Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 17
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988.
17
Lesendur
Bréfritari talar um „niðurbindingarsigur" varðandi hin nýju umferðarlög.
Beltanotkun í bifreiðum:
Frestið sektunum
Ökumaður skrifar:
Að kvöldi mánudagsins 15. febrúar
sl. var athyglisverður þáttur í ríkis-
útvarpinu. Þar létu þeir ljós sitt
skína, Óli H. og Ólafur, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn á Akureyri. Þátturinn
hefur án efa átt að vera um umferð-
armál en snerist upp í það að vera
nær eingöngu um peninga og þá
hvemig hægt væri að ná peningum
af bílstjórum. Þetta átti að gera með
sektum og aftur sektum.
Það var eftirtektarvert að Óli H.
viðurkenndi loksins (betra seint en
aldrei) að hætta gæti stafað af notkun
bílbelta. Samt bar þeim Ólunum
saman um það, eins og raunar allt
annað, að þeir myndu ekki losa sig
úr beltunum þótt þeir þyrftu að aka
fyrir Ólafsfjarðarmúlann. - En það
er margur Múlinn.
Annað sem athygli vakti var að
þeir era hættir að tala um „öryggis“-
belti og einnig hættir að tala um að
notkun þeirra sé ódýr líftrygging.
Sannarlega tími til kominn!
Þá kom það fram að búið væri að
skipa sjö manna nefnd og ætti hún
að skila einhvern tíma einhverju áliti
um umferðarmál (verður sennilega
búin að því er þetta birtist). Nú hefur
heyrst að í Umferðarráði séu sautján
menn, og gæti það nú kallast nokk-
um veginn nægilegt, fyrir utan aðra
yflrmenn umferðarmála, svo sem
bæjarstjóra, sýslumenn, yfirlög-
regluþjóna og umferðamefndir í
héraðunum. Það má lengi skipa
ráðamenn og nefndir og nógir era
peningar til að greiða þeim launin.
Þessir umferðarfrömuðir virðast
vera búnir að gleyma því að árið 1968,
þegar breytt var úr vinstri umferð í
hægri, var mikil áhersla lögð á
fræðslu og menningarlega umferð
hjá ökumönnum og alls ekki síður
hjá gangandi fólki og öðrum vegfa-
rendum. Þetta bar þann árangur að
umferðarslys urðu svo til engin. Til-
kynnt var að sektum yrði ekki beitt
fyrir smávægilegar yfirsjónir. Það
að svona vel tókst til er þó ekki hægt
að þakka notkun bílbeltanna því að
þau voru þá yfirleitt ekki í notkun.
Úr því að málin snúast alltaf um
peninga væri æskilegt að upplýsa
hver þóknunin til þeirra Ólanna fyr-
ir að koma fram í nefndum þætti
var. Að endingu er svo ástæða til að
óska Óla H. til hamingju með þennan
„niðurbindingarsigur" og nú getur
hann farið að beita sér af fullum
krafti fyrir því að binda fólkið í aftur-
sætunum og í rútubílum og víðar.
Mannlegt og hyggilegt væri af hinu
háa Alþingi, með háttvirtan dóms-
málaráðherra í broddi fylkingar, að
fresta að beita sektum þótt menn
bindi sig ekki við bihnn.
4.MARS KL.1300-1900 ^
E TIYHNINC
■ÉBKUM
DAGANA
Veislueldhúsið
Álfheimum 74
MÖTUNEYTI OG FYRIRTÆKI
Sendum heitan mat út í hádeginu til
fyrirtækja og stofnana.
Sími 686220 og 685660
SVFR
OPIÐ HÚS
föstudaginn 4. mars í félagsheimili SVFR.
Húsið opnað kl. 20.30.
Dagskrá: Þröstur Elliðason með litskyggnur frá Nes-
svæði í Laxá í Aðaldal. Afhending „Footlose"-
verðlaunanna.
Nýjar íslenskar veiðimyndir á skjánum.
Glæsilegt happdrætti.
Skemmtinefnd SVFR
AKUREYRI: KEA, LÓNSBAKKI
ÍSAFJÖRÐUR: GE. SÆMUNDSSON
KEFLAVÍK: JÁRN OG SKIP
SELFOSS: KAUPFÉLAG ÁRNESINGA
. Armstrong.
GÓLFDÚKUR
SEM EKKI ÞARF AÐ LÍMA
Br. 2 m, 3 m, og 4 m
TEPPABUDIN
Suðurlandsbraut 26-sírni 84850 i..EL.j Qg£j|