Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 34
50
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988.
»
Jarðarfarir
James Harold Wright lést íimmtu-
daginn 18. febrúar. Jarðaríörin hefur
farið fram.
Engilráð Sigurðardóttir, Freyjugötu
34, Sauðárkróki, andaðist í Sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki 23. febrúar sl.
Útför hennar fer fram frá Sauðár-
krókskirkju laugardaginn 5. mars kl.
14.
Arnviður Ævar Baldursson garö-
yrkjubóndi, Hvoli H, Ölfúsi, verður
jarðsettur frá Hveragerðiskirkju
laugardaginn 5. mars kl. 16.
Sigríður Einarsdóttir frá Neskaup-
stað verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju í dag, 4. mars, kl. 13.30.
Þorvaldur Sæmundsson, Heiðmörk
9, Hveragerði, verður jarðsunginn
frá Hveragerðiskirkju laugardaginn
5. mars kl. 14.
Gísli Hólmbergsson; ísafirði, veröur
jarðsunginn frá Isafjaröarkapellu
laugardaginn 5. mars kl. 14.
Björg Helga Sigmundsdóttir lést 25.
febrúar. Hún var fædd á Sigluflrði
10. apríl 1948. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Gústaf Magnússon. Þaú
hjónin eignuðust þrjú börn. Útför
Bjavgar verður gerð frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarflrði í dag kl. 13.30.
Jóhanna Olafsdóttir lést 25. febrúar.
Hún var fædd 25. september 1915.
Foreldrar hennar voru Elín Jóns-
dóttir og Ólafur Eyvindsson. Jó-
hanna giftist Kristjáni Halldórssyni
en hann lést 1976. Þau hjónin eignuð-
ust flögur börn. Útför Jóhönnu
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
’ kl. 13.30.
Sigurður Einarsson pípulagninga-
meistari lést 27. febrúar. Hann var
fæddur á Meðalfelli í Hornaflrði 29.
febrúar 1908. Foreldrar hans voru
Einar Þorleifsson og Jóhanna
Snjólfsdóttir. Eftirlifandi eiginkona
hans er Guðrún Gísladóttir. Þau
hjónin eignuðust ellefu börn. Útför
Sigurðar verður gerð frá Fríkirkj-
unni i Reykjavík í dag kl. 15.
Fundir
Aðalfundur NLFR
Aðalfundur Náttúrulækningafélags
Reykjavíkur verður haldinn í Templara-
höllinni við Skólavörðuholt laugardag-
inn 5. mars kl. 14. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf, endurskoðun laga fé-
lagsins og flutt verður erindi um lifræna
ræktun. Guðfinnur Jakobsson, garð-
■ yrkjufræöingur og bóndi í Skaftholti,
talar um lífræna ræktun eða framleiðslu
matvæla með aðferðum náttúrunnar
sjálfrar. Hann fjallar einnig um kosti og
galla þessarar framleiðsluaðferðar, með-
höndlun matvæla, geymslu þeirra og
Vómenguð matvæli. Aðgangur er tak-
markaður við þá sem verið hafa á félaga-
tali frá síðustu áramótum, eru skuldlaus-
ir við félagið eða ævifélagar.
Menning
sinn
Don Cario í fyrsta
Á sinfóníutónleikunum í gær-
kvöldi var ópera vetrarins, Don
Carlo eftir Verdi, ílutt undir stjórn
Klauspeters Seibels. Til voru
fengnir einsöngvarar úr ýmsum
áttum og kór íslensku óperunnar.
Þetta er með erflðari óperum Verd-
is og víst ekki sérlega vinsæl hjá
almenningi. Kannski er það vegna
þess að lágraddirnar, messósópr-
aninn og bassinn (Eboli og Filippus
annar) fá meira af sterkum senum
en sópraninn og tenórinn? En í öllu
falli láta íslenskir áheyrendur slíkt
ekki á sig fá, þeir fylltu húsið og
virðast ætla að fylla það aftur á
laugardaginn.
Og Don Carlo er sannarlega
áhrifamikH ópera. Hún er gerð eftir
leikriti Schillers þar sem farið er
frjálslega með heimilisharm
Filippusar annars Spánarkonungs.
Sonur hans, Don Carlo, sem á í
meinlegu ástarsambandi við Elisa-
betu, hina ungu drottningu fóður
síns, var sunginn af Giorgio Aristo.
