Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Umferðarmálin: Oft hefur sögn meiri áhrif en þögn Laugardaginn 19. febrúar sl. rit- aði S.H. grein í Bílablað Dagblaðs- ins-Vísis undir yfirskriftinni „Hasarsögum úr umferöinni ábóta- vant“. Þar fjallaði hann um þá ofuráherslu sem lögreglan legði á radarmælingar og fannst tilgang- urinn í rauninni léttvægur. í lok greinarinnar kom hann hins vegar inn á atriði sem eru virkilega þess virði að skoða sérstaklega. Þar seg- ir hann: „Ég hygg þó meira um vert að lögreglan hafi meiri leið- beinandi afskipti af umferðinni og einstaklingum í umferðinni - ekki til að sekta og svipta heldur til að sýna fram á og fræða. Umferðin hefur verið aö batna hjá okkur, hægt og bítandi undan- farin ár, og er enn. Við getum haidið áfram að bæta hana - með umræðu, leiðbeiningum, umhugs- un og hjálpsemi." Undir þessi skrif getur undirrit- aður tekið heilshugar. Hér er um að ræða grundvallaratriði til bættrar umferðarmenningar - um- ræða - leiðbeiningar - umhugsun - hjálpsemi. Þessum þáttum hefur lögreglan haldið á lofti í umræðum um þessi mál og hefur auk þess viljaö bæta við hugtakinu meðvit- und. Áberandi lítið Umræða um umferðarleg málefni hefur verið nokkur í fjölmiðlum undanfarið og er það vel. Þessi mál þarf að ræða af kostgæfni. Hins vegar er áberandi í umræðunni hve lítið kemur frá ráðamönnum bæj- ar- og sveitarfélaga sem eiga þó að öllu jöfnu að vera mjög vakandi um þessi mál. Þessi þáttur er ekki svo lítill hluti af tilveru okkar allra en kannski ekki éins áhugaverður og hann ætti að vera vegna þess hve sjálfsagður hann þykir hverjum og einum. Lögreglan hefur gert þaö sem hún getur til þess aö vekja at- hvgli fólks á umferðarlegum KjaUarinn Ómar Smári Ármannsson aðalvarðstjóri, umferðardeild lögreglunnar i Reykjavík málefnum og mun halda því áfram. Allar leiðbeiningar eru af hinu góða og ekki síöur nauðsynlegar en þau viðurlög sem við brotum eru. Þessum þætti hefur lögreglan reynt að sinna eftir því sem mögu- leikar og fjármagn hefur leyft. Fjölmargir aðrir aðilar koma inn í leiðbeiningastarfið, eins og t.d. Umferðarráð, Fararheill, ýmiss konar félagasamtök og núna sein- ast þjóðarátaksnefnd í umferðar- málum. Undirbúningur starfs hennar er þegar farinn að skila sér. Þá geta fjölmiölarnir gert sitt til þess aö leiðbeiningar um um- ferðarleg málefni komist til sem flestra landsmanna, öllum til heilla. Umhugsunin er sá þáttur sem lýtur að hverjum og einum. Hver og einn þarf að skoða hug sinn til þessara mála og gera það síðan upp við sig hvort hann eigi erindi út í umferðina eða ekki. Þar gilda ákveðnar reglur sem eftir verður aö fara eigi ekki að verða óhapp eöa slys. Það fólk, sem treystir sér til þess að vera í umferðinni með já- kvæðu hugarfari, þarf að vera þar með fullri meðvitund. Það þarf að vera vakandi við það sem það er að gera annars getur dæmið ekki gengið upp. Hjálpsemi og tillitssemi er nauð- synlegur þáttur í umferðinni og reyndar í öllum mannlegum sam- skiptum. Innræti manna kemur oft á tíðum fram þegar á þetta reynir fyrir alvöru. í umferðinni gerist það oft á dag. Með hjálpsemi og til- litssemi stuðlum við að bættri umferðarmenningu og gerir það okkur og öllum hinum lífið auð- veldara og ánægjulegra. Hraðatakmarkanir S.H. er á þeirri skoðun aö leyfileg- ur hámarkshraði gildi ekki að öllu jöfnu. Hann ætti að geta verið breytilegur að nóttu eða degi. Hann er undrandi á að bílstjóri skuli hafa verið kærður fyrir að aka á 80 kíló- metra hraða á klukkustund á Kringlumýrarbrautinni kiukkan hálf fimm að nóttu. Hann spyr hvort einhverjir séu að safna í ferðasjóð eða hvort einhverjir séu að safna sér punktum hjá yfir- mönnum. Þessu er til að svara að leyfilegur hámarkshraði á