Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 30
46
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988.
Menning
I Irfsnautninni
Ferill Sigurðar Þóris, sem nú sýnir
að Kjarvalsstöðum, hefur verið
soldiö skrykkjóttur. Á seinni hluta
SÚM-tímabilsins var hann í hópi
nokkurra félagslegra meðvitaðra
hstamanna (þ.á m. voru Róska,
Guðmundur Armann, Arthúr Ól-
afsson, Ólafur Gíslason o.fl.) sem
reyndu að taka þátt í stjóm- og
þjóðmálaumræðu með verkum sín-
um, ekki síst í grafíkinni, en höfðu
tæpast erindi sem erfiði.
Sigurður Þórir sérhæfði sig þá í
fremur drungalegri grafík af arð-
rændu verkafólki.
Á síðustu árum hefur Siguröur
Þórir hins vegar endurfæðst og
braggast sem hstmálari og er nú
svo komið að vart verður fram hjá
honum gengið þegar gerð er upp
þróun málarahstar á landinu á
níunda áratugnum.
Grafíkmyndir Sigurðar Þóris hér
forðum daga vora ekki átakaverk
- aksjónmyndir - heldur gengu þær
mjög mikið út á að sýna alþýðuna
sem passífa þolendur, eins konar
tákn fyrir sjálfa sig og það órétt-
læti sem hún mátti/má þola.
Þótt hstamaðurinn sé í dag að
segja allt aðra hluti segir hann þá
með svipuðum aðferðum.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
í málverkum hans erum við stödd
í veröld sem er eins konar upphafin
útgáfa af þeim heimi sem við lifum
í.
Mannlegt atferli
Þar er að finna ýmsar stílfærðar
útgáfur af mannlegu atferli og
ástríðum, séöum í rómantísku ljósi.
En oftast málar Sigurður Þórir
fólk sem er að bíða - eftir ástinni,
hugljómuninni, lífsfylhngunni, er
jafnvel leiksoppar þessara vænt-
inga sinna.
En þessari bið fylgir enginn órói
eða spenna, heldur er hún allt að
því munúðarfull. Manni kemur tíl
hugar afslöppuð stemningin í
mörgum myndum Matisse - en í
að minnsta kosti einu málverka
sinna hylhr Sigurður Þórir einmitt
hinn mikla jöfur nútímalegrar lífs-
nautnar.
Samt er eins og Sigurður Þórir
hafi ekki að fullu gert upp við sig
hvaða hlutverk htrófið á að leika í
þessum táknmyndum. Sundur-
gerðin er stundum svo mikil í
htunum og ákefðin svo mikil í
penshskriftinni að hvort tveggja
grefur undan síghdum uppstilling-
um á höfuðpersónum og stihhegu
yfirbragði þeirra.
Tveir heimar
Ákveðin stöðlun á sér einnig stað
í þessum uppsthlingum, jafnt sem
yfirbragði persónanna, sem stuðlar
að helst til mikhh fábreytni í mál-
arahst Sigurðar Þóris, ef á hehdina
er litið.
Að ósekju mætti hann brjóta upp
soldiö eintrjáningslega byggingu
mynda sinna og leyfa hugarfluginu
að taka yfirhöndina - eins og hann
raunar gerir í nokkrum tilfehum á
yfirstandandi sýningu að Kjarvals-
stöðum.
Þá á ég helst við nokkrar konu-
myndir, þar sem hár og hendur eru
stílfærðar og allar útlínur laust og
létthega málaðar, og smámyndir
þar sem tvenns konar myndheimar
rekast á, eins og gerist stundum í
Chagah. -ai
Sigurður Þórir ásamt einu málverka sinna
DV-mynd Brynjar Gauti
Hogiðfra
Hraðar en Ijóðið
eftir Stefán Snævarr
Greifinn af Kaos (eigin útgáfa) 1987, 63
bls.
Þetta er fjórða ljóðabók Stefáns og
geymir hálfan fimmta tug ljóða.
