Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
i
Stjómmál
Vlðskiptahalllnn kallar
á nýia gengisfelllngu
Kjarasamningarnir hafa víöast verið felldir. Fólk vill meira.
Áfram stefnir í gífurlegan halla
á viðskiptum okkar við útlönd. Við-
skiptahallinn er tahnn munu verða
tíu milljarðar króna á árinu. Það
þýðir, að við eyðum áfram miklu
meira en við öflum. Fyrir gengis-
felhnguna stefndi í mun meiri
viðskiptahalla samkvæmt tölum,
sem þá voru birtar. En þótt við-
skiptahahinn minnkaði við sex
prósent gengisfellinguna, -verður
það engan veginn nóg. Færustu
hagfræðingar, sem DV hefur rætt
við, sjá ekki aðra leið en frekari
gengisfelhngu innan tíðar, eigi að
draga úr viðskiptahallanum. Ella
stefnir í, að við söfnum meiri og
meiri skuldum. Ella gtefnir í, að
viðskiptahallinn þýði, að við höld-
um áfram að magna verðbólguna
hér heima. Innflutningur verði
miklu meiri en útflutningur. Vand-
séð er, að ríkisstjórn geti setið við
shkt.
Þjóðhagsstofnun talar nú um, að
viðskiptahallinn verði tíu milljarð-
ar. Fjármálaráðuneytið hefur nefnt
lægri tölu, átta og hálfan milljarð.
Hið síðara nefna sumir hagfræð-
ingar óskhyggju. Áhrifamaður í
stjórnarliðinu sagði í viðtali við
DV, að tvennt kæmi til greina.
Annaðhvort yrðu fyrirtækin hér
að standa sig betur og framleiða
meira með minrii thkostnaði eða
gengisfelhng yrði síðar. Síðasta
gengisfelling hefði verið miðað við
það, sem verkalýðshreyfingin hefði
verið talin geta sætt sig við. Sú
gengisfelling hefði byggst á, aö fisk-
verð hækkaði ekki en nú bentu
allar spár til þess, að við mundum
stórauka skuldir okkar. Auk þess
væri verið að fella kjarasamning-
ana víðast hvar.
„Erum á hvínandi kúpunni“
Við erum á hvínandi kúpunni,
sagði kunnur hagfræðingur í við-
tali við DV. Gengisfelhngin hefur
ekkert dugað th að draga úr um-
frameyðslu okkar.
Spár Þjóöhagsstofnunar um við-
skiptahallann hækkuðu mjög rétt
fyrir gengisfelhnguna. Áður hafði
verið rætt um mun lægri tölur. En
viðskiptahahinn í fyrra, 1987,
reyndist miklu meiri en reiknað
hafði verið með. Hann færist mikið
yfir á þetta ár, 1988. Útflutningur
okkar verður minni en reiknað
hafði verið með áður. Lækkun doll-
ars fyrir gengisfelhnguna rýrði
viðskiptakjör okkar. Innflutningur
okkar jókst mun meira í fyrra en
reiknað hafði verið með. Að öllu
samanlögðu stóð þessi öfugþróun
einnig í fyrra. Geta okkar til að
Fréttaljós
Haukur Helgason
halda genginu uppi í ár er því
minni.
Viðskiptahallinn í ár verður lík-
lega fjögur og hálft prósent af
framleiðslu í landinu. Hann var
þrjú og hálft prósent af framleiðsl-
unni í fyrra en árið þar áður var
hins vegar smávegis afgangur. Við
sóluriduðum í góðærinu í fyrra, og
augljóst er, að við sóum í ár, þótt
að herði í efnahagsmálum. Við-
skiptahahinn hefur margvísleg
hörmuleg áhrif.
Gjaldeyrisforðinn
dugar skammt
■ Erlendar skuldir okkar aukast að
sama skapi og hallanum nemur til
að fjármagna þennan innflutning
umfram útflutning. Eitthvað verð-
ur unnt að ganga á gjaldeyrisforð-
ann, sem hefur verið sæmilegur,
en það dugir örskamma stund. í
öðru lagi gerir viðskiptahallinn það
að verkum, að örðugt verður um
jafnvægi. Viðskiptahahinn hvetur
til þenslu og th verðbólgu þar með.
Verðbólgan sjálf setur útflutnings-
atvinnuvegi á vonarvöl og hvetur
til frekari gengisfellingar. Þekktur
hagfræöingur orðaði það svo við
DV, að fátt væri hægt að gera ann-
að en fella gengið. Raunar er
nánast ekkert annað unnt að gera,
þegar fram í sækir, því að milli-
færsluleiðir duga skammt og hefna
sín. Við búum áfram við slæma
afkomu í útflutningsframleiðslu.
Við búum við erfiða stöðu, og orða
mætti það svo, að við værum í hönk
í efnahagsmálum. -HH
í dag mælir Dagfari
Eysteinn má þakka fyrir
Eysteinn Helgason segist ekki
reiður en vonsvikinn yfir því að
hafa verið rekinn frá Sambandinu.
