Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Viðskipti Fríðindi forstjóranna Fyrirtækiö á bílinn, fyrirtækið borgar símann, fyrirtækiö kaupir mánaðarlega handa forstjóranum verðbréf í eftirlaunasjóðum verö- bréfafyrirtækjanna, fyrirtækið sér forstjóranum og íjölskyldu hans fyr- ir utanlandsferö einu sinni á ári, fyrirtækið borgar þegar forstjórinn, kona hans og vinir fara út að borða á dýrum veitingastað. Fyrirtækið borgar honum þrettánda, fjórtánda og jafnvel fimmtánda mánuð sem launauppbót ef vel gengur í rekstrin- um. Kjör forstjóra á íslandi eru margvísleg og eiga ekkert skylt við þrettán prósentin hans Guðmundar jaka. Eiga fyrirtæki að greiða há- skófanám barna forstjóra? Kjör forstjóra og fríðindi þeirra, sem fyrirtækin borga, hafa að sjálf- sögðu komist í brennidepilinn vegna launamála Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, frá þeim tíma sem hann gegndi stööu forstjóra Ice- land Seafood í Bandaríkjunum. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 19-22 Lb.Sb, Ab Sparireikningar 3jamán. uppsögn 20,5-25 Ab.Sb 6mán. uppsógn 21,5 27,5 Ab 12mán. uppsögn 23-30,5 Ab 18mán. uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Ab Sértékkareikningar 10 25 Ab Innlan verötryggö í Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 3.5 4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb Innlánmeðsérkjörum 19 34 Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir- 5,75 7 Vb, Ab, Sb Sterlingspund 7.75 8,25 Úb Vestur-þýskmörk 2 3 Ab Danskarkrónur 7,75-9 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 29,5 35 Sp Vidskiptavíxlar(forv.) (1) kaupqenqi Almennskuldabréf 31 37 Sp Viðskiptaskuldabréf (1) kaupqenqi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 32,5 39 Sp Utlan verðtryggö Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Utlán til framleiðslu Isl. króni- 30,5 34 Lb.Bb SDR 7.75-8.25 Lb.Bb, Sb Bandarikjadalir 8.75-9.5 Lb.Bb, Sb.Sp Sterlingspund 11-11,5 Úb.Bb, Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 5 5,75 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 51,6 4,3 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. feb. 88 36,4 Verðtr. feb. 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 1958 stig Byggingavisitala feb. 344 stig Byggingavisitala feb. 107,4stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1 . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Ávöxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,664 Einingabréf 2 1,551 Einingabréf 3 1,674 Fjölþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,660 Lifeyrisþréf 1.346 Markbréf 1,374 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,363 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv Almennartryggingar . 180 kr. Eimskip 384 kr. Flugleiðir 255 kr. Hampiðjan 138 kr. Iðnaðarbankinn 155 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 135 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. - launaumslagið segir aðeins hálfa söguna Eftirfarandi orð Guðjóns, sem birt- ust í DV síðastliðinn þriðjudag, hafa ekki síst vakið feikilega athygli fólks: „Ég á fimm börn og þar kom að þau þurftu að fara í háskóla og háskóla- nám er geysilega dýrt hér í Banda- ríkjunum. Það samdist svo um milli okkar Erlends að fyrirtækiö tæki þátt í þessum skólakostnaði.“ Það er ekkert skrítið að launamenn spyrji sig hvað sé um að vera. Svarið er; forstjórar á íslandi, eins og ann- ars staðar, reyna að semja um allt sem eykur ráðstöfunartekjur þeirra og ekki þarf að gefa upp til skatts. Þetta er niðurstaðan úr samtölum DV við menn í viðskiptalífmu í gær um kjör forstjóra. maður þénar, maður sér aldrei nokk- urn pening. Hvar liggja stóru póstarnir í heimilisrekstrinum? Þegar dæmið er skoðað frekar, en margar fjölskyldur færa reglulega bókhald, er líklegt að stórir póstar í heimilisbókhaldinu fyrir utan skatt- ana séu rekstur bíls, afborganir af húsnæði, sumarferðalag til