Þessi tenór var aö vísu ekki sem
bestur í byrjun, eins og þreifaði sig
fram eftir rullunni, en hann hresst-
ist þegar á leið og gerði margt
stórfallega. Sópraninn Louisa
Bosabalian er virkilegur stórsópr-
an og hún fór glæsilega með
hlutverk Elisbetar drottningar.
Dramatísk mótun rullunnar og
blæbrigðaríkur og sterkur söngur
vakti með manni sterka löngun að
sjá þessa söngkonu á leiksviði.
Einnig var messóinn Pawlus-Duda
mögnuð í hlutverki Eboli prins-
essu, en söngur hennar var þó
dálítið ýktur og yfirspenntur,
portamentóin ansi glæfraleg á köfl-
um. Það voru bassárnir sem áttu
samt sjóið; Jan Hendrik Rootering
var magnaður í hlutverki konungs,
Tónlist
Leifur Þórarinsson
og arían „Dormiro sol nel manto
mio regal“ kallaði fram mörg
brennandi tár.
Einnig var Kristinn Sigmunds-
son ljómandi í hlutverki vinarins
göfuga, Rodrigos, hann er í feikna
stuði þessa dagana og röddin aldrei
betri. Attila Kovacs, hefði líka get-
aö gengið hvar sem er, í þriðja
bassahlutverkinu, rannsóknar-
dómaranum, en átti kannski dálítið
erfiðan dag í samanburði við hina
tvo. Örlítil smáhlutverk, Tebaldo
sendiboði og rödd af himni voru í
ágætum höndum Ingibjargar Mar-
teinsdóttur, Helga Maronssonar
(sem einnig kom fyrir sem Lerma
greifl) og Margrétar Bóasdóttur, já
og Kovacs var auðvitað 'bassa-
munkurinn (afinn afturgenginn) í
lokaatriðinu. Og kór íslensku ópe-
runnar var alls ekki slæmur,
sérstaklega voru dömurnar lagleg-
ar, en svolítið vantaði á styrk
karlanna.
Þá er næstum allt upp talið, nema
sjálf hljómsveitin sem lék af mikl-
um krafti og nákvæmni. Heldur
var þó leikur hennar undir stjórn
Seibels blæbrigðalítill og stundum
virtist manni sem einhver væri að
villast á stílum, væri kannski
staddur í annarri óperu, t.d. eftir
Wagner. En svoleiðis getur eflaust
hent á bestu bæjum og í sannleika
sagt var mikill fengur að þessum
fyrsta, en vonandi ekki síðasta,
flutningi óperunnar Don Carlo á
íslenskri grund. LÞ
Fréttir
Jón L. óstöðvandi
Sigurganga Jóns L. hélt áfram á
XIII. Reykjavíkurskákmótinu í gær.
Þá var tefld 8. umferð og sigraði Jón
andstæðing sinn, alþjóðlega meistar-
ann Carsten Höi frá Danmörku,
tiltölulega auðveldlega. Jón er nú
meö 7,5 vinning af 8 mögulegum og
er Hannes Hlífar sá eini sem náö
hefur að klípa af honum hálfan
punkt. Karl Þorsteins og Hannes
Hlífar eru nú aftur komnir í topp-
baráttuna eftir sigur á andstæðing-
um sínum í gær.
Annars eru það litlu Polgar syst-
urnar, þær Judith og Zsofia, sem
draga til sín hvað mesta athygli
áhorfenda. Þeim hefur vegnað vel í
síðustu umferðum og safnast oft
múgur og margmenni í kringum
borðin þeirra þegar þær eru að máta
andstæðing sinn. Fórnarlambið
reynir eftir fremsta megni að bera
sig karlmannlega en ekki er laust við
að ofurlítill roði færist yfir kinnar
þess. Það er nú einu sinni svo að það
þykir ekki mikil sæmd að því aö láta
11 ára gamla stúlku máta sig.
Þá eru það skákir dagsins.
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Carsten Höi
Pirc vörn
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 Rf6
5. Rf3 0-0 6. Bd3 Ra6 7. 0-0 c5 8. d5 Bg4
9. Bc4
Jón fer hér í smiðju til Dolmatovs,
en hann mun hafa beitt þessum leik
fyrstur manna gegn Chernin á Skák-
þingi Sovétríkjanna í fyrra.
9.- Rc7 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 Rd7 12. a4
a6 13. Bd2
Endurbót Jóns á áðurnefndri skák
Dolmatovs, þar varð framhaldið 13.
