Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá f síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreif'ng: Sími 27022
FOSTUDAGUR 4. MARS 1988.
Borgarstjóm:
Minnihlut-
inn gekk
af ftíndi
Fulltrúar minnihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur gengu af fundi
borgarstjórnarinnar á níunda tíman-
um í gærkvöldi og verður slíkt að
teljast einsdæmi. Það voru fimm full-
trúar, frá Alþýðubandalagi, Alþýðu-
flokki og Kvennalista, sem gengu af
fundi og var ástæða þess óánægja
þeirra með afgreiðslu ráðhúsmáls-
ins.
„Það er ljóst aö meirihluti borgar-
stjórnar ætlar ekki að hlusta á vilja
oorgarbúa en hefja þess í stað fram-
kvæmdir viö ráðhúsið áður en
kynningartíma lýkur,“ sagði Kristín
Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins. Ákveðiö var á fundin-
um að ganga til samninga við ístak
um byggingu ráöhúskjallarans.
Kristín sagði að minnihlutinn hefði
lagt fram bókun um að lögformlega
yrði staðiö að kynningunni en þegar
ljóst hefði verið að ekkert tillit yrði
tekiö til þess hefði ekki verið um
annað að ræða. En mætir minnihlut-
«in á næsta fund?
„Við mætum að sjálfsögðu á næsta
fund. Þetta voru bara einu mótmælin
sem við áttum kost á,“ sagði Kristín.
-SMJ
Miðstjóm ASÍ:
lög Dagsbrún-
ar ekki brotin
Miðstjórn Alþýðusambandsins
fjallaði um kæru Páls Arnarsonar á
hendur Dagsbrún á fundi sínum í
íær.
I samþykkt fundarins um málið
segir að löglega hafi verið að öllu
staðið viö atkvæðagreiðsluna á fundi
félagsins. í lok samþykktarinnar seg-
ir:
„Þar sem miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands telur að hvorki lög
Dagsbrúnar né lög Alþýðusam-
bandsins hafi verið brotin er ekki
ástæða til frekari afskipta af mál-
inu.“ -S.dór
Bílstjórarnir
aðstoða
25050
SSnDIBiLHSTÖDin
LOKI
Lagið á topp tíu hjá samvinnu-
mönnum nú mun vera: Þú ert
sjálfur Guðjón inn við beinið!
Verkamannafélagið Hlrf í Hafnaifirði:
Létu endurtaka
atkvæðagreiðslu
eftir að samningamir voru felldir á jófhum atkvæðum
A fundi í Verkamannafélaginu
Hlíf í Hafharfirði í gærkvöldi gerð-
ist þaö að nýju kjarasamningamir
voru felldir á jöfnum atkvæðum,
32:32. Þá ákvað fundarstjórinn Sig-
urður T. Sigurðsson, formaður
félagsins, að bera þaö upp á fúndin-
um að atkvæðagreiöslan yrði
endurtekin. Enginn hreyfði mót-
mælum og var það þá gert. í síöari
atkvæðagreiöslunni voru samn-
ingamir síðan samþykktir, 33-32.
„Ég tel þetta fúllkomlega löglegt
því félagsfundur er æðsta vald fé-
lagsins og hann getur ákveðið að
endurtaka atkvæðagi-eiðslu eins
oft og honum sýnist. Það myndi
engum detta til hugar að endurtaka
atkvæðagreiðslu ef einhver munur
er þótt það sé ekki nema eitt at-
kvæði. En ef atkvæöi em jööi er
allt annaö upp á teningnum," sagði
Sigurður T. Sigurðsson í samtali
við DV í morgun.
f gærkvöldi héldu nokkur verka-
lýðsfélög fund um samningana.
Verkakvennafélagið Framsókn í
Reykjavík felldi þá meö 134 at-
kvæðum gegn 113. Eining á
Akureyri felldi lika, 348-113. Á Sel-
fossi voru samningarnir felldir
70-4, í Grundarfirði vom þeir felld-
ir 37-1 og í Rangæingi á Hellu, 26-2.
Samningarnir voru samþykkir
hjá Verkalýös- og sjómannafélagi
Misneshrepps meö 30 atkvæðum
gegn 18.