Kringlumýrarbraut er 60 km/klst. og gildir þaö allan sólarhringinn. Lögreglunni er ekki leyft að meta það hverju sinni hvort í lagi sé að einhver aki hraðar á einhverjum ákveðnum tímum. Hennar starf er að sjá til þess að lögin séu virt og eftir þeim farið. Ef ákvæði væru um það í lögunum að leyfilegt væri að aka á 80 km hraða á klst. á ákveðnum tímum á Kringlumýrar- braut myndi lögreglan að sjálf- sögðu taka mið af því. Þessi skrif eru því sett fram af ókunnugleika en þó með virðingarverðu sjónar- miði. í 36. grein nýrra umferðar- laga segir, en ákvæði greinarinnar á við akstur undir leyfilegum há- markshraðamörkum: „Ökuhraða skal jafnan miða viö aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skal þannig miða hrað- ann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar fram undan sem hann sér yfir og áður en hann kemur að hindrun sem gera má ráð fyrir.“ Hér er um að ræða skilyrði til handa öku- mönnum undir leyfilegum há- markshraðamörkum en akstur yfir mörkunum er bannaður. Á þessu er mikill munur. Talan 100 er engin töfratala í aug- um lögreglumanna en hún virðist vera það í huga S.H. Við því er ekkert að segja. Umfjöllun fjölmióla S.H. er óánægður með að fréttir úr umferðinni einkennast aðaUega af því hve margir eru teknir fyrir of hraðan akstur og bitastæðast þyki að fjalla um ef einhver er sviptur ökuleyfi á staðnum. Lög- reglan sljórnar ekki fréttamati starfsmanna fjölmiölanna og hefur engin áhrif á hvað þar er birt. Þá er erfitt að sætta sig við skrif þar sem lögreglan er gagnrýnd fyrir það sem henni ber að gera en þeir sem fremja ákveðinn verknað eru afsakaðir á alla kanta. Lögreglan sviptir ökumenn ekki ökuleyfinu á staðnum vegna þess að henni þykir það svo gaman heldur vegna þess að einhver hefur unnið til þess með aksturslagi sínu. Það getur vel ver- ið að S.H. fmnist það lögreglunni að kenna. ÖU slík umfjöllun er ekki til þess að bæta ástandið. Kostur- inn við hana er einungis sá að hún kallar á ákveðna umræðu. S.H. segir að í fréttir af umferð- inni vanti atriði eins og t.d. hve margir hefðu verið stöðvaðir fyrir að nota ekki stefnumerki rétt, hve margir hefðu verið stöðvaðir vegna þess að ökuljós bifreiða þeirra voru í ólagi og hve margir hefðu verið stöðvaðir vegna þess að þeir óku ekki rétt í beygjubrautir. Þessi at- riði koma ekki fram í umfjöllun fjölmiðlanna dags daglega. Fjöl- margir ökumenn eru stöðvaðir á degi hverjum fyrir að brjóta reglur um akstur á beygjubrautum, fyrir að vera með ljósabúnað bifreiða sinna í ólagi og fyrir að nota ekki stefnumerki þegar við á. í slíkum tilfellum og öðrum hliðstæðum er ökumönnum gefin áminning um úrbætur og sæta því ekki sektum. Sé hins vegar um gróf brot að ræða er hlutaðeigandi kærður og fær sína sekt. Lögreglan reynir að vinna þetta á eins vinsamlegan hátt og unnt er. Að lokum vill undirritaður þakka S.H. fyrir vakandi athygli hans á umferðarlegum málefnum. Undir- ritaður er ekki alltaf sammála umfjöllun hans í einstökum atrið- um en sögn hefur oft meiri áhrif en þögn. Ómar Smári Ármannsson „Lögreglunni er ekki leyft að meta það hverju sinni hvort í lagi sé að einhver aki hraðar á einhverjum ákveðnum tímum.“ Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, á neðangreindum tima: Bergstaðastræti 17, kjallari, þingl. eig. Andrés Magnússon, mánud. 7. mars '88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Tryggingastofnun ríkisins. Fjarðarás 13, talinn eig. Harpa Hannibalsdóttir, mánud. 7. mars ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Hilniar Ingimundarson hrl. og Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIS í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álftahólar 4, 2. hæð C, þingl. eig. Anna María Baldvinsdóttir, mánud. 