeir að atkvæði muni dreifast of mikið til að niðurstaða fáist fyrr. Það eina sem virðist ljóst hjá demókrötum er að Bruce Babbit muni draga sig í hlé í þessari viku. Menn eru bjartsýnni á að úrsht fáist fyrr hjá repúblikönum og er jafnvel talað um að línur verði orðn- ar skýrar eftir 8. mars. Pat Robertson gæti þó sett strik í reikninginn og ef hann fær mikið fylgi í Suðurríkjun- um gæti hann komist í oddaaðstöðu á flokksþinginu í New Orleans í sum- ar og haft mikil áhrif á val flokksins. Það eru greinilega spennandi vikur framundan og á þessari stundu er ógerlegt að spá um úrsht. Engar konur í framboði Anna Bjamaacn, DV, Denver Baráttan um að komast í for- setaframboð fyrir stóru stjóm- málaflokkana hér harðnar nú með degi hverjum. Engin kona er þó I framboði og þær sjást varla i sjónvarpslýsingum frá fram- boðsfundum nema í áhorfenda- sætum. Vekur það athygh hve hlutur kvenna í þessari baráttu er htih. Geraldine Ferraro, sem var varaforsetaefni demókrata við síðustu kosningar, er nú ásamt Corettu King, ekkju Martins Lut- ■ hers King, meðal fimmtán hundruð kvenna á málþingi í Atlanta sem Rosahnd Carter og Lady Bird Johnson, fyrrverandi forsetafrúr, boðuðu til. Ferraro sagöi í ræðu sinni þar að konur yrðu að nýta vaxandi mátt sinn í stjómmálum til aö koraa fleiri konum í valdamikh embætti. „Ef þið bjóðið ykkur ekki fram vinnst enginn sigur,“ sagði Ferraro. Hún sagði að fleiri konur sætu nú í áhrifastöðum en áður en ' mikið skorti á að jafnrétti væri náð varðandi embættisveitingar. Coretta King tók í sama streng og hvatti konur, bæði hvitar og svartar, th að sækjast eftir æðri embættum. „Við höfum máttinn, þolgæðið og viðurkennda hæfi- leika th að laða fram það besta í fari einstaklinganna 1 þjóðfélagi sem gerir kynjunum mishátt undir höfði.“ FXJRTAI FULLKOMINN JAPANSKUR ÖRBYLGJUOFN 19.845.- JAPÖNSK GÆÐI KRINGLUNNIS. 685440 Einföld tölvustilling 10 stillingar á orkustyrkleika fyrir öll hugsanleg afbrigði af matseld - Sérstaklega einangruð hurð - Auðvelt að þrífa .... - Glerbakki fylgir með ■ O.FL. O.FL. -Ytrimál: H:28 B:49,2 D:30,4 - Innri mál: H:19,5 B:31,5 D:28,0 Norskir kennarar aftur í verkfall Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Eftir viku við samningaborðið leggja norskir kennarar aftur niður vinnu th að láta í ljós vanþóknun sína á launathboði ríkisstjórnarinn- ar. Meginhluta janúarmánaðar voru kennarar í verkfalli en í byrjun febr- úar hófu þeir störf að nýju samtímis því sem launaviðræður hófust við ríkisstjómina. Eftir tæpa viku þótti kennurum fuhreynt að ríkisstjómin vhdi ekki koma th móts við kröfur kennara. Jafnframt því sem kennarar eiga í launabaráttu ríkir óeining innan samtaka þeirra. Janúarverkfalhð var tahð ólöglegt af ríkisstjóminni og forystumenn kennarasamtak- anna neituðu að taka þátt í þvi. Forystumenn kennarasamtakanna hvöttu ákaft til þess að kennarar sneru aftur til vinnu þannig aö samningaviðræður gætu hafist. Þeg- ar enginn árangur varö af samninga- viðræðunum blossaði upp reiði meðal kennara almennt og heyrast kröfur um að forystumenn kennara- samtakanna segi af sér. HEMLAHUJTÍRl JAPANSKÁ BÍL4 • „Original" hemlahlutir í alla japanska bíla. • Innfluttir beint frá Japan. • Einstaklega hagstætt verð. Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Símar 31340 & 689340

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.