-S.dór
Búist er við að skrifað verði undir
samning milli flugfélagsins Láon Air
og nokkurra verkalýðsfélaga um
sumarleyfisferðir eftir næstu helgi,
Samræmt enskupróf fyrir 9. bekk:
Tölvudisklingur með drögum að
samræmdu enskuprófi, sem nem-
endur í 9. bekk grunnskóla eiga að
taka þann 28. apríl næstkomandi,
hvarf fyrir tveimur vikum af heimili
námsstjóra í ensku, samkvæmt upp-
lýsingum sem DV fékk hjá Hrólfi
Kjartanssyni í menntamálaráðu-
neytinu.
Sagöi Hrólfur að Rannsóknarlög-
regla ríkisins hefði verið fengin til
að skoða verksummerki með þaö í
huga að disklingnum kynni að hafa
verið stolið. „Þetta voru drög að
enskuprófinu sem hurfu og þau voru
bara til á einum diski.. En þetta er
nóg til þess að það þarf að semja
nýtt próf,“ sagði Hrólfur.
Hrólfur sagði að grunur léki á að
disklingurinn hefði horfið af manna-
völdum en hugsanlegt væri þó að
hann hefði týnst. Prófið var aðeins
til á einum disklingi og engin afrit
voru til enda sagði Hrólfur að reynt
væri að sjá til þess að grunnskóla-
prófm færu um sem fæstra hendur.
Nú hefur annað próf verið samið og
sagði Hrólfur að ef disklingnum heföi
verið stolið væri prófið á honum
gagnslaust þeim sem kynnu að ætla
að nýta sér það sér til framdráttar í
prófmu í apríl. -ój
Fangi á Lrtla Hrauni:
Hefur ekki mat-
ast í tvo mánuði
í gær féll snjór í höfuðborginni og enda þótt hann væri ekki mik-
ill þótti rétt að sópa tröppur Dómkirkjunnar til að afstýra því að
hálka myndaðist. DV-mynd GVA
Fangi á Litla Hrauni hefur næstum
engrar fæðu neitt síðan 10. janúar.
Maðurinn sem er 31 árs gamall held-
ur engri fæðu niðri og er þyngd hans
Veðrið á morgun:
Veður fer
hlýnandi um
land allt
Á morgun verður sunnan- og
suðvestanátt ríkjandi á landinu.
Úrkomulítið verður á Norður- og
Austurlandi en súld eða rigning
á Suður- og Vesturlandi. Veður
fer hlýnandi í bili og verður hiti
á bilinu 2-6 stig.
5
Pétur Skarphéðinsson, annar fang-
elsislæknanna á Litla Hrauni, vildi
ekkert tjá sig um líðan fangans í
morgun og sagðist ekki hafa ná-
kvæmar tölur um þyngd hans. -JBj
Í
Í
Lion Air:
Skrifa undir
samninginn I
eftir helgi
samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk hjá Kristjáni Thorlacius, for-
manni BSRB.
Sagði Kristján að beðið hefði verið
eftir því að Lion Air fengi lendingar-
leyfi í Köln í Vestur-Þýskalandi en
þangað verður flogiö í stað Luxem-
burgar eins og áður stóð til.
í þessari viku hefurverið beðið eft-
ir því að lendingarleyfi fáist í Köln,
að sögn Kristjáns, en nú þegar slíkt
leyfi hefur fengist er ekkert því til
fyrirstöðu að ganga frá samningum.
Það verður gert í Luxemburg eftir
helgi, að því er Kristján sagði.
-ój
i
i
Stolið af heimili!
i
námssljórans? "$
komin niður fyrir 48 kíló en hann er
um 180 sm á hæð.
Hálfdán Ingi Jenssen, faðir fang-
ans, sagði í samtali við DV í morgun
að hann óttist andlega og líkamlega
heilsu sonar síns mikið en nú er svo
komið að sonur hans er farinn að
tapa sjón. Á þessum tveimur mánuð-
um sem liönir eru frá því maðurinn
fór að þjást á þennan hátt hefur hann
dvalið í tæpa viku í rannsókn á Borg-
arspítalanum í Reykjavík en annars
verið á Litla Hrauni. Faðir hans og
eiginkona hafa bæði haft samband
við Jón Sigurðsson, dómsmálaráð-
herra og beðið um að fanganum verði
komið á stofnun og hann fái viðeig-
andi meðferð hjá geðlækni. Ráðherra
hefur mælst til aö þessu verði komið
í framkvæmd en ekkert hefur verið
gert í málinu ennþá.