Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Fréttir Aðgerðir ríkisins eru alveg dæmalausar - segir Vattýr Sigurbjamarson, formaður Fjórðungssambands Norðlendinga Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Á sama tíma og talað er um að flytja ákveðin verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna eru síðustu aðgerðir rikisstjómarinnar alveg hreint dæmalausar. Sveitarstjórnar- menn hafa haft ákveðna fyrirvara í þessari umræðu, eins og t.d. að ekki mætti skerða jöfnunarsjóð sveitarfé- laganna, því hefur verið vel tekiö í orði en svo stendur ekki steinn yfir steini hjá ríkinu," sagði Valtýr Sigur- bjarnarson, formaður Fjóröungs- sambands Norðlendinga, í samtali viðDV. „Þessar síðustu aðgerðir ríkis- stjórnarinnar eiga að vera aögerðir til þess að draga úr þenslu, en mér fmnst þær ekki lýsa neinu öðru en vanþekkingu hinna háu herra á þvi hvað heldur þessu þjóðfélagi gang- andi. Góðærið í þjóðfélaginu hefur ekki skilað sér jafnt til landsmanna. Skipting teknanna er vægast sagt brengluð og orsakar ekkert annað en tortryggni. Það er hægt að taka undir með þeim sveitarstjórnar- mönnum sem hafa sagt að hinar sífelldu betliferðir til höfuðborgar- innar eru gjörsamlega óþolandi, það er ekki hægt að una við það að þurfa sífellt að eyða tíma í aö betla út þá peninga sem við höfum sjálfir aflað.“ Valtýr nefndi sem dæmi að Reykja- vík, Hafnaríjörður og fleiri stór sveitarfélög hafi um 66% tekna sinna til reksturs en víða á landsbyggðinni væri þetta hlutfall yfir 90%. „Sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu hafa miklu meiri tekjur af hverjum íbúa og geta haldið sínu striki þótt jöfnun- arsjóður sé skertur. Það er alveg ljóst að ef þessi sjóður á aö standa undir nafni þarf að breyta vinnubrögðum og hugsunarhætti algjörlega,“ sagði Valtýr. Skert framlög úr jöfnunarsjóði til sveitarfélaganna: Lántókuleiðin er neyðarúrræði - segir Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrui á Akureyri, en framlag til Akureyrar skerðist um 15 milljónir króna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Við höfum ekki farið ofan í þetta, en þaö er ljóst að ef tekjurnar minnka þá þarf að mæta því á ein- hvern hátt, hvort það verður gert meö því að skerða framkvæmdir eða á annan hátt liggur ekki fyrir,“ sagði Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokks á Akureyri, í samtali við DV. • Þaö kom fram í umræðum á Al- þingi í sambandi við efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar að framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfé- laganna skerðist verulega. Þannig minnkar framlagið til Akureyrar um 15 milljónir sem fyrr sagði, til Húsa- víkur um 2,5 milljónir og til Ólafs- fjarðar um 1,2 milljónir króna. „Satt best að segja höfum viö enga möguleika á aö bregðast við þessu. Allar framkvæmdir bæjarins eru samningsbundnar svo við getum ekki dregiö úr þeim nema ná samn- ingum við verktaka og þurfa hugsan- lega að greiða þeim bætur fyrir. Tæknilega séð gæti ein leiðin þó verið að stöðva allar gatnageröar- framkvæmdir í bænum. Hins vegar sýnist mér fljótt á Utið að lántöku- leiðin komi helst til greina en þó sem neyðarúrræði. Það er slæmt að fá þetta fram núna þegar við höfum afgreitt fjárhagsáætlun okkar. Við vorum að gera okkur vonir um að tekjurnar yrðu meiri en áætlunin gerir ráð fyrir og við gætum þá notað þá peninga, sem þannig kæmu inn, til aö rétta við íjárhag bæjarins. Mér finnst hins vegar hin tíðindin verri að hugmyndir um verkaskipt- ingu ríkis og sveitafélaga hafa veriö lagðar á hilluna. Ég get alls ekki séð að það geti verið raunhæfur hlutur í efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar. Ef þarf að vinna verk þá þarf peninga til þess, hvort sem þeir koma frá ríkinu eða sveitarfélögun- um. Ég óttast það að hugmyndirnar um verkaskiptinguna muni rykfalla uppi á hillu fyrst þær eru komnar þangað á annað borð,“ sagði Freyr Ófeigsson. Metupphæð fýrir Þorvald í Kaupmannahöfn: Málverk á 800 þúsund - til sölu á milljon Málverk eftir Þorvald Skúlason var slegið fyrir metupphæð á upp- boði í Kunsthallen í Kaupmannahöfn í gær. Málverkiö fór á 100 þúsund danskar krónur eða 611 þúsund ís- lenskar. Þetta er langhæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mynd eftir Þorvald á uppboði. Myndin er af- strakt, í cobrastíl og er 95x75 cm. Kaupandinn var danskur lista- verkamiðlari, Darrell, sem rekur Galerie Darrell. Ofan á kaupverðið leggst 12,5 prósent uppboösgjald og kostar þá myndin 686 þúsund krón- ur. Þar sem Darrell er danskur þarf hann að greiða söluskatt til viðbótar, öfugt við það ef íslenskur aðili hefði keypt myndina. Darrell hefur því lagt út 137 þúsund danskar krónur eða 837 þúsund