Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
15
Námsmannaannáll
Málefni Lánasjóðs íslenskra náms-
manna hafa verið mikiö í sviðsljós-
inu. Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan lögin um LÍN voru
samþykkt árið 1982. Lögin sem
voru afrakstur áralangrar baráttu
námsmanna og annarra fyrir lána-
sjóði sem raunverulega tryggði
námsmönnum framfærslu meðan
á námi stæði.
Hægrimenn byrja árásir
Hin nýsettu lög um LÍN voru
hægrimönnum þyrnir í augum frá
upphafi. Þegar Ragnhildur Helga-
dóttir settist í stól menntamálaráð-
herra var hafist handa.
Árdís Þórðardóttir, fv. stjórnar-
formaður LÍN, var fengin til að
vinna skýrslu um lánasjóðinn. 1984
birtust hugmyndir hennar. Hug-
myndir sem gengu út á það að taka
upp vexti og lántökugjöld og stefn-
an sett á það að færa námslán yfir
í bankakerfið. Hugmyndirnar
mættu þegar mikilh andstöðu og
Ragnhildur sá sitt óvænna og setti
skýrsluna ofan í skúffu.
1. árs nemar út í kuldann
Ragnhildur sat þó ekki aðgerða-
laus. Haustið 1984 afnam hún lán
til 1. árs nema við upphaf náms.
Var þeim visað á bankakerfið og
hafa þónokkrir hrökklast frá námi
af þessum sökum. Þegar tillaga
þess efnis að breyta þessu til baka
kom uþp í þáverandi stjórn LÍN
hafði Ragnhildi bæst liðsauki frá
Ólafi nokkrum Arnarsyni, nýskip-
uðum fulltrúa SHÍ í stjórn LÍN.
Hafði Ólafur þá nýlega verið kjör-
inn oddviti Vöku í Stúdentaráði.
Réð atkvæði hans úrslitum um að
1. árs nemar voru áfram úti í kuld-
anum.
Á árinu 1985 hrærði Ragnhildur
síðan í vísitölunni sem námslánin
miðuðust við. Þegar upp var staðið
höfðu lánin verið skert um tæp 5%.
Sverrir kemur til sögunnar
Haustið 1985 tekur Sverrir Her-
mannsson við sem menntamála-
ráðherra. Gaf hann þegar út
stóryrtar yfirlýsingar um að hann
ætlaði að „hreinsa til í lánasjóðn-
um“. Fékk hann í lið með sér þrjá
fv. leiðtoga Vöku, gamla Vöku-
formanninn Sigurbjörn Magnús-
son, núverandi stjórnarformann
LÍN og fv. fulltrúa SHÍ í stjórn LÍN,
Tryggva Agnarsson lögfræðing, fv.
formann Vöku, og Eirík Ingólfsson,
framkvæmdastjóra og fv. háskólar-
áðsliða Vöku. Þeir félagar þurrk-
uðu rykið af skýrslu Ardísar og
hófust handa.
Skerðingin í janúar 1986
Þann 3. janúar 1986 frysti Sverrir
framfærsluvísitölu LÍN þannig að
þegar upp var staðið hafði tekist
að skerða námslánin um 15%. Þeim
Sverri og félögum nýttist vel full-
trúi SHÍ í stjórn LÍN, ÓLafur
Arnarson, oddviti Vöku. Þetta var
að sjálfsögðu sá sami Ólafur sem
hafði meðal annars unnið sér það
til frægðar að ráða úrslitum um lán
til 1. árs nema þegar hann fylgdi
flokksbræðrum sínum í atkvæða-
greiðslu á stjómarfundi LÍN.