útlanda, matur og skemmtanir. Þarna er komið að kjarna málsins. Forstjórinn hugsar um rauntekjur sínar. Hvað hann eigi til skiptanna eftir skatta og aðra stóra pósta í út- gjöldum venjulegra fjölskyldna. Þessum útgjöldum reynir hann að Um þægilegan sparnað er að ræða sjái fyrirtækið um að greiða símann. Fyrirtækið kaupir lífeyrisbréf forstjóranna Forstjórar hugsa líka til elliáranna. Það getur verið harkalegt að þéna vel og hafa það gott en hafa úr lágum tekjum að moða í ellinni. Vissulega eru þarfirnar minni í ellinni en það er sama, það fer sífellt vaxandi að fyrirtæki kaupi mánaðarlega eftir- launabréf hjá verðbréfafyrirtækjun1 um, bréf sem forstjórarnir eiga. Þannig kaupir fyrirtæki lífeyrisbréf fyrir forstjóra sína fyrir kannski þetta 20 þúsund krónur á mánuði. Það er ekkert sjálfgefið að forstjórar Þrír af þekktustu forstjórum á íslandi; Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiöa, og Ragnar Halldórsson, forstjóri álversins. Talið er að mánaðarlaun þeirra séu um fjögur hundruð þúsund krónur. Almennt eru forstjórar taldir með laun á bilinu 200 til 300 þúsund á mánuði. Munur á aðstoðarforstjóra og forstjóra Yfirleitt er það aðeins forstjórinn, toppurinn í fyrirtækinu, sem nýtur helstu fríðindanna. Það er þess vegna mikill munur á því að vera aðstoðar- forstjóri eða sá eini sanni, forstjór- inn. Fá þrettánda, fjórtánda og fimmtánda mánuð greiddan Einn viðmælenda DV í gær sagðist vita nokkur dæmi þess að forstjórar hefðu þrettánda, fjórtánda og íimmt- ánda mánuð í bónus. Sá bónus kæmi að vísu til skatts en á móti kæmi að hægt væri aö reka þá stefnu innan fyrirtækjanna að launamunurinn væri ekki yfirþyrmandi. Þannig væri til dæmis hægt að segja við aðstoðar- forstjórann; Sjáðu til þú hefur 80 prósent af mánaðarlaunum forstjór- ans. En að sjálfsögðu er ekki minnst á bónus forstjórans, hvað þá öll fríð- indi hans. Þegar venjulegur launþegi gerir upp dæmið sitt í kringum 10. febrúar ár hvert, þegar hann skilar skatt- skýrslunni, spyr hann sig oftar en ekki aö því hvaö hann hafi eiginlega gert við launin sín. Sumir nöldra eitt- hvað á þessa leið: Það er sama hvaö Fréttaljós Jón G. Hauksson koma á fyrirtækið. Því eftirsóttari sem hann er sem forstjóri því meiri möguleika hefur hann á að semja um þessi atriði við fyrirtæki sitt. Fyrirtækið á bílinn Byrjum á algengustu fríöindunum, bílnum. Þetta er gljáfægð glæsikerra. Þú heldur aö forstjórinn eigi hana en fyrirtækiö er hinn raunverulegi eigandi. Gefum okkur að áður en forstjórinn var ráðinn hafi hann átt bíl upp á milljón. Þegar fyrirtækið skaffar honum bíl getur viðkomandi selt bílinn sinn. Haiin á milljón meira i vasanum sem hann íjárfestir fyrir í verðbréfum með háum raunvöxt- um, auk þess sem hann losnar við rekstur síns eigin bíls. Síminn á heimilinu Þá er þaö síminn á heimilinu. Fyr- irtækið borgar brúsann en allir á heimilinu nota símann. Símareikn- ingar eru vinsælt þrætuepli á heimilum, þeir þykja alltaf of háir. aki á BMW eða Range Rover í ell- inni. Það þarf að hugsa fyrir því. Ein sólariandaferð á ári fyrir fjölskylduna Það mun einnig færast í vöxt að forstjórar semji um það við fyrirtæk- in að þau greiði sólarlandaferðina fyrir Qölskyldu hans. Þetta er þá ferð sem skráð er sem viöskiptaferð hjá fyrirtækinu. Hluti af ferðinni er hugsanlega notaður i bisness, hinn hlutinn í að spóka sig í sólinni. Sólar- landaferðir eru að veröa algengir póstar í heimilisbókþaldi íslenskra heimila. Þess vegna eru þetta fríðindi sem skipta máli. Dagpeningarnir nýtast að fullu Áfram með utanlandsferðirnar. Einn viðmælenda okkar sagðist vita dæmi þess að forstjórar næðu oft nokkru út úr dagpeningum í utan- landsferðum. Þannig greiddi fyrir- tækið þeim þetta 8 til 10 þúsund krónur á dag í dagpeninga sem hugs- aðir eru fyrir hóteli og uppihaldi. En þegar að uppgjörinu kæmi greiddi fyrirtækið hótelreikninginn og þann fæðis- og veitingakostnað sem færð- ur hefði verið á