Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988.
Fréttir
Eysteinn Helgason:
Guðjón reyndi að draga
úr árangri fyrirtækisins
- yfirlýsingar starfsfólks lceland Seafood eru þvingaðar
„Guöjón B. Ólafsson, stjórnarfor-
maöur Iceland Seafood Corporati-
on, hefur reynt aö draga úr árangri
fyrirtækisins undir minni stjórn,“
sagði Eysteinn Helgason, fyrrver-
andi forstjóri Iceland Seafood, í
samtali viö DV í gær. Eysteinn var
spuröur um þau atriði sem fram
hafa komiö í DV aö undanförnu um
að andrúmsloft í fyrirtækinu hafi
veriö oröið óbærilegt, viöskiptas-
ambönd í hættu og aö hinn góöi
árangur á síðasta ári sé ekki
jafnglæsilegur þegar aö er gáö, þar
sem birgðir fyrirtækisins hafi verið
of hátt metnar.
„Auövitaö verða starfsmenn óró-
legir þegar þeir sjá að tveir af
þeirra samstarfsmönnum, og
reyndar tveir yfirmenn fyrirtækis-
ins, eru reknir án skýringa,“ sagði
Eysteinn. „Það er auövelt fyrir fólk
að sjá aö yfirlýsingar sem þannig
eru gefnar eru ekki óþvingaðar.
Ég vísa því á bug aö þetta sé ekki
besta ár í sögu fyrirtækisins. Það
er alveg sama hvernig á málið er
litiö, þetta verður metár hvað varð-
ar hagnað og einnig söluhæsta áriö
í dollurum taliö.
Hvað varðar birgðastöðu þá er
það alltaf mat á hverjum tíma
hversu miklar birgðir eigi að vera.
Verölækkun á hráefni frá verk-
smiðjunni hefur ekki komiö fram
fyrr en á allra síðustu vikum. Um
síðustu áramót hafði fiskblokkin
ekki lækkað. Þorskblokk er enn
skráð í Bandaríkjunum á tvo doll-
ara, eins og verið hefur um
nokkurra mánaða skeið. Það er
sárt að þurfa að standa í deilum
um svo sjálfsagðan og vel mælan-
legan hlut sem afkomu fyrirtækis-
ins.
í DV var því slegið upp að Long
John Silver heföi í hyggju að hverfa
frá viðskiptum við Iceland Seafood.
Síðasta starfsdag minn sótti ég
fund hjá Long John Silver. Þar var
rætt um seina afgreiðslu og hvern-
ig framtíðarafgreiðslu yrði varið.
Það er fásinna af mönnum eins og
Guðjóni B. Ólafssyni og framleið-
endum að tengja störf mín og það
að viðskiptavinir ætli að hverfa frá
viðskiptum. Ég hef margsinnis var-
aö við því að með minnkandi
framleiðslu fyrir Bandaríkjamark-
að settum við mörg af okkar
verömætustu viöskiptasambönd-
um í hættu.
Eins og margoft hefur komið
fram á undanfömum dögum var
brottrekstur okkar Geirs Magnús-
sonar frá fyrirtækinu án skýring-
ar. Það má segja að megnið af þeim
skýringum sem hafa verið gefnar
eftir á séu óáþreifanlegar. Þær sem
þó eru áþreifanlegar eru beinlínis
rangar.
Um yfirlýsingu Guðjóns B. Ólafs-
sonar í DV fyrr í vikunni, þar sem
hann segir að ég hafi haft nóg tæki-
færi til að koma fram mínum
sjónarmiðum á stjómarfundum, þá
er það rangt. í fyrsta lagi vegna
þess að ég var ekki staddur á nein-
um þessara funda og í öðru lagi
voru mín mál tekin af dagskrá á
tveimur fundum vegna umræðna
um launamál Guöjóns B. Ólafsson-
ar.
Það er líka rangt að ég hafi hitt
stjórnina án nærveru hans undir
áramót til að ræða þessi mál. Ég
hitti stjórnina án Guðjóns 24. sept-
ember síðastliðinn og gat þá komið
á framfæri skýrslu um ástandið í
okkar samskiptum og gert mönn-
um grein fyrir þeirri hótun sem
komin var fram um brottrekstur
ef ég léti ekki að skipunum hans
um að reka Geir Magnússon.