Lítum á dæmi:
Fljótið
Þetta mikla fljót
er breiðara en hafið
breiðara en brautin
sem hggur til tunglsins.
Á þessu mikla fljóti
fljóta alhr bátar
„fljótt fljótt
rifið seghn
kólgubakki í nánd!“
Á þessu mikla fljóti
herskip og skútur
kneirir og langskip
Titanic Maíblómið
Hehög María.
Á þessu mikla fljóti
olíutunnur og ámur
drukknandi menn
og hetja að synda út í
einhveija Drangey.
Á þessu mikla fljóti
báturinn drukkni
svifnökkvi ljóðsins
og höfuðið Orfeifs
sem syngur
og syngur.
Á þessu mikla fljóti
skip sem þeir kaha „Sögu“
og stýrir því Tíminn
og hendi hans styrk.
Þetta ljóð er auðskihð - svo fremi
að lesandinn hafi svolitla þekkingu
á mannkynssögu og bókmennta-
sögu - viti að Heilög María var
skip Kólumbusar, en Maíblómið
flutti enska landnema th N-Amer-
íku, muni að Grettir synti sundið
milh Drangeyjar og lands th að
sækja eld, ekki er verra að þeir
kannist við kvæði Rimbaud um
skipið ölvaða og viti að Orfeifur var
þvílíkur söngsnhlingur að hann gat
sungið konu sína úr helju, skv.
grískum goðsögum. Hér er semsé
tahð upp eitt og annað markvert
úr sögunni, og sýnt að skáldskapur
fjallar um það. En hvað með það?
Kemur eitthvaö fram við að tengja
þetta saman, einhver ný sýn, æðra
samhengi? Ég sé það ekki, og finnst
þá að sama skapi lítill ávinningur
að þessu. Og það er síður en svo
að ég sé hér að ráðast á veikasta
textann, mér fmnst þetta ghda um
alla bókina, að textar hennar eru
eintóna og flatir, svo ég veigra mér
við að nota orðið „ljóð“ um þá.
Tökum annað dæmi:
skáldskapnum
Betra að yrkja
Betra aö yrkja en drekka
betra að yrkja en reykja
betra að yrkja en sniffa
betra að yrkja en munda
rakhníf
beittum
köldum
Hér stendur ekkert annað en það,
umbúðalaust, að það sé semsagt
betra að yrkja en að týna sér í fikni-
efnum eða drepa sig. Hvhík flatn-
eskja.
Oft kemiu- það sjónarmið fram
að ritdómarar eigi ekki að skrifa
um bækur sem þeim finnist veru-
lega misheppnaðar, „þær geymir
þögnin best“. Sjálfsagt á það stund-
um við, en ekki hér, þegar um er
að ræða fjórðu ljóðabók höfundar
sem notið hefur verulegrar viður-
kenningar, m.a. í hópi skálda. Enda
minnir mig að næstu bækur hans
á undan þessari væru miklu betri,
en því miður eru þær mér nú ekki
thtækar.
Mér finnst tithl bókarinnar ráð-
inn, það erhún sjálf sem fór „hrað-
ar en ljóðið", flaug frá skáldskapn-
um í gegnum prentsmiðjuna. En
rétt er að enda þennan pisth á því
sem mér fannst skást í bókinni,
bálkur stuttra ljóða, sem bera þess
vitni að höfundurinn hefur lagt
stimd á heimspeki. Vissulega eru hér einungis settar fram hugmynd- ir, en í endalausum keðjum og mótsögnum, sem höfða þá eitthvað th ímyndunarafls lesenda. Fyrir þá fjölmörgu lesendur DV, sem ekki skhja ítölsku, skal þess getið að „intermezzo" þýðir innskot eða milhleikur. II Askja í öskju sem er askja í annarri öskju. Bergmál sem bergmálar bergmáh. Hringiða krókóttra stíga um lokaða garða.