Félagshyggjuöflin ná yfir-
höndinni
Félag umbótasinnaðra stúdenta
hafði nú fengið nóg af máttleysi og
undirlægjuhætti Vökumanna og
sleit stjórnarsamstarfi við þá. Nýr
meirihluti umbótasinna og Félags
vinstri manna tók við og hófst þeg-
ar handa. Námsmannahreyfingun-
um var fylkt saman með stofnun
samstarfsnefndar námsmanna-
hreyfinganna. Vantraust var
samþykkt á Olaf Arnarson og nýr
maður tilnefndur í hans stað. En
að beiðni Sverris, sem formlega
skipar í stjórn LÍN, sat Ólafur
áfram, þrátt fyrir vantraustið óg á
annað þúsund undirskriftir stúd-
enta sem skoruðu á hann að segja
af sér. Setti hann hagsmuni Sjálf-
stæðisflokksins ofar lýðræðisleg-
um vinnubrögðum.
Lagafrumvarp Vökudrengj-
anna
í lok janúar 1986 voru kynnt drög
aö nýju lagafrumvarpi um LÍN.
Voru þau í sama anda og hugmynd-
ir Árdísar fyrr. Vextir, lántöku-
gjöld, takmörkuð lánveiting eftir
duttlungum stjórnvalda hverju
sinni, styrkir til handa „afburða-
nemendum í þjóðhagslega hag-
kvæmu námi“ o.fl. o.fl. Allt í anda
grundvallarstefnu hægrimanna.
Námsmannahreyfingarnar, með
öflugan félagshyggjumeirihluta í
SHÍ innanborðs, hófu þegar í stað
kröftugar aðgerðir. Náðu þær há-
marki á Háskólabíósfúndi fyrir
troöfullu húsi. Hægrimenn sáu sitt
óvænna og hættu við. í stúdenta-
ráðskosningunum sama vor beið
Vaka afhroð.
Lognið á undan storminum
Síðan þetta var hefur ákveðin
kyrrstaða ríkt. Vökustjórnin í
fyrra stóð í samningum við stjórn-
völd um skerðingar en kosninga-
skjálfti stjórnmálamanna fyrir
þingkosningarnar kom í veg fyrir
að nýtt lagafrumvarp yrði lagt
fram.
Þegar félagshyggjumeirihlutinn
tók við í SHI sl. vor var farið að
byggja upp baráttuna á ný eftir
máttleysi Vökustjórnarinnar. Rík-
isstjórnin er óörugg og hafa stjórn-
arliðar ekki enn þorað að leggja
fram nýtt lagafrumvarp um LIN
þó ákvæði um þaö sé í stjórnarsátt-
málanum.
Ofsóknir meirihluta stjórnar LÍN
héldu þó áfram eins og meðlags-
málið alræmda ber merki. Með
KjaUarinn
Guðmundur
Auðunsson
háskólanemi
markvissri baráttu námsmanna-
hreyfinganna fékkst þó viðurkenn-
ing á lögleysi og siðleysi þessarar
skerðingar á lánum einstæðra for-
eldra. Meirihluti lánasjóðsstjórn-
arinnar lemur þó enn hausnum við
steininn og telur að nóg sé að leið-
rétta vitleysuna frá og með næsta
ári en virðist einangrun þeirra nær
algjör í þessu máli. Er því góð von
um að fullnaðarleiðrétting fáist.
Samstarf námsmannahreyfing-
anna hefur eflst. Ákveðin viður-
kenning hefur fengist hjá
menntamálaráðherra á að fram-
færslugrunnur námslánanna sé of
lágur því fallist hefur verið á end-
urskoðun. Er verið að vinna að
endurskoðuninni nú. Þessi áfangi
náðist þó að sjálfsögðu ekki nema
með þrotlausri baráttu.
Hvað gerist?
Blikur eru á lofti. Frést hefur af
því að drög aö lagafrumvarpi séu
tilbúin en þau fara mjög leynt.
Stjórnvöld óttast öflugar náms-
mannahreyfingar. Þau vilja „halda
þessu innan flokksins" og róa að
því öllum árum að Vökumenn
komist til valda í SHÍ. Línurnar eru
skýrar. Annars vegar námsmanna-
hreyfingarnar með félagshyggju-
meirihluta í SHÍ og hins vegar
Yaka og félagar þeirra í stjórn LÍN.
Úrslit kosninganna til SHÍ skipta
því sköpum.