-gse/GK
Guðjón B. Ólafsson:
Ágreiningurinn
tilkominn
vegna minnis-
leysis Eriends
Ólafur Amaisan, DV, Hamsburg;
Guöjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins, sagði, aðspurður, í
samtali við DV að þekking Gísla
Jónatanssonar á Iceland Seafood
Corporation væri algerlega ein-
hliða og aö sú þekking væri
einungis til komin i gegnum Ey-
stein Helgason. Sagði Guðjón að
Gísli heföi hvorki haft aðstöðu né
gert tilraun til kynna sér málin eins
og þau eru í raun og veru.
Varðandi launamál sín, sem for-
stjóra Iceland Seafood, sagðist
Guðjón ítreka það að enginn vafi
væri á þvi hvaö heföi verið samið
um milli hans og Erlends Einars-
sonar. Það virtist hins vegar hafa
komið upp deila um túlkunaratriði
á þeim samningum. „Þar fullyrði
ég að hlutimir voru gerðir eins og
rætt var um milli okkar Erlends á
sínum tíma, og endurskoðendur
hafa staðfest það,“ sagöi Guöjón.
Hann sagði að þessi ágreiningur
virtist vera kominn upp vegna ein-
hvers minnisleysis Erlends Einars-
sonar og við það sæti nú.
Kevin Gleason hjá Aviation Sales, til vinstri, og Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri skrifa undir leigusamning
inn í gær.
Amarflug fær nýja Boeingþotu
Arnarflug tók í gær Boeingþotu,
120 sæta, af gerðinni 737-200 á leigu
í sex mánuði af fyrirtækinu Aviation
Sales í Flórída í Bandaríkjunum. í
leigusamningnum er ákvæði um
framlengingu til allt að þriggja ára
og um kaupréttindi Arnarflugs. Þot-
an veröur aíhent í byrjun apríl í
litum Arnarflugs, hvítur skrokkur
með grænum merkjum.
„Vélin kemur sér ákaflega vel.
Þetta er vél með breiðþotuinnrétting-
um þannig að við höldum áfram
stefnu okkar um gott rými á milli
sætanna,“ sagði Kristinn Sigtryggs-
son, framkvæmdastjóri Arnarflugs,
í gær.
Arnarflug byrjar daglegt flug til
Amsterdam 1. apríl. Frá sama tíma
verður flogið þrisvar í viku til Ham-
borgar og tvisvar til Zurich í Sviss.
í sumar flýgur félagið svo til fjórða
staöarins, Mílanó á Ítalíu.
-JGH
Skákmótið á Spáni:
Jóhann gerði jafntefli
Jóhann Hjartarson stýrði svörtu
mönnunum í viðureign sinni við
Búlgarann Kiril Georgeiev í 8. um-
ferð á skákmótsins í Linares á Spáni
í gærkvöldi og lauk skákinni með
jafntefli. Jóhann er þá kominn með
3,5 vinninga. Hann mætir Ljubojevic
í 9. umferðinni sem tefld verður í
kvöld.
Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau
að Timman og Yusupov gerðu jafn-
tefli en skákir Ljubojevic og Chandl-
er, Portis og Mayu Chiburdanidze,
Nunn og Beljavsky og Nicolic og II-
lescas fóru allar í bið.
Staðan í mótinu að loknum 8 um-
ferðum er þessi:
1. Timman 7,0
2. Yusupov 5,0 og biðskák
3. Beljavsky 4,5 og tvær bið-
skákir
4. Ljubojevic 4,5 og biðskák
5. Nunn 4,0 og biðskák
6. Chandler 4,0
7. Illescas 3,5 og biðskák
8. -10. Jóhann Hjartarson 3,5
8.-10. Portisch 3,5
8.-10. Georgiev 3,5
11.-12. Nicolic 1,5 og biðskák
11.-12. hiburdanidze 1,5 og biðskák
-S.dór
Jóhann mun ræða
víð Karpov á Spáni
- um hvar og hvenær einvígi þeirra fer fram
Anatoly Karpov kemur í heimsókn
til Linares á Spáni 7. mars næstkom-
andi og munu þeir Jóhann Hjartar-
son þá ræða saman um hvar og
hvenær einvígi þeirra í átta manna
kandidataeinvígj unum fer fram.