íslenskar. í samtali við DV sagðist Darrell vera hinn ánægðasti með kaupin. Hann sagðist ætla að setja myndina í endursölu og bjóst við að leggja á hana 20 prósent sölulaun. Þeir sem áhuga hafa á myndinni geta því keypt hana af Darrell á 165 þúsund danskar krónur eða rétt rúma millj- ón íslenskra króna. Pétur Þór, hjá Gallerí Borg, sagði í samtali við DV í gær að mynd eftir Þorvald hefði aldrei áður farið á því- líku verði. Stor mynd eftir Þorvald var slegin á 12 þúsund danskar krón- ur á uppboöi í Kunsthaller* í október síðastliðnum. Myndir eftir aðra ís- lendinga hafa áður farið á háu verði, til dæmis keypti Listasafn íslands mynd eftir Svavar Guðnason á upp- boði á 183 þúsund danskar krónur í september 1986. Þá bauð Darrell á móti Listasafninu. Pétur Þór sagði að stór afstrakt- mynd eftir Þorvald hefði verið til sölu hjá Gallerí Borg um langan tíma án þess að mikið væri sþurt eftir henni. Á hana eru settar 370 þúsund krónur, eða ekki nema þriðjungur þess verðs sem Darrell ætlar að selja sína mynd á. -gse Komposition eftir Þorvald Skúlason. Danskur listaverkamiðlari keypti hana á 835 þúsund krónur á uppboði i gær og hyggst selja hana aftur á rúma eina milljón króna. Haukurlngibeigsson: Éghef ekki kall- að í vitni „Nei, ég hef ekki kallað til vitni þegar ég hef rætt viö mína undirmenn. Þaö ríkir hér allt annaö ástand en var þegar við fengum vinnusálfræðing til að vinna með okkur að lausn ákveöinna vandamála," sagði Haukur Ingibergsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits- ins, þegar hann var spuröur hvort hann talaöi ekki nema í votta viðurvist við undirmenn sína. í DV í gær var sagt frá hluta þeirra tillagna sem sálfræðing- ur lagöi til vegna samskiptaörð- ugleika meðal hluta starfs- manna Bifreiðaeftirlitsins. í tillögunum var meðal annars bent á að nauösynlegt gæti ve- rið að yfirmenn kölluðu til vitni er þeir gæfu undirmönnum sin- um fyrirmæli. Eitthvað hefði borið á því að undirmenn mis- skildu fyrirskipanir yfirmanna „Þetta er skýrsla sem var samin í júní og júlí síðastliðið sumar. Hún var gerð vegna ástands sem þá var. Nú hefur orðiö breyting á og eru þessi vandmál ekki til staðar lengur. Þau leystust að hluta til vegna tillagna sálfræðingsins. Auk þess kom margt fleira til. En vandamálin, sem voru til staðar í sumar, eru nú leyst,“ sagði Haukur Ingibergsson. -sme Nafnakall bjorinn Bjórfrummvarpið slapp loks- ins til 2. umræðu á Alþingi í gær og var atkvæðagreiðsla óvenju tafsöm. Eftir að forseti neðri deildar, Jón Kristjánsson, hafði ítrekað reynt að fá nægan fjölda þingmanna í salinn til að gera atkvæöagreiðslu löglega bað Ólafur G. Einarsson, einn af flutningsmönnum tillögunnar, um nafnakall. Var þá frum- varpið samþykkt til 2. umræðu en ekki var björninn unnin. Eftir var að greiða atkvæöi um að senda frumvarpiö til alls- herjarnefndar. Baö þá Ólafur Þ. Þórðarson um nafnakall aft- ur sem er mjög óvenjulegt. Var samþykkt að viöhöfðu nafna- kalli að senda frumvarpið til allsherjamefndar. Að sögn nefndarmanna f alls- herjarnefnd er ekki búist við því að það þurfi að velta máinu lengi fyrir sér þar enda stendur meirihluti nefndarinnar að baki frumvarpinu. Óvist er þó hvenær frumvarpið kemst aft- ur til umræðu, það verður þó líklega um miðjan mánuð. -SMJ Átök um eignir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eiga sér nú stað vægast sagt hörð átök um það hvort starfsgreinahópar innan fé- lagsins, sem hyggjast stofna lands- félög og ganga úr starfsmannafé- laginu, eigi rétt á aö taka með sér einhvem hluta af eignum félagsins. Engin lög skera úr um þetta og því verður aðalfundur að úrskurða í málinu. Það eru meinatæknar, röntgentæknar og fóstrur sem tala um að ganga úr félaginu og stofna landsfélög. Á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í fyrra var samþykkt tillaga um að vísa því til næsta aðalfundar aö skera úr um hvort þessir fyrrnefndu hópar ættu rétt á hluta af eignum félagsins ef þeir gengu úr því. Sá aðalfundur verður haldinn næstkomandi laug- ardag. Eftir fundinn í fyrra var skipuð þriggja manna nefnd til að fjalla um þetta mál og skila áliti. Nefndin klofnaði. Meirihluti nefndarinnar, Guð- mundur Vignir Óskarsson og Sesselja Hauksdóttir, telur að þeir hópar, sem ganga úr félaginu og stofna landsfélög, eigi rétt á hluta af eignum félagsins en minnihlut- inn, Óskar Magnússon héraðs- dómslögmaður, telur að réttur hópanna til þess að hafa með sér hluta af eignum sé ekki fyrir hendi. Haraldur Hannesson, formaður félagsins, sagði í samtali við DV aö hann ætti von á mjög hörðum aðal- fundi á laugardaginn enda væri heitt í kolunum innan félagsins vegna þessa máls. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.