Guðmundur Auðunsson
„Málefni Lánasjóðs islenskra námsmanna hafa verið mikið í sviðsijós-
inu.“
„Stjórnvöld óttast öflugar náms-
mannahreyflngar. Þau vilja „halda
þessu innan flokksins“ og róa að því
öllum árum að Vökumenn komist til
valda í SHÍ.“
Vestfjarðamið fyrir Vestfirðinga
í kjölfar þess að kvótalögunum
var þröngvað í gegn á Alþingi ís-
lendinga er ástæða til að staldra
við og spyrja: Hvers vegna svo mik-
inn niðurskurð á þorskafla Vest-
firðinga sem raun ber vitni?
Er til dæmis einhver hagkvæmni
fólgin í því að togari frá suður-
landshöfnum sigli í tvo sólarhringa
í túr til að ná í þorsk á Vestfjarða-
mið meöan vestfirsku togararnir
eru frá 8 til 16 klukkustundir út á
Halamið og til baka aftur? - Svarið
hlýtur að vera: Nei.
Glænýtt hráefni eða lélegt?
Vestfjaröatogarinn er að meðaltali
6 sólarhringa í veiðiferð, meöan sá
sunnlenski er 10 sólarhringa. Þetta
þýðir að vestfirski togarinn færir
að landi glænýtt hráefni meðan
hinn kemur með fisk sem er að
sama skapi lélegri til fullvinnslu.
Veður á Vestfjarðamiðum eru
válynd og þegar bræla skellur á þá
halda Vestfirðingar til sinna
heimahafna og landa, og koma svo
aftur til veiöa í nýjum túr þegar
veður gengur niður, en á meðan
húka mörg aðkomuskipin í vari
inni á fjörðum og halda síðan áfram
túmum þegar veður gengur nið-
ur.
Allir hljóta að sjá hversu fárán-
legar þær aðgerðir eru sem verið
hafa í gangi undanfarin ár, þar sem
sífellt hefur verið færður meiri
þorskur til sunnan- og austanskipa
með „pennastrikum", á kostnað
Vestfirðinga. Nægir í þessu efni að
Reynir Traustason
stýrimaður, Flateyri
Togarinn Júlíus Geirmundsson, ÍS 270.
„Þetta er öndverðan á lýðræðinu þar
sem meirihlutinn kúgar minnihlut-
ann.“
taka sem dæmi togarann Július
Geirmundsson ÍS-270 en í aflamark
hans vantaði 568 tonn af þorski
árið 1987 til að hlutdeild hans frá
1981 til 1983, svokölluðum viðmið-
unarárum, haldist.
Og hlutdeild Vestfirðinga í lön-
duðum þorskafla heldur enn áfram
að minnka því árið 1987 var hún
orðin 14,7%_, samkvæmt tölum frá
Fiskifélagi íslands, - í stað 17,8%
árið 1984.
Þorskkvóti á silfurfati
Auövitað er hagkvæmast að sækja
fiskinn með sem minnstum til-
kostnaöi og stærsti breytilegi
kostnaðurinn er jú olíukostnaður
sem þýðir að nauðsynlegt er að
hafa vegalengd (ef svo má að orði
komast) sem stysta frá veiöum til
vinnslu.
Því miður virðist ekki vera skiln-
ingur eða vilji hjá stjórnvöldum til
aö horfa á þessa hlið mála heldur
er viðleitnin sú að færa þorskkvóta
á silfurfati til þeirra sem eiga
lengsta leið fyrir höndum til að ná
í fiskinn.
Þetta er öndverðan á lýðræðinu
þar sem meirihlutinn kúgar minni-
hlutann. Vestfirðingar hafa um
árabil barist fyrir leiðréttingu á
ægilegu misrétti sem er upphitun-
ar- og rafmagnskostnaður. Sú
barátta hefur lítinn árangur borið.
Sama má segja um flutningskostn-
að á matvæli.
En þaö virðist ekki þurfa aö leið-
rétta þegar hallar í þetta borðið. -
Krafan í dag hlýtur að vera: Vest-
fjarðamið fyrir Vestfirðinga. Það
yrði þjóðhagslega hagkvæmt.
Reynir Traustason