Jóhann sagði í samtali við DV eftir
einvígið við Kortsnoj á dögunum að
hann vildi helst ekki tefia einvígið
við Karpov fyrr en í lok þessa árs en
því á að vera lokið fyrir næstu ára-
mót. Karpov mun vera sama sinnis
en þeir eiga báðir að tefla á hinum
sterku stórmeistaramótum sem Stór-
meistarasambandið gengst fyrir.
Nú hafa bæði Belgíumenn og Júgó-
slavar sýnt áhuga aö að fá einvígi
þeirra Karpovs og Jóhanns og er tal-
ið víst að ef þeir eiga að velja á milli
þessara tveggja staða verði Belgía
fyrir valinu.
-S.dór
Staða efstu manna
Reykjavíkurskákmótið:
Sigurganga Jóns L. heldur áfram
- hugsanlegt að Jón verði með 2ja vinninga forskot eftir biðskákirnar í dag
Staða efstu manna eftir 8 um-
ferðir á Reykjavíkurskákmótinu er
þessi:
1. Jón L. Ámason 7,5
2. -4. með 5,5 vinninga
Margeir Pétursson
Adoijan
Walter Browne
5.-16. með 5,0 vinninga
Gurevich og biðskák
Dolmatov og biðskák
Lotronias og biðskák
Þröstur Þórhallsson og biöskák
Christiansen
Dizdar
Zsuzsa Polgar
Gausel
Kari Þorsteins
He..mes Hlífar Stefánsson
Halldór G. Einarsson o ja_
Þaö er ekkert lát á frábærri tafl-
mennsku Jóns L. Árnason og hann
virðist hreint óstöðvandi. í 8. um-
ferðinni í gærkvöldi var það
Carsten Höi sem varð að lúta í
lægra haldi fyrir Jóni, sem hrein-
lega „rúllaði honum upp,“ svo
notað sé skákmannamál.
„Það sem er ánægjulegast viö aö
horfa á Jón tefla núna er hve lítið
hann hefur fyrir sigrunum og hve
fallega hann teflir,“ sagöi Guð-
mundur Arason, fyrrverandi
forseti Skáksambands íslands, í
samtali við DV í gærkvöldi. Ög það
voru margir fleiri sem höfðu orö á
því hve lítið Jón hefur haft fyrir
sigrum sínum til þessa.
Tvær þýöingarmiklar skákir fóru
í bið í gærkvöldi og verða tefldar
áfram í dag. Þetta var skák sovésku
stórmeistaranna Gurevich og Dol-
matov og er hún talin jafnteflisleg
og skák Kotronias og Þrastar Þór-
hallssonar. Sú skák er líka sögð
jafnteflisleg. Fari svo að jafntefli
veröi í þessum skákum, er Jón L.
Árnason kominn með tveggja vinn-
inga forskot þegar aðeins 3 um-
ferðir eru eftir.
íslensku stórmeistararnir Mar-
geir Pétursson og Helgi Ólafsson
mættust í gærkvöldi og sigraði
Margeir eftir að Helgi lék af sér
manni. Það sama kom fyrir hann
gegn Jóni L. á dögunum og er engu
líkara en Helgi sé sleginn skák-
blindu um þessar mundir. Að vísu
var hann í tímahraki í gærkvöldi
og er þaö í fyrsta sinn sem það
hendir hann í þessu móti.
Karl Þorsteins og Hannes Hlífar
Stefánsson unnu sínar skákir í
gærkvöldi og eru báðir komnir með
5 vinninga og eru í hópi efstu
manna.
í dag verður 9. umferð tefld og
mætir Jón L. þá annaðhvort Dol-
matov eða Kotroniasi en það fer
nokkuð eftir því hvernig biðskák-
irnar fara.
-S.dór