Bókmermtir
Örn Ólafsson Intermezzo nr. 2
Nafnlausn í þessu ljóði
1 ekkert satt orð
Augað sem sér engin orð
sér ekki augað sjá. sem ríma
Eyrað sem heyrir er ljóðið gríma?
heyrir ei eyrað heyra.
Spegillinn speglast
í spegh IV
sem speglast í spegh. Augað sem sér eyrað sem heyrir
Intermezzo m-. 1
Við ferðumst á Möbíusarborða bergmál sem bergmálar spegh sem speglar
líkt og ljósið öskju í öskju
sem á vegferð sinni hringiðu krókóttra stíga
um heiminn um lokaða garðinn
snýr aftur th við völundarhúsið
upphafs síns. við völdunarhúsið.
Skringileg veimiltrta
Maria velmiltita Þýðandl: Hildur Finnsdóttir
Höfundur: Ult Stark Teikningar: Anna Höglund
Útgefandl: Iðunn 1987
Eftir sænska höfundinn Ulf Stark
komu út hjá Iðunni tvær bækur á
sl. ári, unglingabókin Einn úr klík-
unni?, sem hér hefur verið fjallað
um, og bamabókin María veimil-
tita sem kom út í Svíþjóð 1985.
María veimiltíta er sérkennheg
saga og segir frá líthli stúlku sem
hefur mikið hugmyndaflug. Höf-
undurinn leiðir huga lesandans að
því hvernig bamið hugsar á aht
öðrum nótum en hinn fullorðni og
getur auðveldlega einangrast í eig-
in ímyndun. María er ekki eins
mikil veimhtíta og hún sýnist. Að
minnsta kosti er hún kjarkmikh
og framkvæmdasöm en fyrst og
fremst er það hið frjóa ímyndunar-
afl hennar sem ræður framkvæmd-
um og hleypur með hana í gönur í
sögunni. Hvað á lítil veimhtíta, sem
ekki á annarra kosta völ en hírast
ein heima meö bláókunnugri
barnapíu, að halda þegar barn-
fóstran birtist kengbogin með staf,
fjólublátt króknef, mosaþúfu í stað
húfu og trefh með tófuandliti um
hálsinn??? Hvað annað en hér sé á
ferð dulbúin galdrakerhng eða
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
nora??? Um viðureign Maríu htlu
við nomina snýst síðan sagan. Hún
ghmir við þá spumingu hvemig
hún geti forðað sér og fjölskyldunni
frá þeim launráðum sem hún
ímyndar sér að „nomin" sé að
brugga þeim. Th aðstoðar fær hún
vin sinn, htinn uppátektasaman
prakkara. Af hans völdum verða
ýmis óhöpp, sem viðhalda slæmum
misskilningi mhh foreldranna,
bamfóstrunnar og veimhtítunnar,
aht th söguloka að greiðist úr flækj-
unni.
Aftan á bókarkápu stendur m.a.
að þessi saga sé „sprenghlægheg"
sem er raunar ofmælt. Hér er frem-
ur um að ræða skringhega ólik-
indasögu sem er jafnframt nk.
míníhrollvekja fyrir böm u.þ.b.
7-11 ára. Hún gerist í hversdagsleg-
um raunveruleika þar sem fanta-
sían blómstrar í hugarheimi
söguhetjunnar og undirrót hennar
er fyrst og fremst ótti og einangrun
bamsins í nútímaþjóðfélagi. Form-
úla sem margir bamabókahöfund-
ar á Norðurlöndum hafa sérstakt
uppáhald á og hafa notað með góð-
um árangri, meðal annars hér.
Teikningar em dáhtið stílfærðar
og skringhegar, eins og persónur
sögxmnar, margar hverjar dimmar
sem undirstrikar ugg Maríu. Hin
íslenska útgáfa er vönduð í aha
staði og þýðingin sýnist mér áferð-
arfalleg og hnökralaus. HH