En Dagfari er ekki aöeins vonsvik-
inn heldur einnig reiður yfir því
að hafa aldrei verið rekinn. Af allri
þeirri umfjöllun, athygh og upp-
hefð, sem Eysteini Helgasyni hefur
hlotnast síðustu dagana, er ljóst að
ekkert er eftirsóknarverðara en að
vera rekinn. Sambandið lítur líka
þannig á, enda hefur Eysteinn sagt
frá því sjálfur að hagur Iceland
Seafood hafi aldrei verið betri en
þegar honum var sagt upp og
stjómarmenn fyrirtækisins luku
ahir upp einum rómi um ágæta
frammistöðu Eysteins, síðast þegar
hann mætti á fundi hjá þeim. Þetta
getur ekki þýtt nema þaö eitt að
stjórnarmenn hjá Sambandinu
telja það mestu viöurkenningu sem
þeir geta sýnt sínum mönnum, þeg-
ar þeir standa sig, að reka þá úr
starfi.
Mikið vhdi Dagfari komast í þá
aðstöðu að vera rekinn fyrir góða
frammistöðu og th að geta haldið
blaðamannafund til að skýra það
út fyrir þjóðinni hvað hann hafi
staðið sig vel. Eflaust er mýgrútur
af fólki úti um borg og bæ sem
stendur sig afburðavel í vinnunni
en er aldrei rekið í viðurkenningar-
skyni, en á sama tíma er verið að
reka fólk fyrir að standa sig ekki
og svo eru enn aðrir sem sitja sem
fastast í vinnunni en gera þó aldrei
handtak.
í raun og veru var Eysteinn held-
ur ekki rekinn sín vegna. Hann var
rekinn vegna þes að hann vildi
ekki reka annan mann sem Guðjón
forstjóri vhdi reka. Eysteinn er
þess vegna fómarlamb átaka sem
honum koma ekki við, enda þótti
Sambandinu svo vænt um hann að
Valur Arnþórsson ku hafa boðið
Esyteini árslaun fyrir að gera ekki
neitt, bara ef hann vildi hætta með
góðu. En Eysteinn sá við Samband-
inu og lét reka sig án þess að fá
launin. Hvað eru árslaun á móti
því að láta reka sig með illu?
Annars blandast launamál inn í
þetta mál næstum því óvart. Ey-
steinn hafði farið allranáöarsam-
legast fram á það að fá helminginn
af launum sem Guðjón Ólafsson
hafði haft á undan honum í sama
starfi og það varð til þess að Er-
lendur Einarsson og þeir hjá
Sambandinu fóru að kanna hvað
Guðjón hafði haft í laun. Þeir höfðu
ekki haft hugmynd um það og hafa
það í rauninni ekki enn, enda hafa
verið fengnir til þess endurskoð-
endur, bæði íslenskir og bandarí-
skir, að reikna launin út tólf ár
aftur í tímann. Hvemig gátu þeir
líka borgað Eysteini helminginn af
launum Guðjóns þegar þeir höfðu
ekki hugmynd um það hvað Guð-
jón haföi haft áður en hann hætti?
Sennilega er það ein af skýringun-
um á brottrekstri Eysteins að hann
skyldi fara að bera sig saman við
Guðjón og viljað vera hálfdrætting-
ur á við hann. Það er allsendis
óþekkt hjá Sambandinu eða öðrum
stórum fyrirtækjum að yfirmenn
sýni slíka hógværð í launíikröfum
og jafngildir auðvitað brottrekstri
þegar forstjórarnir eru svo al-
mennilegir við fyrirtækið að biðja
bara um helminginn af launum
hinna.
Ógæfa Eysteins er sennilega sú
að hann átti engin börn á háskóla-
aldri og var ékki byrjaður á að
byggja sér hús í Bandaríkjunum,
enda ku það vera innifalið í kjörun-
um fyrir vestan að borga fyrir illa
haldna forstjórana skólagjöldin
fyrir blessuð börnin til að þeir geti
fleytt sér áfram í starfinu. Eysteinn
á bara ungabörn og geldur fyrir það
með því að vera rekinn á staðnum.
Þetta kennir mönnum að þeir eiga
ekki að vera ráða sig í svona störf
nema eiga uppkomin börn sem
Sambandið verður að mennta svo
forstjórinn lifi það af.
Eysteinn Helgason má þakka fyr-
ir að vera laus úr þessu starfi,
verandi á skítalaunum og börn á
framfæri, sem Sambandið sér ekki
ástæðu til að styrkja til skólagöngu.
Eysteinn má vera ánægöur með þá
upphefð sem Sambandið sýnir hon-
um með því að reka hann til að
geta rekið annan mann. Og verða
þjóðhetja að launum og frægasta
fórnarlambiö. Eða hvenær hefði
Eysteinn fengið forsíðuviðtöl og
beinar utsendingar af frásögnum
sínum um það hvað hann sé sak-
laus maður og stálheiðarlegur,
nema vegna þess að Sambandið
gerði honum þann greiða að reka
hann?
Dagfari