Dd3 Rb6! 14. Ba2 Dd7 15. a5 Rc8 og
hvítur stendur aðeins betur.
13.- Hb8 14. De2 Kh8 15. a5 He8 16.
Dd3 Dc8 17. b3 Ha8
Svartur undirbýr framrásina b7-b5
með því að valda peðið á a6. Tafl-
mennska svarts hefur verið hægfara
og ómarkviss í miðtaflinu og í fram-
haldinu færir Jón sér það í nyt með
aðgerðum á miðborði.
18. Ha-el b5 19. axb6 Rxb6 20. e5 Dd7
21. Re4 Rb5
Hvitur hefur náð að byggja upp
yfirburðarstöðu og lætur nú til skar-
ar skríða.
22. Rg5! e6
Tapar peði, en góðir leikir lágu
Skák
Elvar Guðmundsson
ekki á lausu fyrir svartan. T.d. hefði
22. - Kg8 og 22,- Hf8 verið svarað með
23. Rxf7! og svartur má ekki taka til
baka á f/ vegna gaffalsins e5-e6.
23. Bxb5 axb5 24. dxe6 fxe6 25. Dxd6
Ha2 26. Dxd7 Rxd7 27. Hcl Rb6?
Svartur, sem var kominn í tíma-
þröng, leikur hér af sér öðru peði.
Skárra var 27.- Kg8.
28. Rf7 + ! Kg8 29. Rd6 Hb8 30. Rxb5
c4 31. Rc3 Hb2 32. Be3! Rd7 33. bxc4
Bf8 34. Re4 Hc8 35. Bd4 Ha2 36. Rg5
Ha6 37. Hal Ha-c6 38. Ha7 Rb6 39.
Rxh7 Bg7 40. Rf6+ Bxf6
Og svartur féll á tima um leið og
hann lék sínum fertugasta leik. Eftir
41. gxf6 er svarta staðari gjörtöpuð.
Tímahrakssjúklingarnir Lev Pol-
ugaevsky og Walter Browne sáu
áhorfendum fyrir ágætri skemmtun
í gær. í heiftarlegu tímahraki beggja
keppenda náði Browne óvæntri mát-
sókn en sjón er sögu ríkari.
Hvítt: Walter Browne
Svart: Lev Polugajevsky
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Ba6
5. Rb-d2 Bb7 6. Dc2 d5 7. cxd5 exd5 8.
g3 Be7 9. Re5 0-0 10. Bg2 c5 11. 0-0 Ra6
12. dxc5 Rxc5 13. b4 Rc-e4 14. Rxe4
Rxe4 15. Bxe4 dxe4 16. Hdl Dc8 17.
Db3 Bf6 18. Bb2 Bxe5 19. Bxe5 Dg4 20.
De3 h6 21. a4 Hf-d8 22. Bc3 Ha-c8 23.
Hxd8+ Hxd8 24. a5 bxa5 25. bxa5 a6
26. Hbl Bc8 27. Bd4 Be6 28. Hcl Hb8
29. h3 Dxh3 30. Dxe4 He8 31. Df3 Bg4
32. Dc3 f6? 33. Bxf6! gxf6 34. Dxf6 Bxe2
35. Dg6+ Kf8 36. Df6+ Kg8 37. Hc7
Og svartur gafst upp þar sem óverj-
andi mát blasir við.
Að lokum skulum við ljta á
skemmtilega „kjallarafléttu". Staðan
kom upp í skák Ögmundar Kristins-
sonar og Þrastar Amasonar í fjóröu
umferð. Þröstur var með svart og
átti leik.
1.- Hxa2! 2. Dxa2 Bd3+ 3. Dc2 Ha8!
4. Kcl Hal + 5. Rbl Bxc2 6. Kxc2 Ha2+
Og hvítur gafst upp. Hann er mát
eftir 7. Kd3 Dd4+.
-eg
Reykjavíkurskákmótið: ■
Úrslit úr 8. umferð
Úrslit í 8. umferö Reykjavikur- Jóhannes Ágústsson - Tisdal 0:1
skákmótsins í gærkvöldi urðu Dan Hansson - Sævar Bjamason
þessi: 0:1
Tómas Hermannsson-Ásgeir Þ.
Jón L. Ámason - Carsten Höi 1:0 Ámason 0:1
Gurevich - Dolmatov biðskák Amar Þorsteinsson - Östenstad 0:1
Kotronias - Þröstur Þórhallsson ÞrösturÁrnason-ZsofiaPolgarO:!
biðskák Tómas Bjömsson - Sigurður D.