7. mars ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Álftamýri 32, íbúð merkt 03-03, þingl. eig. Ólafur Már Sigurðsson, mánud. 7. mars ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Baldursgata 7 A, hluti, þingl. eig. Gunnar Heiðdal, mánud. 7. mars ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Bergstaðastræti 50 A, kjallari, þingl. eig. Helgi H. Jónsson, mánud. 7. mars ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Eskihlíð 8, hluti. talinn eig. Olga Guðmundsdóttir, mánud. 7. mars ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnaðar- banki íslands hf. og Ásgeir Thorodd- sen hdl. Espigerði 14, 3. hæð t.h., þingl. eig. Gunnar Malmquist, mánud. 7. mars '88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Furugerði 21, 3. hæð t.v., þingl. eig. Helga Kemp Stefánsdóttir, mánud. 7. mars '88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðend- ur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Geitland 19, þingl. eig. Gunnar Jó- hann Pálsson, mánud. 7. mars ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. Grettisgata 61, hl„ þingl. eig. Ólafur Lárus Baldursson, mánud. 7. mars ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Háteigsvegur 10, 1. hæð, þingl. eig. Þórir H. Öskarsson, mánud. 7. mars ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hraunbær 38, 2. hæð, þingl. eig. Sig- urður Gunnarsson, mánud. 7. mars ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hraunteigur 15, 2. hæð t.h., þingl. eig. Þorsteinn Kinstry og Guðríður Guðmundsd, mánud. 7. mars’ ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Hringbraut 84,1. hæð, þingl. eig. Óli Kr. Jónsson, mánud. 7. mars ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Karfavogur 44, aðalhæð, talinn eig. Gunnlaugur Kristjánss. og Huld Ingimai-sd, mánud. 7. mars ’88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Lagerbygging v. Flugvallarveg, þingl. eig. Amarflug hf„ mánud. 7. mars ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Skeljagrandi 8, íb. 0203, talinn eig. Margrét Guðnadóttir, mánud. 7. mars ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Búnaðar- banki íslands, Útvegsbanki íslands hf. og Ammundur Backman hrl. Tryggvagata, Hamarshús, 5. hæð, talinn eig. Gunnar Þór Gunnarsson, mánud. 7. mars ’88 kl. 13.45. Uppboðs- beiðendur eru Sigurður G. Guðjóns- spn hdl„ Ólafur B. Árnason hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Tungusel 8,4. hæð, þingl. eig. Sigur- laug Guðmundsdóttir, mánud. 7. mars ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og Búnaðar- banki íslands. Þykkvibær 2, þingl. eig. Skúli Möll- er, mánud. 7. mars ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTID Í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Akurgerði 50, hluti, þingl. eig. Olga Sveinsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 7. mars ’88 kl. 17.45. Úppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka Islands og Ólafur Axels- son hrl. Kambsvegur 1, 2. hæð, þingl. eig. Friðrik Magnússon og Hrefna Frið- riksd., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 7. mars ’88 kl. 16.45. Uppboðs- beiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Kleppsvegur 152, þingl. eig. Holta- vegur 43 hf„ fer ffarn á eigninni sjálfri mánud. 7. mars ’88 kl. 16.00. Uppboðs- beiðendur eru Hákon Ámason hrl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegs- banki íslands hf„ Borgarsjóður Reykjavíkur, Landsbanki íslands og Sigurður G. Guðjónsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTE) í REYKJAVÍK r 77 TT Tlmaritfyriralla "T (UIíFwaiI F ebrúar- heftið komið út MEÐAL EFNIS: Fulltrúisyndar- innaráþing og margt fleira. r wwaiE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.