viðkomandi hótel- herbergi. Standi ferðin í hálfan mánuð geta forstjórarnir þannig náð sér í íjórtán daga sinnum tíu þúsund krónur í dagpeninga eöa samtals 140 þúsund krónur. Þetta er hreinn af- gangur þegar heim er komið - auknar tekjur - getur ef flmm svona ferðir eru farnar á ári farið hátt í 700 þúsund krónur á ári. Það munar því um minna. Fyrirtækið borgar á yeitingahúsinu Á sama hátt fara forstjórar út að borða með konu sinni og vinum á dýran veitingastað á kostnað fyrir- tækisins. Þetta er risnan fræga sem svo oft er vitnað til í umræðum fólks. Viðmælendur DV höfðu þó aldrei heyrt um að forstjóri hefði sett það í samning sinn að fá til dæmis eina fasta ferð á mánuði á veitingastað með konu sinni eða fjölskyldu. Launuð nefndastörf í vinnunni Oftar en ekki hafa umræður um launuð nefndastörf, sem unnin eru í vinnutímanum, verið á milli tann- anna á fólki. Harðastar eru umræð- urnar um ríkisstarfsmenn í þessu efni, eins og ríkisforstjóra og banka- stjóra. Hér er minnt á þetta þar sem það eru auðvitað launafríðindi að geta í vinnutímanum sinnt launuð- um nefndastörfum, kennslu eða öðrum störfum sem koma fyrirtæk- inu ekki við. Forstjórarnir ganga eftir bjargbrún „Þegar laun forstjóra eru farin að snúast mikið um fríðindi og kostnað fyrirtækjanna í einkarekstri þeirra má líkja þessum samningum þeirra við fyrirtækin við göngu manns eftir bjargbrún. Það skiptir máli að teygja sig ekki of langt, detta ekki út af brúninni. Ein viðbótarkrafa getur gert útslagið um að stjórn fyrirtækis- ins finnist viðkomandi vera farinn að ganga einum of mikið á lagið. Svona kröfur geta náttúrlega endað með að forstjórinn biðji fyrirtækið um að greiða húsaleigu barna sinna sem hafa tekið sér kjallaraíbúð á leigu. Þá getur svarið orðið nei og taktu pokann þinn,“ sagði einn við- mælenda okkar. Raunvextir og rauntekjur Hvað sem því líður þá eru forstjór- ar bisnessmenn. Þess vegna eru þeir á toppnum. Það að segja þeim að nafnvextir séu 30 til 40 prósent segir þeim ekkert. Þeir vita að það eru raunvextirnir sem skipta máli. Á sama hátt vita þeir að nafntekjur skipta ekki máli heldur rauntekjur, tekjur eftir skatta og fóst útgjöld heimilisins. Maður sér pening Þeir reyna að breyta niðurlagi setningarinnar, það er sama hvað maður þénar, maður sér aldrei pen- ing, í... maður sér pening. -JGH Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins: Það vilja eflaust ýmsir selja okkur loðnuskip „Ég kannast við þennan orðróm en ég vil taka fram að það hefur ekki einu sinni komið til tals að Síldar- verksmiðjur ríkisins kaupi loðnu- skip,“ sagði Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri. Hávær orðróm- ur hefur verið á kreiki um að Síldar- verksmiðjur ríkisins væru að kaupa Jón Finnsson RE. Jón Reynir sagði að eflaust mætti rekja þetta til þess að Sverrir Sveins- son varaþingmaður flutti tillögu um það á þingi fyrir skömmu að breyta lögum um Síldarverksmiðjur rikis- ins á þann veg að Alþingi færi ekki áfram með framkvæmdavald þeirra. Nefndi hann sem dæmi að breyta þyrfti lögunum þannig að verksmiðj- urnar gætu keypt sér skip ef þær teldu sér hag í því og að stjórn þeirra hefði frjálsari hendur. „Það má vel vera að einhverjir vilji selja okkur skip sín en við höfum ekki heimild til að kaupa og ekkert slíkt hefur verið orðaö á stjórnar- fundum okkar,“ sagði Jón Reynir. Gísli Jóhannesson, eigandi Jóns Finnssonar, sagðist hafa verið að hugsa um að selja skipið og hefði nefnt það í gríni aö Síldarverksmiðj- ur ríkisins keyptu það. Hann sagðist nú vera hættur við að selja þar sem enginn, sem áhuga hefði á skipinu, gæti borgað neitt út. Hann sagði að loðnukvóti Jóns Finnssonar RE, sem er nýtt skip, væri of lítill og rækju- kvótinn einnig. Hann sagði að skipið þyrfti að landa 80-90 milljóna króna afla á ári og það væri alveg á mörk- unum að það tækist miöaö við þann kvóta sem skipið hefur. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.