Browne - Polugaevsky 1:0 Sigfússon 0:1
Christiansen - Zsuzsa Polgar jafn- Þráinn Vigfússon - Áskell Örn
tefli Kárason 0:1
Margeir Pétursson - Helgi Ólafs- Ámi Á. Árnason - Sörensen 0:1
son 1:0 Benedikt Jónasson - Lautier 0:1
Barle - Adorjan 0:1 Bjarni Hjartarson - Þorsteinn Þor-
Gausel - Dizdar jafntefli steinsson jafntetli
Karl Þorsteins-Jón G. Viöarsson Lárus Jóhannesson-Magnús Sól-
1:0 mundarson biðskák
Davíð Ólafsson - Hannes Hlífar Luitjen - Snorri Bergsson 0:1
Stefánsson 0:1 Bogi Pálsson - Bragi Halldórsson
Judit Polgar - Guðmundur Gísla- jafntefli
son biöskák Stefán Briem - Ögmundur Krist-
Halldór G. Einarsson - Akeson insson 1:0
jafntefli -S.dór
Róbert Haröarson - Schön 0:1
Gestabókin
Góð aðsókn var að 8. umferð
Reykjavíkurskákmótsins í gærkvöld.
Meðal þeirra sem mættu vora: Haild-
ór Karlsson trésmiður, Kristján
Jónsson loftskeytamaður, Helgi Sæ-
mundsson rithöfundur, Jóhann Þórir
Jónsson skákfrömuður, Árni Njáls-
son íþróttakennari, Arnar Gunnars-
son nemi, Ingvar Jóhannesson nemi,
Ólafur H. Olafsson skákfrömuður,
Jón G. Briem, formaður TR, Egill
Valgeirsson rakari, Höskuldur Ólafs-
son bankastjóri, Magnús Sigurjóns-
son forstöðumaður, . Ólafur
Magnússon skákmaður, Sæmundur
Pálsson lögregluþjónn, Magnús Páls-
son raftæknifræðingur, Jón Þ. Þór
kennari, Gísli Magnússon sagnfræð-
ingur, Þorsteinn Marelsson rithöf-
undur, Gísli Árnason skrifstofustjóri,
Ingvar Ásmundsson skólastjóri, Frið-
rik Ólafsson stórmeistari, Guömund-
ur Sigurjónsson stórmeistari, Baldur
Pálmason útvarpsmaður, Sigurður
Kolbeinsson framkvæmdastjóri, Ámi
Grétar Finnsson lögmaður, Olafur
Geirsson blaðamaður, Einar S. Ein-
arsson framkvæmdastjóri, Halldór
Blöndal alþingismaður, Ingi. Ingi-
mundarson lögmaður, Sigurbergur
Elintínusson verkfræðingur, Ólafur
Orrason viðskiptafræðingur, Róbert
Jónsson knattspyrnuþjálfari, Guðjón
Magnússon lögmaður, Einar M. Guð-
mundsson prentari, Bragi Kristjáns-
son skákmaður, Jónína Ingvadóttir
húsmóðir, Friðjón Friðjónsson lög-
maður, Þórólfur Halldórsson fast-
eignasah, Hákon Óskarsson líffræð-
ingur, Bérgsteinn Georgsson
lögmaður, Már Vilhjálmsson jarð-
fræðingur, Sigurgeir Gíslason
skákmeistari, Björn Jónsson nemi,
Ágúst Guðmundsson kaupmaður,
Jóhann Sigurðarson leikari, Hjalti
Einarsson forstjóri, Sæbjöm Guð-
finsson frá Bolungarvík, Harvey
Georgsson skákmáður' Sigmundur
Böðvarsson lögmaður, Viðar Þor-
steinsson bókbindari, Sólveig Snoita-
dóttir húsmóðir, Trausti Jónsson
sálfræðingur, Arnþór Sævar Einars-
son kemur frá Svíþjóð, Gunnar
Gunnarsson skákmaður, Guðmund-
ur Arason stórkaupmaður, Guð-
mundur Ólafsson, Páll Hannesson frá
Undirfelli, Þórir Kjartansson kenn-
ari, Árni Emilsson bankastjóri,
Böðvar Böövarsson trésmíðameist-
ari, Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri
og Guðmuridur Magnússon prófessor.
-S.dór